Morgunblaðið - 21.11.2007, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 21.11.2007, Qupperneq 52
MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 325. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Hefur sölutryggt útboðið  Kaupþing hefur lokið samningum við erlenda banka um að þeir sölu- tryggi hlutafjárútboð Kaupþings sem ráðist verður í á næstunni. Allt að 200 milljónir nýrra hluta verða boðnar út, en stór hluti útboðsins hefur þegar verið seldur til fyrri eig- enda hollenska bankans NIBC. » Forsíða Hörð lending?  Vaxandi hætta er á harðri lend- ingu í efnahagsmálum á Íslandi. Þetta segir matsfyrirtækið Stand- ard & Poor’s í nýrri skýrslu. Fyr- irtækið hefur breytt horfum í efna- hagsmálum úr stöðugum í neikvæðar. Forsætisráðherra segir þetta mat að nokkru leyti byggjast á gömlum forsendum. » 4 Húsnæðisstefnan í þrot  Húsnæðisstefnan er komin í þrot og brýnt að endurreisa húsnæð- iskerfið. Þetta sagði Jóhanna Sig- urðardóttir félagsmálaráðherra í umræðum á Alþingi um húsnæðis- mál. » 12 Um 6% haldin kaupæði  Rannsóknir í Þýskalandi og Bandaríkjunum benda til þess að 6% af íbúunum séu haldin verslunarfíkn. Afleiðing hennar er ósjaldan gjald- þrot og upplausn fjölskyldna. » 16 SKOÐANIR» Staksteinar: Já, hvers vegna? Forystugreinar: Bann við nektar- dansi | Úrelt viðskiptabann á Kúbu Ljósvaki: Vefsjónvarp KR-inga … UMRÆÐAN» Styrkjum unga fólkið Unglingar og foreldrar – takk fyrir Taktu þátt – hvert ár skiptir máli Tökum ábyrgð á eigin lífi '  ' '$ ' %%'$ '%%   5 " 6()  0  (-   7   ((&(#* "0 ( '%% ' ' '$$ ' %%'% '%% '  '% / 8 !3 )   '$ $' '%$ ' '$ %%' '%  '$ 9:;;<=> )?@=;>A7)BCA9 8<A<9<9:;;<=> 9DA)8(8=EA< A:=)8(8=EA< )FA)8(8=EA< )4>))A&(G=<A8> H<B<A)8?(H@A )9= @4=< 7@A7>)4-)>?<;< Heitast 1°C | Kaldast -10°C  Norðaustan 5-13 m/s og bjart veður. Frost víða 1-6 stig en sums staðar frostlaust við suðvesturströndina. » 10 Hvernig virkar tor- rent.is? Hverju er verið að dreifa? Margir eru að velta þessum spurningum fyrir sér. » 47 TÆKNI» Hvað gerir Torrent? BÆKUR» Grettir er holdgervingur letiblóðsins. » 46 Háskóli Íslands á eitt merkasta lista- safn landsins en það á uppruna sinn í gjöf sem skólinn fékk ár- ið 1980. »49 MYNDLIST» Listrænt sóknarfæri KVIKMYNDIR» Ameríski bófinn fær fjórar stjörnur. » 48 TÓNLIST» Benny Crespo’s Gang sendir frá sér plötu. » 44 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Birgir: „Ég hef aldrei … stoltur“ 2. Jolie féll í sömu gildru og Madonna 3. Dýrasti lottómiði sem ég hef keypt 4. Vill sjá soninn búa einan Eftir Andra Karl andri@mbl.is „ÞETTA er alveg hrikalegt og menn eru alls staðar að taka inn núna, mánuði fyrr en vanalega,“ segir Hinrik Gylfason hrossaeigandi en þrjú hross hans hafa að und- anförnu verið meðhöndluð af dýra- lækni vegna holdhnjóska. Hann segist þekkja mýmörg dæmi þess að hestaeigendur hafi farið illa út úr hnjóskum vegna votviðris og kulda á umliðnum vikum. Sömu sögu segir Björn Stein- björnsson dýralæknir. „Það hefur verið talsvert um þetta í haust og ég er með nokkurn hóp í meðhöndlun. Þetta getur orðið til þess að hross missa hold og það þarf því að gá mjög vel að hrossum í útigangi. Feit hross sem veikjast illa geta misst hold á stuttum tíma,“ segir Björn. Líkt og bak hrossa sé hellulagt Erfitt er að henda reiður á hversu stórt vandamálið er en ljóst er að það er töluvert stærra á Suð- urlandi en í öðrum landshlutum. Þar er helst um að kenna mikilli vætutíð framan af hausti – sem í raun stendur enn – og svo kulda- köflum. Þegar mjög