Morgunblaðið - 21.11.2007, Side 4
Eftir Soffíu Haraldsdóttur
soffia@mbl.is
MATSFYRIRTÆKIÐ Standard &
Poor’s hefur breytt horfum á láns-
hæfismati ríkissjóðs Íslands í nei-
kvæðar úr stöðugum. Endurskoðun-
in er sögð endurspegla vaxandi og
þrálátt ójafnvægi í íslenska hagkerf-
inu, auk skorts á aðhaldi í ríkisfjár-
málum. Neikvæðu horfurnar eru
sagðar lýsa vaxandi hættu á harðri
lendingu íslenska hagkerfisins.
Viðskiptahallinn mun ekki lagast
eins hratt og búist var við, þar sem
neysla hefur aukist á nýjan leik og
útflutningsaukningu seinkar, segir í
tilkynningu frá Standard & Poor’s.
Þá kyndi það undir verðhækkunum á
húsnæði að enn séu mikil lán tekin til
húsnæðiskaupa og það komi í veg
fyrir að verðbólgan hjaðni. Veruleg
hætta er talin á að hagvöxtur dragist
saman vegna áhrifa frá leiðréttingu
á gengi krónunnar, fasteignamark-
aði eða lánamarkaði.
„Sá efnahagssamdráttur sem nú
er hafinn mun hjálpa til við að vinda
ofan af efnahagslegu ójafnvægi en sú
þróun mun líklega tefjast vegna
áætlana um hraða aukningu á út-
gjöldum hins opinbera sem og því að
stöðugt hefur mistekist að endur-
skipuleggja Íbúðalánasjóð. Í
tengslum við háa og hækkandi inn-
lenda og alþjóðlega vexti munu þess-
ir þættir auka áhættuna af harðri
lendingu íslenska hagkerfisins,“ seg-
ir í matinu.
Óbeinar ábyrgðir skapa vanda
Standard & Poor’s segja fjármál
hins opinbera hafa batnað verulega í
efnahagsuppsveiflunni. Hins vegar
hafi óbeinar ábyrgðir vegna fjár-
málageirans vaxið mikið vegna
hraðrar útlánaaukningar innan-
lands.
„Harkaleg aðlögun mun hafa áhrif
á stöðu opinberra fjármála þegar
halli á ríkissjóði vex og gengið er á
óbeinar ábyrgðir. Ef jafnvægi fæst
aðeins með harkalegri aðlögun gæti
lánshæfismatið lækkað,“ segir Stu-
kenbrook, sérfræðingur hjá Stand-
ard & Poor’s. „Á hinn bóginn ættu
horfur að verða stöðugar á ný ef
jafnvægi kemst á með skipulegum
hætti og böndum er komið á tengda
áhættu.“ Lánshæfiseinkunnir ríkis-
sjóðs Íslands í erlendri mynt eru
óbreyttar, þ.e. A+ fyrir langtíma-
skuldbindingar og A-1 fyrir skamm-
tímaskuldbindingar. Lánshæfisein-
kunnir í íslenskum krónum eru AA
fyrir langtímaskuldbindingar og
A-1+ fyrir skammtímaskuldbind-
ingar.
Vaxandi hætta á harðri lendingu
Standard & Poors’s breytir horfum á lánshæfismati ríkissjóðs í neikvæðar Hætt við að hagvöxtur
dragist saman vegna áhrifa frá leiðréttingu á gengi krónunnar, fasteignamarkaði eða lánamarkaði
Morgunblaðið/Kristinn
4 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
„MÉR finnst þetta heldur verra,“ segir Árni
Mathiesen fjármálaráðherra um breytingu á
horfum á lánshæfismati ríkissjóðs Íslands í
neikvæðar.
