Morgunblaðið - 29.12.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.12.2007, Blaðsíða 28
ÉG get eiginlega ekki fært það í orð hvað mér finnst afskræmingin á Skólavörðustíg 46, sem þú berð ábyrgð á, vera ósmekkleg. Er þér al- vara eða er þetta kannski ráðabrugg sem á að sýna fram á hvað skipulags- og byggingarsvið í Reykjavík er stjórnsýslulega veikburða? Ef þér er alvara þá held ég að sag- an eigi eftir að dæma þetta verk þitt og það verður fljótlega sett á stall með öðrum samsvarandi skemmd- arverkum, eins og á Edinborg- arversluninni og Kirkjuhvoli. Ég ætla ekki að fjölyrða um annan arkitektúr eftir þig, sem mér skilst að sé ekki sá versti, en ég trúi því að til- finningu fyrir fagurfræði eldri bygg- inga skorti þig fullkomlega og þú ætt- ir kannski að láta þær vera í framtíðinni. Þ.e.a.s. ef þér er alvara með þessu. Ef þú ert áhugamaður um tónlist, hefurðu kannski áhuga á að heyra hvernig ég skopstæli Beetho- ven í frístundum. Ég dreg það samt í efa og á það sama við um mig, ég hef ekki áhuga á skopstælingu þinni á höfundarverki Einars Erlendssonar, Skólavörðustíg 46, og ég held að það sama eigi við um flesta Reykvíkinga, landsmenn og alla ferðamennina sem koma þarna daglega. Ég held satt best að segja að enginn verði ánægð- ur með þessa skopstælingu nema kannski þú sjálfur, þegar þú verður þarna í útskotinu þínu að dást að flug- eldunum á gamlárskvöld. Ég vona samt svo innilega að þetta sé allt á misskilningi byggt og um sé að ræða gjörning sem tekinn verði niður strax á nýársdag. Og að húsið verði þá samstundis allt fært aftur í það horf sem upprunalegi arkitektinn sá það fyrir sér í, og þá með uppruna- legum júgend-gluggum (þú ert arki- tekt, þú ættir að vita hvað það er). Kær kveðja, ÞÓRÐUR MAGNÚSSON, tónskáld. Skólavörðustígur 46 Frá Þórði Magnússyni NOKKUR umræða hefur skapast um fjölskylduheimilið á Kumbaravogi á þessu ári. Þótt mikill meirihluti þeirra einstaklinga sem ólust upp á staðnum hafi lýst Kumbaravogi sem góðu og öruggu heimili vill það brenna við að mest sé gert úr nei- kvæðum viðhorfum á síðum dagblaða, ekki síst af þeim sem ein- ungis þekkja til heim- ilisins af afspurn. Það finnst mér miður. Ég var sjö ára gamall þeg- ar ég kom á Kumb- aravog veturinn 1967 og þar átti ég heimili til tvítugs er ég stofnaði mitt eigið heimili á Stokkseyri ásamt konu minni. Þar höfum við búið og starfað síðan. Á fullorðins- árum mínum hef ég því haft mikil samskipti við Stokkseyringa og nær- sveitamenn sem þekktu og þekkja vel til Kumbaravogs. Ég hef aldrei orðið var við annað en virðingu fyrir því góða starfi sem þar fór fram, ekki síst hjá þeim sem best til þekktu svo sem fyrrverandi starfstúlkur á heimilinu og iðnaðarmenn sem unnu við hús- byggingar á Kumbaravogi. Og ég hef aldrei heyrt gagnrýnisraddir fyrr en nú eftir öll þessi ár og þá í framhaldi af umræðu um annað og alls óskylt heimili eða stofnun. Einstaklega góðar minningar Ég gleymi aldrei deginum þegar ég kom fyrst að Kumbaravogi ásamt yngri bróður mínum. Mér fannst eins og ég hefði stigið inn úr stormi í öruggt skjól og hlýju þegar ég hitti fósturforeldra mína Hönnu og Krist- ján í fyrsta sinn, og upplifði þeirra bjarta og fallega heimili. Fram að þeim tíma hafði ég ekki átt sjö dag- ana sæla. Ég hafði verið í vist á Norð- urlandi þar sem aðbúnaður var öm- urlegur, óregla mikil og kvíðinn ávallt til staðar. Raunar hafði vistin þar endað með ósköpum og við börnin send í snarhasti aftur suður. Þá tók við dvöl á ópersónulegri ríkisstofnun nálægt Reykjavík þar sem börnin voru höfð saman í stórum svefnsal með kojum upp við alla veggi og úti á miðju gólfi. Annað var