Morgunblaðið - 21.11.2007, Síða 1

Morgunblaðið - 21.11.2007, Síða 1
STOFNAÐ 1913 318. TBL. 95. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is VERSLUNARFÍKNIN Í NEYSLUNNI LEITUM VIÐ AÐ ÍMYNDINNI OG Í NEYSLUNNI HRYNUR HÚN TIL GRUNNA >> 16 FRÉTTASKÝRING Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is ÍSLENSKA ríkinu er skylt að vernda og viðhalda eigin erfðalindum, svo sem stofn- un sem ekki er að finna annars staðar, samkvæmt Ríósáttmálanum um líf- fræðilega fjölbreytni. Íslenska geitfjár- kynið fellur tvímælalaust undir þá skil- greiningu af því að það hefur verið einangrað hér í 1.100 ár. Hafa eigendur geita fengið tiltekna stofnverndarstyrki um árabil. Íslenska geitfjárkynið er hreinn land- námsstofn. Talið er að það sé af norskum uppruna og hafi komið hingað með land- námsmönnum. Ekki er vitað til þess að geitur hafi verið fluttar inn síðan og er það því mikið skyldleikaræktað. Örnefni eru talin benda til þess að geitur hafi verið al- gengar í upphafi Íslandsbyggðar. Í harð- indunum á seinni hluta 19. aldar lá við að geitfjárstofninn yrði aldauða en upp úr aldamótum fór að fjölga á ný og flestar urðu geiturnar um 1930, nær 3.000 talsins. Nú í vor voru um 440 geitur í landinu, samkvæmt upplýsingum Ólafs R. Dýr- mundssonar ráðunautar, og hefur þeim heldur fjölgað á síðustu árum. Veruleg fækkun varð þó í gær þegar kona á Hofs- ósi þurfti að láta slátra meginhluta af næststærstu geitahjörð landsins. Flestir geitaeigendur eru með fáeinar geitur, eig- inlega sem gæludýr, en nokkur bú eru með 15-20 skepnur. Stærsta geitahjörðin er á Háafelli í Borgarfirði, um 120 geitur. Er það um þriðjungur af geitastofninum og hafa bændurnir þar því tekið á sig megin- ábyrgðina á viðhaldi þessa einstaka búfjár- stofns sem talinn er í útrýmingarhættu. Nýting tryggir viðhald Mikill vandi er að viðhalda svo litlum búfjárstofni, að sögn Áslaugar Helgadótt- ur, prófessors við Landbúnaðarháskóla Ís- lands og formanns erfðanefndar landbún- aðarins. Hætt er við að dýrin verði það skyld að breytileiki í stofninum minnki. Það takmarkar aftur möguleika á kynbót- um sem eru forsenda þess að hægt sé að hafa not af geitfjárstofninum. Hún tekur undir það að nýting geitanna, eins og gerð- ar hafa verið tilraunir með á Háafelli, sé besta leiðin til að vernda stofninn. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Geitabúskapur Líflegt er í geitahúsinu á Rauðá þegar kiðlingarnir koma í heiminn. Skylt að vernda geiturnar Þriðjungur geitfjár- stofnsins á einum bæ Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is KAUPÞING hefur lokið samn- ingum við erlenda banka um að þeir sölutryggi hlutafjárútboð Kaupþings sem ráðist verður í á næstunni. Boðnar verða út um 200 milljónir nýrra hluta í bank- anum á gengi litlu lægra en markaðsgengi. Lokagengi bréfa í Kaupþingi í gær var 914, þannig að miðað við markaðsverð er heildarútboðið að minnsta kosti 180 milljarða króna virði. