Morgunblaðið - 29.12.2007, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 29.12.2007, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is „VIÐ viljum minna þig á að skuld þín hjá Og Vodafone er komin í van- skil,“ segir í upphafi innheimtu- bréfs sem karlmanni barst frá Intrum Justitia nú rétt fyrir jólin. Skuldin sem um ræðir og Intrum hefur tekið að sér að innheimta er ein króna. Er hún orðin þriggja ára gömul. Með kostnaði og ítrek- unargjaldi er skuld mannsins við fyrirtækið nú komin upp í 1.351 krónu og óskast greidd innan tíu daga frá dagsetningu bréfsins, ell- egar hækki hún enn frekar. „Mér brá heldur betur í brún þeg- ar ég fékk umslagið frá Intrum og hélt að ég væri lentur í einhverjum hrikalegum vandamálum,“ segir maðurinn. „En þegar ég opnaði um- slagið komst ég að því að höfuð- stóllinn er þessi eina króna sem er búin að hlaða utan á sig.“ En þetta er ekki í fyrsta skipti sem maðurinn lendir í vandræðum vegna þessarar sömu krónu. Haust- ið 2004 var hann staddur erlendis og komst þá að því að farsímanum hans hafði verið lokað. Kom það manninum verulega á óvart því fyr- irtækið sem hann starfar hjá átti númerið og greiddi alla reikninga samviskusamlega. Er maðurinn kom heim hafði hann samband við Og Vodafone og í ljós kom að hann var í einnar krónu skuld við fyrirtækið. Það var svo aftur ástæða þess að símanúmerinu var lokað. „Það skilur enginn hvernig þessi skuld myndaðist hjá mér persónulega og hvað þá að sím- anum skuli hafa verið lokað út af einni krónu,“ segir maðurinn. Starfsmaður Og Vodafone lofaði manninum að skuldin yrði strikuð út og átti hann sér því einskis ills von þegar bréfið frá Intrum barst fyrir jólin. „Ég hef engar áhyggjur haft fyrr en núna, þremur árum seinna, þeg- ar ég fæ rukkun rétt fyrir jólin.“ Maðurinn hafði samband við Intrum eftir að innheimtuseðillinn barst og baðst fyrirtækið afsökunar og sagði að um mistök væri að ræða. „Þannig að ég þarf ekki að borga krónuna né uppsafnaðan kostnað vegna hennar.“ Hann er þó ekki alveg í rónni. „Ég er ekki sannfærður um að skuldin hafi verið felld niður,“ segir maðurinn og talar af biturri reynslu. „Það var fullyrt fyrir þremur árum að það yrði gert en annað kom á daginn. Ég treysti því engu. Ég býst alveg eins við því að þessi króna muni halda áfram að elta mig í kerfinu.“ Hundeltur af krónu í kerfinu Barst bréf frá Intrum þar sem skuld upp á eina krónu var innheimt LAGT var hald á um fimm og hálft kíló af fíkniefnum sem komu hingað til lands með hraðsendingu frá Þýskalandi um miðjan nóvember- mánuð. Engin hefur verið handtek- inn vegna málsins sem er í rannsókn hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Að sögn Jóhanns R. Benediktssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum, er kominn skriður á rannsóknina, bæði í Þýskalandi og hér á landi. Þetta er mesta magn af svoköll- uðum hörðum fíkniefnum sem lagt er hald á með hraðsendingu til landsins, en fyrir nokkrum árum var lagt hald á um 10 kíló af hassi. Efnin sem nú um ræðir eru fimm kíló af amfetamíni og hálft kíló af kókaíni. „Á sama tíma og við fögnum því að við erum að ná svona mikið af efn- um, þá vekur það ákveðinn ugg hversu harðsvíraðir og stórtækir þessir glæpahópar eru orðnir,“ seg- ir Jóhann. Fíkniefni falin í hrað- sendingu Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is AÐFANGADAGSKVÖLD var nokkuð óvenju- legt í lífi ungra hjóna, þeirra Sindra Grétars- sonar og Kolbrúnar Rakelar Helgadóttur, sem héldu jólin á sjúkrastofu Sindra á Landspítalan- um en þar liggur hann rúmfastur eftir alvarlegt vinnuslys 20. desember. Hann var við vinnu sína í nýbyggingu í Mánatúni þegar hann féll 10 metra niður á jörð og beinbrotnaði illa. Raunar telur hann sjálfur vissa heppni að hann skyldi ekki slasast enn verr. Sindri er smiður og starf- ar hjá Byggjanda, er þaulvanur 12 tíma vinnu- degi – og má helst ekki vera að því að liggja lengi í rúminu, segir hann með kerskni í rödd- inni. Fimmtudagurinn 20. desember virtist ætla að verða venjulegur dagur í lífi hins atorkusama smiðs í miðri hringiðu atvinnulífsins, þegar skyndileg breyting varð á. Sindri var á efri hæð- um hússins að vinna við þunga