Morgunblaðið - 21.11.2007, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.11.2007, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Í ÁHRIFARÍKRI ræðu taldi Nixon Bandaríkjaforseti að eiturlyfin væru versti óvinur landsins, orðin voru sögð í kringum 1970, og eru ein af fé- lagslegum rótum handritsins Am- erican Gangster. Myndin hefst á þessum umbrotatímum þegar heimsmyndin hékk í lausu lofti, stríð geisaði í Víetnam og óöld ríkti sem aldrei fyrr á strætum stórborganna. Frank Luca (Washington), er ekill og hægri hönd Ellsworth (Bumpy) Johnson, glæpaforingja í Harlem, hann er útsmoginn, ungur smá- krimmi sem hugsar stórt og lærir iðn sína af húsbóndanum. Þegar Bumpy fellur frá, grípur Luca tæki- færið og leggur smám saman undir sig eiturlyfjamarkaðinn í borg- arhlutanum. Til að ná markmiðunum, verða ríkur og virtur, þarf Frank á að halda ofurmagni heróíns, hann er ekki að tvínóna við að láta draumana rætast, heldur flýgur á fund fram- leiðandans í Gullna þríhyrningnum á Austur-Indlandsskaganum. Sér sóknarfæri í flutningaleiðum Banda- ríkjahers til og frá Víetnam. Á sama tíma berst lögreglumað- urinn Richie Roberts (Crowe), við úrhrök öngstrætanna, er einn fárra bláklæddra sem er heiðarlegur fram í fingurgóma. Það kemur honum í koll, starfsfélagarnir slá almennt ekki hendinni á móti misjafnlega fengnum launauppbótum. Vegur Franks vex, staða Richies er tvísýn þegar fleyg orð forsetans koma skriði á baráttuna gegn eitur- lyfjavandanum. Lögregluyfirvöld þurfa á ærlegum mönnum að halda og Richie er falin stjórn rannsóknar á því hver er bakhjarl innflutnings og dreifingar á óvenju hreinu her- óíni sem flæðir yfir borgina, merkt „Blue Magic“. Eftir áralanga, von- litla baráttu þeirra bláklæddu skar- ast að lokum leiðir Franks og Ric- hies. Scott, og allir þeir sem koma að American Gangster, hafa ætlað sér að skapa verk sem er frekar harm- rænt en hasarmynd og allt frá fyrstu mínútunum fram undir hlé liggur tregi í loftinu. Frank er undarlega samansettur, kominn af alþýðufólki í Suðurríkjunum, er sá sem hefur komist áfram í fjölskyldunni og litið er upp til. Smekkvís, fágaður og lítur á sig sem umsvifamikinn kaupsýslu- mann. Þegar dópið hans er þynnt áður en það fer á götuna af einum milliliðnum (Gooding Jr.), tryllist Frank gjörsamlega. Blue Magic er vörumerki sem fólk á að geta treyst eins og Pepsi, segir hann í fúlustu al- vöru. Siðblindan villir honum víða sýn, Frank líður engum að koma óorði á viðskiptaveldið, sem hann hefur sett í hendur bræðra sinna og skyldmenna, lætur fjölskylduna stjórna, að hætti Ítalanna. Samtímis er hinn fjölskylduvæni viðskiptajöfur drepandi á báða bóga, beint og óbeint. Brugðið er upp grimmum svipmyndum af afleið- ingum eiturlyfjasölunnar og átökum Franks við keppinautana, þar sem öll meðul eru notuð. Smám saman breytist harmleik- urinn í kunnuglegan eltingaleik heiðarlegu löggunnar við vonda bóf- ann, í leiðinni sýnd mun áhugaverð- ari átök á milli spilltra lögreglu- manna og heiðarlegra og ekki síður forvitnileg viðskipti þeirra fyrr- nefndu við glæpaveröld Franks. Trupo, leiðtogi löggukrimmana, er með áleitnustu persónum mynd- arinnar og leikinn af sannfæring- arkrafti af Brolin, sem þarf ekki að kvíða atvinnuleysi í náinni framtíð. American Gangster er vönduð og tilþrifamikil afþreying, jafnvel