Morgunblaðið - 21.11.2007, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FORVARNARSTARF tollstjóra-
embættisins í Reykjavík, „Fíkni-
efni – nei takk!“, sem beint er að
fermingarbörnum, hefst um þess-
ar mundir að nýju og hafa fyrstu
heimsóknir fornvarnarfulltrúa
embættisins til barna, sem ferm-
ast í vor, þegar farið fram. Starfið
nær þó ekki hámarki fyrr en eftir
áramót þegar tollverðir munu
heimsækja flest fermingarbörn
landsins og ræða við þau um
fíkniefni og skaðsemi þeirra,
listina að velja skynsamlega á lífs-
leiðinni og þýðingu þess að bera
ábyrgð á eigin lífi, segir í tilkynn-
ingu. Góður gestur fylgir tollvörð-
unum, fíkniefnaleitarhundurinn
Skuggi, sem kominn er á „eft-
irlaun“ enda verður hann tíu ára
gamall í desember. Síðasta vetur
heimsóttu tollverðir frá embætti
tollstjórans í Reykjavík um þrjú
þúsund fermingarbörn og er
markið sett á að ná til enn fleiri
nú í vetur. Ýmsan fróðleik og
upplýsingar, hvort sem er um toll-
stjóraembættið eða forvarn-
arstarfið, má finna á forvarnav-
efnum neitakk.is sem rekinn er af
embættinu og eru foreldrar og
forráðamenn barna og ungmenna
hvattir til að skoða vefinn og
ræða efni hans við börn sín.
Gæðablóð Fíkniefnaleitarhundurinn Skuggi hefur tekið við starfi Bessa
sem gekk á vit feðra sinna fyrr á árinu.
Forvarnir gegn fíkniefnum
ÞRJÁR af verslunum 10-11 munu
framvegis verða mannaðar af sér-
þjálfuðu öryggisstarfsfólki frá Sec-
uritas. Öryggisfulltrúarnir munu
sinna öllum hefðbundnum af-
greiðslustörfum og öryggiseftirliti
og því leysa af hólmi afgreiðslufólk
10-11 á nóttunni.
Í fréttatilkynningu kemur fram
Securitas býður nú verslunum nýja
þjónustu sem hlotið hefur nafnið
Verslunarþjónusta Securitas.
Starfsmenn þjónustunnar eru ekki
hefðbundnir öryggisverðir heldur
öryggisfulltrúar sem sinna munu
öllum hefðbundnum afgreiðslu-
störfum og öryggisstörfum í versl-
unum. Þessi þjónusta býðst nú til að
auka á öryggi viðskiptavina og
verslunarstarfsmanna á næturnar.
Samið hefur verið um að Sec-
uritas muni framvegis manna næt-
urvaktir 10-11 í þremur verslunum
á höfuðborgarsvæðinu. Til að byrja
með er um að ræða verslanir 10-11
á Hjarðarhaga, Seljavegi og við
Barónsstíg.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Næturvakt Starfsmenn Securitas
vinna í 10-11 á nóttunni.
Öryggið aukið
á nóttunni
SÍÐASTI öruggi skiladagur til að póstleggja jólapakka
til landa utan Evrópu er þriðjudagurinn 4. desember og
jólakort til landa utan Evrópu er föstudagurinn 7. des-
ember. Síðasti öruggi skiladagur á jólapökkum til Evr-
ópu er miðvikudagurinn 12. desember og á jólakortum
til Evrópu föstudagurinn 14. desember, til að þau skili
sér í tæka tíð. TNT-sendingar til landa utan Evrópu hafa
frest til 18. desember en þær TNT-sendingar sem fara til
Evrópu 19. desember.
Til að vera viss um að jólapakkar og jólakort innan-
lands skili sér fyrir jól er miðvikudagurinn 19. desember síðasti öruggi
skiladagur fyrir jólapakka innanlands og fimmtudagurinn 20. desember
síðasti öruggi skiladagur fyrir jólakortin innanlands.
Á öllum pósthúsum landsins er tekið á móti jólapóstinum en til að þjón-
usta landsmenn enn betur mun Pósturinn opna jólapósthús í Kringlunni,
Smáralind og á Glerártorgi, Akureyri.
