Morgunblaðið - 29.12.2007, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2007 17
SUÐURNES
Selfoss | Unnið er að því að koma á fót
skólasögusafni eða setri á Eyrarbakka þar
sem elsti barnaskóli landsins er. Þá eru uppi
hugmyndir um að opna minjastofu og vinnu-
stofu fyrir tónlistarmenn og aðra listamenn
sem vildu starfa undir áhrifum Páls á hans
heimaslóðum á Stokkseyri.
Andrés Sigurvinsson tók við stöðu verk-
efnisstjóra íþrótta-, forvarna- og menningar-
mála hjá Sveitarfélaginu í Árborg í lok síð-
asta sumars. Hann er bróðir fótbolta-
peyjanna Ásgeirs og Ólafs í Eyjum, hefur þó
sjálfur verið lítið í boltanum en segist vera
flugsyndur og kunni vel við sig í vatni. Hann
var ákveðinn í því að skipta um starfsvett-
vang þegar hann kæmist á miðjan aldur og
segir ekki sjá eftir því að hafa ráðið sig til
Árborgar, þar sé gott að starfa og allt að
gerast
Þjónusta íbúana
„Undir mitt starfssvið heyra íþrótta-, tóm-
stunda-, æskulýðs-, forvarna- og menningar-
mál. Í stuttu máli felst starfið mitt fyrst og
fremst í að þjónusta íbúa sveitarfélagsins
sem best og mest, framfylgja ákvarðatökum
yfirmanna minna og aðstoða við innkomin
erindi og framkvæmd þeirra. Nú og koma
með tillögur að aðgerðum til úrbóta í fram-
antöldum málaflokkum í samræmi við þá
stefnu sem bæjarstjórn hefur markað,“ sagði
Andrés þegar hann var spurður út í starf sitt
hjá Sveitarfélaginu Árborg.
Ég er starfsmaður tveggja nefnda, sit í
ýmsum vinnu- og stýrihópum og mér ber að
vinna þau verk sem mér eru falin í anda
þeirra ákvarðana sem að baki þeim liggja.
Það er gott að vinna hérna, ég fæ góðan
stuðning frá samstarfsmönnum mínum sem
hafa verið óþreytandi við að setja mig inn í
málin.“
Öflugt menningarlíf
Andrés segir að öflugt menningarstarf fari
fram í Árborg, ekki síst núna í desember. Nú
hefði verið í fyrsta skipti gefið út sérstakt
viðburðadagatal sem Ólafur Th. Ólafsson
myndskreytti og sveitarfélagið styrkti og var
sent inn á hvert heimili hér. Hugmyndin
kemur frá Öldu í Alvörubúðinni. Dagatalið
hefur slegið í gegn og er vonandi byrjunin á
enn stærra dæmi þegar fram í sækir.
Aðventan kemst fyrst almennilega í gang
hérna þegar jólasveinarnir og hyski þeirra
koma akandi yfir brúna hangandi utan á
rútu. Þeir kveiktu á jólatrénu, bæjarstjórnin
bauð upp á kakó og tilheyrandi. Jólasveina-
fjölskyldan á 30 ára starfsafmæli í ár. „Síðan
rekur hver viðburðurinn annan, tónleikar,
kórsöngur, skemmtanir í hverjum byggðar-
kjarna fyrir sig með sínum séreinkennum.
Götuleikhúsið fer á stjá, krakkarnir í Zelzius
og skólunum taka virkan þátt, uppákomur í
sundlaugunum og í öðrum stofnunum. Og
grasrótin á fullu út um allan bæ með hátíð-
artónleika og fleira. Sveitarfélagið Árborg
heldur upp á 10 ára afmæli á næsta ári . Þá
er ætlunin að hátíðin „Vor í Árborg 2008“
verði með stærra móti. Selfossþorrablótið
víðfræga verður á sínum stað í janúar og
Leikfélag Selfoss fagnar 50 ára afmæli sínu
með frumsýningu, síðan er fyrirhuguð vetr-
arhátíð og svona gæti ég haldið áfram lengi,“
sagði Andrés.
Markmiðið að gera betur
„Mikil gróska er hjá okkur á sviði íþrótta-
og tómstundamála, og margt í farvatninu.
Þannig er hafinn undirbúningur að Lands-
móti UMFÍ árið 2012, sem haldið verður á
Selfossi.
Stór breyting verður á næsta ári þegar við
förum að greiða forráðamönnum ákveðna
upphæð fyrir hvert barn til íþrótta- og tóm-
stundaiðkunar.
