Morgunblaðið - 29.12.2007, Side 16

Morgunblaðið - 29.12.2007, Side 16
16 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI NEFND innan Háskólans á Akureyri hefur skilað tillögum að málstefnu fyrir skólann. Þær eru byggðar á ýtarlegum undirbúningi, m.a. spurn- ingakönnun sem öllum kennurum og nemendum bauðst að taka þátt í. En hún leiddi í ljós afger- andi stuðning við þá hugmynd að íslenska yrði op- inbert mál skólans og að sama skapi andstöðu við einhvers konar tvítyngi, að sögn Brynhildar Þór- arinsdóttur, aðjúnkts, sem er í nefndinni. Alls 59% nemenda töldu að opinbert mál skól- ans ætti að vera íslenska, 3% völdu ensku og 32% vildu gera báðum þessum tungumálum jafnt undir höfði. Kennararnir tóku mun afdráttarlausari af- stöðu með íslenskunni en 75% þeirra völdu ís- lensku sem opinbert mál, 2% ensku og 18% bæði tungumálin. Að sögn Brynhildar er Háskóli Íslands eini há- skólinn hérlendis sem þegar hefur mótað sér mál- stefnu. Ekki eru ákvæði um tungumál í íslenskum lögum um háskóla en í nýju lagafrumvarpi verður gert ráð fyrir því að ríkisháskólarnir þurfi að móta sér málstefnu. Brynhildur segir að athyglin beinist í vaxandi mæli að helsta samskiptatæki háskólafólks, tungumálinu og hún segir burðarás í málstefnu Háskólans á Akureyri verða, skv. til- lögunum, hvatningu og stuðning við bætt málfar, jafnt á íslensku sem öðrum málum. Starfsmenn skólans kalli mjög eftir slíkum stuðningi „enda má öllum vera ljóst að vönduð málnotkun er lykillinn að því að háskólinn komi hugverkum sínum til skila með sómasamlegum hætti,“ segir hún. Bryn- hildur bendir á að nemendur þurfi að kunna skil á íslenskum fræðiheitum og leggja sérstaka áherslu á að tileinka sér þau þar sem námskeið eru kennd á ensku eða öðru erlendu tungumáli. Íðorðasmíð og íslenskun fræðiheita skipti því miklu máli. Íslenska verði opinbert mál HA Alls vildu 32% nemenda að íslensku og ensku yrði gert jafnhátt undir höfði KNATTSPYRNUFÉLAG Akur- eyrar (KA) verður 80 ára hinn 8. janúar næstkomandi og verður tímamótunum fagnað með ýmsum hætti. Blaði, sem gefið er út í tilefni af- mælisins, verður dreift í hús á Ak- ureyri fyrstu helgina í janúar. Á sjálfan afmælisdaginn, 8. janúar, verður opið hús í KA-heimilinu kl. 17-19 þar sem boðið verður upp á veitingar og tónlistaratriði, skrifað verður undir styrktarsamninga og kjöri Íþróttamanns KA árið 2007 lýst. Dagskránni lýkur með flug- eldasýningu. Föstudaginn 11. janúar kl. 16-19 verður Páll Óskar Hjálmtýsson með fjölskylduskemmtun í KA-heimilinu þar sem aðgangur er ókeypis og um kvöldið verður hann með dansleik fyrir 16 ára og eldri frá kl. 23. Að- gangseyrir er 1.000 kr. Afmælishátíðin Laugardaginn 12. janúar verður afmælishátíð í KA-heimilinu frá kl. 19.30. Veislustjóri verður Friðfinnur Hermannsson. Ræðumaður kvölds- ins verður Ragnar Gunnarsson, KA- maður og Skriðjökull. Flutt verða ávörp og KA-menn heiðraðir fyrir störf sín fyrir félagið. KA-bandið spilar fyrir hátíðar- gesti og Óskar Pétursson tekur lag- ið. Þá mun Páll Óskar Hjálmtýsson spila fyrir dansi. Til viðbótar við afmælishaldið í janúar er stefnt að fjölskylduhátíð á KA-svæðinu