Morgunblaðið - 21.11.2007, Side 10

Morgunblaðið - 21.11.2007, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Þeir eru komnir allir bræðurnir til að spyrja hvort herra forseti vilji fara fyrir þeim í útrásinni? VEÐUR Á þingfréttasíðu Morgunblaðsins ígær var birt tilvitnun í blogg Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, varaþingmanns Vinstri grænna. Í þessari tilvitnun segir:     Hvers vegna tökum við þennanbita, sem við ætlum ekki að taka, þennan sopa, sem við ætlum ekki súpa, hvers vegna gerum við ekki einmitt það, sem við ætlum að gera, hvers vegna breytum við ekki einmitt því, sem við ætl- um að breyta?“     Þessi einfölduorð Guðfríðar Lilju eru þrung- in meiningu, einmitt þessa dagana, þegar flokkssystir hennar, Svandís Svavarsdóttir, er að kyngja þeim bita, sem hún ætlaði ekki að kyngja, súpa þann pólitískt baneitraða sopa, sem hún ætlaði ekki að súpa, ætlar að fara að gera það, sem hún ætlaði ekki að gera, og greinilega staðráðin í því að breyta ekki því, sem hún ætlaði að breyta.     Það verður forvitnilegt að sjá,hvernig Svandís svarar þessum beittu spurningum flokkssystur sinnar.     Það verður fróðlegt að fylgjastmeð þingmönnum Vinstri grænna kyngja þeim bita, sem Svandís ætlar þeim að kyngja.     Haldi fram sem horfir munuVinstri grænir í borgarstjórn ekki skipta nokkru máli, það sem eftir er af þessu kjörtímabili.     Flokkurinn, sem hafði allt í hendisér!     Af hverju er Svandís Svavars-dóttir að ganga Samfylking- unni á hönd? STAKSTEINAR Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Já, hvers vegna? SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                       *(!  + ,- .  & / 0    + -                         !"#  !"#      12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  ( $  $  $    %           # "         !"# :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? &$ ' $& %& &$ &$ $&$ &$ %&$%  &$ &  &  &%  %&% %&$ %&$ &% $&% &% $'% ' ' ' ' '% ' ' $' ' ' ' ' ' '%                  *$BC (((                              *! $$ B *! ) * +("  (* ("   #  !"  , ! <2 <! <2 <! <2 ) #"+  (-   .(/ !0   C! -         /    ! "   #   $%    &   '   !(  )  *      <7  ,    *   $%     +       %      -"  <   ( . #  *    ' %"   /  %          )            /          12((!33 !"( (4 !  !(-   Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Jón Finnbogason | 20. nóvember 2007 Fjárhættuspil Það er skrítin tilhugsun að íþrótta- og æsku- lýðsmál standi og falli með því að fólk spili fjárhættuspil. En svona er þetta víst, sjáum bara HHÍ og Happ- drætti SÍBS. Af hverju ekki að fara alla leið og leyfa regnhlífarsamtökum íþrótta- og æskulýðsfélaga, mennta- stofnana, stéttafélaga, starfsmanna- félaga og góðgerðastofnana að reka allar tegundir fjárhættuspila? Þá þyrfti ÍBS ekki að troða sér inn í starfssemi UMFÍ. Meira: jonfinnbogason.blog.is Nanna Katrín Kristjánsdóttir | 20. nóv. Ill meðferð á dýrum … Hefur einhver séð þeg- ar þeim er hleypt út á vorin? Það er svo mikil gleði og hamingja að það er augljóst að kýrnar þrá að fara út. Það er ekki bara gaman fyrir kýrnar heldur eitt af þessum ómetalegu gildum sem eru að hverfa svo hratt í tæknimenn- inguna. Mér finnst virkilega ljótt að loka þessu stóru dýr inni allt árið í þess- um pínulitlu básum. Það er nógu slæmt nú þegar. Meira: nanna.blog.is Sigurður Sigurjónsson | 20. nóvember Menntun? Ég er nýkominn úr for- eldraviðtölum vegna grunnskólagöngu þriggja sona minna 7, 9 og 12 ára