Morgunblaðið - 29.12.2007, Síða 1

Morgunblaðið - 29.12.2007, Síða 1
STOFNAÐ 1913 354. TBL. 95. ÁRG. LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is SKOTHELD FEGURÐ LÉTTSTÍG SKREF TIL KLASSÍSKRAR ÁRAMÓTA- FÖRÐUNAR FYRIR KONUR Á ÖLLUM ALDRI >> 18 FRÉTTASKÝRING Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is VELTA á fasteignamarkaði hefur aldrei ver- ið meiri hérlendis en á árinu sem senn líður í aldanna skaut. Um 14.500 kaupsamningum var þinglýst og námu heildarviðskipti með fasteignir um 360 milljörðum króna, skv. upplýsingum Fasteignamats ríkisins. Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings banka, telur að framboð af nýju húsnæði hafi náð hámarki á árinu og gott sé fyrir markaðinn að nú dragi úr framboðinu. Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækk- aði um 14% á árinu, töluvert umfram al- mennt verðlag. Hver kaupsamningur á yfirstandandi ári var að meðaltali upp á 25 milljónir kr. en 23 milljónir í fyrra. Ársveltan var 269 milljarðar kr. og fjöldi kaupsamninga rúmlega 11.700 skv. heimasíðu FMR. Heildarvelta fasteigna- viðskipta hefur því aukist um 30% á milli ára og fjöldi kaupsamninga um ríflega 20%. Heildarupphæð þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu stefnir í um 280 millj- arða en var rúmlega 200 milljarðar 2006. Í takt við kaupmáttinn Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 14,1% á tímabilinu frá nóvember 2006 til nóvember á þessu ári. Vísitalan sveiflast nokkuð á milli mánaða, en ekki er líklegt að hækkunin verði minni en þetta þegar endanlegar tölur liggja fyrir um árið. Hækkunin nú er meiri en árið á undan en minni en árið þar á undan. Almennt verðlag hækkaði á nefndu 12 mánaða tímabili um 5%. Að sögn Þorsteins eru vísbendingar um að atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæð- inu hafi jafnvel hækkað enn meira í verði. Ásgeir Jónsson segir mestu skipta, þegar fasteignamarkaðurinn sé skoðaður, hve gríð- arleg veltan hafi verið. Hann segir að þó að verð hafi hækkað töluvert hafi jafnvægi verið á milli framboðs og eftirspurnar, og bendir á að fasteignamarkaðurinn fylgi efnahagslífinu almennt og mikla eftirspurn á árinu megi rekja til þess hve kaupmátturinn hefur vaxið. Greiningardeild Kaupþings banka telur framboð á nýju húsnæði hafa náð hámarki á þessu ári og að það sé jákvætt fyrir mark- aðinn þegar litið sé til næsta árs. Ásgeir segir kjör á húsnæðislánum vitanlega skipta miklu máli. „Það er ljóst að þau hafa versnað tölu- vert, m.a. vegna vaxtahækkana Seðlabank- ans, og ég á ekki von á að þau breytist strax, a.m.k. ekki fram á vorið. Það þrengir því að markaðnum; erfiðara verður en áður að fjár- magna húsnæðiskaup.“ Morgunblaðið/Frikki Viðskipti upp á 360 milljarða Verð íbúðarhúsnæðis hefur hækkað um 14% HUNDRUÐ þúsunda fylgdu Ben- azir Bhutto, fyrrverandi forsætis- ráðherra Pakistans, til grafhýsis ættar hennar skammt frá bænum Naudero í gær. Flokksmenn henn- ar leggja ekki trúnað á skýringar yfirvalda á því hvernig dauða henn- ar bar að í tilræðinu á fimmtudag. Hún hafi ekki látist af völdum höf- uðhöggs er bíl hennar var ekið frá staðnum þar sem árásin var gerð, eins og stjórnvöld halda fram. Grunur stjórnarinnar beinist að hryðjuverkaleiðtoganum Baitullah Mehsud en hann er sagður tengj- ast al-Qaeda-hryðjuverkanetinu. Minnst 33 hafa látið lífið í rysk- ingum í landinu eftir tilræðið og hefur stjórnin m.a. lokað bensín- stöðvum og vegum til að hafa hemil á ástandinu. Þá óttast Farooq Naik, náinn samstarfsmaður Bhutto, að Pakistan „þokist í átt til borgarastyrjaldar“.