í júní í sumar og einnig er gert ráð fyrir að útbúnir verði sérstakir minjagripir vegna afmæl- isársins. Haldið upp á 80 ára afmæli KA ÆFINGAR standa nú yfir hjá Leikfélagi Akureyrar á Fló á skinni en verk- ið verður frumsýnt 8. febrúar. Farsinn var fyrst sýndur fyrir 100 árum en nú verður boðið á nýja leikgerð sem Gísli Rúnar Jónsson gerði fyrir LA. Leikstjóri er María Sigurðardóttir, leikarar Guðjón Davíð Karlsson, Jó- hannes Haukur Jóhannesson, Hallgrímur Ólafsson, Kristín Þóra Haralds- dóttir, Viktor Már Bjarnason, Atli Þór Albertsson, Linda Ásgeirsdóttir, Þráinn Karlsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Tinna Lind Gunnarsdóttir, Randver Þorláksson, Valdimar Örn Flygering og Aðalsteinn Bergdal. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson LA æfir Fló á skinni ÆTLA má að allt að 700 manns komi árlega til beinþéttnimælingar á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þar til gerður mælir, sem notaður hefur verið í áratug, er óstarfhæfur vegna bilunar og því hefur þurft að senda fjölmarga til Reykjavíkur til rann- sóknar. Nú styttist í að nýr mælir verði keyptur; FSA hratt í haust af stað söfnun og Saga Capital Fjár- festingarbanki hefur ákveðið að styrkja stofnunina um tvær milljónir króna til kaupa á fullkomnum bein- þéttnimæli en tækið kostar 10 millj- ónir. Dr. Björn Guðbjörnsson, dósent í gigtarrannsóknum og formaður Beinverndar, fagnar framtakinu og segir að beinþynning sé bæði dulinn, hættulegur og kostnaðarsamur sjúk- dómur og ef ekkert sé að gert megi segja að beinþynning sé faraldur út frá lýðheilsu séð. Björn nefnir sem dæmi að allt að 250 konur mjaðmabrotni vegna bein- þynningar á hverju ári hér á landi og þá séu ótalin önnur brot, þar á meðal að minnsta kosti 400 samfallsbrot á hrygg, sem hafa umtalsverð áhrif á lífsgæði kvenna. ,,Með tímanlegri greiningu á beinþynningu má hins vegar helminga brotaáhættuna og beinþéttnimælar, eins og sá sem nú er fyrirhugað að setja upp á FSA, skipta þar sköpum,“ segir Björn í frétt frá sjúkrahúsinu. Halldór Jónsson forstjóri FSA segir að styrkurinn frá Saga Capital geri það að verkum að sjúkrahúsið geti nú pantað nýjan beinþéttnimæli. ,,Í ljósi þess að önnur hver fimmtug kona og þriðji hver fimmtugur karl geti átt von á því að verða fyrir bein- broti vegna beinþynningar er mælir sem þessi mikilvægur fyrir FSA og Norðlendinga.“ Á myndinni afhendir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital, Halldóri Jónssyni styrkinn á dögunum. Með þeim á myndinni eru, frá vinstri, Þóra Ákadóttir, starfandi framkvæmdastjóri hjúkrunar; Örn Orri Einarsson, forstöðulæknir myndgreiningardeildar; Elvar Örn Birgisson, forstöðugeislafræðingur; Þorvaldur Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri lækninga og Vignir Sveinsson, framkvæmdastjóri fjár- mála og reksturs FSA. Beinþynning er dulinn og hættu- legur sjúkdómur Í HNOTSKURN »Halldór Jónsson, forstjóriSjúkrahússins á Akureyri, telur að ætla megi að allt að 700 manns komi árlega í beinþéttni- mælingu á FSA. Skeiða- og Gnúpverjahreppur | Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverja- hrepps hefur