Morgunblaðið - 29.12.2007, Side 19
úr bæjarlífinu
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2007 19
á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Selfossi og
í Keflavík um jól og áramót 2007
* Skv. áfengislögum er óheimilt að hafa opið á sunnudögum.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
3
0
9
3
8
Afgreiðslutíma vínbúða um allt land má sjá á www.vinbud.is
Menningin blómstrar á Djúpavogi
sem fyrr og er desember engin
undantekning frá því. Fyrir utan
hinar hefðbundnu kirkjulegu at-
hafnir, aðventudagskrá o.fl. hafa
verið söngskemmtanir, upplestur
úr nýjum bókum og ýmislegt ann-
að á dagskrá í kringum hátíðina.
Bærinn er vel skreyttur að venju
og leggja langflestir íbúanna mikla
vinnu í að lýsa upp skammdegið
með ýmiskonar ljósaskrauti.
Um hádegisbil á aðfangadag mæta
jólasveinarnir að venju í bæinn
með gjafir handa börnunum, en
sveinarnir eiga auðvitað heimkynni
sín í Búlandstindi eins og öll börn-
in í bænum vita. Mikill fyrirgangur
var í jólasveinunum að þessu sinni
þar sem þeir hlupu um göturnar
með hrópum og köllum í blíðskap-
arveðri, sól og froststillu.
Í Djúpavogshreppi eru víða góðar
lendur til rjúpnaveiða, lítið var þó
að sjá af rjúpu í ár eins og mörg
undanfarin ár. Veiðimenn og
bændur hafa flestir þá skýringu á
lægð stofnsins að tófu hafi fjölgað
mikið.
Þá eru menn sammála um að
seinka eigi veiðitímabilinu og hafa
það frá 20. nóv. – 20. des. Það séu
þá m.a. minni líkur á utanvega-
akstri t.d. á viðkvæmu landi á
heiðum uppi vegna meiri snjóa svo
og gefi það rjúpunum færi á að
dreifa sér meira, þannig að erf-
iðara sé að ná til hennar.
Unnið er nú að hönnun á nýju Rík-
arðssafni á Djúpavogi og hefur því
verið valinn staður sunnan við vog-
inn fagra, með útsýn yfir höfnina
og Búlandstindinn.
Það eru dætur Ríkarðs Jóns-
sonar myndskera frá Strýtu við
Hamarsfjörð, þær Ólöf og Ásdís,
sem hafa fyrst og fremst veg og
vanda af áformum um nýja og
glæsilega byggingu sem geyma á
allt safn föður þeirra, sem er gríð-
arlega umfangsmikið og athygli-
vert. Í dag er Ríkarðssafn til húsa
í menningarhúsinu Löngubúð en
það húsnæði getur eðli málsins
samkvæmt vegna smæðar sinnar
ekki rúmað nema lítinn hluta af
hinum mörgu stórkostlegu munum
eftir Ríkarð Jónsson sem talinn er
án nokkurs vafa einn af ástsælustu
listamönnum þjóðarinnar fyrr og
síðar.
Morgunblaðið/Andrés Skúlason
Sveinar tveir Jólasveinarnir með heimkynni sín, Búlandstindinn í baksýn.
DJÚPIVOGUR
Andrés Skúlason fréttaritari
Fyrir margt löngu las SverrirNorland vísu eftir Davíð
Hjálmar Haraldsson í Vísnahorninu
sem var svohljóðandi:
Halla gaf Hans undir fót,
í húminu áttu sér mót
tvö ástfangin hjörtu
en aldrei í björtu
því hún var svo helvíti ljót.
„Þessi limra festist gjörsamlega í
hausnum á mér, og loks vildi ekki
betur til en svo að ég samdi lag við
vísuna,“ skrifar Sverrir og bætir
við að þau Halla og Hans hafi meira
að segja verið sér svo hugleikin að
hann hafi sett saman eigin texta við
lagið, sem nefnist „Tilhuga- og
hjónalíf Höllu og Hans“:
Halla sá Hans spila djass
eitt huggulegt vorkvöld í mars,
hún heyktist í hnjánum
hljóp heim á tánum
og roðnaði allt niðrí rass.
Halla fól Hans ýmis verk,
Hafðu nú samband við klerk!
Þau giftust og grétu
af gleði og létu
svo hrísgrjónin hrynja úr serk.
Halla ól Hans fjögur börn
í heiftugri fæðingartörn:
þrjár sællegar dætur
með samtals sex fætur
og tvíhendan tvífættan Örn.
Halla þá sagði við Hans,
Ja, heyrðu nú væni minn, stans!
ég fæði’ ekki fleiri
fyrr en ég heyri
aftur djasslagið góða, þú manst
…
Sverrir tók svo á Þorláksmessu
upp disk með nokkrum lögum „og
færði nærstöddum“. Hin frekari
ævintýri þeirra Höllu og Hans eru
því orðin ýmsum kunn.
pebl@mbl.is
VÍSNAHORNIÐ
Enn af Höllu
og Hans
Hárgreiðslustofan