Morgunblaðið - 21.11.2007, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
GORDON Brown, forsætisráðherra Bretlands, hefur
lýst yfir heilshugar stuðningi við herferð, sem beinist að
því að vísa helst allri plastpokanotkun út í hafsauga, að
minnsta kosti að draga mjög verulega úr henni. Hefur
hann hvatt félag breskra stórmarkaða og önnur slík
samtök til að fara nú strax að huga að því hvernig leysa
megi plastpokana af hólmi með öðrum og umhverf-
isvænni umbúðum.
Kom þetta fram hjá Brown í ræðu, sem hann flutti
vegna fyrirhugaðrar loftslagsráðstefnu á Balí en með
henni mun hefjast tveggja ára samningalota um aðgerð-
ir til að draga úr mengun. Sagði hann ekki ólíklegt, að
ríku löndin, þar á meðal Bretland, yrðu að skuldbinda sig til að draga úr
útblæstri gróðurhúsalofttegunda um 80%.
Í Bretlandi falla árlega til milljarðar plastpoka og plássið, sem þeir taka
á sorphaugum, er óskaplegt. Eru þeir eins og annað plast unnir úr olíu og
það getur tekið náttúruna marga áratugi að brjóta þá niður.
Gordon Brown styður barátt-
una gegn notkun plastpoka
Gordon Brown for-
sætisráðherra.
TVEIMUR hópum vísindamanna
hefur tekist að breyta húðfrumum
þannig að þær líkjast stofnfrumum
og geta breyst í hvers kyns vefi.
Að sögn fréttavefjar BBC er lík-
legt að hægt verði að beita þessari
aðferð við rannsóknir á nýjum
meðferðum við ýmsum alvarlegum
sjúkdómum. Það gæti orðið til
þess að vísindamenn þyrftu ekki
lengur að notast við stofnfrumur
úr fósturvísum, en sú aðferð hefur
verið mjög umdeild. Auðvelt er að
ná í húðfrumur og rækta þær til
slíkra rannsókna, að sögn BBC.
Með því að taka húðfrumur úr
sjúklingum er ekki hætta á að lík-
amar þeirra hafni ígræddum vefj-
um.
Annar hópanna er japanskur og
hinn bandarískur. Skýrt er frá
þessu í Science og Cell.
AP
Tímamótatækni? Fjölgæf fruma.
Nota húð en
ekki fósturvísa
Á SÍÐUSTU áratugum hefur tíðni hjartasjúkdóma minnkað mikið á Vest-
urlöndum og sem dæmi má nefna, að í Bandaríkjunum fækkaði því fólki yf-
ir 35 ára aldri, sem lést af völdum þeirra, um helming á árunum 1980 til
2002. Nú virðist hins vegar sem þetta sé að breytast til hins verra. Á það
einkum við um konur undir 45 ára aldri. Grunar bandaríska lækna, að
þetta séu meðal fyrstu merkja um afleiðingar offitu og aukinnar sykursýki.
„Þetta er kannski fyrirboði þess, sem koma mun,“ sagði einn læknirinn.
Hjartasjúkdómar á uppleið?
LANDSKJÁLFTI varð í Ísrael í
gær, 4,5 stig á Richter-kvarða, og
fannst hann mest í Jerúsalem en
einnig á Vesturbakkanum og í
Jórdaníu. Voru upptök hans nærri
Dauða hafinu.
Jörð skalf í Ísrael
MARYAM Hosseinkhah, blaðamað-
ur, sem barist hefur fyrir rétti
kvenna í Íran, hefur verið hand-
tekin. Er sök hennar sú að hafa ver-
ið með áróður gegn kerfinu.
„Óvinur“ kerfisins
HIN gamla háborg matreiðslulist-
arinnar, París, þykir hafa sett dálít-
ið ofan því að nú hefur Michelin-
leiðarvísirinn kveðið upp úr með
það, að hvergi sé bragðlaukunum
gert hærra undir höfði en í Tókýó.
Krásirnar í Tókýó
IAN Smith, fyrrver-
andi forsætisráð-
herra Ródesíu, sem
nú heitir Zimbabve,
lést í gær, 88 ára að
aldri. Smith lýsti yf-
ir sjálfstæði lands-
ins frá Bretlandi 1965 og var for-
sætisráðherra stjórnar hvíta
minnihlutans í 14 ár. Robert Mu-
gabe steypti honum af stóli árið
1979.
