Morgunblaðið - 29.12.2007, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Sölvey FriðrikaJósefsdóttir
(Eyja) fæddist á
Atlastöðum í Fljóta-
vík 5. júlí 1918. Hún
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Ísa-
firði 17. desember
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Jósef Hermannsson,
bóndi á Atlastöðum,
f. 27.3. 1877, d.
25.10. 1955, og Mar-
grét Katrín Guðna-
dóttir, húsfreyja á
Atlastöðum, f. 14.4. 1885, d. 12.4.
1925. Systkini Eyju voru Hermann
Vernharð Jósef, f. 1906, d. 1982,
Gunnar, f. 1909, d. 1984, Pálína
Ásta, f. 1910, d. 1992, Finnbogi
Rútur, f. 1913, d. 2004, Guðný
Ingibjörg, f. 1914, d. 1997, Karl
Lúðvík, f. 1924, d. 1924, og Guð-
mundur Þórarinn, f. 1925, d. 1925.
Samfeðra var Brynhildur Snædal,
f. 1902, d. 1991.
Eyja giftist 1.6. 1947 Ólafi
Rósinkarssyni frá Snæfjöllum, f.
28.9. 1917, d. 24.3. 1987. For-
eldrar hans voru Kolbeinn Rós-
inkar Kolbeinsson í Unaðsdal, f.
24.6. 1891, d. 5.11. 1956, og Jak-
obína Rósinkara Gísladóttir frá
Bæjum í Snæfjallahreppi, f. 31.5.
1975, sonur þeirra er Emil, f.
2003. Dóttir Jakobs og Guðrúnar
Ástu Guðjónsdóttur er Jóhanna, f.
1980, í sambúð með Matthíasi
Arngrímssyni, þau eiga saman
Maríu, f. 2000, og Jakob, f. 2003.
Eyja fæddist og ólst upp á Atl-
astöðum í Fljótavík til fimmtán
ára aldurs. Móðir hennar lést er
hún var 6 ára og ólst hún þá upp
hjá föður sínum og síðar fóstru og
frænku, Magðalenu Brynjólfs-
dóttur, sem flutti til þeirra. Eftir
fermingu flytur Eyja á hina ýmsu
staði við Djúp, í Önundarfjörð og
svo Ísafjörð, sem kaupakona. Í
kringum 1938 fer hún í vinnu á
Álafossi í Mosfellssveit í tæp tvö
ár. Eftir það flytur hún aftur til
Ísafjarðar og hafði þá kynnst
verðandi eiginmanni sínum. Eyja
og Óli hófu búskap 1941 að Tún-
götu 3. Þau fluttu svo 1950 að
Aðalstræti 12 og loks að Sund-
stræti 27, 1953, þar sem þau
bjuggu allan sinn búskap. Óli deyr
1987 en Eyja býr áfram þar, þar
til hún veikist 2005 og fer á Fjórð-
ungssjúkrahús Ísafjarðar og síðar
á Hlíf á Ísafirði. Eyja vann mikið
utan heimilis alla sína tíð, m.a. hjá
frystihúsinu Ísfirðingi, sláturhús-
inu, Rækjuverksmiðju O.N. Olsen
og Hraðfrystihúsinu Norður-
tanga. Hún starfaði einnig við ým-
is félagsmál.
Útför Sölveyjar verður gerð frá
Ísafjarðarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
1896, d. 24.4. 1960.
Börn Eyju og Óla
eru: 1) Bergmann, f.
1947, kvæntur Ardísi
Gunnlaugsdóttur, f.
1947, synir þeirra
eru: a) Kristján Við-
ar, f. 1972, kvæntur
Sigrúnu Heiðu Haf-
steinsdóttur, synir
þeirra eru Heiðar
Þór, f. 1997 og Berg-
mann Davíð, f. 2000.
b) Eyþór Ólafur, f.
1975, kvæntur Huldu
Pétursdóttur, f.
1972, sonur þeirra er Ólafur Pét-
ur, f. 2003. 2) Guðmundur Karl, f.