hríf- andi á bestu köflunum. Framleið- andinn er óspar á féð og fundvís á réttan mannskap sem kann að láta það njóta sín. Washington og Crowe skila hlutverkum sínum óaðfinn- anlega, en senuþjófarnir eru í minni hlutverkunum. Enginn skyggir á föðurbetrunginn Brolin; Ted Levine, Gooding Jr., Ejiofor og Armand Assante (af öllum mönnum), auka dramatíska vigt American Gangster, að miklum mun. Sama máli gegnir um John Ortiz sem gerir veikgeðja félaga Richies ljóslifandi, og fleiri mætti nefna. Útlitið er glæsilegt í stóru sem smáu og kvikmyndataka Harris Savides er sér kapítuli. Líkt og í Zodiac, dempar hann sterku lit- ina, drunginn og myrkrið ráða ríkj- um og er líklega besti liðsmaður Scotts að þessu sinni. Þrátt fyrir mikilvægari ásetning víkur dramað fyrir spennunni, Scott og handritshöfundinum Steven Za- illian lætur betur að útskýra ytri átök en innri og lokaatriðið skilur mann eftir í óvissu um siðferðilegan tilgang American Gangster. Bláir galdrar KVIKMYNDIR Sambíóin, Laugarásbíó Leikstjóri: Ridley Scott. Aðalleikarar: Denzel Washington, Russell Crowe, Chiwetel Ejiofor, Cuba Gooding Jr., Josh Brolin. 160 mín. Bandaríkin 2007. American Gangster  Sæbjörn Valdimarsson Hrífandi American Gangster er vönduð og tilþrifamikil afþreying, jafnvel hrífandi á bestu köflunum. VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG SELFOSSI HVERNIG TÓKST EINUM BLÖKKUMANNI AÐ VERÐA VALDAMEIRI EN ÍTALSKA MAFÍAN? / ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA WWW.SAMBIO.ISVERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á SÝND Í ÁLFABAKKA AMERICAN GANGSTER kl. 5D - 8D - 10 B.i.16.ára DIGITAL AMERICAN GANGSTER kl. 5 - 8 LÚXUS VIP JESSE JAMES kl. 8 B.i.16.ára 30 DAYS OF NIGHT kl. 8 - 10:30 B.i.16.ára MICHAEL CLAYTON kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.7.ára THE INVASION kl. 8 B.i.16.ára ÍÞRÓTTAHETJAN m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ STARDUST kl. 5:30 B.i.10.ára ASTRÓPÍA SÍÐUSTU SÝN. kl. 6 LEYFÐ "RIDLEY SCOTT LEIKSTÝRIR RUSSELL CROWE OG DENZEL WASHINGTON Í BESTU MYND ÞESSA ÁRS!" Ó.E. A.T.H. BYGGÐ Á SÖNNUM ATBURÐUM. eeee ,,Virkilega vönduð glæpamynd í anda þeirra sígildu.” - LIB, TOPP5.IS “Óskarsakademían mun standa á öndinni.” ...toppmynd í alla staði.” Dóri DNA - DV 3 DAGAR Í FRUMSÝNINGU FYRSTA ALVÖRU ÞRÍVÍDDAR MYND SÖGUNNAR HLÍÐASKÓLI fór með sigur af hólmi í Skrekk, hæfileikakeppni ÍTR og grunnskóla Reykjavík- urborgar, en úr- slitakeppnin fór fram í Borgarleikhúsinu í kvöld. Seljaskóli varð í 2. sæti og fékk einnig áhorf- endaverðlaun Skjás eins, sem sýndi beint frá úr- slitakeppninni. Hagaskóli varð í þriðja sæti. Siguratriðið kallaðist „Hvað er fullkomnun?“ og var ádeila á brengl- aðar kvenímyndir nú- tímans. Neonljós og dúkkur komu svo við sögu í hinum verðlauna- atriðunum. 29 skólar hófu keppn- ina en átta skólar kepptu til úrslita í kvöld. Mikil stemning var í þétt- setnum salnum og hvöttu áhorfendur sitt fólk dyggilega milli þess sem Skrekksbylgjan var tek- in. Neon Atriði Seljaskóla varð í öðru sæti með neonfólkið. Sigur! Hluti af liði Hlíðaskóla fagnar sigrinum af mikilli innlifun. Páll Óskar Söng fyrir stjörnur framtíðarinnar. Morgunblaðið/Ómar Hárkollur Ungmennin voru í sínu skrautlegasta pússi. Skrekkur í Hlíðarnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.