Ian Smith látinn
ÞESSAR ungu stúlkur í Tókýó í
Japan horfa aðdáunaraugum á jóla-
sveininn enda ekki um að ræða
neinn tötrum klæddan Giljagaur.
Hann er nefnilega allur úr skíra-
gulli, 20 kílóa þungur, og beltið
hans er gimsteinum skreytt. Það
tók völundarsmiðina hjá málmfyr-
irtækinu Tanaka Kikinzoku Kogyo
þrjá mánuði að ljúka smíðinni en
þessi gullkálfur sem svo má kalla er
falur fyrir um 110 millj. ísl. kr.
AP
Enginn venjulegur sveinstauli
RANNSÓKNIR í Þýskalandi og
Bandaríkjunum sýna, að um 6% af
íbúunum eru haldin kaupæði eða
verslunarfíkn, sem þeir ráða ekki
við. Hefur verið um þetta rætt í
dönskum fjölmiðlum nú í aðdrag-
anda mestu kauptíðarinnar og segja
sérfræðingar, að þessi tala sé vafa-
laust mjög svipuð í Danmörku. Hún
svarar þá til þess að 300.000 Danir
séu ofurseldir þessari áráttu. Hér á
landi ætti talan að vera eitthvað inn-
an við 20.000. Afleiðing þessarar
fíknar er ósjaldan gjaldþrot og upp-
lausn fjölskyldna.
Magnus Larusson, félagsfræðing-
ur og sérfræðingur í að meðhöndla
ýmiss konar fíkn á meðferðarstofn-
uninni Majorgården, segir, að
stjórnlítil verslunarfíkn sé risavaxið
vandamál og miklu algengari en til
dæmis fjárhættuspil. Verslunarfíkn-
in leyni auk þess mjög á sér og kem-
ur oft ekki á daginn fyrr en fólk er
sokkið upp fyrir haus í skuldafenið.
„Þessu fólki líður ömurlega. Það
er að vísu mjög slungið við að fela
sannleikann fyrir öðrum og jafnvel
sjálfu sér en það skammast sín fyrir
að hafa enga stjórn á eigin lífi að
þessu leyti,“ segir Larusson.
Hann bætir við, að þessi fíkn sé
hvergi viðurkennd sem sjúkdómur
og því lítið sem ekkert um meðferð-
arúrræði.
Tengja ímynd
sína við neysluna
Ole Bjerg félagsfræðingur, sem
rannsakað hefur fíkn í sínum mörgu
myndum í nútímasamfélagi, segir, að
fyrir 10 til 15 árum hafi menn vaknað
til vitundar um þann mikla vanda,
sem fjárhættuspilið er, en verslunar-
fíkninni hafi ekkert verið sinnt.
Ástæðan sé kannski sú, að kaupæðið
er skilgetið afkvæmi þess samfélags,
sem við lifum í: „Það er einmitt í
neyslunni, sem við leitum að okkar
eigin ímynd, og það er í neyslunni,
sem hún hrynur til grunna.“
Bjerg segir, að í neyslusamfélagi
nútímans sé oft erfitt að koma auga á
verslunarfíknina. „Alls konar inn-
kaup eru snar þáttur af lífi okkar
allra og það hendir okkur öll að
kaupa of mikið og oft er um að ræða
hreinan óþarfa. Verslunarfíkillinn
ber því sjaldan fíknina utan á sér.“
Verslunarfíkn alvarlegt
og vaxandi vandamál
Afleiðingin er oft gjaldþrot og upplausn fjölskyldna
Morgunblaðið/Þorkell
Kaupæði Jafnan er margt um
manninn í miðbænum síðustu daga
fyrir jól. Sem betur fer kunna flest-
ir fótum sínum forráð og eyða ekki
um efni fram.
París. AFP, AP. | Nicolas Sarkozy,
forseti Frakklands, hét því í gær að
hvika hvergi frá umbótastefnu sinni
í efnahagsmálum þrátt fyrir viku-
löng verkföll.
„Þessum umbótum hefur verið
frestað of lengi,“ sagði Sarkozy.