1948, kvæntur Stefaníu Eyjólfs-
dóttur, f. 1954, dóttir þeirra er
Una Kristín, f. 1990. 3) Margrét
Björk, f. 1953, gift Eiríki Krist-
óferssyni, f. 1948, slitu sambúð,
börn þeirra eru: a) Sigrún Jó-
hanna, f. 1973, synir hennar eru
Ismael Karl, f. 1996 og Emil Eirík-
ur, f. 2001. b) Ólafur Sölvi, f. 1976,
í sambúð með Agnesi Ósk Þor-
steinsdóttur, synir þeirra eru
Daníel Ingi, f. 2002 og Sölvi Snær,
f. 2006. c) Elín Marta, f. 1982, í
sambúð með Tómasi Emil Guð-
mundssyni. d) Katrín Elva, f. 1989.
4) Jakob Rósinkar, f. 1960, í sam-
búð með Kristínu Bekkholt, f.
Elsku tengdamamma.
Eftir því sem árin líða fjölgar
kveðjustundunum.
Ég þakka þér öll góðu fjörutíu
árin sem við höfum átt saman.
Að fá að kynnast þér voru for-
réttindi.
Bjartsýni, dugnaður og hjálpsemi
var alltaf ríkjandi hjá þér.
Brosandi sólbrúnt andlitið fór svo
vel við gráhvítt hárið, gott að muna
þig þannig.
Alltaf barst þú gleðina með þér
hvernig sem á stóð, alltaf tókst þér
að snúa öllu til betri vegar.
Þú vildir öllum vel, fylgdist vel
með öllum afkomendum og barst
mikla umhyggju fyrir öllum.
Brotthvarf ástvina skapar tóma-
rúm sem ekki verður fyllt og þann-
ig verður það svo sannarlega hjá
okkur. Án þín, Eyja mín, er tilveran
breytt.
Nú er leiðir skilur bið ég Guð að
geyma þig og færa þér frið ljóss og
kærleika.
Ég vona að gleðin sem þú gafst
okkur sem næst þér stöndum lifi
áfram meðal okkar.
Þínum anda fylgdi glens og gleði
gamansemin auðnu þinni réði.
Því skal halda áfram hinum megin
með himnaríkisglens við mjóa veginn.
Ég vona að þegar lífi mínu lýkur,
ég líka verði engill gæfuríkur.
Þá við skoðum skýjabreiður saman
og skemmtum okkur, já, það verður gaman.
(Lýður Ægisson.)
Blessuð sé minning þín.
Þín tengdadóttir
Ardís (Adda).
Mig langar í fáeinum orðum að
minnast tengdamóður minnar sem
andaðist hinn 17. desember síðast-
liðinn.
Ég geymdi alltaf viku af sum-
arfríi mínu til vetrarins fyrir þig, til
að þú gætir komið í heimsókn til
okkar suður. Það var oft erfitt að
koma þér af stað, en ég frétti alltaf
að þú hefðir komið endurnærð heim
eftir þessar ferðir. Það tók oft lang-
an tíma að fara með þér í Kringluna
eða Smáralindina. Þú hittir svo
marga á förnum vegi sem þú þekkt-
ir og talaðir lengi við. Þú varst aldr-
ei af flýta þér.
Við höfðum svo gaman að spila
tveggja manna vist. Við spiluðum
oft mörg spil á dag. „Komdu, ég
ætla að taka þig í gegn,“ sögðum
við hvor við aðra þegar við vildum
spila.
Mér er einnig sérstaklega minn-
isstætt þegar við fórum í Húsafell
með Óla tengdapabba heitnum. Þá
saumuðum við hestamynd út sam-
an. Við nutum þessarar viku í góðu
veðri og ferðuðumst vítt og breitt
um sveitina.
Eyja og Óli tóku hvorugt bílpróf.
Fjölskyldan fór í margar Fljótavík-
urferðir, en Eyja var fædd og upp-
alin að Atlastöðum í Fljótavík. Að
Atlastöðum reisti fjölskyldan og
skyldfólk sumarhús.
Litla íbúðin þeirra Eyju og Óla í
Sundstrætinu var alltaf vinaleg.
