Morgunblaðið - 04.12.2007, Page 20
menntun
20 ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
Norskir sérfræðingar telja nauðsyn-legt að taka upp að nýju kennslu íafmörkuðum kennslustofum til aðbæta lélegan árangur norskra
nemenda. Íslenskir kennarar eru almennt ef-
ins um ágæti þess að kenna stórum hópum í
opnum rýmum, eins og stefnan er víða á
landinu.
Á vefsíðu forskning.no kemur fram að frá
árinu 2000 hefur norskum nemendum farið
aftur í lestri, stærðfræði og raungreinum.
Þeir eru nú langt undir meðaltalsárangri
nemenda í OECD-ríkjunum, ef marka má
niðurstöður alþjóðlegu PISA-rannsókn-
arinnar frá í fyrra sem voru gerðar opinber-
ar í síðustu viku.
Æ fleiri norskir sérfræðingar telja nú að
hið nýja kennsluform, þar sem hefðbundinni
bekkjaskipan er skipt út fyrir hópkennslu í
opnu skólarými, sé óheppilegt. Þeir telja
nauðsynlegt að taka upp að nýju gamla fyr-
irkomulagið með kennslustofum og bekkja-
skiptingu.
„Þetta veldur ringulreið,“ segir Thomas
Nordal, prófessor í kennslufræði. „Nemend-
urnir reika um og geta ekki einbeitt sér að
því sem þeir eiga að vera að gera, þ.e.a.s. að
læra.“
Undir þetta tekur skólasagnfræðingurinn
Alfred Oftedal Telhaug. „Kennararnir myndu
endurheimta stöðu sína og myndugleika ef
við tækjum aftur upp gömlu kennslu-
stofuskipanina. Uppbygging kennslunnar og
rammar yrðu skýrari,“ segir hann en eins og
kerfið er í dag er litið á kennarann sem leið-
beinanda og nemendurnir eiga sjálfir að taka
ábyrgð á náminu.
„Vinnan í tímunum er ekki nægilega mark-
viss,“ heldur hann áfram. „Nemendurnir
komast of seint af stað með lærdóminn og
hætta of snemma.“
Hræddust við hávaðaáreitið
Fjölmörg sveitarfélög á Íslandi, þ.m.t.
Reykjavík, hafa þá stefnu að kennsla skuli
fara fram í opnum rýmum. Nokkrir skólar
hafa verið byggðir frá grunni með það að
markmiði, s.s. Ingunnarskóli í Grafarholti,
Korpuskóli í Grafarvogi og Akurskóli í
Reykjanesbæ. „Auðvitað eru skiptar skoðanir
um þetta meðal kennara en almennt erum
við mjög efins,“ segir Þórður Hjaltested,
varaformaður Félags grunnskólakennara.
„Við erum einna hræddust við hávaðaáreitið
sem verður mikið við þessar aðstæður en vel-
ferð kennarans sem starfsmanns er eðlilega
ofarlega á baugi hjá félaginu. Trún-
aðarlæknir Vinnumálastofnunar hefur t.a.m.
fjallað um aðstöðu skrifstofufólks vegna þess
að opin rými eru núna tískubylgja í hönnun
skrifstofuhúsnæðis. Hans ráðlegging var að
menn ættu að fara sér hægt því þetta skap-
aði mikið áreiti og álag á fólk.“
Þórður segir þó opin rými ekki alveg ný af
nálinni í íslensku skólakerfi. „Á sínum tíma
var þetta prófað í Fossvogsskóla sem var
byggður upp úr 1970. Hann þótti framúr-
stefnuskóli en það endaði með því að þar
voru sett upp skilrúm og skólinn hólfaður
meira niður en gert var í upphafi.“
Hann segir menn vissulega hafa áhyggjur
af árangri nemendanna, ekki síst þeirra sem
þurfi aðhald og geti átt erfiðara með að ein-
beita sér í opnu starfsumhverfi. Raunar
hljóti að fylgja auknum hávaða að erfiðara
sé fyrir alla að einbeita sér. „Menn hafa líka
lært að það er nauðsynlegt að inni í þessum
rýmum sé lokuð stofa svo kennarinn geti tek-
ið hópa út úr fjöldanum, t.d. þegar hann er
að leggja inn nýtt efni hjá þeim.“
Að sögn Þórðar hefur mikil umræða farið
fram um þessi mál meðal íslensku kenn-
arastéttarinnar. „Málið snýst líka um að
þetta er einfaldlega komið – kennarar voru í
sjálfu sér ekkert spurðir hvað þeim fyndist
um þessar breytingar heldur var þessu kerfi
komið á ofan frá.“
En hvaða skoðun hefur Þórður á því að
nemandinn taki sjálfur meiri ábyrgð á eigin
námi en áður? „Það hefur verið innleidd sú
stefna að nemendur geri sér eigin námsáætl-
anir en auðvitað með aðstoð kennarans,“ seg-
ir hann. „Þetta getur verið svolítið þungt í
byrjun en þegar krakkarnir venjast þessu
finnst mörgum kennurum það jákvætt því
nemandinn verður meðvitaður um hvað hann
er að læra og hvers vegna. En auðvitað eru
skiptar skoðanir um þetta líka meðal kenn-
arastéttarinnar enda hefur álag á kennara
aukist eftir að þessi háttur var tekinn upp.“
Þórður bendir á að best sé að fara sér
hægt við svona breytingar. „Í eðli okkar er-
um við íhaldssöm þegar kemur að skólastarfi
enda eru nemendurnir ekki í góðum málum
ef við gerum vitleysur.“
Erfitt að einbeita sér í opnu rými
Morgunblaðið/Ásdís
Opinn Ingunnarskóli er einn þeirra skóla sem voru byggðir frá grunni með það að markmiðið að kennsla færi fram í opnum rýmum.
