Morgunblaðið - 21.11.2007, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 21.11.2007, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2007 15 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF  ! 2  !     " "  ! 3 #!      " " $% & ' (      " " )*+, $-!      " "  ! 4  !     " " 0 1       1 2 345 6 * '  $  5 #!" +6 #                                               .      /0   * 1 2   3 4/ + 5 5  5 5  5 5  5 5  5 5  5 55 5 5 5 5 55 5 5 5 55 5  5 5 5  5 5  5 5 5  5  5  5 5   5 5  5 5    55                                                                       )67    /0                      $ 0    5   55  55  55  55  55  55  55  55  55  55  55  55  55  55  55  55 55  55 55  55 55  55 5 5 55  55 55 55 7*89*!9! 8* -0  8 / 9 5 #7 8 / 9 5 ,: 0 9 5 ); 8 / 9 5 8 0 1 9 5 . 5 , <  / = >  ?@ 8 / 9 5 4/  1 9 5 ; 1 >  9 5 +0 < #  A )6A 515 9 5 *B< 9 5 C  9 5 :$$,7  #** !  9 5 -  @ 9 5 -00 @ D0 < DE) ,  # ) 8 / 9 5 )F B # ?@ @ 8 / 9 5   9 5 'G9 6 9 5 +DH' * B <  07  9 5 I   07  9 5  ! ; <!*$= J0 B -<  < J5 .# 8  9 5 .</ 6 9 5 ÞETTA HELST ... ● LÆKKUN matsfyrirtækisins Standard & Po- or’s á horfum á lánshæfismati ríkissjóðs hefur ekki áhrif á láns- hæfi Glitnis sem er áfram óbreytt og með óbreytt- um horfum að því er kemur fram í tilkynningu frá Standard & Poor’s. Í henni kemur fram að breytingar á horfum ríkissjóðs hafi þegar haft áhrif á lánshæfismat Glitnis og það sem skipti mestu sé sterk staða Glitnis á heimamarkaði sem og á erlendum mörkuðum. Jafnframt skipti máli viðvarandi góð afkoma bankans sem og sterkt eignasafn hans. Mat Standard & Poor’s á Glitni óbreytt ● ÚRVALSVÍSITALA OMX á Íslandi stóð því sem næst í stað eftir miklar sveiflur á markaðinum í gær og end- aði í 6.955 stigum en verslað var með hlutabréf fyrir 13,4 milljarða króna. Mest hækkun varð á gengi bréfa Icelandair Group, eða 3,2%, og þá hækkaði gengi bréfa FL Group um 2,3%. Gengi bréfa Atorku Group lækkaði um tæp 1,4% og bréfa Ex- istu um 1,3%. Krónan veiktist um 0,3% í gær en í kjölfar tilkynningarinnar frá Stand- ard & Poor’s nam veiking hennar um 1,9% um tíma. Vindasamur dagur endaði með logni Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is AFAR mikilvægt er fyrir Kaupþing banka að vera með mjög trausta lausafjárstöðu – þar sem hann er mjög háður alþjóðlegum lánsfjár- mörkuðum um fjármögnun – þannig að bankinn sé í stöðu til þess að geta staðið af sér mögulegar hremmingar á lánsfjármörkuðum, líkt og gerðist snemma í fyrra og svo aftur núna á þriðja fjórðungi þessa árs. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri greiningarskýrslu al- þjóðlega matsfyrirtæksins Moody’s um Kaupþing banka. Tekið skal fram að ekki var verið að gera breytingar á lánhæfismati Moody’s á Kaupþingi banka en í ágúst var horfum hjá Kaupþingi banka breytt í „skoðun með mögulegri niður- færslu“ í kjölfar kaupa Kaupþings á hollenska bankanum NIBC. Stærsta yfirtaka Kaupþings Bent er á að gangi kaupin á NIBC eftir verði Kaupþing banki enn háð- ari lánsfjármögnun þar sem innlána- starfsemi NIBC sé tiltölulega lítil. Þá er og bent á að þar sem fjárfest- ingabankastarfsemi og fyrirtækja- viðskipti vegi mjög þungt hjá báðum bönkunum komi frekar lítill hluti heildartekna af hefðbundinni banka- starfsemi. Þá er bent á að yfirtakan á NIBC sé sú stærsta sem Kaup- þing hafi lagt í og framkvæmdinni á henni fylgi áhætta en tekið er fram að reynsla Kaupþings af yfirtökum vegi þar upp á móti. Sérfræðingar Moody’s segja að mögulegur þrýst- ingur á lækkun á einkunn fyrir fjár- hagslegan styrkleika Kaupþings banka myndi fyrst og fremst birtast í aukinni útlánahættu bankans eða verri lausafjár- og fjármögnunar- stöðu en sérfræðingar Moody’s taka fram að þeir telji slíka þróun ólík- lega enda sé áhættustýring bankans öflug. Lausafjárstaðan þarf að vera mjög sterk Morgunblaðið/Brynjar Gauti Reynsla til góða Sérfræðingar Moody’s segja reynslu Kaupþings af fyrri yfirtökum vega upp á móti áhættunni vegna kaupa á NIBC. Moody’s birtir nýja skýrslu um Kaupþing banka ASKAR Capital efna í