Þar bjuggu þau með börnin sín
fjögur.
Eyja var listræn. Hún prjónaði
margar útprjónaðar peysur, sem
voru hreint út sagt listaverk. Hún
hafði einnig yndi af að sauma út,
þar á meðal eru fallegar myndir
sem hún saumaði út fyrir börnin
sín. Hún var búin að prjóna ung-
barnaföt fyrir öll barnabörnin áður
en hún féll frá, sem hún ætlaði
barnabarnabörnum sínum. Hún
geymdi fötin í skápnum sínum, sem
þau fá núna eftir hennar dag.
Að lokum vil ég segja frá ferð
sem við tvær fórum í Skorradalinn,
ekki alls fyrir löngu. Það var búið
að kaupa land undir sumarbústað.
Allir voru farnir uppeftir til að
vinna í sökklinum, nema við tvær
sem fórum í rólegheitum á eftir. Við
stoppuðum í Borgarnesi og keypt-
um okkur samlokur. Keyrðum síðan
norðan megin við Skorradalsvatnið,
að Kjarvalslundi og settumst á trjá-
bol og borðuðum samlokurnar. Þeg-
ar við komum upp í bústað voru
buxurnar okkar allar hvítar að aft-
an eftir trjákvoðuna úr trjábolnum.
Þetta var skemmtileg ferð hjá okk-
ur Eyju. Ég hafði á tilfinningunni
að þetta yrði síðasta ferðin okkar út
í náttúruna, sem reyndist vera.
Takk fyrir allt, Eyja mín.
Stefanía.
Nú hefur þú, Eyja amma, kvatt
okkur og komin til Óla afa. Þegar
við fengum fréttirnar kom það okk-
ur ekki á óvart, það hlaut að koma
að leiðarlokum vegna undangeng-
inna veikinda.
Þegar við hugsum til baka er
margt sem kemur upp í huga okk-
ar. Dugnaður þinn og ósérhlífni var
óbilandi, alltaf hægt að fíflast og
ekki leiddist þér að spjalla. Þú tal-
aðir ekki undir rós og hafðir bein í
nefinu.
Alltaf var gott að koma til þín í
Sundstrætið, yfirleitt varstu heima
og sast við ofninn að prjóna, en ef
ekki þá varstu uppi hjá Ellu eða úti
á horni hjá Dísu. Ávallt áttir þú
eitthvað gott með kaffinu og ófáir
„rakkarnir“ spilaðir við eldhúsborð-
ið og alltaf sast þú við ofninn.
Gaman var að fara með þér
„heim“ eins og þú sagðir alltaf ef
Fljótavík bar á góma. Hugur þinn
var alltaf fyrir norðan og einstakar
stundir áttum við með þér þar, þær
gleymast aldrei. Okkur er sérstak-
lega minnisstætt þegar þú sagðir
okkur sögur frá Fljótavík, af hest-
inum þínum, daglegum störfum og
jólahaldinu á Atlastöðum. Einnig
þegar þú fluttir 14 ára gömul frá
Fljótavík og fórst að vinna í Álafoss
í Mosfellssveit. Nú rifjast upp bíl-
ferðin frá Reykjavík á ættarmótið í
Borgarfirðinum. Þessi stutta ferð
tók sinn tíma því við gáfum okkur
góða stund í Mosfellsbæ þar sem þú
skoðaðir gömlu heimkynnin og
sagðir ítarlega frá dvöl þinni þar,
þetta var mjög skemmtileg og eft-
irminnileg ferð.
Lífið var ekki alltaf dans á rósum
en ekki kvartaðir þú. Ekki var
slugsað í síldinni, á Álafossi svo við
tölum nú ekki um störf þín hjá
Rúnari í Norðurtanganum. Flestir
ungir menn máttu hafa sig alla við
til að halda í við þig í vinnu.
Alltaf áttir þú þó tíma fyrir aðra,
minnisstætt er þegar í tísku var
meðal unglinga að vera í rifnum
gallabuxum. Það sem þú vorkennd-
ir þessum börnum, að þurfa að
ganga í ónýtum fötum. Einn daginn
á gangi á Silfurtorgi bauðst þú ung-
um stúlkum að koma með þér heim
svo þú gætir stoppað fyrir þær í
götin á buxunum.
