Morgunblaðið - 04.12.2007, Page 2

Morgunblaðið - 04.12.2007, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Andra Karl andri@mbl.is LÖGREGLAN á Suðurnesjum handtók fjóra einstaklinga á sunnudagskvöld og færði þá til yfirheyrslu í tengslum við banaslysið sem varð við Vesturgötu á föstudag. Fólkið, þrír karl- menn og ein kona, hefur stöðu vitna en það var talið búa yfir upplýsingum í málinu. Því var öllu sleppt í gærkvöldi en karlmaður sem hand- tekinn var á laugardag og er grunaður um að hafa ekið á Kristin Veigar Sigurðsson, fjögurra ára pilt, situr enn í gæsluvarðhaldi. Hann neit- ar sök. Rannsókn lögreglu stendur sem hæst og m.a. hefur tæknideild rannsakað ítarlega bifreið sem maðurinn hafði aðgang að. Ekki er hægt að útiloka að einhver annar hafi setið undir stýri en maðurinn mun sitja áfram í gæslu- varðhaldi, eða til fimmtudags, á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Íbúar við Vesturgötu lokuðu götunni í um tvær klukkustundir á laugardag til að mótmæla miklum ökuhraða. Í gær fengu íbúar áheyrn hjá bæjarstjóranum, Árna Sigfússyni, og sagð- ist Guðmundur Símonarson í samtali við Morg- unblaðið afar sáttur við fundinn. „Það verður sett upp bráðabirgðahraðahindrun á næstu dögum. [Árni] lofaði mér því að hann myndi reyna að koma henni upp fyrir helgi, og ég verð sáttur ef það gengur eftir.“ Nýtt skipulag fyrir næsta vor Guðmundur segist ekki útiloka frekari að- gerðir íbúa, sér í lagi ef ekkert verður að gert fyrir helgina. „En svo verða einnig allir, bæði ungir og aldnir ökumenn, að keyra hægar þarna um. Síðan slysið varð hefur umferð verið hæg og það sýnir að menn taka þetta nærri sér. En hins vegar eru menn fljótir að gleyma og því verður fleira að koma til.“ Í því sam- bandi nefnir Guðmundur að Árni hafi einnig farið yfir skipulag fyrir svæðið, sem á að verða komið í gegn næsta vor. Meðal úrbóta í skipu- laginu eru hraðahindranir og einnig ljósastýrð gatnamót. Ekki útilokað að einhver annar hafi setið undir stýri Lögregla handtók fjögur vitni á sunnudag Í HNOTSKURN »Slysið átti sér stað á mótum Vesturgötuog Birkiteigs á föstudag. »Drengurinn sem fyrir bílnum varð lést ágjörgæsludeild Landspítalans á laug- ardag. »Hinn handtekni neitar sök en mun sitja ígæsluvarðhaldi þar til á fimmtudag. »Fjórir einstaklingar sem handteknirvoru á sunnudag og færðir til yfir- heyrslu hafa stöðu vitna. »Ekki var krafist gæsluvarðhalds ogþeim sleppt í gærkvöldi sögn RUV. FIMM vopnaðir menn réðust að ís- lenskri stúlku, Kristínu Manúels- dóttur, í Mapútó, höfuðborg Mósam- bík, um helgina. Þeir miðuðu skammbyssum á hana er hún steig út úr bíl sínum í rólegu úthverfi Mapútó á laugardaginn. Mennirnir tóku af Kristínu þau verðmæti sem hún var með á sér, ógnuðu öryggisvörðum sem gættu heimilisins sem hún var að heimsækja og stálu síðan bílnum hennar, en þetta kom fram í sjón- varpsfréttum mbl.is í gær. Kristín sagði að mennirnir hefðu verið snyrtilega til fara en litið út fyrir að vera í annarlegu ástandi. Hún sagði jafnframt að glæpir sem þessi væru ekki mjög algengir í Map- útó, helst þyrfti maður að vara sig á vasa- og veskjaþjófum sem sækjast sérstaklega eftir farsímum. „Ég lét einn mannanna fá bíllykilinn en þá hafði ég áttað mig á því að hann var með byssu. Mennirnir báðu um peninga, en ég var með svo litla peninga og þeir tóku því bara töskuna mína,“ sagði Kristín og bætti við að hana hefði ekki sakað. Líkt og áður segir stálu mennirnir bíl Kristínar, en hann er skráður á Þróunarsamvinnustofnunina og því á diplómatanúmerum. Þetta kunnu mennirnir greinilega ekki að meta því daginn eftir var bílnum skilað. Kristín telur að þeim hafi án efa brugðið þegar þeir sáu númerin og hafi viljað losa sig við bifreiðina sem fyrst. Kristín er átján ára og búsett í Mapútó þar sem stjúpfaðir hennar er verkefnastjóri fiskimála fyrir