| 12 og 13 Óttast hörð átök í Pakistan AP Hinsta kveðja Asif Ali Zardari, eiginmaður Bhutto, svartklæddur með hvítt höfuðfat, snertir kistuna í gær. Leikhúsin í landinu Má bjóða þér sæti >> 44 „ÞETTA er tvímælalaust mesta viðurkenning sem ég hef hlotið á mín- um ferli til þessa. Engin verðlaun hafa komið mér jafnmikið á óvart og þessi,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, knattspyrnukona úr Val, sem í gærkvöldi var kjörin íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafrétta- manna. Hún er fyrsta knattspyrnukonan sem hreppir hnossið. | Íþróttir Morgunblaðið/Jón Svavarsson Mesta viðurkenningin Íþróttamaður ársins 2007 Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is „ÞAÐ er ekki búið að spá neitt formlega um þróunina á næsta ári, en okkur sýnist að það muni draga mikið úr innflutningi fólks í al- mennan byggingaiðnað, ekki bara í stórframkvæmdir heldur almennt. Það er nokkuð ljóst að hann mun minnka,“ segir Karl Sigurðsson, forstöðumaður vinnumálasviðs Vinnumálastofnunar. Sést út frá vottorðum Að sögn Karls er tekið eftir því hjá Vinnumálastofnun að fólk sé al- mennt að fara úr byggingaiðnaðin- um hér úr landi, bæði úr stærri og smærri verkefnum hjá verktaka- fyrirtækjum. Þetta má ráða af þeim fjölda sem óskar eftir vott- orði til að flytja atvinnuleysisbóta- rétt með sér til heimalandsins, að sögn Karls, en fólk sem hefur starfað hér í einhvern tíma ávinnur sér rétt til atvinnuleysisbóta sem hægt er að leysa út í heimalandinu ef þörf krefur, samkvæmt sam- komulagi á milli ríkja. Til þess þarf vottorð frá Vinnumálastofnun. Að öðru leyti er ekki mikið vitað um þá sem eru að fara frá landinu, enda sér Vinnumálastofnun meira um skráningu þeirra sem koma hing- að. Karl segir útlendinga á vinnu- markaði hérlendis hafa komist ná- lægt 18.000 á þessu ári, en til sam- anburðar voru að jafnaði 13-14.000 útlendingar í vinnu á Íslandi á árinu 2006. Hins vegar hefur orðið nokkur fækkun á haustmánuðum. „Við erum að sjá það núna, fyrst og fremst út af lokum framkvæmda hjá stórum verktökum eins og Bechtel og Impregilo, að margir útlendingar hafa verið að fara,“ segir Karl. Líklega er heildartala þeirra sem hafa farið af landi brott síðan í byrjun september um 4.000 manns. Dregur úr fólksfjölgun Samkvæmt tölum sem birtar eru á vef Hagstofu Íslands hefur fólks- fjölgun verið óvenjuhröð undanfar- in ár en nú dregur nokkuð úr henni. Fólksfjölgun frá 1. desem- ber á síðasta ári er 1,8% samanbor- ið við 2,6% á árinu þar á undan og 2,1% frá 2004 til 2005. Þetta er mun meiri fjölgun en almennt í Evrópu, þar sem hún er víða undir einu prósenti. Dregur mikið úr innflutningi fólks á næsta ári Útlendingar á vinnumarkaði eru u.þ.b. 18.000 en voru 13-14.000 árið 2006 Fólk Margir útlendingar eru á vinnumarkaði hér á landi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.