Elsku Eyja amma, takk fyrir all-
ar þær stundir sem þú gafst okkur
með þér. Þeirra mun ævilega vera
minnst, þú munt alltaf eiga stað í
hjörtum okkar.
Þínir sonarsynir,
Kristján Viðar og
Eyþór Ólafur.
Þegar við hjónin komum vestur
til Ísafjarðar var það alltaf tilhlökk-
unarefni að heimsækja hana Eyju.
Þegar gengið var inn um dyrnar á
Sundstræti 27 mætti okkur alltaf
glettnislegt blikið í augum hennar.
Maður vissi aldrei hvers var að
vænta. Oftast byrjaði hún að gera
grín að henni frænku sinni, kallaði
hana trippi eða frekjudós og í fram-
haldinu dásamaði hún englapung-
inn hann bróður hennar en það var
hennar aðferð til að tjá væntum-
þykju sína. Síðan kom hlýtt faðmlag
og boðið var upp á kaffi og með því.
Svo fékk hún sér sígarettu, settist
niður með okkur og málin voru
rædd. Hún hafði sterkar skoðanir á
mönnum og málefnum, aldrei kom
maður að tómum kofunum hjá
henni Eyju. Hún var í alla staði ein-
staklega skemmtilegur og litríkur
persónuleiki. Það gustaði alltaf af
henni Eyju og stundum sparaði hún
ekki blótsyrðin eða tvíræðnina ef
því var að skipta og þá var nú gam-
an. Gestrisin var hún með afbrigð-
um og oft var búið um gesti í hverju
horni, þótt íbúðin væri ekki stór.
Eyja var fædd í Fljótavík á
Hornströndum þar sem lífsbaráttan
gat verið erfið. Hún bar sterkar
taugar til æskustöðvanna og lagði
sitt af mörkum til þess að börnin
hennar og aðrir afkomendur for-
eldra hennar gætu notið þess að
dvelja þar. Aldrei fórum við fjöl-
skyldan til dvalar í Fljótavík án
þess að koma við í Sundstrætinu
hjá Eyju til þess að taka stöðuna.
Hún fylgdist vel með og vissi alltaf
hvernig málin stóðu í Fljótavíkinni,
hvernig fiskaðist, hverjir væru bún-
ir að vera þar og hvort mikið væri
af tófu.
Síðustu tvö árin dvaldist Eyja á
Dvalarheimilinu Hlíf, þrotin að
kröftum. Okkur þykir ómetanlegt
að hafa hitt hana þar sl. sumar,
fengið að taka utan um hana og sjá
fallega brosið hennar. Okkur þykir
leitt að geta ekki fylgt henni síðasta
spölinn.
Blessuð sé minning mætrar konu.
Ólöf Guðmundsdóttir og
Guðmundur Guðjónsson.
Enn er höggvið skarð í mannlífs-
myndina á Bökkunum nú þegar hún
Eyja hefur kvatt þennan heim. Hún
hefur verið fastur punktur í lífi
mínu og minnar fjölskyldu í meira
en hálfa öld.
Þær eru ótal minningarnar sem
hrannast upp, sem ekki verða rifj-
aðar upp hér, heldur aðeins þakkað
fyrir allar þær stundir sem hún og
amma hafa setið og prjónað á börn-
in, síðan barnabörnin og nú síðast
langömmubörnin sín, úr stofunni lá
leiðin síðan í eldhúsið og málin
rædd yfir kaffibolla og oft voru þar
fjörugar umræður.
Stundum var leiðin ansi löng á
milli húsanna, en þá hitti hún bless-
unin einhvern á leiðinni og þurfti
aðeins að ræða málin.
Hún fylgdist vel með mínum
börnum og síðar barnabörnum vaxa
úr grasi. Vinskapur hennar og
tryggð við ömmu var einstakur og
er hennar sárt saknað.
Við hérna Bakkapúkarnir á núm-
er 33 þökkum henni samfylgdina í
gegnum tíðina og vottum fjölskyldu
hennar okkar dýpstu samúð.