„Eftir svo mikið hik og seinlæti, svo
margar kúvendingar, þurfum við að
segja skilið við fortíðina til að binda
enda á hnignunina.“
Sarkozy bætti við að hann hefði
lofað umbótunum fyrir forsetakosn-
ingarnar fyrr á árinu og kjósend-
urnir hefðu samþykkt umbæturnar
og veitt honum umboð til að koma
þeim í framkvæmd.
Starfsmenn járnbrautarlesta hafa
verið í verkfalli í viku til að mót-
mæla áformum um að breyta lífeyr-
isréttindum þeirra og hundruð þús-
unda ríkisstarfsmanna efndu til
sólarhrings verkfalls í gær til að
krefjast launahækkana og mótmæla
áformum um að fækka starfsmönn-
um ríkisins. Á meðal þeirra sem
tóku þátt í verkfallinu voru kenn-
arar, starfsmenn póstþjónustunnar,
hjúkrunarfræðingar og flugumferð-
arstjórar.
Tugir þúsunda manna tóku þátt í
götumótmælum verkfallsmanna í
París, Marseille, Lyon og fleiri
borgum. Skólahald raskaðist í um
helmingi háskóla landsins vegna
mótmæla námsmanna gegn lögum
sem heimila háskólum að afla fjár
frá einkafyrirtækjum.
Sarkozy kveðst ekki
hvika frá umbótum
Í HNOTSKURN
» Ríkisstjórn Frakklandsáætlar að um 30% starfs-
manna ríkisins hafi tekið þátt í
verkfallinu í gær.
» Margir skólar voru lok-aðir og aðeins var boðið
upp á lágmarksþjónustu á
sjúkrahúsum.
HILLARY Clin-
ton þykir heldur
hafa styrkt
stöðu sína í for-
kosningabarátt-
unni vestra en í
skoðanakönnun
þar sem spurt
var hvaða fram-
bjóðanda beggja
flokka fólk vildi
helst bjóða í mat á þakkargjörð-
ardegi varð hún oftast fyrir valinu.
27% allra kjósenda og 42%
demókrata nefndu Clinton en
helsti keppinautur hennar, Barack
Obama, var nefndur af 24% í báð-
um flokkum.
Repúblikanar eru ekki ánægðir
með könnunina enda var þeirra
fremsti maður, Rudolph Giuliani, í
þriðja sæti á eftir tveimur demó-
krötum. Nefndu hann 22% allra
kjósenda en 26% repúblikana.
Þakkargjörðardagurinn skipar
stóran sess meðal Bandaríkja-
manna.
Clinton og
kalkúninn
Hillary Clinton
Dalvegi 10-14 • Sími 577 1170
Innrettingar
Þi´n vero¨ld
X
E
IN
N
IX
0
7
10
0
25
UM ÞAÐ bil 600.000 manns hafa flú-
ið frá Mogadishu, höfuðborg Sómal-
íu, frá því í febrúar og alls er nú um
milljón manna á vergangi í landinu
vegna átaka, samkvæmt upplýs-
ingum frá Flóttamannastofnun
Sameinuðu þjóðanna (UHCR) í gær.
Nær 200.000 manns hafa flúið frá
Mogadishu á síðustu vikum vegna
harðra bardaga sameiginlegs liðs
eþíópískra og sómalskra stjórn-
arhermanna við uppreisnarmenn
hreyfingar sem berst fyrir stofnun
íslamsks ríkis í Sómalíu.
Tugir óbreyttra borgara hafa beð-
ið bana og þúsundir manna hafa
særst í átökunum síðustu vikur, að
sögn íbúa höfuðborgarinnar.
Í yfirlýsingu frá Flóttamanna-
stofnun Sameinuðu þjóðanna sagði
að alls hefðu um 60% íbúa Mogad-
ishu flúið frá borginni síðan í febr-
úar. Aðstæður flóttafólksins væru
skelfilegar og fjölskyldurnar þyrftu
til að mynda að notast við plastpoka
og tötra til að búa til nokkurs konar
tjöld.
Um milljón manna á vergangi
í Sómalíu vegna harðra átaka
Reuters
Neyð Íbúar Mogadishu búa sig und-
ir að flýja borgina vegna átaka.