Markmiðið er að bæta okkur enn frekar,
verða með þeirra fremstu og bestu í fram-
boði á aðstöðu, kennslu og þjónustu í þessum
málaflokki. Við erum með akademíur í hand-
bolta-, fótbolta-, og körfubolta og það stend-
ur til að koma upp fleirum í framtíðinni,
einni varðandi hestaíþróttina og enn annarri
í tónlist. Styttist vonandi í yfirbyggða reið-
höll og ýmislegt er í bígerð varðandi golf-
íþróttina. Íþróttahúsin okkar öll eru iðandi
af lífi frá morgni til kvölds í skipulögðu
íþrótta- og æfingarstarfi,“ kom fram hjá
Andrési þegar hann var spurðu hvort
íþrótta- og tómstundamálin væru öflug í Ár-
borg.
Einnig kom fram hjá honum að búið er að
ráða Braga Bjarnason, framkvæmdastjóra
og íþróttakennara, sem nýjan íþrótta- og
tómstundafulltrúa í Árborg og tekur hann
við eftir áramótin. Pakkhúsið verður gert
klárt 2008 fyrir starfsemi fyrir ungt fólk, 16
ára og eldra.
Gott ár í vændum
Andrés segist vera fullviss um að árið 2008
verði gott hjá Árborg, byggingarfram-
kvæmdir hefjist og markvissar verði unnið í
uppbyggingu menningarmála með tilkomu
nýs starfsmanns. „Ég stefni að því að
styrkja þessa þætti sem mest og best, koma
okkur enn frekar á kortið og draga fram sér-
kenni okkar og halda áfram að byggja upp í
samvinnu við grasrótina. Í því sambandi bind
ég og miklar vonir við starf nýráðins menn-
ingarfulltrúa Suðurlands og menningarráðs
og fagna samningi ríkisins við okkur. Enn er
eftir að ráðstafa einhverju fjármagni af styrk
þessa árs. 70 milljónum verður úthlutað á
næstu tveimur.
Ég vil gera skýran greinarmun á menn-
ingu og ferðatengdri menningarstarfsemi þó
svo að þessir hlutir skarist vissulega. Von-
andi fáum við hérna í Árborg einhverjar
krónur í næstu úthlutun til að hrinda í fram-
kvæmd hugmyndum okkar um stofnun Set-
urs Páls Ísólfssonar tónskálds á Stokkseyri.
Í samvinnu við aðstandendur og aðra hlut-
aðeigandi viljum við gjarnan koma á fót
minjastofu og vinnustofu fyrir tónlistarmenn
og aðra listamenn sem vildu starfa undir
áhrifum Páls á hans heimaslóðum. Erum
þegar með eitt hús í huga. Það er frábær við-
bót við það sem fyrir er.
Svo höfum við verið að þreifa á og sett
fram ákveðnar hugmyndir í samvinnu við
rektor Kennaraháskóla Íslands og fleiri inn-
an þeirrar stofnunar að koma á fót skóla-
sögusafni eða setri á Eyrarbakka en þar er
elsti starfandi Barnaskólinn á landinu. Við
erum á kafi í undirbúningi og hugmynda-
vinnu og er ætlunin að fá formann og stjórn
Kennarasambands Íslands til skrafs og ráða-
gerða og aðra meðlimi til að koma að málinu
með okkur,“ sagði Andrés.
Vilja skólasögusafn á Eyrarbakka
Verkefnisstjóri Eyjapeyinn Andrés Sigurvinsson tekur til hendinni í íþrótta-, forvarna-, og
menningarmálum hjá Sveitarfélaginu Árborg. Hann telur gott ár í vændum í bæjarfélaginu.
Í HNOTSKURN
»Andrés Sigurvinsson starfaði semframkvæmdastjóri fræðslu- og menn-
ingarsviðs Vestmannaeyjabæjar í nokkur
ár áður en hann réð sig til starfa hjá Sveit-
arfélaginu Árborg sem verkefnisstjóri
íþrótta-, forvarna- og menningarmála.
»Hann er úr Eyjum og hefur víða komiðvið í störfum sínum í gegnum árin, er
meðal annars menntaður kennari og leik-
ari og hefur starfað mikið í kringum leik-
list.
Andrés Sigurvinsson
vinnur að íþrótta-,
tómstunda- og menn-
ingarmálum í Árborg
Grindavík | Sölusýning á ljósmynd-
um Ellerts Grétarssonar, ljósmynd-
ara Víkurfrétta, verður opnuð í Salt-
fisksetrinu í Grindavík 5. janúar. Þar
verður sýnt það helsta sem hann hef-
ur verið að ljósmynda síðustu árin í
íslenskri náttúru og landslagi.
Ellert hefur undanfarin ár sýnt
myndir sínar víða. Haustið 2006 hélt
hann stóra einkasýningu í Narrows
Center for The Arts í Fall River í
Massachuttes. Ellert hlaut í haust
þrjár svokallaðar „Honorable Men-
tion“-viðurkenningar við veitingu
International Photography Awards-
verðlaunanna 2007. Viðurkenning-
arnar hlaut hann fyrir náttúruljós-
myndun í flokki atvinnumanna.