„Stundum áttar maður sig hreint ekki á
álitum sem koma frá þessum aðilum. Það er
sífellt talað um sömu hlutina, alveg sama
hverjar aðstæðurnar eru. Það er sama hvort
við erum búin að skera framkvæmdir rík-
issjóðs niður í 1% af landsframleiðslu eða
hvort þær eru 2% af landsframleiðslu. Það
eru sömu athugasemdirnar sem koma frá
þeim við aðstæður sem eru allt aðrar. Það
hlýtur að segja manni að þeir eru ekkert að
skoða aðstæðurnar hérna hjá okkur. Ég tel
raunar að þetta álit standi frekar í samhengi
við þann samdrátt sem er á verðbréfamörk-
uðum út af undirmálslánunum.“
Staða matsfyrirtækjanna veikari
Árni er ekki sannfærður um að áliti mats-
fyrirtækjanna sé tekið af sömu alvöru og var
áður.
„Staða matsfyrirtækjanna er heldur veik-
ari í dag en hefur verið. Menn telja að þeim
hafi sést alvarlega yfir ýmislegt í sambandi
við undirmálslánin,“ segir
hann og vísar til þess að of-
mat matsfyrirtækjanna á
slíkum lánum hafi átt þátt í
lausafjárkreppu á fjár-
málamarkaði.
Hann furðar sig jafn-
framt á því að álitið hafi
verið birt á meðan mark-
aðir voru enn opnir. Það
geti haft meiri og skyndi-
legri áhrif á markaðinn en efni standi til.
Ákjósanlegra hefði verið að gefa mönnum
tóm til að átta sig á hvernig málin horfðu í
raun og veru.
Lánveitandi til þrautavara
Hvað varðar óbeinar ábyrgðir ríkisins
vegna fjármálageirans, sem fjallað er um í
álitsgerð Standard & Poor’s, segist Árni gera
ráð fyrir að vísað sé til þess að Seðlabankinn
sé lánveitandi til þrautavara fyrir íslensku
bankana. „Það eru engar frekari skuldbind-
ingar en það felur í sér. Ríkið hefur engar
frekari formlegar skuldbindingar umfram
það,“ segir fjármálaráðherra.
„Ekki tekið tillit til aðstæðna“
Árni M. Mathiesen
GEIR Haarde forsætisráðherra segir að
ákvörðun Standard & Poor’s komi á óvart og
ýmsar forsendur sem matsfyrirtækið gefi sér
séu heldur vafasamar að hans mati og ekki í
samræmi við raunveruleikann hér á landi. Þá
sé vert að undirstrika að fyrirtækið sé ekki
að breyta lánshæfismatinu sjálfu, þó að það
sé breyta horfunum úr stöðugum yfir í nei-
kvæðar. „Þeir segja til dæmis að vaxtastefnu
Seðlabankans verði lítið vart í vöxtum á
íbúðalánum. Þetta er náttúrlega ekki rétt.
Vextir á íbúðalánum hafa verið að hækka og
fólk hefur verið að kveinka sér undan því að
undanförnu og um það var umræða í Alþingi í
dag (í gær),“ sagði Geir.
Hann sagði að það væru fleiri atriði athug-
unarverð að þessu leyti, eins og til dæmis að
útflutningur hefði aukist hægar en ráð hefði
verið fyrir gert og fleira þessa háttar sem
væri ekki réttmætt. Hins vegar væru önnur
atriði sem þeir bentu á sem ættu rétt á sér,
eins og t.a.m. að það hefði mistekist að end-
urskipuleggja Íbúðalánasjóð. Það væri rétt
að það væri ekki búið að ljúka því máli.
„Auðvitað er það óheppilegt að þeir skuli
breyta horfunum en ég tel að rökstuðn-
ingnum fyrir því sé nokkuð
ábótavant. Ég hef sjálfur
verið að leggja áherslu á
að meðan vextir eru svona
háir eigi fólk að halda að
sér höndum varðandi fast-
eignakaup og þess háttar
og við höfum verið að
leggja áherslu á aðgerðir
til þess að draga úr þensl-
unni,“ sagði Geir. Hann
benti á að flestir þeirra sem verið hefðu að
spá um efnahagsmál á Íslandi gerðu ráð fyrir
því að viðskiptahallinn minnkaði hratt og
hagvöxtur yrði minni en verið hefði og þann-
ig myndi draga úr þenslu. Þá væri mjög
myndarlegur afgangur af ríkisbúskapnum og
skuldir hins opinbera hefðu minnkað mikið.