Þróun- arsamvinnustofnun Íslands. Fjórir íslenskir starfsmenn eru í Mósambík á vegum stofnunarinnar ásamt fjöl- skyldum sínum. Í Mósambík er fólksfjöldinn um 20 milljónir, þar af býr ein milljón í höf- uðborginni Mapútó. Landið er fá- tækt og hefur verið reiknað út að lífs- líkur fólks séu ekki nema 40 ár. Það má að miklu leyti rekja til aukinnar útbreiðslu alnæmis en áætlað er að um 12,2% þjóðarinnar séu smituð. Ráðist að íslenskri stúlku í Mapútó Kristín Manúelsdóttir Ógnuðu stúlkunni með skammbyssu og stálu bíl hennar ÁRNI M. Mathie- sen fjármálaráð- herra segir það hafa verið mikið álitamál hvort af- nema ætti verð- tryggingu lána. Enginn vafi leiki á að verðtryggingin hafi gegnt mikil- vægu hlutverki á undanförnum ár- um. Um þessar mundir hafi hins veg- ar komið upp ýmsar spurningar um hvort verðtryggingin hafi einhver neikvæð áhrif varðandi aðra þætti í hagstjórninni. ,,Ég held að menn hafi almennt ekki komist að neinni nið- urstöðu um það og ég tel ekki rétt að vera með neinar vangaveltur um breytingar fyrr en menn hafa komast að einhverri fræðilegri niðurstöðu um þetta,“ segir hann. Í Morgunblaðinu í gær tók Björg- vin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra undir þau sjónarmið Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra Kaupþings, í Morgunblaðsviðtali um helgina, að rétt væri að stefna að afnámi verð- tryggingar í framtíðinni. Afnám verðtryggingar hefur áhrif á lífeyrissjóðina Árni Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Gildis-lífeyrissjóðs, segir að ef verðtrygging verði afnumin muni það hafa áhrif á lífeyrissjóðina, sem eru með stóran hluta eigna sinna í verð- tryggðum skuldabréfum og menn þyrftu þá að hugsa málin upp á nýtt. „Auðvitað hefði þetta áhrif á lífeyr- issjóðina,“ segir Árni. „Okkar eignir eru að miklum hluta bundnar í verð- tryggðum lánum. Sú verðtrygging sem þegar er komin á heldur sér að sjálfsögðu en menn þyrftu að horfast í augu við framtíðina ef engir papp- írar eru lengur til á markaði sem eru verðtryggðir. Það breytir aðeins stöðunni. Þetta er það sem við höfum búið við alla tíð og okkar forsendur byggj- ast á að þessar eignir séu verð- tryggðar. Við þurfum að ná ákveðinni ávöxtun umfram verðtryggingu þannig að þetta hefði vissulega áhrif.“ Breyting er mikið álitamál Árni M. Mathiesen Verðtryggingin gegnt mikilvægu hlutverki MINNINGARATHÖFN um Kristin Veigar Sigurðsson, sem lést í umferðarslysi á mótum Vesturgötu og Birki- teigs í Reykjanesbæ á föstudag, var haldin í Keflavík- urkirkju í gærkvöldi. Athöfnin var vel sótt og hlýddu gestir á séra Sigfús B. Ingvason ræða um sorgina og sorgarviðbrögð. Mikill samhugur var að sögn í gestum sem komu víða að til að kveikja á kertum fyrir dreng- inn, sem aðeins var fjögurra ára. Ljósmynd/Hilmar Bragi Kveikt á kertum fyrir Kristin LÖGREGLUNNI á höfuðborgar- svæðinu bárust tvær tilkynningar um nauðganir eftir helgina. Að sögn lög- reglu hefur önnur nauðgunin verið kærð og er málið í rannsókn. Ekki hefur borist formleg kæra í hinu mál- inu. Bæði nauðgunarmálin komu upp aðfaranótt sunnudags. Önnur nauðg- unin átti sér stað í heimahúsi en hin á salerni á skemmtistað. Ekki fékkst staðfest hvort einhver hefði verið handtekinn vegna málsins sem kært var, en að sögn lögreglu liggur einn karlmaður undir grun. Tvær nauðganir um helgina HEIMILT verður að veiða allt að 1.333 hreindýr á veiðitímabili næsta árs, sem stendur frá 1. ágúst til 15. september. Þetta hefur umhverfis- ráðuneytið ákveðið að tillögu Um- hverfisstofnunar. Veiðikvóti þessa árs var 1.137 dýr og reyndist veiðin þegar upp var staðið 1.129 dýr. Að mati Náttúrustofu Austurlands mun veiði á þessum fjölda hreindýra ekki hafa áhrif á stærð hreindýra- stofnsins, að því er segir í tilkynningu. 1.333 hreindýr

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.