sem er ekk- ert óeðlilegt … En það eru kröfurnar sem settar eru á börnin okkar sem ég er að velta fyrir mér. Hver man ekki eftir samanburði á stærðfræðihæfi- leikum íslenskra barna við önnur heimsins lönd … íslensku börnin voru langt á eftir þeim bestu í stærð- fræði. Börnin í Singapúr stóðu okkar vesælu börnum mun framar og allt landið skalf af tilhugsuninni um að Ísland yrði yfirhlaðið heimsku full- orðnu fólki eftir 20 ár. Ég var svo heppinn að hitta kennara frá Singa- púr og ræddi einmitt þessi mál við hana. Ég fékk mikið sjokk yfir því sem ég heyrði, því 3 ára byrja börn að læra að lesa og skrifa á 2 tungu- málum. Allir verða að klára sama námsefnið á sama tíma ef réttur ár- angur á að nást … Meira: siggi66.blog.is Davíð Ásgeirsson | 20. nóvember Starfsmenn hagnast á easyJet Það hefur lengi verið ljóst að í ár stefndi í besta ár easyJet. Í síð- asta mánuði gaf for- stjóri easyJet, Andy Harrison, öllum starfs- mönnum flugfélagsins hlutabréf í fyrirtækinu að andvirði 2 vikna launa. Þetta gerði hann líka í fyrra, þannig að þeir sem hafa starf- að hjá fyrirtækinu í meira en ár eiga núna hlutabréf í easyJet að andvirði mánaðarlauna sinna. Það hlýtur að teljast höfðinglegt að leyfa starfs- mönnum að njóta góðs af hagn- aðinum. Í morgun fengu starfsmenn fréttir af ársuppgjöri easyJet, þegar for- stjórinn sendi póst til allra starfs- manna. Þar kemur fram að árið 2007 sé án nokkurs vafa hið besta í tíð flugfélagsins. Sá mælikvarði sem fyrirtækið not- ar er hagnaður á hvert sæti. Hann er nú £4,30 en var árið 2005 £2.38. Markmiðið er að komast yfir £5.00 á hvert sæti, en þar hefur Ryanair ver- ið undanfarin ár. Þetta telst vera sérstaklega góður árangur þar sem yfirvöld í Bretlandi tvöfölduðu skatta á farþega sem flugu innan Bretlands. Hagnaðurinn kemur ekki af sjálfu sér, en easyJet hefur tekist að hagræða töluvert í rekstrinum, m.a. með því að gera farþegum kleift að kaupa sér „Speedy Boarding“, sem gefur þeim farþegum kost á að fara fyrst um borð í flugvélina og velja sér sæti, en frjálst sætaval er hjá easyJet. Það eru þó krefjandi tímar fram- undan. Hagfræðingar spá samdrætti í Bandaríkjunum á næstunni, auk þess sem stýrivextir hafa hækkað hratt hér í Bretlandi undanfarið. Það sem hefur þó mest áhrif er olíuverðið í heiminum, sem nú er komið yfir $90 á tunnu, og þannig eykst árlegur eldsneytiskostnaður easyJet um £50 milljónir, sem er yfir 6 milljarða ís- lenskra króna aukning. Auk þess hafa flugvallagjöld stóraukist á stórum alþjóðaflugvöllum, svo sem Stansted, Gatwick, Luton og Berlin Schönefeld. Ljóst er að ekki geta öll flugfélög í Evrópu í dag lifað af þessa „kreppu“ ef rætist úr henni. Nú þegar eru margir farnir að spá um ýmsa sam- runa og að flugfélög kaupi upp önnur flugfélög. EasyJet keypti á dögunum upp GB Airways, og með þeim kaup- um varð easyJet stærsti flugrekand- inn frá London Gatwick, ásamt Brit- ish Airways. Sjá nánar í færslu hér fyrir neðan. Það verður að teljast ólíklegt að flugfélögin nái að koma til móts við þennan aukna kostnað með því einu að hækka miðaverð, þótt „sum“ flug- félög séu byrjuð á því nú þegar … Meira: davidasg.blog.is BLOG.IS WWW.SVAR.IS - SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 Týpa: PV70 VERÐLAUNAÐ SJÓNVARP 189.900- Glæsilegt tæki af nýjustu kynslóðinni sem fékk nýlega hin eftirsóttu EISA verðlaun. HDTV Ready / Upplausn1024x768 / Skerpa: 10.000:1 42” plasma

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.