járnbita þegar einn bitinn kræktist í peysu hans og dró hann í gegnum handrið á vinnupallinum. „Mér tókst að hanga í handriðinu og sveifl- aðist utan á því,“ segir hann. „Ég lenti síðan á öðru handriði tveimur hæðum neðar og fór í gegnum það. Að lokum féll ég niður á jörðina þar sem ég lenti á fleka og rúllaði síðan undir stiga. Mér skilst að þetta hafi verið fáránleg leið sem ég féll – og í raun eina mögulega leiðin til að geta lifað fallið af. Ef ég hefði fallið beint niður, þá hefði ég lent á stétt og það hefði örugglega ekki verið gott,“ segir hann og telur að með því að hanga í handriðinu og sveifla sér til hliðar hafi miklu verið bjargað. Eftir að Sindri lenti á jörðinni hélt hann með- vitund en var illa brotinn. Hann handleggs- brotnaði á báðum höndum og tvílærbrotnaði á hægra fæti. Hann var í þrjá sólarhringa á gjör- gæsludeild og var síðan fluttur á bæklunar- skurðdeild Landspítalans, þar sem þéttur skóg- ur af jólakortum frá vinum og fjölskyldu prýðir stofuna að ógleymdu jólatré sem þau hjónin geymdu gjafir undir. Þær voru svo opnaðar á aðfangadagskvöld eftir að þau höfðu borðað heimatilbúinn jólamat á stofunni. „Í rauninni voru jólin flutt hingað og það var ofsalega nota- legt,“ segir Rakel. „Við erum búin að sjá að það skiptir engu máli hvar jólin eru haldin, svo lengi sem rétti andinn svífur yfir vötnum.“ Þau hafa fengið mikinn stuðning frá vinum, nágrönnum og ættingjum og Sindri segir alveg magnað hvað allir í kringum þau hjónin séu hjálpfúsir varðandi hvað sem vera skal við rekstur heimilis og fjölskyldu. „Baklandið er svo sterkt og það er svo gott að eiga svona góða að,“ segir hann. Og nú er að snúa sér að batanum með já- kvæðu hugarfari. „Maður hefur ekkert upp úr því að vera fúll eða bitur. Þetta er bara enn eitt verkefnið sem kom að vísu óvænt upp, en þá þarf að leysa það. Ég hef bara allt of mikið að gera til að liggja uppi í rúmi og fyrsta verkefnið er því að koma sér á fætur.“ Sindri ber mikið lof á starfsfólk Landspítal- ans en segir að gríðarlegt álag á því dyljist eng- um. Allt stóðst sem sagt var Rakel segir að sem aðstandanda hafi sér verið sinnt af miklum almennilegheitum og þegar hún hitti mann sinn rétt fyrir fyrstu aðgerðina nefn- ir hún sérstaklega hvað allir voru tillitssamir. „Það stóðst allt sem sagt var og það skiptir gríð- arlega miklu máli,“ segir hún. Hvað endurhæfingu snertir segir Sindri að læknar telji enn of snemmt að spá í þau mál, en sjálfur stefnir hann á endurhæfingu á Grens- ásdeild og segist munu sinna endurhæfingunni hratt og vel. Í raun má segja að endurhæfing sé þegar hafin, því hún felst í ýmsu öðru en að reyna að ganga. Til að mynda notar Sindri litla blástursflautu reglulega til að þjálfa lungun, sem er mikilvægt í rúmlegu og lyfjatöku. Rakel segir gríðarlegar framfarir sjást frá því að æf- ingatækið var fyrst notað, því fyrst hafi Sindri þurft að láta minna sig á að anda inn – og síðan út. En núna eru öndunaræfingarnar orðnar mun kröftugri og allt annað er upp á teningnum núorðið. Sindri Grétarsson smiður á batavegi eftir alvarlegt vinnuslys þegar hann féll 10 metra úr nýbyggingu „Fyrsta verk- efnið er að koma sér á fætur“ Héldu jólin hátíðleg á sjúkrastofunni með jólatré Í HNOTSKURN »Sindri féll 10 m og telur hann vissaheppni að hann skuli hafa lent á þeim stað sem hann lenti á, rétt hjá steyptri stétt. »Sindri hefur farið í þrjár aðgerðir og ertvílærbrotinn á hægra fæti og hand- leggsbrotinn á báðum höndum. »Slysið varð rétt fyrir jólin og þótt ekkihafi beinlínis verið á dagskránni að verja jólum á sjúkrahúsi segja þau hjónin að aðfangadagskvöld á sjúkrastofunni hafi verið afar notalegt og hafa þau fengið mik- inn stuðning frá ættingjum og vinum. Morgunblaðið/RAX Fall Nýbyggingin við Mánatún var vettvangur slyssins 20. desember sl. Sindri segir að enn verr hefði getað farið ef hann hefði lent á stétt við húsið. Hann slapp við það en brotnaði þó illa. Morgunblaðið/RAX Rúmfastur „Ég hef bara allt of mikið að gera til að liggja uppi í rúmi,“ segir Sindri Grétarsson sem vill komast sem fyrst á fætur. Með honum er eiginkona hans, Kolbrún Rakel Helgadóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.