Morgunblaðið - 29.12.2007, Síða 9

Morgunblaðið - 29.12.2007, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2007 9 FRÉTTIR Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is „ÉG er að hætta og loka um hádegið á gamlársdag,“ sagði Frímann Frí- mannsson, umboðsmaður Happ- drættis Háskóla Íslands til 52 ára. Afgreiðsla hans í horni Hafnarhúss- ins við Tryggvagötu í Reykjavík bætist því fljótlega í hóp gamal- gróinna kennileita miðbæjarins sem heyra sögunni til. „Ég er búinn að vera hér í 60 ár og í 52 ár með happdrættið,“ sagði Frí- mann sem sjálfur verður 78 ára á þrettándanum. „Það er komið nóg eftir 60 ár hér á horninu.“ Starfs- maður Frímanns til fjörutíu ára, Elías F. Elíasson, lætur einnig af störfum um áramótin en hann verð- ur 71 árs í byrjun næsta árs. Frímann byrjaði átján ára gamall að vinna hjá föður sínum, Frímanni Frímannssyni, sem rak m.a. bíla- afgreiðslu og annaðist vöruflutninga víða um landið. Einnig afgreiddu þeir rútur sem fóru á Akranes, í Ólafsvík, Stykkishólm og víðar. Frí- mann eldri starfaði við fyrirtækið til 92 ára aldurs. Flest breytt frá fyrri árum Frímann yngri segir flest breytt frá því á árum áður. Miðbærinn vart þekkjanlegur frá fyrri árum, margar verslanir horfnar og barir komnir í staðinn. Þá hefur afgreiðsla happ- drættismiða gjörbreyst og þar breytti tölvutæknin mestu. „Þetta er orðin allt öðru vísi vinna en var. Þegar búið er að draga klukkan sex er allt komið inn í tölv- una og því lokað. Áður var viku til tíu daga stanslaus vinna að ganga frá miðunum til að geta byrjað aftur,“ sagði Frímann. Viðskiptavinir umboðsins eru orðnir margir í áranna rás. Frímann sagði að nú væru þeir um 2.500 tals- ins og meira en 80% þeirra borgi af miðunum með sjálfvirkum korta- greiðslum. Dyggur hópur kemur þó enn í eigin persónu og endurnýjar miðann sinn í hverjum mánuði. Sjálfur kvaðst Frímann hafa átt miða í Happdrætti Háskóla Íslands frá því hann var barn. Hann hefur oft fengið vinninga, en aldrei mjög stóra. En hafa einhverjir verið með miða alveg frá upphafi umboðsins? „Já, já, þeir eru töluvert margir. Þeir sem byrjuðu ungir hafa verið í mörg ár. Það endurnýjaði einn núna sem verður 100 ára í mars ef hann lifir. Svo ganga miðar í erfðir. Maður er búinn að sjá foreldra koma hingað með börn og nú eru þau orðin full- orðin og sjálf komin með börn og eiga miða líka,“ sagði Frímann. Hann kvaðst mundi sakna við- skiptavina sinna, en allt taki ein- hvern tíma enda. Margir við- skiptavina Frímanns hafa dottið í lukkupottinn, en misdjúpt eins og gengur. „Það er alltaf gaman að afgreiða stóra vinninga, en sérstaklega þegar þeir koma vel niður – sem þeir hafa oft gert,“ sagði Frímann. Hann nefndi minnisstætt dæmi um það. „Það eru orðin nokkuð mörg ár síðan að maður fékk stærsta vinn- inginn. Þessi maður var lamaður og kom hér í hjólastól. Hann gat notað vinningsféð til að byrja að byggja sér hús sem honum hentaði inni í Fossvogi. Mikil lifandis ósköp. Það hefur oft verið gaman að þessu.“ „Alltaf gaman að af- greiða stóra vinninga“ Frímann í Hafnarhúsinu lokar eftir 60 ára starf Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Happdrætti Feðgarnir Frímann eldri og Frímann yngri ásamt Ínu Giss- urardóttur og Halldóri Skaftasyni sem fengu stóran vinning árið 1973. UMBOÐ Happdrættis Háskóla Íslands á Espiflöt í Biskupstungum hættir um áramótin líkt og umboðið í Hafnarhúsinu. Sama fjölskylda hefur annast umboðið á Espiflöt í meira en hálfa öld. Sveinn Auðunn Sæland garðyrkjubóndi sagði föður sinn, Eirík Sæland, hafa líklega fengið umboðið árið 1955. Sveinn tók síðan við fyrir um aldar- fjórðungi og hefur kona hans, Áslaug Sveinbjarnardóttir, sinnt umboðinu hin síðari ár. Sveinn taldi lítil umboð vera börn síns tíma. Nú er yfirleitt greitt fyrir miðana með rafrænum hætti en áður