eftir því, kalt og vélrænt. Það fer hrollur um mig þegar ég hugsa til þeirra daga. Á Kumb- aravogi var andinn allur annar. Þar eignaðist ég strax fjölskyldu, alvöru heimili og fósturfor- eldra sem sýndu mér hlýju og ástúð frá fyrsta degi. Það er erfitt að lýsa muninum á óper- sónulegri stofnun og heimili fyrir þeim sem ekki þekkja til en sem betur fer þurfa fæst börn að kynnast öðru en eigin heimili. En sum okkar hefðum senni- lega aldrei fengið að kynnast öðru en ópersónulegum stofnunum ef ekki hefði verið fyrir Kumbaravog og starf fósturforeldra minna þar. Þetta er hinn harði raunveruleiki málsins. Frábær staður fyrir fjörmikinn strák Ég var einn af þessum krökkum sem var ekki mikið gefinn fyrir bók- ina og inniveru en hafði þeim mun meira gaman af allri útiveru, leikjum úti í náttúrunni, og öllum verklegum framkvæmdum og stússi. Fyrir ung- an strák, fullan af atorku og sköp- unarkrafti, var Kumbaravogur og Stokkseyri hálfgerð paradís. At- hafnafrelsið og rýmið til að athafna sig var nánast ótakmarkað, hvort heldur við að smíða kofa í túninu heima, rækta grænmeti og halda gæludýr, eða við að klambra saman fleka og stunda siglingar í fjörunni á Stokkseyri, eða þá leita að hreiðrum í móunum norður af Kumbaravogi. Sjálfur hafði ég sérstaklega gaman af öllu sem laut að trésmíðum og var ávallt stoltur væri mér trúað fyrir krefjandi verkefni. Afstaðan á Kumb- aravogi var sú að leyfa okkur að þroskast í gegnum krefjandi leik og starf, og mistækist okkur var okkur kennt að reyna aftur og gera betur. Ávallt var reynt að sjá til þess að við hefðum nægan efnivið og verkfæri í leiki okkar og uppátæki. Og fóstur- foreldrar mínir treystu mér og kenndu mér að treysta á sjálfan mig. Þetta hafði mótandi áhrif á mig og lífshlaup mitt. Ég var nítján ára gam- all þegar ég byggði mitt eigið ein- býlishús á Stokkseyri sem ég hef búið í með konu minni og fjölskyldu allar götur síðan. Í starfi mínu sem smiður og verktaki á Suðurlandi hef ég notið góðs af því veganesti sem ég fékk og þeim lífsgildum sem ég lærði á Kumbaravogi. Dugnaður fósturfor- eldra minna við að ferðast með sinn stóra barnahóp um byggðir Íslands og óbyggðir hafði líka mótandi áhrif á áhugamál mín og minnar fjölskyldu. Féllum vel inn í hópinn á Stokkseyri Ég hafði frá fyrstu tíð góð sam- skipti við önnur börn og unglinga á Stokkseyri og mér fannst að við krakkarnir á Kumbaravogi hefðum ætíð fallið vel inn í hópinn og aðlagast vel lífinu á Stokkseyri. Ég varð þess aldrei áskynja að litið væri á okkur með neinum öðrum hætti en önnur börn í þorpinu og minnist þess ekki að við höfum skorið okkur úr á neinn hátt hvað varðar klæðaburð, náms- aðstöðu eða aðbúnað. Í þessu sem öðru tókst fósturforeldrum mínum að skapa okkur eðlilegar fjölskyldu- aðstæður. Ég eignaðist strax góða vini í þorpinu sem sumir eru enn á meðal minna nánustu vina. Og þar kynntist ég einnig konu minni og lífs- förunaut. Við höfum nú verið gift í tæp þrjátíu ár. Drengirnir okkar nutu þess ætíð að eiga ömmu og afa á Kumbaravogi. Hanna fósturmóðir mín var einstaklega elskuleg og hlý- leg kona sem börnum fannst und- antekningarlaust gott að vera nálægt. Dagleg umhyggja hennar fyrir barnahópnum fannst mér nánast tak- markalaus. Kristján fósturfaðir minn er hlýr og traustur maður, föðurlegur og gat verið strangur en þó umfram allt sanngjarn maður. Það hef ég fundið í öllum mínum samskiptum við hann í rúma fjóra áratugi. Mannúð og trúfesta hefur einkennt allt líf hans til þessa dags. Hlýleikar með okkur fóstursystkinunum Þegar við krakkarnir á Kumbara- vogi uxum úr grasi og fórum að heim- an dreifðumst við um landið og heim- inn eins