Morgunblaðið - 20.11.2007, Page 44

Morgunblaðið - 20.11.2007, Page 44
ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 324. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Hækkun úrvalsvísitölu gengin til baka  Hækkun úrvalsvísitölu OMX á Ís- landi í ár er að langmestu leyti geng- in til baka. Féll vísitalan um 3,65% í gær sem er næstmesta lækkun á einum degi þar sem af er ári. Úrvals- vísitalan hefur lækkað um 23% frá júlí sl. Gengi bréfa í FL group og Straumi-Burðarási er komið niður fyrir það sem það var í upphafi árs- ins. » Forsíða Á móti Bitruvirkjun  Bæjarstjórnin í Hveragerði leggst eindregið gegn byggingu Bitruvirkj- unar og hvetur OR til þess að endur- skoða áform um framkvæmdir á og við Ölkelduháls/Bitru. » 2 LSH fær 1,8 milljarða  Meirihluti fjárlaganefndar leggur til tæplega fimm milljarða króna hækkun á frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2007 og þar af verði fram- lag til Landspítalans 1,8 milljörðum króna hærra en áætlað var. Gerðar eru 53 breytingatillögur við frum- varpið. » Forsíða Hart deilt á Japani  Nýhafnar hvalveiðar Japana sættu harðri gagnrýni stjórnvalda í Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Bretlandi í gær. Stjórn Bandaríkjanna hvatti einnig Japani til að hætta við hval- veiðarnar, einkum veiðar á hnúfubak og langreyði. » 14 SKOÐANIR» Staksteinar: Myndin að skýrast? Forystugreinar: Olíuverð og atvinnu- líf | Misskipting í heilsugæslu Ljósvaki: Útvarpið sigrar sjónvarpið UMRÆÐAN» Um opinbera … til hryðjuverka Barnasáttmálinn „fullorðinn“ í dag Forvarnir hefjast heima Sannleikurinn skal ávallt vera … ' ' ' '  '  '  5 6$(0# $- # 7#" %##"$$&$#) 0$ ' ' ' '   '  '  /8 3 ( ' ' ' ' '  '  9:;;<=> (?@=;>A7(BCA9 8<A<9<9:;;<=> 9DA(8$8=EA< A:=(8$8=EA< (FA(8$8=EA< (4>((A&$G=<A8> H<B<A(8?$H@A (9= @4=< 7@A7>(4-(>?<;< Heitast 6°C | Kaldast 0°C SV-strekkingur norð- vestan til, hægari og léttskýjað fyrir sunnan og austan. Dálítil rign- ing og síðar él vestan til. » 10 Hvernig tónlist er spiluð í búðum landsins og hvernig á hún við þá vöru sem er verið að selja? » 40 AF LISTUM» Bókabúða- tónlist KVIKMYNDIR» Amerískir ribbaldar og íslenskir foreldrar. » 39 Sprengjuhöllin, Jeff Who? og Motion Boys eru vinsælar ballsveitir en halda samt kúlinu. Gagn- rýnandi kannar málið. » 38 TÓNLIST» Jaðar verð- ur aðal LEIKHÚS» María, asninn og gjald- kerarnir. » 43 TÓNLIST» Vökuland Friðriks Sturlusonar. » 36 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Lögbannskrafa tekin til greina … 2. Lést eftir … með rafmagnsbyssu 3. 8 og 9 ára piltar í haldi … 4. Lést í bílslysi við Rauðhóla STÓRSVEIT Winnipeg-borgar í Kanada mun í lok næsta árs flytja tónlist eftir Björn Thoroddsen á tón- leikum þar í borg, og leikur Björn einleik á tónleikunum. Þá mun Stór- sveit Reykjavíkur fylgja í kjölfarið og leika sömu tónlist á tónleikum hér á landi. „Þetta verður bæði nýtt og gamalt efni, það er í sjálfu sér ekkert verið að gera ferilinn minn upp, heldur bara verið að spila tón- list eftir mig,“ segir Björn í viðtali í Morgunblaðinu í dag. | 15 Vinsæll í Kanada Nóg að gera Björn Thoroddsen. PÉTUR Pétursson, aðstoðarþjálf- ari íslenska landsliðsins í knatt- spyrnu, lenti í