komu miðaeigendur og endurnýjuðu. Sveinn taldi að hann muni helst sakna þess að hitta viðskipta- vinina en margir þeirra hefðu orðið góðir vinir hans og kunningjar. Saknar viðskiptavinanna GUNNAR Karlsson sagnfræðingur hlýtur heiðursverðlaun Verðlauna- sjóðs Ásu Guðmundsdóttur Wright í ár, en verðlaunin voru í gær veitt í þrítugasta og níunda skipti. Verð- launin eru veitt íslenskum vísinda- manni sem náð hefur framúrskar- andi árangri á sérsviði sínu í vísindum og fræðum og miðlað þekk- ingu sinni til framfara í íslensku þjóðfélagi. Í rökstuðningi stjórnar verðlaunasjóðsins segir m.a. að Gunnar eigi að baki glæstan feril sem sagnfræðingur og hafi jafn- framt sýnt frábæra færni í miðlun þekkingar sinnar til annarra og fyrir það hljóti hann Ásuverðlaun Vís- indafélagsins 2007. Gunnar hefur verið prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands frá 1980. Hann hefur stundað kennslu og verið afkastamikill fræðimaður. Hann hefur ritað fjölda bóka, greina, ritdóma, fræðileg viðtöl og flutt mörg erindi um sagnfræðileg við- fangsefni bæði hér og erlendis. Viðurkenning Gunnar Karlsson sagnfræðingur (t.h.) tekur við verðlaun- unum úr hendi Sturlu Friðrikssonar, stjórnarformanns Ásusjóðsins. Ásuverðlaunin Veitt Gunnari Karlssyni sagnfræðingi „ÞETTA er góð viðurkenning og hvatning til dáða,“ segir Eyja Þóra Einarsdóttir, sem á og rekur Country Hótel Önnu á Moldnúpi undir Eyjafjöllum, ásamt eigin- manni sínum Jóhanni Frímanns- syni, en hótelið fékk í gær umhverfisverðlaun Ferðamálastofu 2007. Hótelið var opnað í byrjun júlí 2002 og er talið minnsta þriggja stjörnu hótel á landinu með fimm tveggja manna herbergjum. Í rök- stuðningi dómnefndar með vali Country Hótel Önnu segir m.a. að frá árinu 2003 hafi fyrirtækið unnið að því að aðlaga starfsemi sína um- hverfisstjórnun og árið 2004 hafi skrefið verið stigið og farið að vinna eftir viðmiðum Green Globe 21. Árið 2006 fékk hótelið vottun Green Globe 21 á umhverfisstefnu sinni. Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu 2007 DRAUGAGANGUR UM ÁRAMÓTIN Mögnuðustu draugar landsins verða í ljósum logum um áramótin. Glámur, Þorgeirsboli, Móri, Skotta og Djákninn á Myrká skapa réttu áramótastemminguna. Þú færð draugakökurnar hjá flugeldasölum íþróttafélaganna og víða annars staðar HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hef- ur dæmt karlmann á þrítugsaldri í 8 mánaða fangelsi fyrir ýmis brot. Maðurinn stal m.a. bíl í Reykjavík í nóvember sl. og fór á honum í inn- brotaleiðangur til Árnes- og Rang- árvallasýslna. Maðurinn braust í ferðinni inn í gróðurhús í Hveragerði og stal þar m.a. gróðurhúsalömpum, 20 blóma- pottum og eiturefnum. Þá stal hann sæþotu sem stóð fyrir utan bílaverk- stæði í bænum og lyklum að nokkr- um bílum. Á Selfossi braust hann inn í bíl og einbýlishús. Þá braust hann inn í hús í Flóahreppi og stal m.a. tölvum og bláum kraftgalla. Ferðinni lauk við inntaksmann- virki Búrfellsvirkjunar við Ísakot í Árnessýslu. Þar braut hann upp hurð og hafðist við um nóttina og notaði síma Landsvirkjunar. Við meðferð málsins sagði verjandi mannsins, að skjólstæðingur sinn hefði farið inn í húsnæði Búrfells- virkjunar þar sem hann hefði verið kaldur og illa á sig kominn. Hann hefði gengið einhverja kílómetra í skafrenningi og kulda og komið blautur og hrakinn að virkjuninni. Þar hefði hann séð ljós og bankað upp á en enginn svarað. Því hefði hann ekki séð sér annað fært en að brjótast þar inn. Dómarinn segir hins vegar, að ekki verði annað séð en að maðurinn hafi með ásetningi komið sér í þá að- stöðu sem hann var í við Búrfells- virkjun með því að yfirgefa bílinn, sem hann virðist ekki hafa verið í neinum lífsháska í, og ganga að virkjuninni. Í innbrotaleiðang- ur á stolnum bíl

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.