Skiladagar jólakorta og pakka
TRUFLUN í orkuframleiðslu Sig-
ölduvirkjunar leiddi til þess að 245
kílóvolta flutningskerfi Landsnets á
Austurlandi rofnaði frá meginkerf-
inu og varð álver Alcoa Fjarðaáls á
Reyðarfirði sem og álver Norðuráls
á Grundartanga, straumlaust í hálf-
tíma á mánudagskvöldið. Um
klukkustund tók að stilla tæki að
nýju og keyra upp straum. „Það er
ekki að fullu vitað hvað gerðist, við
erum að greina vandann,“ sagði
Nils Gústavsson, deildarstjóri hjá
Landsneti, í gærdag. Hjá Alcoa
fengust þær upplýsingar að trufl-
unin hefði ekki valdið neinu tjóni
fyrir utan framleiðslustöðvunina.
Alcoa straumlaust
en án tjóns
Í TILEFNI af 25 ára afmæli
Kvennaathvarfsins 6. desember nk.
verður haldin sigurhátíð í Ráðhúsi
Reykjavíkur til heiðurs konunum
sem dvalið hafa í athvarfinu frá
upphafi. Samhliða er ætlunin að
hafa ljósmyndasýningu í Ráðhús-
inu, þar sem sýndar verða u.þ.b.
2.900 myndir af konum, jafn mörg-
um og konurnar eru sem dvalið
hafa í athvarfinu. Markmiðið er að
sjóngera þennan hóp og minna kon-
ur sem enn búa við ofbeldi á að það
er til leið út úr því. Þeim sem vilja
taka þátt í því að heiðra konur sem
tekið hafa þetta stóra skref út úr
ofbeldissambandi og inn í Kvenna-
athvarfið er bent á að senda
Kvennaathvarfinu mynd af konum
sem vilja leggja þessu verkefni lið.
Á hverri mynd skal vera ein kona,
18 ára eða eldri, segir í frétta-
tilkynningu.
Ljósmyndasýn-
ingin Kraftakonur
SETT verður á fót miðlæg þjónustu-
miðstöð fyrir blinda og sjónskerta að
tillögu framkvæmdanefndar sem
skipuð var að frumkvæði mennta-
málaráðherra sl. vor. Tillögur nefnd-
arinnar voru kynntar á ríkisstjórn-
arfundi nýverið og var
ráðuneytisstjórum þriggja ráðu-
neyta í kjölfarið falið að vinna að
framkvæmd málsins. Miðstöðinni er
ætlað að annast alla sérfræðiþjón-
ustu við blinda og sjónskerta, að-
standendur þeirra sem og aðra sem
starfa með þessum hópi utan við al-
menna heilbrigðisþjónustu og skóla.
Mun hún heyra undir félagsmála-
ráðuneytið.
Með stofnun þjónustumiðstöðv-
arinnar verður starfsemi Sjón-
stöðvar Íslands í heild sinni færð til
þjónustumiðstöðvarinnar, sem og lít-
ill hluti af starfsemi Blindra-
bókasafns Íslands. Sjónstöðin verður
lögð niður og Blindrabókasafninu
breytt í Hljóðbókasafn Íslands og
mun sinna þeim einstaklingum sem
leita eftir hljóðbókum, en aldraðir og
lesblindir eru nú 99% af við-
skiptavinum safnsins. Einnig verður
tiltekin starfsemi sem nú er sinnt af
Blindrafélaginu og Daufblindrafélagi
Íslands sem og starfandi blindra-
kennarar/kennsluráðgjafar færðir til
þjónustumiðstöðvarinnar.
Áætlað er að 25,5 stöðugildi þurfi
við þjónustumiðstöðina – en þar af
voru 13 til staðar þegar fram-
kvæmdanefndin hóf störf og 6 bætt-
ust við með bráðaaðgerðum fyrr á
árinu.
„Ég tel að með þessu sé stigið af-
skaplega mikilvægt skref í þá átt að
bæta þjónustu við blinda, sjónskerta
og daufblinda,“ er haft eftir Þorgerði
Katrínu Gunnarsdóttur mennta-
málaráðherra, í fréttatilkynningu.
„Þessi hópur hefur líkt og fleiri liðið
fyrir að ábyrgð á þjónustunni hefur
dreifst á marga aðila og því oft óljóst
hvar ábyrgðin liggur í raun.“ Hún
segir það lengi hafa verið ósk blindra
og sjónskertra að stofnuð yrði mið-
læg þjónustumiðstöð. „Með því næst
tvennt. Annars vegar verður nú
skýrt hvert ber að leita eftir þjónustu
og hver ber ábyrgð á henni. Hins
vegar samnýtist þekking og reynsla
þeirra sem starfa að málum blindra
og sjónskertra þegar þeir verða sam-
an komnir á einum vinnustað í stað
þess að dreifast vítt og breitt um
kerfið,“ segir Þorgerður Katrín.
