Morgunblaðið - 29.12.2007, Síða 23

Morgunblaðið - 29.12.2007, Síða 23
veitingastaðir MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2007 23 Eftir Steingrím Sigurgeirsson sts@mbl.is Öll þurfum við að nærast, þó aðvið séum á faraldsfæti, og þvíekki að njóta þess í leiðinni. Heimurinn er fullur af spennandi veitingastöðum og hér eru nokkrir þeirra sem hafa staðið upp úr hjá mér á árinu á nokkrum vinsælum áfanga- stöðum Íslendinga. Café Gray Það voru margir sem biðu eftir því með mikilli eftirvæntingu þegar Gray Kunz, sem hafði verið einn rómaðasti matreiðslumaður New York meðan hann starfaði á Lespinasse, ákvað að opna veitingastað í eigin nafni. Staðn- um var valin staðsetning í hinni nýju Time-Warner byggingu við Colum- bus Circle. Ekki slæmt því að úr veit- ingasalnum er stórkostlegt útsýni yf- ir Central Park sem hægt er að njóta á milli þess sem fylgst er með því sem fram fer í opnu eldhúsinu. Kunz er hugmyndaríkur, djarfur og skapandi kokkur. Hann hefur sterkar rætur í hinni klassísku frönsku og ítölsku matargerð en hikar þó ekki við að fá að láni hugmyndir, krydd og aðferðir úr asíska eldhúsinu. Þetta er þó eng- inn „fusion“-staður, þungamiðjan er evrópsk en samt tekst Kunz aftur og aftur að koma gestum á óvart með nýstárlegum brögðum og blöndum. Café Gray 10 Columbus Circle Sími: 001 212.823.6338 www.cafegray.com Kokkeriet Á Kronprinsessegade rétt við Kon- gens Have og gulu húsalengjurnar í Nyboden, svona 15 mínútna gangfrá Kongens Nytorv, er að finna eitt- hvert mest spennandi veitingahús Norðurlanda. Kokkeriet er ekki stór staður, væri svona meðalstaður að stærð í Reykjavík, tekur nokkra tugi gesta í sæti. Þegar inn er komið er yf- irbragðið eins og maður hafi óvart ratað inn á svolítið „trendí“ hverfis- veitingahús. Maður áttar sig hins vegar fljótlega á því – í síðasta lagi er fyrsti diskurinn mætir á borðið – að þetta er ekkert venjulegt hverfis- veitingahús heldur veitingastaður á heimsmælikvarða. Eldhúsið er ein- faldlega gífurlega gott, sló hvergi feil- nótu, hráefnin í dönskum anda, skel- fiskur mikið notaður ásamt sveppum og öðru góðgæti. Hver réttur bragð- upplifun og meira að segja skyr í ein- um eftirréttinum! Danska eldhúsið eins og það gerist best. Ef þið eruð í Kaupmannahöfn er þetta staðurinn ásamt Era Ora. Kokkeriet Kronprinsessegade 64 Sími: 0045 33152777 www.kokkeriet.dk Bagatelle Á einhverri fegurstu götu Óslóar, Bygdoy Alle, er að finna Bagatelle, veitingastað kokksins Eyvind Hell- strøm, eini staður Norðurlanda sem skartar tveimur Michelin stjörnum sem stendur. Staðurinn er óform- legur og nútímalegur með þægilegum svörtum leðurstólum og fallegri sam- tímalist á veggjum. Matseðillinn virt- ist engan endi ætla að taka, alltaf komu nýir og nýir réttir, hver öðrum betri. Matargerðin frönsk, frumleg, fumlaus og fersk. Hráefnin eru í flest- um tilvikum norsk og sjávarfangið var þungamiðjan í matseðlinum. Réttirnir einfaldir en líka marg- slungnir. Kastaníuhnetu- og trufflu- súpa var svo góð að maður nánast táraðist. Raviolíkoddar með sveppa- fyllingu, grænum ertum og hálfu tonni (að minnsta kosti) af ferskum Alba-trufflum ekkert slor. Þjónustan örugg, þægilega óformleg og þannig að maður tekur vart eftir því er glös hverfa af borði og ný hnífapör bætast við. Það ætti enginn að láta Bagatelle fram hjá sér fara. Þetta er veitinga- staður sem getur keppt í gæðum við nánast hvaða stað sem er. Bagatelle Bygdoy Alle3 Sími: 0047 22121440 www.bagatelle.no La Cuisine du Joel Robuchon Joel Robuchon er einn dáðasti kokkur Frakklands og var talinn besti matreiðslumaður landsins á síð- ari hluta síðustu aldar. Í Frakklandi