Morgunblaðið - 29.12.2007, Síða 18
Eftir Sigurbjörgu Arnarsdóttur
sibba@mbl.is
NÚ þegar áramótin eru rétt hand-
an við hornið er ekki úr vegi að
kíkja aðeins á hvernig förðun fyrir
áramóta- eða nýársveisluna gæti
litið út. Daglegt líf fékk Björgu Al-
freðsdóttur, verslunarstjóra hjá
Mac í Smáralind, til að gera klass-
íska áramótaförðun sem hentar
konum á öllum aldri. Einnig gerði
förðunarfræðingurinn Haffi Haff
áramótaförðun sem hæfir frekar
ungum stelpum þar sem glimmer
fær að njóta sín til fullnustu.
Þegar Björg er spurð að því
hvernig best sé að farða konur sem
aðeins eru farnar að eldast og húð-
in er ekki eins stinn og áður, segir
hún að best sé eins og alltaf að und-
irbúa húðina vel. Setja á hana gott
rakakrem sem grunn og velja farða
á húðina sem innihaldi ekki mikið
af púðri því það setjist frekar í fínar
línur. Það geti verið erfitt að fá
augnskugga til að haldast á augn-
lokum þegar augnlokin eru aðeins
farin að síga.
Þá gildir það sama með augnlok-
in og húðina, að undirbúa það vel.
Björg mælir með að setja blautan
kremaugnskugga sem þornar á allt
augnlokið. Þetta gerir það að verk-
um að góður grunnur myndast und-
ir hinn venjulega augnskugga sem
binst saman við þann blauta og þeir
haldast lengur á. Með litaval segir
Björg að allt sé leyfilegt, en þó sé
gott að fara varlega með mjög
sanseraða liti því þeir dragi frekar
fram línur og misfellur í húðinni.
Að lokum segir hún mikilvægt að
nota alltaf blýant á varirnar til að
koma í veg fyrir að varalitur og
gloss flæði út fyrir varasvæðið. Morgunblaðið/Ómar
Fjórtán skref
til fegurðar
|laugardagur|29. 12. 2007| mbl.is
daglegtlíf
Þau geta orðið skelfingu lostin í
sprengjuregninu á gamlárs-
kvöld. Huga þarf að kisu, hvutta
og hestum um áramót. »22
gæludýr
Glamúrgreinar, álfagull, kerta-
ljós, könglar og hreinlegt yf-
irbragð einkennir þrjár ólíkar
áramótaborðskreytingar. »20
lifun
1. Gott rakakrem sett á húðina til að undirbúa
hana vel.
2. Kökufarði borinn á með pensli sem gefur létta,
náttúrulega og jafna áferð.
3. Hyljari er settur á allt augnsvæðið sem partur af
því að byggja upp góðan grunn undir augnförð-
unina.
4.Hyljari einnig settur á alla þá staði sem þurfa
þykir eins og í kringum nef og á höku.
5. Fínmalað púður sett yfir augnsvæðið. Andlitið
léttpúðrað, alls ekki of mikið heldur einungis nóg til
að festa farðann.
6. Vatnsheldur kremaugnskuggi er settur í þunnu
lagi yfir allt augnlokið sem grunnur undir augn-
skuggann. Best að nota hlutlausan lit.
7. Ljós augnskuggi með léttri sanseringu er settur
yfir allt augnlokið og meðfram augabrúnum. Brúnn
mattur augnskuggi er settur meðfram augntóftinni
sem skygging og við ytra augnlok, sem og undir
augu meðfram neðri augnhárum.
8. Svört lína er dregin þétt meðfram neðri
augnháralínu. Þetta gefur skarpa línu sem dregur
augun fram og skerpir þau.
9. Fín lína af blautri glimmerlínu sett ofan á hina
svörtu til fá smá ármótaglamúr í förðunina.
10. Stök gerviaugnhár sett út við endana til að
stækka og opna augun upp.
11. Mikið af svörtum maskara.
12. Andlitið skyggt með möttu sólarpúðri.
13. Hlýr brúnbleikur kinnalitur settur á kinnbein.
14. Varalitablýantur og fallega bjartur varalitur sett-
ur á í lokin.
Módel: Ásta Hulda Markúsdóttir
Förðun: Björg Alfreðsdóttir
Klassískt og glæsilegt
1. Húðinni gefin raki með góðu rakakremi.
2. Hyljari settur á allt augnsvæðið og aðrar misfellur í
húðinni.
3. Ekki var notaður farði. Húðin látin skína í gegn.
4. Mattur brúnn augnskuggi settur yfir augnlokið sem
grunnur.
5. Sanseraður koparlitaður augnskuggi settur yfir
augnlokið. Alls ekki fara út fyrir augnsvæðið og er haft
meira af sanserandi lit yfir miðju augnlokinu.
6. Þessir tveir litir eru einnig notaðir undir augun. Fyrst
sá matti og svo sanseraður þar á eftir.
7. Sæblátt glimmer er svo sett á mitt augnlokið og að-
eins undir augun líka.
8. Þá eru stök gerviaugnhár límd á mitt augað uppi og
niðri. Allt þetta er gert til að ýkja hringlaga form aug-
ans.
9. Sanserað krem er sett á kinnbein til að ná fram
endurkasti í andlitið.
10. Varalitablýantur og húðlitur varalitur notaður
ásamat ljósu glossi.
Módel: Marisa
Förðun Haffi Haff.
Glitrandi glamúr