Samkvæmt upplýsingum frá Sjón-
stöð Íslands eru um 1.500 ein-
staklingar á Íslandi sem teljast fatl-
aðir vegna skertrar sjónar, um 20
eru daufblindir, um 330 eru lög-
blindir (innan við 10% sjón) en aðrir
eru alvarlega sjónskertir (milli 10%
og 30% sjón). Samkvæmt lögum eiga
þessir einstaklingar rétt á þjónustu
sem gerir þeim kleift að lifa sjálf-
stæðu lífi og starfa í eðlilegu sam-
félagi við aðra.
Þjónustumiðstöð fyrir
blinda og sjónskerta
Morgunblaðið/Þorkell
Bækur Blindrabókasafnið fær nýtt
nafn: Hljóðbókasafn Íslands.
Áætlað að 25,5 stöðu-
gildi þurfi við þjón-
ustumiðstöðina
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
„ÞAÐ er afar mikilvægt að börn
þekki réttindi sín og kunni skil á
Barnasáttmálanum. Ef börnin
þekkja réttindi sín vita þau t.d. að
það má ekki beita þau ofbeldi og
einnig að þau eiga rétt á menntun og
að þeim sé sýnd virðing. Ég tel að
börn eigi auðveldara með að setja
mörk og gera kröfur ef þau þekkja
réttindi sín,“ segir Lucy Smith,
fulltrúi frá alþjóðlegu barnaréttar-
nefndinni, sem flutti erindi á mál-
þingi um Barnasáttmálann í gær.
Að mati Smith eru það hins vegar
ekki bara börn sem þurfa að vera
upplýst um réttindi sín, því miklu
máli skiptir að sem flestar stéttir
samfélagsins séu upplýstar, þ.e.
stéttir á borð við lögfræðinga og
kennara. „Í raun finnst mér að þessi
fræðsla eigi að vera hluti af skóla-
kerfinu allt frá leikskóla og upp úr.“
Styrkja á umboðsmann barna
Smith bendir á að þau vandamál
sem börn standi frammi fyrir séu
nokkuð misjöfn eftir því í hvaða
heimshluta þau búa. „Eitt af því sem
veldur áhyggjum á Norðurlöndum
er drykkja og fíkniefnanotkun barna
og unglinga, sem virðist haldast í
hendur við að börnin lifa í mjög
streituvaldandi umhverfi. Börnin
eru að kikna undan þeim kröfum
sem gerðar eru til þeirra um góðan
námsárangur, frama í íþróttum og
ekki síst kröfunum sem gerðar eru
um útlit þeirra og klæðaburð. Allt of
lítill tími gefst fyrir börnin og sam-
verustundir með foreldrum eru of fá-
ar, sem skýrist fyrst og fremst af því
að foreldrar eru alltaf á kafi í vinnu,“
segir Smith og bætir við: „Hins veg-
ar má ekki gleymast að vandamálin
sem steðja að börnum í fátækari
löndum heims eru mun alvarlegri.“
Aðspurð segir Lucy Smith Ísland,
ásamt hinum Norðurlöndunum,
standa framarlega þegar komi að
réttindum barna. „Auðvitað er ekki
allt fullkomið og ýmislegt sem mætti
bæta, en staðan er samt mjög góð
miðað við mörg önnur lönd.“
Spurð hvað megi betur fara hér-
lendis bendir Lucy Smith á að hér
líkt og annars staðar þurfi að styrkja
betur fjárhagslega þau úrræði sem
nýst geti í réttindabaráttu barna.
Bendir hún á að æskilegt væri að
styrkja til muna embætti umboðs-
manns barna þannig að embættið
geti beitt sér af krafti og mætt auk-
inni eftirspurn og vinnuálagi.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Sungið fyrir ráðstefnugesti Barnakór Kársnesskóla söng nokkur lög fyrir viðstadda á málþingi sem haldið var í
Norræna húsinu í gær í tilefni af 18 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Streitan hefur nei-
kvæð áhrif á börn
Ungmenni að kikna undan síauknum útlits- og námskröfum