Morgunblaðið - 21.11.2007, Page 22
|miðvikudagur|21. 11. 2007| mbl.is
daglegtlíf
Í Grasagarðinum í Gautaborg er nú unnið að end-
urhæfingu þeirra sem greinst hafa með kulnun í
starfi. » 24
heilsa
Að æfa reglulega, t.d. í 1-2 tíma þrisvar sinnum í
viku, kallar ekki á sérfæði heldur hollan, venjuleg-
an mat. » 24
hollráð
Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur
join@mbl.is
Þrjár konur, sem allar erutextílkennarar að menntog starfa í grunnskólumKópavogs, hafa nú snúið
bökum saman og látið gamlan
draum rætast til að finna sköpunar-
þörfinni farveg. Þær hafa nefnilega
nú nýlega opnað glænýtt hönnunar-
verkstæði þar sem þær framleiða
kvenfatnað og heimilislega húsbún-
aðarlínu undir vörumerkinu „Nostr-
um design“.
„Okkur finnst svo skemmtilegt að
nostra saman og því vísar vörumerk-
ið okkar í það,“ segir Sigrún Dóra
Jónsdóttir, ein þremenninganna, en
þær fengu grafíska hönnuðinn Örn
Smára Gíslason til þess að hanna
vörumerkið. „Við opnuðum vinnu-
stofuna og verslunina hér við Dalveg
í Kópavogi fyrir tæpum þremur vik-
um síðan og höfum fengið blússandi
viðtökur og fljúgandi start,“ segir
Sigrún og Arna Vignisdóttir bætir
við að þær stöllur hafi þrjú „eff“ að
leiðarljósi við framleiðsluna: faglegt,
flott og fágað.
Kvenfata- og heimilislínur
„Í kvenfatalínunni erum við að
hanna og sauma peysur, vesti, jakka,
slár, boli, kjóla, pils, húfur og trefla.
Heimilislínan geymir svo meðal ann-
ars gardínur, lampa, pressukönnu-
hettur og púða,“ segir Hulda Hall-
grímsdóttir.
Þær stöllur segjast koma að hönn-
uninni sem ein kona því þær vinni
alla hönnun í sameiningu, frá upp-
hafi til enda, og saumi allar sínar
flíkur sjálfar þótt draumurinn sé
auðvitað sá að hægt verði að ráða
starfsfólk til þess þegar frá líður.
„Auk þess að starfa saman hér á
nýja verkstæðinu erum við allar í
hlutastarfi sem grunnskólakennarar
og skiptumst svo á að standa búðar-
vaktina,“ segir Hulda, sem er text-
ílkennari í Lindaskóla. Eins og
Hulda starfar Sigrún Dóra, eða
Diddú, eins og hún er oftast kölluð,
við Lindaskóla sem almennur bekkj-
arkennari. Arna starfar hinsvegar í
Kópavogsskóla sem textílkennari.
Með eina viðskiptahugmynd
„Við höfum allar unnið sem textíl-
kennarar í mörg ár og kynntumst í
gegnum starfið og enn betur eftir að
við fórum saman í nokkrar ferðir til
Danmerkur, meðal annars til þess
að læra að þæfa ull. Í fyrrahaust
ákváðum við svo að skella okkur
saman á Brautargengisnámskeið hjá
Impru með eina viðskiptahugmynd,
sem snerist um að opna saman hönn-
unarverkstæði og verslun. Þar lærð-
um við margt nytsamlegt og fengum
m.a. hvatningarverðlaun að loknu
náminu sem hvatti okkur náttúrlega
enn frekar til dáða. Og hér erum við
staddar, komnar með verkstæði og
verslun, og lítum framtíðina bara
björtum augum,“ segir Hulda.
Teygjanleiki og hreyfanleiki
Þær Hulda, Arna og Diddú vinna
mikið úr íslenskri ull og öðrum nátt-
úrulegum, ullartengdum efnum og
kappkosta að hafa flíkurnar sínar
fyrst og fremst þægilegar og með
ákveðinn teygjanleika og hreyfan-
leika fyrir konuna.
„Það var með ráðum gert að hafa
vinnustofuna og verslunina í einu
rými, meðal annars til að skapa
ákveðna stemningu, og svo erum við
með þæfingaraðstöðuna hér inn af
þar sem við sullum með vatn og
sápu,“ segir Arna og Diddú bætir við
að viðskiptavinirnir geti fylgst með
framleiðsluferlinu eða beðið ef upp
koma minni háttar séróskir eða sér-
þarfir og þurfi ekkert að kippa sér
upp við að sjá tvinnakefli og spotta
hér og þar.
„Og svo gætum við þess sér-
staklega að nostra vel við allan frá-
gang,“ segir Hulda að lokum.
Morgunblaðið/Frikki
Textílhönnuðir Þær Hulda Hallgrímsdóttir, Sigrún Dóra Jónsdóttir og Arna Vignisdóttir hafa nú látið sameig-
inlegan draum sinn rætast um að opna saman hönnunarverkstæði og verslun.
Kvenfatalínan Fötin eru hönnuð fyrir konuna og eru úr náttúrulegum
ullarefnum með teygjanleika og hreyfanleika.
Stofustáss Púðar í jarðlitunum sóma sér vel sem stofustáss.
Lampi Í heimilislínunni eru gardín-
ur, pressukönnuhettur og lampar.
„Skemmtilegt
að nostra saman“
Ullarvesti Brúnt, grátt, svart og hvítt vesti með stimplum og perlusaumi.
Við höfum allar unnið
sem textílkennarar í
mörg ár og kynntumst í
gegnum starfið og enn
betur eftir að við fórum
saman í nokkrar ferðir
til Danmerkur, meðal
annars til þess að læra
að þæfa ull.
Nostrum design er til húsa á Dal-
vegi 16A í Kópavogi. Opið er virka
daga kl. 12.00-18.00 og á laug-
ardögum kl. 11.00-16.00.