Morgunblaðið - 21.11.2007, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 21.11.2007, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI FJALLAÐ var um það á degi ís- lenskrar tungu sl. föstudag þegar Jónas Hallgrímsson var grafinn á Þingvöllum. Þar er vitnað í bókina Ferðalok eftir Jón Karl Helgason og kemur fram að bein Jónasar hafi verið grafin upp aftur og send út til Danmerkur til DNA-greiningar. Heimildin var sótt í alfræðiritið Wikipediu, sem er á netinu, en þess var ekki gætt að um skáldskap var að ræða af hálfu Jóns Karls. „Þessi saga kennir okkur í fyrsta lagi að maður á aldrei að vera íron- ískur í rituðum texta, og í öðru lagi að blaðamenn eiga aldrei að nota Wikipediu sem heimild,“ segir Jón Karl. „Bókin Ferðalok kom út hjá Bjarti í ritröð sem nefndist Svarta línan. Í þeim bókum sem komu út í ritröðinni til að byrja með léku höf- undar sér meðvitað með mörk raun- veruleika og ímyndunar, veruleika og skáldskapar. Ferðalok voru eng- in undantekning en þar er fjallað um hvernig beinamál Jónasar hefur verið túlkað, endurtúlkað og mis- túlkað í fræðitextum og skáldskap.“ Þegar Jón Karl skrifaði bókina einsetti hann sér að skrifa hana þannig að hún gæti verið lesin hvort sem er af Íslendingum eða útlend- ingum. „Af þeim ástæðum og öðrum rammaði ég inn frásögnina með skálduðu bréfi, þar sem segir að textinn sem þarna fari á eftir sé skýrsla skrifuð fyrir konunglegu dönsku vísindaakademíuna EN HENNI hafi verið falið að rannsaka hvort leifarnar í kistu Jónasar á Þingvöllum séu í raun og veru af honum og kistu hans. Um það leyti sem ég skrifaði bókina höfðu hug- myndir um slíka rannsókn verið viðraðar af fullri alvöru á opinber- um vettvangi, meðal annars í Fréttablaðinu. Bréfið í upphafi Ferðaloka var raunar dagsett fram í tímann, bókin kom út vorið 2003 en bréfið er dag- sett 9. nóvember 2003. „En það var hluti af húmornum að ímynda sér aðstæður þar sem Jónas yrði send- ur aftur til Danmerkur – á vit gömlu herraþjóðarinnar – mér fannst að það væri hámark íroní- unnar í ljósi þess sem á undan var gengið. En þetta bréf er að mestu leyti uppspuni, leikur sem ég treysti á að lesendur bókarinnar myndu átta sig á. En það hefur ekki gengið fyllilega eftir.“ Jón Karl viðurkennir að önnur lygi sé í bók hans. „Framarlega í Ferðalokum er vitnað í blaðagrein eftir belgískan fræðimann, Arendt Tisch, sem er ekki til. Ég gef það til kynna með því að dagsetja blaða- greinina 31. júní árið 2000, en sá dagur finnst ekki á neinu almanaki. Ég skapaði þennan fræðimann til að segja eitt og annað sem ég var að hluta til sammála en vildi samt geta andmælt eða rökrætt. Bókin fjallar að einhverju leyti um það hvernig margskonar skáldskapur, þar á meðal Atómstöðin eftir Halldór Laxness, hefur mótað sýn okkar á þann sögulega veruleika sem beina- málið er hluti af. Samþætting skáld- skapar og sagnfræði er í raun eitt af meginviðfangsefnum Ferðaloka.“ Jón Karl segist hafa séð um- rædda færslu á Wikipediu fyrir nokkru síðan og sett inn athuga- semd um að það væri ekki rétt að bein Jónasar hefðu verið send til Danmerkur til rannsókna. Sú at- hugasemd sé hinsvegar horfin núna án þess að textinn hafi verið leið- réttur. „Ég hefði líklega betur leið- rétt þetta beint,“ segir hann. „En ég viðurkenni að ég hef lúmskt gaman af þessu öllu saman; bókin mín var að einhverju leyti skrifuð til að fækka vitleysunum í kringum umfjöllun um beinamálið, en ég virðist hafa fjölgað þeim frekar en hitt. Það kemur vel á vondan, ekki satt?“ Þess má geta að einn kafli Ferða- loka er birtur í bókinni Undir hraundranga, nýútkomnu úrvali skrifa ýmissa höfunda um Jónas Hallgrímsson og verk hans. Í aftan- málsgreinum með kafla sínum þar tekur Jón skýrt fram hvað í umfjöll- un hans er ábyggilegt og hvað skáldað. Á mörkum veruleika og skáldskapar Bein Jónasar Hall- grímssonar valda áfram misskilningi Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is HÚSNÆÐISSTEFNAN er komin í þrot og eitt brýnasta verkefni næstu ára er að endurreisa húsnæðiskerfi landsins. Þetta kom fram í máli Jó- hönnu Sigurðardóttur félagsmála- ráðherra í utandagskrárumræðu á Alþingi í gær. Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, var málshefjandi og hafði þungar áhyggjur af stöðunni á húsnæðismarkaði. Lækkun húsnæð- islána hafi leitt til þess að þau dygðu ekki fyrir íbúðakaupum og íbúða- kaupendur, oftast ungt fólk, þyrfti því að taka viðbótalán á háum vöxt- um eða með því að taka veð. „Hæst- virtur forsætisráðherra lét hafa það eftir sér í síðustu viku að fólk ætti að halda að sér höndum í fasteignavið- skiptum en ég velti því fyrir mér hverjum þau skilaboð eru ætluð,“ sagði Katrín jafnframt og bætti við að ungt fólk þyrfti að koma sér þaki yfir höfuð. Leigumarkaðurinn væri dýr, lítill og ótryggur. Húsnæðismál eru velferðarmál Jóhanna Sigurðardóttir sagði stöðu lágtekjufólks og fyrstu kaup- enda á húsnæðismarkaði sjaldan hafa verið verri. Hækkun fasteigna- verðs mætti rekja til þess þegar stjórnvöld og bankarnir ákváðu að stórauka lánsfé til húsnæðiskaupa. „Margir telja að þetta hafi verið al- varleg hagstjórnarmistök,“ sagði Jó- hanna og lagði áherslu á að þróun- inni þyrfti að snúa við en til þess þyrfti samstöðu margra; stjórnar, stjórnarandstöðu, ríkis, sveitarfé- laga, aðila vinnumarkaðarins og lánastofnana. „Ljóst er að vaxtakjör á langtímalánum á húsnæðismarkaði eru út úr öllu korti og alls óviðunandi sem langtímafjármögnun fyrir íbúðakaupendur.“ Jóhanna sagðist eiga von á tillög- um frá starfandi nefnd um málið á næstu dögum sem vonandi gætu bætt hag fyrstuíbúðarkaupenda, byggt upp almennilegan leigumark- að og fjölgað búsetuformum, m.a. með húsnæðissamvinnufélögum. „Sveitarfélögin þurfa að útvega lóðir á kostnaðarverði og sveitar- félögin hér á höfuðborgarsvæðinu þurfa að taka höndum saman um að mynda sameiginlegan íbúðamarkað með fjölbreytilegum valkostum og ríkið þarf að viðurkenna að húsnæð- ismálin séu velferðarmál og láta út- gjöld hins opinbera endurspegla það,“ sagði Jóhanna. Húsnæðisstefnan er komin í þrot Kallar eftir samstöðu við að endurreisa húsnæðiskerfið Morgunblaðið/Jim Smart Fólkið er alltaf að byggja Félagsmálaráðherra vill endurreisa húsnæð- iskerfið og vill að ríkið viðurkenni húsnæðismál sem velferðarmál. Gott og slæmt Önnur umræða um fjáraukalaga- frumvarp fyrir árið 2007 tók lung- ann úr deginum á Alþingi í gær en í fjáraukalögum eru veittar heimildir fyrir greiðslum úr ríkissjóði sem eru ekki í fjárlagafrumvarpi. Margir þingmenn höfðu áhyggjur af því fordæmi sem væri skapað með því að veita fé til að greiða niður rekstrarhalla ríkisstofnana, þó að flestir hefðu verið sammála mik- ilvægi þess að greiða niður skuld- irnar. Hins vegar væri slæmt ef það skapaðist fordæmi fyrir því að rík- isstofnanir gætu farið fram úr þeim heimildum sem þær hefðu sam- kvæmt fjárlögum en treystu á að það bjargaðist með fjáraukalögum síðar á árinu. Loforðin gefin út áður Jón Bjarnason og Guðjón Arnar Kristjánsson, nefndarmenn í fjár- laganefnd, skiluðu séráliti á frum- varpinu og gagnrýndu harðlega að þegar hefðu verið gefin loforð um greiðslurnar sem væri verið að leita heimilda fyrir. Framkvæmdavaldið hefði raunar tekið sér fjárveit- ingavald. Þá segja þeir tilvilj- anakennt hvaða stofnanir fái leið- réttingar í fjáraukalögum á hverjum tíma og að það vinnulag verði að laga. Frekar með fjárlögum Bjarni Harð- arson, Framsókn, sagði í umræðun- um að faglegra væri að nýta fjár- lög til að höggva á skuldahala rík- isstofnana en að gera það með fjáraukalögum og Illugi Gunn- arsson, Sjálfstæðisflokki, vildi sjá aðgerðir til að Alþingi stæði ekki frammi fyrir svipuðum vanda aftur að tveimur árum liðnum. „Það væri óþolandi vegna þess að þar með væri verið að staðfesta það að við værum að færa frá okkur fjárveit- ingavaldið til framkvæmdavaldsins – til ríkisstofnana,“ sagði Illugi og bætti við að hann hefði viljað sjá raunhæfar áætlanir um rekstur þessara stofnana. Erfið efnahagsstjórn