samþykkt að lækka leikskólagjöld í sveitarfélaginu um 20% um áramót. Miðað við níu tíma vistun í dag lækkar mánaðargjaldið á nýju ári úr 23.490 kr. í 19.152 kr., sem þýðir 4.338 kr. sparnað á mán- uði fyrir heimilin. Að sögn Sigurðar Jónssonar sveit- arstjóra þýðir þessi ákvörðun að tekjur leikskólans lækka um 1,5 milljónir kr. á árinu 2008. Þá segir hann að sérlega vel sé gert við fólk sem er með fleiri en eitt barn í þess- um aðgerðum því systkinaafsláttur er 50% strax með öðru barni. Styrkur allt að 20 þúsund Þá má geta þess að sveitarstjórn hefur samþykkt að taka upp frí- stundakort. Allir nemendur í grunn- skóla og nemendur í framhaldsskóla til 18 ára aldurs geta sótt um styrk, sem nemur allt að 20 þúsund krónum á næsta ári. Leikskóla- gjöld lækk- uð um 20% LANDIÐ Eftir Jón Sigurðsson Blönduós | Nemendur 10. bekkjar Húnavallaskóla sýndu söngleikinn „Footloose“ í Félagsheimilinu á Blönduósi á fimmtudagskvöldið að viðstöddu fjölmenni. Þetta er fjórða árið í röð sem söngleikur sem settur hefur verið upp á árshátíð Húnavallaskóla er sýndur á Blönduósi á milli jóla og nýárs. Á undan sýningu tíundu bekkinga lék hljómsveitin Bagga- bandið frá Húnavallaskóla nokkur lög og í hennar kjölfar lék stórsveit Húnvetninga tónlist úr ýmsum átt- um undir stjórn Skarphéðins H. Einarssonar. Leikkona við undirbúning María Heba Þorkelsdóttir leik- kona var ráðin til skólans og sá hún um að undirbúa 10. bekkinga fyrir hátíðina en þessi háttur hefur verið hafður á undangengin ár eins og fyrr greinir. Allir nemendur 10. bekkjar tóku þátt í sýningunni en þau eru sjö sem ljúka grunnskóla- námi frá Húnavallaskóla á þessu námsári. Þessi kvöldstund í félagsheimil- inu á Blönduósi var ánægjuleg í alla staði og þeim til sóma er að henni stóðu og fram komu og aðdáunar- vert hversu töm tónlistin er hún- vetnskri æsku. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Sýning Nemendur Húnavallaskóla lifðu sig inn í flutninginn. Allir nemendur taka þátt Fljót | Kvenfélagið Framtíðin í Fljótum hefur undanfarið verið að afhenda íbúum sveitarinnar ullar- teppi. Tilgangurinn er að teppin verði höfð í bílum og verði til taks ef fólk kemur að slösuðu fólki t.d. eftir umferðarslys. Eins og mörgum mun kunnugt er mikilvægt að hlúa að fólki við slíkar aðstæður og þá getur góð voð skipt sköpum við að verja viðkomandi fyrir kulda. Kvenfélagskonur gefa alls um 30 teppi og fer nánast eitt á hvert heimili í sveitinni. Gefa ullar- teppi í bíla Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Hlý gjöf María Guðfinnsdóttir gjald- keri kvenfélagsins afhenti Arnþrúði og Þorláki í Langhúsum teppi. OPIÐ hús verður í Hamri, félags- heimili Þórs, í dag frá kl. 14. Þar verða m.a. afhent gull- og silfur- merki félagsins, afreksskóli knatt- spyrnudeildar kynntur og landsliðs- fólk Þórs 2007 heiðrað. Ræðumaður dagsins er Axel Stefánsson hand- knattleiksþjálfari Elverum í Nor- egi. Hápunkturinn er síðan þegar lýst verður yfir því hver kjörinn hefur verið Íþróttamaður Þórs 2007. Veit- ingar eru í boði og allir velkomnir. Íþróttamaður Þórs krýndur ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.