og gengur. Við höfum þó reynt að hafa samband, ekki síst á há- tíðarstundum. Ég hef alla tíð átt góð samskipti við fóstursystkini mín og hefur það ekki breyst eftir að umræð- an um Kumbaravog hófst. Ég hef fylgst með umræðunni og verð að við- urkenna að það er margt í henni sem ég á erfitt með að fá botn í. Ég kýs að líta svo á að sumt í þessari skrýtnu umræðu sé einfaldlega byggt á mis- minni eða misskilningi. Ummæli um að við börnin höfum stöðugt verið send á aðra bæi til að vinna eru dæmi um það. Ég minnist þess ekki að við höfum hjálpað til á öðrum bæjum ut- an einu sinni öll þau ár sem ég hef þekkt til Kumbaravogs, og þá stutt- lega við kartöfluuppskeru. Ummæli um að við höfum sýknt og heilagt ver- ið að safna peningum fyrir hjálp- arstarf eru af sama sauðahúsi. Við tókum einu sinni á ári þátt í slíkri söfnun fyrir hjálparstarf og ég er raunar stoltur að því. Ummæli um að okkur hafi verið haldið stíft að vinnu, við höfum hvorki haft tíma til tóm- stunda né náms, eru illskiljanleg í mínum huga. Við unnum síst meira en krakkar á öðrum bæjum í kringum okkur, áherslan á menntun og upp- byggileg tómstundamál var meiri hjá okkur ef eitthvað er. Niðurlag Þegar ég hafði lokið við þessi skrif á Þorláksmessu birtist í Morgun- blaðinu aðsend grein, „Kumbara- vogsbörnin“ (bls. 34-35), þar sem veg- ið er með afar ósanngjörnum hætti að fósturföður mínum og æskuheimili mínu. Sú grein ber ekki vott um virð- ingu fyrir umfjöllunarefninu. Þar er endurtekin ýmis gagnrýni á Kumb- aravog sem við fósturbörn Hönnu og Kristjáns höfðum hrakið lið fyrir lið í yfirlýsingu sem birtist í DV í mars sl. og vitnað var til í Morgunblaðinu 9. desember sl. Í greininni er einnig endurtekin sú firra að við börnin á Kumbaravogi hefðum ein byggt hús- in á lóðinni, en sjálfur þekki ég per- sónulega á þriðja tug iðnaðarmanna sem komu að þeim framkvæmdum. Þá er í greininni gert lítið úr við- horfum okkar, meirihluta fóstur- barnanna á Kumbaravogi, sem lýst höfum þakklæti til Kristjáns og Hönnu. Þannig er í senn farið nei- kvæðum orðum um heimili okkar og gert lítið úr dómgreind okkar sem fullorðinna einstaklinga. Þessi fram- setning er óviðeigandi. Af gefnu til- efni er rétt að taka fram að yfirlýsing okkar var algerlega að okkar eigin frumkvæði og án vitneskju fóstur- föður okkar. Ég geri mér grein fyrir því að ein- staklingar geta upplifað æskuár sín með ólíkum hætti, og að ævikjör manna ráða því líka að einhverju leyti hvaða blæ æskuminningar fá á full- orðinsárunum. En við verðum öll að reyna að gæta sanngirni í umræðu um fortíð okkar og halda til haga staðreyndum málsins. Annars er hætta á að við særum fólk að ósekju. Almenn virðing fyrir góðu starfi Pétur Ragnar Sveinsson skrifar um veru sína hjá góðu fólki á Kumbaravogi »Ég kýs að líta svo áað sumt í þessari skrýtnu umræðu sé ein- faldlega byggt á mis- minni eða misskilningi. Pétur Ragnar Sveinsson Höfundur er verktaki á Suðurlandi. 28 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is KANNANIR kveða sýna að við Íslendingar séum haldnir for- dómum í vaxandi mæli. Fordómum sem beinast gegn erlendu fólki. Sama virðist upp á teningnum meðal ná- grannaþjóða okkar. Ég og fleiri viljum meina að oft sé orðið fordómar notað býsna frjálslega. Ég heyrði þetta rætt á sínum tíma í útvarpi og skýrt þannig að það þýddi að fella dóma að óat- huguðu máli, m.