dag til há- degisfundar á Hilton Nordica, í samstarfi við FVH, um ókyrrð- ina á fjár- málamörkuðum, með yfirskrift- inni „Spennum beltin“. Meðal þess sem rætt verður um er hvernig takmarkaðri aðgangur að lánsfé og sveiflur í gengi gjaldmiðla muni hafa áhrif á íslensk fyrirtæki. Fyrirlesarar koma frá Deutsche Bank og lífeyrissjóða- deild Alþjóðabankans. Tryggvi Þór Herbertsson, forstjóri Aska Capital, segir í samtali við Morgunblaðið að fjármálafyrirtækin standi nú frammi fyrir miklum erfiðleikum. Fjár- mögnun eigi eftir að verða erfiðari og geta dregið dilk á eftir sér. Útlán muni dragast saman og á endanum muni lánsframboð til heimila minnka. „Ég sé það ekki alveg fyrir mér að við séum að sigla inn í ein- hverja allsherjarfjármálakreppu. Þetta skýrist á næstu tveimur eða þremur vikum. Við erum að sjá gríð- arlega miklar breytingar á íslenska fjármálamarkaðnum sem skapa tímabundna erfiðleika fyrir bank- ana. Við erum á slæmum sjó en bankakerfið mun halda sjó,“ segir Tryggvi Þór. Fjármála- fyrirtækin í vanda Tryggvi Þór Herbertsson BREYTINGAR Standard & Poor’s á horfum á lánshæfismati ríkissjóðs úr stöðugum í neikvæðar, sem greint var frá um miðjan dag í gær, höfðu fyrst í stað mjög snörp áhrif á bæði krónu og gengi hlutabréfa. Þannig lækkaði úrvalsvísitalan um liðlega 3% um tíma og krónan veikt- ist einnig um 1,9% en sú veiking og lækkun gekk síðan nær öll til baka og varð næsta lítil breyting á gengi krónunnar og hlutabréfa þegar upp var staðið í lok dagsins. Áhrif á kjör Íbúðalánsjóðs Flestir telja líklegt að áhrifin af breytingunni á horfum komi fram í gegnum Íbúðalánsjóð með hækk- andi vöxtum enda var horfum á láns- hæfismati hans breytt um leið þar sem hann nýtur ríkisábyrgðar. Áhrifin geti því orðið víðtæk þar sem vextir á skuldabréfum hans leggi grunninn að verðlagningu allra verð- tryggðra skuldbindinga hér á landi eins og segir í Vegvísi Landsbank- ans. Þá óttast menn að hugsanlega kunni kjör íslensku bankanna að versna en það kæmi þá á versta mögulega tíma þar sem þau hafa aldrei verið verri en einmitt nú vegna óróleikans á fjármálamörkuð- um. Þannig var tryggingaálagið á bréfum Kaupþings komið yfir 3%, yfir 2% hjá Glitni og í rúmlega 1,5% hjá Landsbankanum. Lítil áhrif á krónuna Við fyrri breytingar á horfum á lánshæfismati eða á lánshæfisein- kunn ríkissjóðs má heita að það hafi verið regla að krónan hafi veikst um- talsvert en það gerðist hins vegar ekki nú. Eins hefur gengi krónunnar og gengi hlutabréfa haldist að miklu leyti í hendur en það samband virð- ist hins vegar hafa rofnað að und- anförnu, líklega vegna hækkandi vaxtavæntinga hér en lækkandi er- lendis. Fjárhagsleg staða ríkissjóðs er af- ar sterk og hefur sjaldan verið sterkari og því túlka menn á mark- aði breytingu á horfum að verulegu leyti sem áfellisdóm yfir stjórn efna- hags- og ríkisfjármála; bent er á að þrátt fyrir metháa stýrivexti hafi einkaneyslan á ný farið á fullan skrið svo og fasteignamarkaðurinn en rík- issjóður, sem reki Íbúðalánsjóð, beri mikla ábyrgð í þeim efnum. Í hálffimmfréttum Kaupþings banka segir að sjónarmiðin sem komi fram í yfirlýsingu Standard & Poor’s komi síður en svo á óvart enda endurspegli þau að miklu leyti nýútgefin Peningamál Seðlabanka Íslands. Eykur enn frekar lík- urnar á vaxtahækkunum NÚ stefnir allt í að SAB-Miller, sem framleiðir m.a. Miller-bjórinn, eign- ist hollenska bjórfyrirtækið Grolsch. Tilboð var sett fram á mánudag í alla hluti Grolsch á 84% yfirverði, að andvirði um 816 millj- ónir evra, um 70 milljarðar króna. Átta ár eru liðin síðan breska fyr- irtækið SAB-Miller sýndi Grolsch fyrst áhuga og hefur gert nokkrar yfirtökutilraunir síðan. Í umfjöllun Financial Times segir að SAB- Miller hafi vantað útbreiddan og þekktan bjór í sína vörulínu en auk Miller-bjórsins framleiðir það einn- ig Pilsner Urquell, Peroni og ýmsar staðbundnar bjórtegundir, t.d. Castle í Suður-Afríku. Þá er Grolsch ætlað að sækja á ný mið. Miller tekur yfir Grolsch

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.