votviðrasamt er og skiptast á kuldi og hlýindi getur feldurinn gisnað og um leið opnast leið fyrir bakteríu sem lifir á húð- inni, inn í húðina þar sem hún veld- ur sýkingu; eins konar hrúður myndast þá á húð hrossanna, oftast nær á baki og lendum. Yfirleitt myndast einn og einn hnjóskur á hrossum á haustin sem þykir ekki tiltökumál en í haust virðist sem rysjótt veðrið leiki þau sérlega illa. Fái hross holdhnjóska í miklum mæli geta stórir flekkir af hári dott- ið af og eiga þau þá erfiðara með að halda á sér hita og leggja af. Alls ekki ætti að reyna að losa upp hrúðrin með því að kroppa í þau, fremur leyfa hárunum að vaxa svo hrúðrin lyftist frá feldinum. Björn segir oft á tíðum gott ráð að taka hrossin inn en það sé þó ekki alltaf í boði. Þá er einnig hægt að stöðva framgang sýkingarinnar með lyfjagjöf og meðhöndla þannig hrossin. „Ef það er gert í tíma þarf ekki að taka þau inn.“ Ellert Þór Benediktsson, dýra- læknir hjá Dýralæknamiðstöðinni á Hellu, kannast einnig við vanda- málið og hefur t.a.m. séð nokkur mjög slæm tilvik að undanförnu, s.s. þar sem nánast er líkt og bak hrossa hafi verið hellulagt. „En þau hross sem hafa verið hvað lengst úti virðast sleppa. Þau sem hafa verið brúkuð mikið í sumar og komu seint í haga hafa mér fundist fara verst út úr haustinu.“ Mikið um holdhnjóska  Ástæða fyrir hestafólk að huga vel að hrossum í kjölfar votviðris og kulda  Töluverður fjöldi hesta hefur verið tekinn inn á Suðurlandi undanfarinn mánuð Morgunblaðið/Ómar Hnjóskar Þrjú hross Hinriks Gylfasonar hafa þurft á meðhöndlun dýralæknis að halda vegna holdhnjóska. MÓÐIR ungs bandarísks manns sem lést í fyrra vegna geðsjúkdóms segist óska þess að þarlend heilbrigðisyfirvöld taki sér Akureyringa til fyr- irmyndar þegar kemur að þjónustu við ungt fólk með geðraskanir. Þar hefur staðið yfir tilraun þar sem sveitarfélagið hefur tekið við forræði í málefnum geðsjúkra af ríkinu. „Það er ekki bara í Bandaríkjunum sem vant- ar úrræði eins og á Akureyri, heldur líka hérna í Reykjavík,“ segir Svanur Kristjánsson, formað- ur Geðhjálpar. Hann segir að kerfið sem mæti Reykvíkingum með geðsjúkdóma sé flókið og óskilvirkt og þar þurfi menn að leita á marga staði til að fá úrlausn sinna mála. Akureyri og fleiri sveitarfélög hafi hins vegar tekið frumkvæði í málaflokknum og aðstæður séu þar til fyrirmyndar. | Miðopna Vantar líka úr- ræði í Reykjavík ALLMARGIR jarðskjálftar urðu í grennd við Selfoss í gær og mældist sá stærsti þeirra 3,5 stig á Richterskvarða. Að sögn Gunnars B. Guð- mundssonar, jarðeðlisfræðings hjá Veðurstofu Ís- lands, er líklegt að svipaðir skjálftar verði á þess- um slóðum á næstu sólarhringum. Gunnar sagði að ekki væri vitað hvort þetta væri fyrirboði stærri skjálfta á Suðurlandi. „Það er alltaf hætta á því að breytt spenna leysi eitthvað meira úr læð- ingi en það er ekki víst.“ Hrina smáskjálfta hófst í gærmorgun og stóð fram eftir degi. Stærsti skjálftinn, 3,5 stig, varð klukkan 18.48 og upptök hans tæplega tvo kíló- metra norðan við Selfoss. Ívið minni skjálfti varð á sama stað klukkan 18.55. Tveir skjálftar urðu laust fyrir klukkan tíu í gærkvöldi, sá fyrri rúm- lega 3 stig á Richter og sá síðari ívið minni. | 2 Skjálftahrina við Selfoss Ekki vitað hvort hrinan sé fyrirboði stærri jarðskjálfta                     !  "  # $    "' ; N *!! !"#$  $    %% &" ' "' (()*) + * (,  # !"#$ ! $-,!  ' " * *.!  ,%   .- !/  $"   + ,  "#$  ', 0  '  $1 23  "- ! ;1 * 0

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.