Í máli þingmanna komu líka fram áhyggjur af því hversu illa gengi að spá fyrir um þróun efnahagsmála. „Ég sagði við fyrstu umræðu um fjáraukalagafrumvarpið að fjárlög fyrir 2007 hefðu verið slakur spá- dómur um þróun fjármála ríkisins á þessu ári,“ áréttaði Guðjón Arnar og Illugi velti því upp hvort leggja þyrfti meiri vinnu í áætlanagerð. Það væru stórkostleg vandræði ef erfitt væri að sjá fyrir hvert svigrúm ríkissjóðs væri og hver hagvöxtur yrði. Bjarni Harðarson ÞETTA HELST … SALA á 1.700 íbúðum á varn- arsvæðinu á Keflavíkurflug- velli stóðst ekki lög enda voru þær ekki aug- lýstar til sölu og Ríkiskaup komu ekki að málinu eins og lög og reglur kveða á um. Þetta kom fram í máli Atla Gíslasonar, þing- manns Vinstri grænna, á Alþingi í gær. Atli sagði skýrt í lögum um op- inber innkaup að sala eigna rík- isins ætti að fara í gegnum Rík- iskaup og að auk þess hefðu íbúar allra ríkja EES-svæðisins átt rétt til kaupa á þessum eignum. „Þessi sala hefur átt sér stað í heimild- arleysi og fyrir mér blasir að um lögbrot er að ræða,“ sagði Atli og vildi fá að vita hvað byggi þar að baki. Árni M. Mathiesen fjármálaráð- herra vísaði hins vegar í önnur lög sem fjalla um skil á varnarsvæðinu og sagði að samkvæmt þeim væri skýrt að heimilt hefði verið að fela þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar umsýslu fasteigna á svæðinu. „Ég verð því að lýsa undrun minni yfir því að það skuli verið að draga svona skýran texta í efa,“ sagði Árni og bætti við að hlutverk þró- unarfélagsins færi ekki á milli mála og að fjárlaganefnd hefði verið gerð grein fyrir starfsemi þess. Ólögleg sala á íbúðum? Árni M. og Atli Gísla- son vísa hvor í sín lögin Atli Gíslason LÖGREGLA mun hafa lagalegar heimildir til að koma fyrir hlerunarbúnaði í bílum eða á fólki ef frumvarp Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra verður að lögum. Úrskurður dómara þyrfti þó að liggja fyrir og aðeins væri hægt að grípa til slíkra aðgerða ef ástæða væri til að ætla að upplýsing- arnar skiptu miklu fyrir rannsókn máls. Björn segir aðeins um að ræða lögfestingu á úr- ræðum sem hafi verið notast við um hríð og dóm- stólar fallist á en Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, hefur áhyggjur af því að verið sé að rýmka heimildir lögreglu á kostnað einstaklings- frelsis og mannréttinda. Björn mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í gær en um er að ræða mjög viðamikið frumvarp til breytinga á lögum um meðferð opinberra mála, sem munu ef frumvarpið verður að lögum, kallast sakamál. Björn sagði að með frumvarpinu væri verið að gera skýrara hvaða skilyrði þyrftu að vera fyrir hendi til að beita mætti þvingunarráðstöf- unum, s.s. líkamsleit, símhler- un og gæsluvarðhaldi. „Má þar nefna að ákvæði um gæsluvarð- hald er ítarlegra og nýmæli sett fram til að koma í veg fyrir að maður verði úrskurðaður í gæslu- varðhald fyrir tiltölulega litlar sakir,“ sagði Björn og bætti við að gert væri ráð fyrir að maður væri ekki látinn sæta einangrun í gæsluvarðhaldi gegn vilja sínum nema með dómsúrskurði. Atli, sem var eini þingmaðurinn sem tók til máls í þessari fyrstu umræðu, var um margt ánægður með frumvarpið en sagði þvingunarúrræði alltaf fela í sér skerðingu á mannréttindum. „Þarna er vandratað meðalhófið,“ sagði Atli og lagði áherslu á að alltaf ætti að túlka vafann mannréttindum og einstaklingum í hag, ekki lögreglu. Að hans mati hafa lögregluhagsmunir verið teknir fram fyrir í frumvarpinu, t.d. með því að lögregla geti lagt hald á muni án dómsúrskurðar. Atli sagðist jafn- framt hafa áhyggjur af því hver ætti að hafa eft- irlit með eftirlitsaðilanum, þ.e. lögreglu, og taldi „öryggisventlana“ ekki vera nægilega góða. Hlerunarbúnaður í bíla og á fólk  Atli Gíslason telur sakamálafrumvarp rýmka heimildir lögreglu á kostnað einstak- lingsfrelsis  Ráðherra segir að verið sé að lögfesta úrræði sem hafi verið notuð Björn Bjarnason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.