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins fer stór hluti út- boðsins til JC Flowers og félaga sem greiðsla fyrir hollenska bankann NIBC sem Kaupþing keypti í sumar. Samið var um þann hluta, ásamt þeim hluta sem JP Morgan og fleiri erlendir bankar kaupa, á talsvert hærra gengi en lokagengi gærdagsins. Forsvarsmenn Kaupþings munu harla ánægðir með þessa niðurstöðu og munu þrátt fyrir mikið verðfall á bréfum Kaup- þings undanfarnar vikur telja að Kaupþing standi vel. Lausafjárstaða Kaupþings er sögð mjög góð og hún er sögð verða enn betri eftir að hollenski bankinn NIBC hefur verið sam- einaður Kaupþingi. Fram kom í máli Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra Kaupþings, þegar níu mánaða uppgjör bankans var kynnt, að miðað væri við að gengi í hluta- fjárútboðinu sem framundan er yrði örlítið lægra en markaðs- gengi. Þess er því vænst að útboðs- gengið muni losa 900 krónur á hlut fyrir þá hluti sem óseldir verða þegar hlutafjárútboðið fer fram. Þess er vænst að Kaupþing kynni áform sín á morgun, fimmtudag. Sölutryggja 180 milljarða hlutafjárútboð Kaupþings  Erlendir bankar annast sölutryggingu  Allt að 200 milljónir nýrra hluta verða boðnar út  Stór hluti útboðsins þegar seldur til fyrri eigenda NIBC Í HNOTSKURN »Erlendir bankar sölu-tryggja hlutafjárútboð Kaupþings. »Hollenski bankinn NIBCmun styrkja enn frekar sterka lausafjárstöðu Kaup- þings. »Búist er við að Kaupþingkynni á morgun sölu- tryggingarsamninginn.  Lausafjárstaðan | 15 HLÍÐASKÓLI sigraði í hæfi- leikakeppni ÍTR og grunnskól- anna í Reykjavík, Skrekk, en úr- slitin fóru fram í Borgarleik- húsinu í gærkvöld. Nemendur Hlíðaskóla réðust ekki á garðinn þar sem hann er lægstur heldur fjallaði atriði þeirra um hina brengluðu kvenímynd sem er við lýði í dag og hversu óraunsæ hún er. Sýning þeirra var kölluð Hvað er fullkomnun? Í öðru sæti varð Seljaskóli með atriðið Galum Gong og Hagaskóli í því þriðja með dúkkuleikinn Nei. Seljaskóli fékk einnig áhorf- endaverðlaun Skjás eins sem sýndi beint frá keppninni. Gríð- arleg stemning var meðal fjölda áhorfenda í salnum. | 48Morgunblaðið/Ómar Fullkomnun ungu kyn- slóðarinnar Hlíðaskóli vann hæfileikakeppni grunnskólanna, Skrekk sjálfan Faxafeni 8 • 108 Reykjavík • Sími 577 1170 www.boconcept.is EF ÞÚ FINNUR EKKI RÉTTU GJÖFINA EKKI KENNA OKKUR UM X E IN N IX 0 7 11 0 08 Leikhúsin í landinu Allir á svið >> 45 ALLT stefnir í að loka verði sumum leiktækjum í skemmtigarðinum Disney-landi í Flórída í Banda- ríkjunum og hugsanlega heilli deild. Ástæðan er sú að litlu börnin eru ekki lengur jafnlítil og þau voru, það er að segja þau eru orðin svo feit að litlu bátarnir taka niðri með þau innanborðs. Ein vinsælasta deildin í Disney-landi er „Smá- heimur“ en um hann fara krakkarnir í litlum bát- um. Þannig hefur það verið í 41 ár en nú má það heita daglegt brauð að bátarnir kenni grunns. Til jafnaðar eru Bandaríkjamenn 11,5 kílóum þyngri nú en upp úr 1960 og bandaríska lýðheilsustofnunin segir að 65% landsmanna séu ýmist of þung eða þjáist af offitu. Fram kemur að margar skemmtideildir eigi í vandræðum af þess- um sökum. Sem dæmi má nefna „Karíbahafssjóræningjana“, „Gosa“ og „Lísu í Undralandi“. Disney-land í vandræðum vegna feitu barnanna Fitna Það eru ýms- ir feitari en Mikki.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.