„Á sínum tíma var þetta
prófað í Fossvogsskóla sem
þótti framúrstefnuskóli en það
endaði með því að þar voru
sett upp skilrúm og skólinn
hólfaður meira niður en gert
var í upphafi.“
Eftir að hafa lesið dagblöðdagsins datt Pétri Stefánssyni
þetta í hug:
Lesmál eitt af öðru ber,
um það varla þarf að kljást.
Mér finnst eins og mörgum hér,
Morgunblaðið allra skást.
Hólmfríður Bjartmarsdóttir tók
undir það:
Að lesa blöðin leiðist mér
lítil menning, efnið hrátt.
Moggi af öllum öðrum ber
einkum fyrir vísnaþátt.
Ármann Þorgrímsson brást við
því, auðvitað í bundnu máli:
Góða kona, gáðu að þér,
glepja tröllin huga þinn
fyrst Morgunblaðið orðið er
eini sannleiksflytjandinn.
Það varð til þess að Hólmfríður
breytti vísu sinni, einkum varð
aðeins, og Ármann orti:
Gott er að fá góðar fréttir,
get ég samþykkt skoðun þína.
Áhyggjum þú af mér léttir,
aftur tek ég gleði mína.
VÍSNAHORNIÐ
Af Mogga
og hag-
yrðingum
pebl@mbl.is
VÉLRÆNN bangsi sem bregst við
skilaboðum frá eiganda sínum kann
að vera leið til að láta starfsfólk
sjúkrahúsa vita af breytingum á líð-
an veikra barna, að því er greint
var frá á vefmiðli BBC í vikunni.
Verið er að koma skynjurum fyr-
ir í bangsanum Huggable, eða
Knúsa eins og vel mætti kalla hann
á íslensku, við MIT-háskólann í
Boston. Er til að mynda unnið að
því að bangsinn bregðist við faðm-
lagi og eins að hann þekki eiganda
sinn er hann nálgast, en Knúsi er
ætlaður sem félagi fyrir bæði börn
og eldra fólk. Vonast vísindamenn-
irnir til að bangsinn geti þannig til
að mynda sent frá sér boð ef eig-
andi hans er kvalinn.
Tilraunir á því hversu vel Knúsi
virkar verða síðan gerðar á sjúkra-
húsi í skosku hálöndunum og er
gert ráð fyrir að þær hefjist innan
þriggja mánaða.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Bangsar Það getur verið gott að knúsa bangsa og ekki er verra ef hann
getur brugðist við faðmlaginu og þekkir eiganda sinn.
Vélrænn bangsi
fyrir veika krakka
DANIR velja nú í síauknum mæli lé-
legri vöru er þeir kaupa í matinn –
og ástæðan er ekki verðlagið heldur
sú að þeir eru búnir að venjast
bragðinu, segir á fréttavef Berling-
ske Tidende.
Danir eru nefnilega margir hverj-
ir búnir að venja sig á kalóríusnauð-
ar og fituskertar afurðir sem eru
bragðbættar ýmist með salti eða
sætuefnum og kunna fyrir vikið ekki
lengur að meta bindiefnalausar mat-
vörur þegar þeir bragða á þeim.
Þetta er ein af þeim niðurstöðum
sem fram komu á ForbrugerForum-
málþingi sem haldið var í vikunni.
„Af hverju velur fólk frekar að
borða vöru sem hefur á sér slæmt
orð?“ spurði formaður neytenda-
ráðsins, Camilla Hersom og svaraði
spurningunni sjálf. „Af því að það er
orðið vant að borða hana.“
Danska neytendaráðið sendi ný-
lega frá sér bækling um matvörur,
en þar er m.a. að finna niðurstöður
sem gerðar voru á matarsmekk
meðal-Danans er kom að kjúkling-
um. Og niðurstöðurnar voru sláandi.
„Lífræni kjúklingurinn fékk lægstu
einkunn en matvaran sem gæðalega
séð var í neðsta sæti – kjúklinga-
bringur marineraðar í sykur- og
saltlegi og með 20% auka vatnsinni-
haldi, fengu samt hæstu einkunn hjá
neytendunum,“ sagði Hersom og
kvað geta verið erfitt að venja sig af
slæmum matarvenjum.
Að sögn Birgitte Escherich hjá
ráðgjafarstofunni Kostkompagniet
þá liggur vandinn í því að Danir hafa
vanið sig á salt, sykur og fituríka
matvöru og sleppa frekar því sem er
með súru eða bitru bragði. Þar sem
að hluta bragðflokkanna vantar er
sá hluti heilans sem stjórnar hungr-
inu því ekki sáttur nema í stutta
stund áður en hugurinn leitar í rusl-
fæði á ný.
Góði mat-
arsmekk-
urinn
horfinn
Morgunblaðið/Árni Torfason
Skyndibiti Danir hafa vanið sig á
salt-, sykur- og fituríka fæðu.