samstuði við Her- mann Hreiðarsson á æfingu liðsins í Kaupmannahöfn í gær. Pétur fékk mikið högg og er hann með brotið viðbein. „Ég var að leika aðeins með strákunum á æfingunni þeg- ar ég lenti á Hermanni,“ sagði Pét- ur í gær en íslenska liðið undirbýr sig fyrir landsleikinn gegn Dönum. | Íþróttir. Pétur brotn- aði á æfingu Pétur Pétursson GRÍÐARLEG fagnaðarlæti brutust út í gærkvöldi þeg- ar ljóst varð að Seljaskóli og Laugalækjarskóli hefðu komist í úrslit Skrekks, sem fram fara í kvöld. Átta skólar munu keppa til úrslita í þessari vinsælu hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík og úrslita- atriðin eru hvert öðru glæsilegra. | 40 Brjáluð fagnaðarlæti Stóra Skrekkstundin er í kvöld Morgunblaðið/Ómar ♦♦♦ Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is STÓRUM hluta af einni stærstu geitahjörð landsins verður slátrað í dag. Vísindamenn telja þetta mikla blóð- töku fyrir geitastofninn og að mikilvægur erfðafjölbreyti- leiki kunni að glatast. Geitfjárstofninn er sagður ein- stakur landnámsstofn í bráðri útrýmingarhættu. „Ég er búin að hafa geiturnar í rúm þrjátíu ár. En lífið er nú einu sinni svona,“ sagði Ásdís Sveinbjörnsdóttir á Hofsósi þegar hún beið eftir flutningabílnum sem flutti geiturnar í sláturhúsið. Hún var með geitféð á Ljóts- stöðum en missti aðstöðuna. „Ég ætla að reyna að halda tíu eða ellefu eftir, ef ég finn einhverja aðstöðu, það er þó sárabót.“ Í landinu eru rétt rúmlega 400 vetrarfóðraðar geitur. Þar af voru 55 á Ljótsstöðum eða um 13% af stofninum. Þegar fréttist af aðstæðum Ásdísar gengu Geitfjárrækt- arfélag Íslands, Landbúnaðarháskóli Íslands og erfða- nefnd landbúnaðarins í það að reyna að bjarga hluta geit- anna. Bóndi annars staðar í Skagafirði var tilbúinn að taka tíu huðnukið, en til þess kom ekki vegna þess að hér- aðsdýralæknir heimilaði ekki flutninginn vegna varna gegn riðu. Ekki er heimilaður flutningur á sauðfé og geit- um milli bæja á svæðum þar sem riða hefur komið upp síðustu tvo áratugina. Riða hefur ekki greinst í geitum hér á landi en vitað er að þær geta smitast. Birna K. Baldursdóttir vinnur að rannsókn á erfðafjöl- breytileika geitfjárstofnsins vegna meistaranáms í erfða- fræði við Landbúnaðarháskóla Íslands. Hún segir gott ef hægt sé að bjarga hluta hjarðarinnar. Hún hafi verið ein- angruð og í henni geti leynst erfðafjölbreytileiki sem ekki sé til annars staðar. Markmið rannsóknarinnar er að gera áætlun um að viðhalda erfðafjölbreytileika með kyn- bótum. Vegna rannsóknarinnar verða tekin lífsýni úr geitunum sem slátrað verður í dag. Geitahjörð slátrað í dag  „Lífið er nú einu sinni svona,“ segir bóndinn sem hefur haldið geitur í 30 ár  Geitastofninn í mikilli hættu Morgunblaðið/Ómar AFNOTAGJALD Ríkisútvarpsins verður hækkað um 4% hinn 1. des- ember næstkomandi. Þetta kemur fram í frumvarpi til fjáraukalaga sem lagt var fram á Alþingi í gær. Reiknað er með að hækkunin auki tekjur Ríkisútvarpsins um 109 millj- ónir króna á ársgrundvelli. Afnotagjald RÚV var síðast hækkað 1. október í fyrra, en sú hækkun var 8%. Þá voru liðin tvö ár frá því gjaldið hækkaði. Afnotagjald RÚV hækkar ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.