Morgunblaðið - 21.11.2007, Side 37

Morgunblaðið - 21.11.2007, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2007 37 ✝ Ólafía Jóns-dóttir fæddist í Sandgerði 22. ágúst 1944. Hún lést á hjartadeild Land- spítalans 10. nóv- ember sl. Foreldrar hennar voru Jónína Krist- jánsdóttir hús- móðir, látin 10.12. 1992, og Jón Guð- jónsson kennari, lát- inn 18.8. 1984. Ólafía var þriðja í röðinni af fjórum systkinum. Þau eru Kristján, f. 21.4. 1939 og á hann einn son. Elín f. 5.12. 1942, á hún tvær dæt- ur og eitt barnabarn. Kristey, f. 3.7. 1951 og á hún fjögur börn og átta barnabörn. Ólafía giftist Sveini Ben Aðalsteinsyni en hann fórst við strendur Alaska 12.3. 1985. Áttu þau þrjú börn. 1) Svövu Björgu og er hennar maður Birgir Gunnarsson. Þau eiga 3 börn og 2 barnabörn. Svava átti eina dóttur fyr- ir með Agnari Sörensen. 2) Jón Ben. Hans maki er Jóhanna Guðný Halldórsdóttir og eiga þau þrjár dæt- ur og eitt barna- barn. 3) Páll Ben. Fyrrverandi kona hans er Stefanía Fjóla Elísdóttir og eiga þau tvö börn. Núverandi kona Páls er Linda Stefánsdóttir og á hún einn son. Ólafía giftist eftirlifandi manni sínum Hermanni Guðmundssyni 29.12. 1990. Bjuggu þau á Þver- hamri í Breiðdal. Voru þau með fjárbúskap til haustsins 2006. Útför Ólafíu Jónsdóttur fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13. Elsku Lóa mín. Þar sem ég sit og skrifa þessa grein er mér erfitt um orð. Ég hélt ekki annað en við mynd- um sjást aftur eftir aðgerðina. Þú með þína jákvæðni og hugrekki sem lýsti sér í brosi þínu, sem náði alltaf og skein í augum þínum. Núna þar sem ég sit og hugsa um kynni okkar sækja að góðar minningar og það vil ég skrifa um. Eins og þegar við ferð- uðumst saman til Íslands frá Seattle. Strákurinn minn rúmlega eins árs og í fyrsta sinn í flugvél. Þú varst svo hugrökk að sitja með okkur vitandi það að strákur var nú ekki beint ró- legt barn. En þú með þitt góða skap og jákvæðni bjargaðir ferðinni, bæði fyrir mér og ferðafélögum okkar. Þegar ég kom í heimsókn á Aust- firðina var ég alltaf ein af fjölskyld- unni. Eitt haustið sem ég dvaldi hjá ykkur, þegar Svava var heima frá Seattle og fjárburður á fullu, fékk ég að vera með henni á vakt um miðja nótt. Þar stóð ég og horfði á litlu lömbin og grátbað svo næsta dag að þið mynduð leyfa þeim að vaxa og lifa lífinu sínu frjáls uppi í fjalli. Hvað þið hlóguð, en reynduð svo að rökræða við mig um litlu lömbin og hlutverk þeirra. Þetta var nú bara í fyrra og engin þörf hér að segja til aldurs míns. Þú verður alltaf í hjarta mínu og veit ég að Guð geymir minningu þína þar til við hittumst á ný. Ég mun sakna þín. Elsku Hermann og fjölskylda, ég bið að Guð hughreysti ykkur á þess- ari stundu og haldi í höndina á ykkur í dag. Fanney Ólafía Jónsdóttirar fyrirhafnar virði“. Framtakssemiþín og drifkraftur varð til þess að við ákváðum að eiga góða samveru- stund fyrir utan vinnu. Þú fórst á kostum og sýndir okkur hvers þú varst megnug. Þessi stund yljar okkur nú og styrkir í sorginni. Okkar dýpstu samúðarkveðjur til aðstandenda. Samkennarar á yngsta stigi í Grunnskóla Grindavíkur Ásrún, Bryndís, Elín, Eygló, Halldóra, Hjörtfríður, Hrefna, Kristjana, Magnea, María, María Eir og Rósa Elsku Marta, ég sá þig síðast þeg- ar ég kom í stutta heimsókn í skól- ann þar sem við kynntumst og átt- um gott samstarf. Þú sast í vinnuherberginu, að undirbúa þig fyrir skólaárið sem í vændum var. Við