Morgunblaðið - 21.11.2007, Qupperneq 25
geta aukið álagið enn frekar eins og
veikinda barna eða foreldra,“ segir
Eva-Lena. Hún leggur áherslu á að
vinnutengd streita heilbrigð-
isstarfsmanna eigi ekki síst rætur
að rekja til skipulagsbreytinga sem
hafa verið daglegt brauð á mörgum
sjúkrahúsum í anda hagræðingar
síðustu hátt í tveggja áratuga.
Kenningarnar um samband nátt-
úru og streituþols ganga m.a. út á
að útiveru fylgir alltaf hreyfing, að
sögn Evu-Lenu. „Það eru meiri lík-
ur á að hreyfing verði reglubundin
ef áhugamálið krefst útivistar.
Áhugamálið getur til dæmis verið
hundur, garðyrkja eða veiði. Úti-
veran og þar með hreyfingin leggur
grunninn að heilbrigðara lífi.
Þreyta, verkir, erfiðleikar við ein-
beitingu, þunglyndi og fleiri
streitueinkenni minnka þegar við
hreyfum okkur reglubundið.
Á þessu byggir verkefnið Græn
endurhæfing. Á dagskránni eru
gönguferðir og garðyrkja, auk þess
samtöl, afslöppun, æfingar og
myndmál. Venjulegur dagur hjá
hópnum sem er í veikindaleyfi
vegna kulnunar í starfi hefst kl. 9
með mjúkri lendingu í kaffi.
„Margir eiga fullt í fangi með að
koma sér á staðinn. Þeir hafa
kannski verið veikir heima lengi og
eru komnir út úr allri rútínu. Þá er
mikilvægt að lendingin sé mjúk. Við
sitjum og spjöllum smástund áður
en eitthvað skipulagt hefst í garð-
inum sem tengist hverri árstíð,“
segir Eva-Lena.
Sálgreining í gróðurhúsi
Er viðtalið fór fram var búið að
vera að vinna í haustverkunum;
taka upp matjurtir, raka lauf og
búa garðinn undir veturinn. Síðan
tekur við að höggva í eldiviðinn eða
flétta lítil grindverk svo dæmi séu
tekin. Aðrar árstíðir eiga önnur
verk s.s. að reyta arfa eða sá fræj-
um. En þurfa þátttakendurnir ekki
að hafa brennandi áhuga á garð-
rækt?
„Ekki endilega. Margir fá áhuga í
leiðinni en flestir hafa hann að ein-
hverju marki. En það er nauðsyn-
legt að þátttakendurnir vilji vera
úti til að verkefnið virki.“
Hver og einn getur stjórnað því
hvað hann eða hún vill gera. Sumir
vilja taka ærlega til hendinni með
því að endurskipuleggja beð eða
höggva í vænan viðarstafla. Aðrir
vilja flétta lág grindverk eða reyta
arfa á afmörkuðu svæði. Allir geta
fengið verkefni við hæfi og garð-
urinn er skipulagður þannig að
vinnustöður séu þægilegar. Maður
þarf t.d. ekki að bogra yfir öllum
beðum heldur er hægt að sitja á
steinkanti eða standa á næstu flöt
fyrir neðan.
Eftir góða stund í garðinum
kennir sjúkraþjálfarinn afslöpp-
unartækni eða fræðir og ræðir um
svefn í hópnum. Þátttakendurnir fá
einnig einstaklingsviðtöl við sál-
greini og þar kemur gróðurhúsið í
garðinum sterkt inn. Lítið borð
með tveimur stólum innan um
gúrkur og paprikur í litlu sætu
gróðurhúsi getur verið ágætis vett-
vangur til að létta á hjarta sínu.
„Svo notum við líka myndmál
þannig að þátttakendur mála eða
teikna með því markmiði að skilja
sjálfa sig betur en þurfa ekki endi-
lega að útskýra fyrir öðrum,“ segir
Eva-Lena.
Grasagarðurinn sjálfur er svo
notaður til gönguferða. „Þá reynum
við að opna augu þátttakendanna
fyrir því að náttúran er ekki bara
grænt teppi eða einhver tré. Við
skoðum náttúruna nánar og lærum
eitthvað nýtt. Hér getur fólk upp-
lifað samhengi manns og náttúru
með nýjum hætti og það hefur góð
áhrif.“
Að létta á hjarta sínu Gróðurhúsið
er notað fyrir einstaklingsviðtöl sem
þátttakendur eiga við sálgreini.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2007 25
Kaupauki
fylgir vöru frá Oroblu
Kynning á n‡ju vetrarvörunum
frá Oroblu í Lyfjavali
Mi›vikudag, kl. 13-17 í Mjódd
Fimmtudag, kl. 14-18 í Álftam‡ri
Fyrirsæta:
Katrín Dögg
Frábært tilboð
Smeg gaseldavél
*Tilboðið gildir meðan birgðir endast.
AFSLÁTTUR
30%
GLÆSILEG GASVÉL
-hágæðaheimilistæki
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Baldursnes 6, Akureyri | Sími 588 0200
www.eirvik.is
Kr. 138.950*stgr
B70MSX5
70 sm Smeg gaseldavél
Fjórar gashellur með pottjárnsgrindum
65 ltr ofn með 8 kerfum. Kæling í hurð,
heitur blástur, grillteinn.
Verð áður kr. 198.500 stgr.
vi
lb
or
ga
@
ce
nt
ru
m
.is
Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina til Kanaríeyja 4. desember
í 15 nætur á frábæru verði. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4
dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Kanarí
4. des.
frá kr. 49.990
15 nætur - síðustu sætin
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Verð kr. 49.990
Netverð á mann, m.v. 2
í herbergi / stúdíó / íbúð í 15 nætur.
Stök
ktu
til
Reykjavíkurvegur
Flatah
rau
n
Fjarðarhraun
Bæjarhraun
Helluhraun
H
ja
lla
h
ra
u
nGjó
tuhraun
Sléttahraun
Haukahraun
Reykjanesb
rau
t
®
www.straumur.is Gjótuhraun 1 • Sími 544 5330 • Fax 544 5355
straumur@straumur.is
Við höfum flutt alla starfsemi okkar að Gjótuhrauni 1
í Hafnarfirði í nýtt sérhannað og rúmgott húsnæði.
Heildarlausn fyrir VÖRUHÚSIÐ
28
21
/
TA
K
TÍ
K
1
1.
20
07