Nýjustu breytingar á fjáraukalagafrumvarp-
inu sýndu einnig að tekjuafgangur ríkissjóðs
væri að aukast þrátt fyrir að óhjákvæmilegt
væri að bæta við útgjöld í nokkrum greinum,
t.a.m. hvað varðaði LSH „og það er ekki ólík-
legt að þannig verði það líka með fjárlaga-
frumvarpið sjálft fyrir næsta ár,“ sagði Geir
einnig.
Vafasamar forsendur
Geir H. Haarde
LEIKSTJÓRAR þriggja kvikmynda fengu ár-
lega viðurkenningu Barnaheilla í gær fyrir
sérstakt framlag í þágu barna og réttinda
þeirra. Leikstjórarnir eru Guðný Halldórs-
dóttir fyrir Veðramót, Ragnar Bragason fyrir
Börn og þeir Bergsteinn Björgúlfsson og Ari
Alexander Ergis Magnússon fyrir Syndir feðr-
anna. Að mati Barnaheilla taka allar þessar
kvikmyndir á viðkvæmum málum sem snerta
börn, réttindi þeirra og aðbúnað.
Í Barnasáttmála SÞ er kveðið á um réttindi
barna en hann er leiðarljós Barnaheilla í öllu
starfi samtakanna. Í sáttmálanum er kveðið á
um réttindi barna til að alast upp við góð skil-
yrði, hvort sem er hjá foreldrum eða öðrum.
Þar er enn fremur kveðið á um rétt þeirra á
vernd gegn líkamlegu, kynferðislegu og and-
legu ofbeldi og gegn vanrækslu. Allar mynd-
irnar fjalla um þessi mál frá sjónarhóli barns-
ins sem orðið hefur fyrir ofbeldi og
vanrækslu.
Morgunblaðið/Golli
Fjalla um viðkvæm málefni í kvikmyndunum
Kvikmyndaleikstjórar fá viðurkenningu Barnaheilla
SVIFRYK fór yfir heilsuverndar-
mörk um síðustu helgi. Svifryk hefur
því farið 14 sinnum yfir mörkin á
árinu. Svifryk hefur farið fjórum
sinnum yfir heilsuverndarmörk í Ár-
túnsbrekku síðan um miðjan októ-
ber.
Umhverfissvið Reykjavíkurborg-
ar mælir svifryksmengun við Grens-
ásveg, þar sem vænta má mestrar
mengunar í borginni, og í Fjöl-
skyldu- og húsdýragarðinum til sam-
anburðar. Laugardaginn 17. október
reyndist svifryk við Grensásveginn
vera 91 míkrógramm á rúmmetra og
sunnudaginn 52,4 en viðmiðunar-
mörk svifryks (PM10) eru 50 mík-
rógrömm á rúmmetra á sólarhring.
Hins vegar fór styrkur svifryks ekki
yfir heilsuverndarmörk í Fjölskyldu-
og húsdýragarðinum.
Tölurnar birtar á netinu
Svifryk hefur farið 14 sinnum yfir
heilsuverndarmörk í borginni á
árinu en samkvæmt reglugerð má
það fara 23 sinnum yfir.
Veður hefur mikil áhrif á magn
svifryks í andrúmsloftinu. Kuldi,
auðar götur og lítill raki eru kjör-
aðstæður fyrir svifryk. Þegar er úr-
koma mælist minna af svifryki. Lítil
úrkoma mældist um liðna helgi. Á
laugardag var töluverður vindur,
kuldi og lítill raki og á sunnudag
hægur vindur, kuldi og lítill raki.
Reykvíkingar geta fylgst með svif-
ryksmælingum með því að skoða vef-
mæli á heimasíðu umhverfissviðs.
Einnig er hægt að fylgjast með mæl-
ingunum á mbl.is undir veður.
Svifryk 14
sinnum yf-
ir mörkum