föðmuðumst, spjölluðum stutta stund og er við kvöddumst ákváðum við að hittast fljótlega og eiga góða stund saman. Ég hafði orð á því hvað mér fannst þú líta vel út, svo falleg og hraustleg. Aðeins tveimur mánuðum síðar er fótunum kippt undan þér og þessi illvígi sjúkdómur sem þú hafðir sigrað svo hetjulega áður hafði tekið sér bólfestu í þér aftur, svo rækilega að þú komst engum vörnum við. Marta mín, mér þykir svo leitt að við skyldum ekki ná að hittast og eiga þessa góðu stund saman. Ég er í senn reið, bit- ur og sorgmædd vegna fráfalls þíns og á erfitt með að sætta mig við að þú sért ekki lengur meðal okkar. Ég er samt þakklát Marta, þakklát fyr- ir að hafa kynnst þér og átt þig að vinkonu. Þakklát fyrir allar þær góðu stundir sem ég fékk að eiga með þér og minningarnar um þær mun ég varðveita í hjarta mínu um ókomna tíð. Ég kynntist þér fyrir nokkrum árum, við vorum báðar grunnskólakennarar, jafnaldrar, áttum dætur sem voru fæddar sama ár og voru bekkjarsystur og vinkon- ur. Við áttum mörg sameiginleg áhugamál og eitt af þeim var íþrótt- ir, þær stunduðum við mikið í gegn- um tíðina. Keppnisskapið var til staðar hjá okkur báðum og kom það glögglega í ljós er við fylgdumst með dætrum okkar keppa í knatt- spyrnu. Við vorum oft ansi spenntar á hliðarlínunni og lifðum okkur vel inn í leikina. Dætur okkar spiluðu með góðu liði og unnu til margra verðlauna, þá fögnuðum við Marta eins og þær hefðu orðið heimsmeist- arar, svo stoltar og montnar af dætrum okkar og liðinu þeirra. Ég dáðist alltaf að dugnaði þínum Marta, þú varst svo orkumikil, dríf- andi og kraftmikil kona. Enda getur ekki hver sem er státað af því að hafa gengið yfir Grænlandsjökul, og það einungis tæpu ári eftir erfiða baráttu við krabbamein. Þvílíkt af- rek! Þú varst ákveðin manneskja, hafðir skoðanir á hlutunum og áttir það til að vera mjög hreinskilin, stundum svo að fólk átti erfitt með að meta hana, eða vissi hreinlega ekki hvernig það átti að taka henni. En allir sem kynntust þér, Marta mín, vita að þú varst yndisleg mann- eskja, oft hrókur alls fagnaðar, skemmtileg og hláturmild. Þannig varstu einmitt í afmæli mínu fyrir tveimur árum. Þú gafst mér þá kross sem mér þykir svo innilega vænt um. Ég hef notað þennan kross mikið og ekki síst undanfarna daga, hann mun ég ætíð varðveita. Það eiga margir um sárt að binda þessa dagana Marta mín. Fyrrver- andi nemendur mínir sem voru svo heppnir að fá þig sem kennara í haust hafa misst mikið. Þeir sakna þín og syrgja, það gerir líka starfs- fólk skólans, mínir kæru fyrrver- andi samstarfsfélagar og vinir, ég sendi ykkur mínar samúðarkveðjur. Elsku Andrea Björt, Halla, Guð- mundur og aðrir ástvinir, missir ykkar er meiri en orð fá lýst og bið ég góðan Guð að styrkja ykkur er þið takist á við þessa miklu sorg. Hafðu þökk fyrir allt og allt elsku Marta. Lára Eymundsdóttir. ✝ Innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, fósturmóður, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu. MARGRÉTAR BERGSDÓTTUR, Hvanneyrarbraut 32, Siglufirði. Júlíus Þórarinsson, Hreinn B. Júlíusson, Sigurlína Káradóttir, Sigríður Þórdís Júlíusdóttir, Ingi B. Vigfússon, Hrefna Eyjólfsdóttir, börn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskaður eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, tengdasonur, bróðir, mágur og svili, ÁSGEIR EINARSSON, lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðvikudaginn 7. nóvember. Útförin fer fram í Laugarneskirkju föstudaginn 23. nóvember klukkan 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á reikning barna hans, 0526-14-102707, kt.: 130347-3479, eða heimahjúkrun Karitas eða aðrar líknarstofnanir. Linda Björk Hávarðardóttir, Þorsteinn Rúnar Ásgeirsson, Kristófer Ásgeirsson, Viktoría Ásgeirsdóttir, Einar Brynjólfsson, Hávarður Emilsson, Fríður Hlín Sæmundsdóttir, Kristinn Þór Einarsson, Margrét Kristjana Daníelsdóttir, Brynjar Einarsson, Steinunn Björg Ingvarsdóttir, Gunnar Hávarðarson, Steinunn Olga Einarsdóttir, Guðlaugur Hávarðarson, Katla Ísaksdóttir. ✝ Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna andláts sambýliskonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, HELGU GUÐJÓNSDÓTTUR, Dalbraut 21, áður Stangarholti 26. Sveinn Teitsson, Ágústa Bárðardóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, Guðbjörg Bárðardóttir, Garðar Einarsson, Elínborg Bárðardóttir, Ómar Sigfússon, Sigurbjörn Bárðarson, Fríða Steinarsdóttir, Bárður Bárðarson, barnabörn og langömmubörn. ✝ Innilegar þakkir færum við þeim fjölmörgu sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar elskulegrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSTU FINNSDÓTTUR frá Ísafirði, Lönguhlíð 15, Reykjavík. Sérstaklega viljum við þakka starfsfólki Líknar- deildar Landakotsspítala fyrir ljúfa og kærleiksríka umönnun. Bragi Ragnarsson, Jónína Gissurardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar yndislega föður, vinar, tengdaföður og afa, HARALDAR KARLSSONAR, Fljótsbakka. Sérstakar þakkir færum við öllum þeim sem komu að umönnun hans á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri. Karl Haraldsson, Anna Dóra Þorgeirsdóttir, Sigurður Haraldsson, Ólafur Haraldsson, Elín Gunnlaugsdóttir og barnabörn, Guðrún Friðriksdóttir, Helga Halldórsdóttir. ✝ SIGURÐUR GRÉTARSSON framkvæmdastjóri, Skipalæk, Fellahreppi, lést sunnudaginn 4. nóvember. Útförin fer fram í kyrrþey. Kveðjustund, sem öllum er velkomið að vera viðstaddir, verður á íþróttavellinum í Fellahreppi laugardaginn 24. nóvember kl. 15:00. Minningarathöfn verður í Reykjavík í Neskirkju fimmtudaginn 29. nóvember kl. 15:00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Umhyggju, félag til stuðnings langveikum börnum. Gréta Jóna Sigurjónsdóttir, Sigurjón Torfi Sigurðarson, Þórunn Gréta Sigurðardóttir, Kristín Arna Sigurðardóttir, Grétar Þór Brynjólfsson, Þórunn A.M. Sigurðardóttir, Sigurjón Jónsson og aðrir aðstandendur. ✝ Okkar ástkæri sambýlismaður, faðir, tengdafaðir, afi, sonur og bróðir, HJÖRTUR HJARTARSON, Professorsgatan 2b, 215-53 Malmö, Svíþjóð, sem lést miðvikudaginn 7. nóvember, verður jarðsunginn frá Seltjarnarneskirkju föstudaginn 23. nóvember kl. 13.00. Vilborg Arinbjarnar, Hjörtur Hjartarson, Geirþrúður María Kjartansdóttir, Matthías Hjartarson, Eygló Arinbjarnar, Christopher John Kerr, Sigurður Arinbjarnar, Kristbjörg Karen Hjartardóttir, Matthías Hjörtur Hjartarson, Hjörtur Hjartarson, Jensína Guðmundsdóttir, Drífa Hjartardóttir, Skúli Lýðsson, Ingibjörg Hjartardóttir, Sigurður Ólafsson, Anna Ásta Khan Hjartardóttir, Hrafn Sabir Khan, Björn Grétar Hjartarson, Guðmundur Ingi Hjartarson, Sigríður Sigmarsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Mörtu Guðmundu Guðmundsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dögum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.