Myndirnar verða á sýningunni auk
fjölda annarra ljósmynda sem hann
hefur tekið á göngu- og fjallaferðum
um Ísland, m.a. myndir af náttúru-
perlum á Reykjanesskaga.
Ellert Grét-
arsson sýnir í
Saltfisksetri
Litadýrð Mynd Ellerts af fyrirhug-
uðu virkjunarsvæði í Krýsuvík.
Grindavík | Útsvar og helstu fast-
eignagjöld verða óbreytt á næsta
ári og engin hækkun verður á þjón-
ustugjaldskrá bæjarins. Útsvar
verður 13,03%.
Meirihluti bæjarstjórnar vakti at-
hygli á því við umræðu um fjár-
hagsáætlun að frí vistun fyrir
þriðja systkini á leikskóla auk fjög-
urra tíma gjaldfrjálsrar vistunar
fyrir elsta árganginn í leikskóla
sem og afnám æfingagjalda vegna
íþróttaiðkunar barna á grunnskóla-
aldri lækkaði verulega kostnað
barnafjölskyldna. Sama gilti um
lækkun matarkostnaðar barna í
grunnskólum og endurgjaldslausa
mjólk í hádeginu. Áætlað er að
þetta geti sparað barnafjölskyldum
í bæjarfélaginu á annað hundrað
þúsund kr. á ári.
Minni kostnaður
hjá barnafólki
Reykjanesbær | Íþróttamaður
Reykjanesbæjar 2007 og íþrótta-
menn í hverri íþróttagrein verða
útnefndir í hófi sem fram fer í
Íþróttahúsinu í Njarðvík á gaml-
ársdag, kl. 13.
Í hófinu sem er opið öllum bæjar-
búum verða að venju heiðraðir allir
íþróttamenn úr bæjarfélaginu sem
orðið hafa Íslandsmeistarar á árinu
sem er að ljúka.
Uppskeruhátíð
í Reykjanesbæ
Grindavík | Þrettán ungir sundmenn
úr Ungmennafélagi Grindavíkur
syntu samtals vel yfir eitt hundrað
kílómetra á einum og hálfum sólar-
hring í maraþonsundi til stuðnings
fjölskyldu veiks drengs í bænum.
Söfnunin gekk vel. Útlit er fyrir að
eitthvað á aðra milljón muni skila sér
þegar upp verður staðið.
„Krakkarnir voru að ræða um það
í heita pottinum, eftir æfingu, hvern-
ig þau gætu látið gott af sér leiða. Þá
var nýkomið upp að Andri hafði
greinst með æxli og ákváðu þau að
safna peningum til að styðja fjöl-
skyldu hans á þessum erfiða tíma,“
segir Magnús Már Jakobsson, þjálf-
ari hjá sunddeild UMFG.
Keðjan slitnaði ekki
Maraþonsundið er til stuðnings
fjölskyldu Andra Meyvantssonar
sem nýlega greindist með æxli í
heilastofni. Hann er núna í erfiðri
meðferð. Krakkarnir hafa fylgst með
veikindum Andra, meðal annars í
gegnum bróður hans, Sindra, sem
æfir sund með þeim.
Ungmennin hafa gengið í hús og
safnað áheitum og svo hafa margir
komið í sundlaugina til að fylgjast
með og styðja framtakið.
Þrettán krakkar á aldrinum tólf til
sautján ára tóku þátt í maraþon-
sundinu. Sundið gekk vel, að sögn
Bjarna Más Svavarssonar sem að-
stoðað hefur hópinn eins og margir
foreldrar táninga í sundliðinu.
Hundrað kílómetra markinu var náð
um miðjan dag í gær en haldið áfram
til klukkan átta í gærkvöldi þegar
lokatakmarkinu, að synda samfellt í
36 klukkustundir, var náð. Um miðj-
an dag var tæp hálf milljón komin á
söfnunarreikninginn. Eftir var að
innheimta fjölda áheita. Söfnunar-
reikningurinn verður opinn fram yfir
áramót. Upplýsingar um hann er að
finna á www.umfg.is.
Sunddeild UMFG er tiltölulega
ung grein í íþróttabænum sem
þekktari er fyrir körfubolta og
knattspyrnu. Magnús þjálfari segir
að framtak krakkanna hafi vakið at-
hygli á sundinu sem hingað til hafi
verið í skugga stærri greinanna.
Syntu í 36 klukkutíma til
stuðnings veikum dreng
Ljósmynd/Bjarni Már Svavarsson
Stuðningur Ungmennin studdu vel við bakið á þeim sem syntu hverju
sinni. Um hádegið í gær voru tveir í lauginni og ellefu á bakkanum.
ÁRBORGARSVÆÐIÐ