ö.o. að dæma fyrirfram. Ég er nú ekki viss um að það hafi hitt naglann á höfuðið, eða dugi til skýringar. Að fordæma eitthvað eða ein- hvern getur verið gert að vel at- huguðu máli. Ég fordæmi t.d. að- farir olíufélaganna á undanförnum árum. Það gera víst flestir og hreint ekki að óathug- uðu máli eða að ástæðulausu. Eins má líklega segja að flest heilbrigt fólk fordæmi þá sem selja unglingum eiturlyf. Við höf- um fordóma gagnvart slíku fólki. Nú hefur hver eftir öðrum að skoðanir fólks á þessu eða hinu séu fordómar ef þær eru á ein- hvern hátt neikvæðar gagnvart því eða þeim sem um er rætt. Þannig ættu það að vera for- dómar ef mér félli ekki við Björn Bjarnason og verk hans. Sérhver maður með sæmilega vitsmuni hlýtur að leggja það á sig að íhuga aðkallandi vandamál samtímans t.d. tilflutning þjóða og þjóðabrota um heiminn. Heiðarlega fengin niðurstaða er ekki fordómar, heldur leiðir hún til þess að viðkomandi myndar sér skoðun á málinu. Ég hef t.d. þá skoðun að ég eigi meira tilkall til gæða þessa lands en einhver Negus-Negusý frá Abessiníu eða Bó-bó frá Borneó. Það á nákvæmlega ekkert skylt við for- dóma enda ágirnist ég ekki föðurland þeirra. Ég held líka að það sé ekki að ástæðulausu að menn (flestir) eru ekki vissir um að hjónabönd fólks frá gerólíkum menning- arsvæðum séu mjög æskileg. Góðgjarn maður og sennilega fordómalaus nefndi það í útvarp- inu, þegar minnst var á músl- imann í Svíþjóð, sem myrti dótt- ur sína vegna þess að hún átti sænskan unnusta – já, hann af- greiddi málið með því að „mað- urinn væri frá öðrum menning- arheimi þar sem þetta væru eðlileg viðbrögð“. Ég verð nú að viðurkenna að ég hef heilmikla fordóma gegn slíku. Einnig það að mig langar ekki að sjá þessháttar „menning- arheim“ stofnaðan á Íslandi. Mér finnst nú trúlegt að fólkið í Alþjóðahúsinu sé mér sammála um þetta. Ætli það séu ýkja margir Ís- lendingar sem óskuðu dóttur sinni eiginmanns sem krefðist þess af henni að hún dúðaði sig frá hvirfli til ilja, þannig að ekki sæist af henni annað en augun. Þannig skyldi hún fara um í 30-40 gráða hita. Var nokkur að tala um frelsi og jafnrétti? Ég held það eigi við hér og ég neita því að í því felist nokkrir fordómar. Ég tel að í afstöðu þeirra sem þykjast bæði víðsýnni og frjáls- lyndari en annað fólk, í þessu og fleiru, felist alveg ótrúlega miklir fordómar. Þeir/þær fordæma fólk fyrir að komast að annarri nið- urstöðu en þeir/þær. Það er reyndar stundum kölluð þröng- sýni – jafnvel heimska. Eflaust væri það hollt þessari umræðu að þeir sem vissastir eru um eigið víðsýni og réttsýni gæfu sér tíma til að hlusta og íhuga af og til. Mér fannst Sigurbjörn biskup komast að kjarna málsins þegar hann sagði, að vísu í öðru sam- hengi: „Betri er íhugandi efi en hugsunarlaus trú.“ Hann vissi hvað hann söng, gamli maðurinn. Fordómar Guðjón E. Jónsson fjallar um fordóma á ýmsum sviðum í þjóðfélaginu » Sérhver maðurmeð sæmilega vitsmuni hlýtur að leggja það á sig að íhuga að- kallandi vandamál samtímans til dæmis tilflutning þjóða og þjóðabrota um heiminn. Guðjón E. Jónsson Höfundur er fv. kennari. EINU sinni enn talar Íslendingur jafnvel Íslendingur sem er búsettur í Danmörku um „ligeglade danskere“. Nú má vera að þessir Danir séu í raun „ligeglade“ sem merkir að þeim sé sama um hann. En samhengi text- ans sýnir að höfundur á alls ekki við það. Hann á við að þeir séu síkátir, allt- af glaðir sem sé: „altid glade, altid muntre, glade og muntre, gemytlige“ og hvað veit ég. Það er skelfilegt fyr- ir dönskukennara að upplifa það ár eftir ár að nemendur misskilja orð en þegar svo menn, sem ættu að vita betur, útbreiða boðskapinn um kuldalega sjálfumhverfa „ligeglade“ Dani, þá er nóg komið. „Jeg er ligeglad.“ merkir á dönsku „Mér er skítsama.“ og lærið það nú! Jólakveðjur. PÉTUR RASMUSSEN dönskukennari. Ég er ekki „ligeglad“ Frá Pétri Rasmussen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.