gerir það menn að þjóðhetjum á svip- uðum stalli og bestu íþróttamenn. Hann var krýndur „matreiðslumaður aldarinnar“ af Gault-Millau og meðal þekktra lærlinga hans má nefna Gordon Ramsey. Það var því stór- frétt er hann tilkynnti öllum að óvör- um fyrir um einum og hálfum áratug að hann hygðist setjast í helgan stein og lá við að þjóðarsorg yrði lýst yfir í landinu. Veitingastað hans í sextánda hverfi Parísar, sem talinn var sá besti í borginni, var hins vegar ekki lokað heldur fékk hann „ungan og upprenn- andi“ matreiðslumann að nafni Alain Ducasse til að taka við kyndlinum. Það liðu hins vegar ekki mörg ár þar til að Robuchon fór á stjá á ný og opnaði veitingastað í Roppongi í Tók- ýó undir nafninu L’Atelier du Joel Robuchon. Þeir staðir eru nú orðnir átta og má finna í París, London, New York, Mónakó, Hong Kong, Macao og Las Vegas. En þótt um veitingahúsakeðju sé að ræða skyldi það engan blekkja. Robuchon stend- ur undir nafni og meira en það. Á L’Atelier de Joel Robuchon er bland- að saman stílhreinni japanskri hönn- un og frönskum klassa. Yfirbragðið verður spennandi, afslappað og mat- urinn hreinasta unun. Í London mæli ég með La Cuisine de Joel Robuchon sem er á hæðinni fyrir ofan L’Atelier í Covent Garden. La Cuisine er ögn formlegri (þar sitja menn til borðs en ekki á kollum í kringum barborð) og réttirnir eru fleiri og boðið upp á stór- an smökkunarmatseðil. La Cuisine de Joel Robuchon West Street 13-15 Sími: 0044 207 0108600 www.joel-robuchon.com Senderens Annar af virtustu kokkum Parísar síðustu áratugi er Alain Senderens sem í tæpa þrjá áratugi réð ríkjum á þriggja stjörnu staðnum Lucas Car- ton við Madeleine-torgið. Á síðasta ári lýsti hann því hins vegar yfir að hann væri búinn að fá nóg. Hann nennti ekki að eltast lengur við þær gríðarlegu kröfur sem gerðar eru til staða er vilja halda þremur stjörnum. Þess í stað ákvað hann að umbreyta staðnum og gera hann einfaldari í alla staði. Markmiðið var að viðskipta- vinir ættu að geta komið á nýja stað- inn – sem einfaldlega fékk nafnið Senderens – og fengið máltíð með öllu fyrir innan við 100 evrur. Lucas Carton var þungur og klassískur staður en Senderens er mun léttari og nútímalegri þó enn glitti í hinar frægu Art Noveau viðarinnréttingar Louis Majorelle. Breytingar á staðn- um eru smekklegar og bræða saman gamla glæsileikann og nútímalegan léttleika, áherslan á birtu, mýkt og bogadregnar línur. Matseðilinn er einfaldur og stuttur en hver réttur allt að því fullkominn – og það sem meira er, alls ekkert dýr. Ég dreg í efa að hægt sé að fá betri mat á jafn- lágu verði í París og þótt víðar væri leitað. Það væri þá hjá Robuchon. Senderens Place de la Madeleine Sími: 00331 42 65 22 90 www.lucascarton.com Nokkrir spennandi áningarstaðir Café Gray Klassísk matargerð en um leið nýstárleg og kemur á óvart. Bagatelle Státar af tveimur Michelin-stjörnum. Senderens Léttur og nútímalegur. Kæru landar Óskum ykkur gleðilegra jóla og farsæls nýs árs. Hlökkum til að sjá ykkur á nýju ári. Helga Þóra Eder og fjölskylda. m bl .9 53 79 9 Virðing Réttlæti F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Föstudaginn 4. janúar kl. 8:30 hefjast bókanir á orlofshúsum og tjaldvög- num VR 36 vikur fram í tímann. Miklar breytingar hafa verið gerðar á leigufyrirkomulagi orlofshúsa, nú þarf ekki lengur að fylla út umsóknar- eyðublöð og engin bið er eftir úthlutun. Hver og einn getur bókað og gengið frá greiðslu fyrir orlofshús á www.vr.is, í síma 510 1700 eða á skrifstofunni og gildir þá reglan fyrstur bókar, fyrstur fær. Nánar á www.vr.is. Orlofshús VR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.