Far þú í friði.
Kristjana Sigurðar
og fjölskylda.
Sölvey Jósefsdóttir
Ég gleymi aldrei
þeim degi þegar ég
fékk þær fréttir að
Kiddi litli væri farinn
frá okkur. Hvernig getur lífið verið
svona ósanngjarnt? Hvernig getur
Guð tekið svona lítinn engil sem átti
allt lífið framundan, frá nokkurri
manneskju?
Mér finnst ég samt svo heppin að
hafa fengið að vera hluti af lífi Kidda í
þennan tíma sem við Óskar bjuggum
saman. Ég fékk að verða vitni að því
þegar hann byrjaði að ganga eða ætti
ég að segja hlaupa, segja fyrstu orðin
og verða að hraustum grallara. Já,
hann Kiddi var sko grallari. Það var
ósjaldan sem ég var búin að hamast
við að hengja upp þvott og þegar ég
sá ekki til þá var litli kútur búinn að
stelast til að rífa niður af snúrunni
aftur. Eða þegar ég ætlaði að fara að
elda og fann ekki áhöldin mín, því það
var verið að smíða með þeim inni í
stofu. Eða þegar við sátum með Örnu
og Kolbrúnu og vorum að perla, þá
vildi hann auðvitað fá að perla líka.
En honum þótti miklu skemmtilegra
að tína af spjaldi stelpnanna, við lít-
inn fögnuð þeirra. Þótt Kiddi væri
yngstur gaf hann stelpunum ekkert
eftir. Þegar þær voru í mömmó átti
hann að vera litla barnið en það var
✝ Kristinn VeigarSigurðsson
fæddist í Keflavík
30. september 2003.
Hann andaðist af
slysförum 1. desem-
ber síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Keflavíkur-
kirkju 11. desem-
ber.
oftar en ekki hann sem
keyrði þær í kerrunni.
Við áttum margar æð-
islegar stundir saman
og þurfti ekki mikið til.
Það var nóg að fara
saman í göngu, fara á
róló, kubba eða bara
búa til skutlu og henda
á milli. Það sem við
gátum hlegið mikið að
þessu öllu saman.
Ótrúlegt hvað lítil
uppátæki geta orðið að
dýrmætri minningu.
Elsku Kiddi, þú
varst alltaf svo glaður, vaknaðir bros-
andi og sofnaðir brosandi. Meira að
segja ef þú varst óþekkur, þá var
varla hægt að skamma þig því þú
hlóst bara að manni og bræddir
mann með brosinu þínu. Ég á eftir að
sakna þín óendanlega mikið en þess-
ar góðu minningar sem ég á um þig
munu án efa hjálpa mér í gegnum
þetta. Ég veit að við munum hittast
aftur og vona að þú hafir það gott á
nýja staðnum á meðan.
Elsku Óskar, Vilborg, Anna, Biggi
og fjölskyldur, ég votta ykkur mína
dýpstu samúð og vona að guð gefi
ykkur styrk til að komast í gegnum
þennan erfiða tíma.
Linda Kristín Pálsdóttir.
Elsku Kiddi minn, litli engillinn.
Mér finnst eins og það hafi verið í
gær þegar hann pabbi þinn kom með
þig í vinnuna til mín og sýndi mér þig
í fyrsta skiptið. Þú varst svo lítill og
svo ofboðslega fallegur og hann
pabbi þinn var svo montinn. Brosti
allan hringinn. Eftir þessi fyrstu
kynni okkar kom hann svo með ykk-
ur systkinin til okkar í Grafarvoginn í
heimsókn. Svo fluttum við í Breið-
holtið og stuttu seinna fluttu pabbi
þinn og Vilborg þangað líka og þá var
sko gaman. Á meðan pabbi þinn og
Vilborg græjuðu nýja íbúðina ykkar
gistuð þið hér hjá okkur. Það sem ég
var búin að reyna að kaupa þig þessa
daga með allskonar gotteríi. Þér
leiddist það sko ekki neitt, meira að
segja fannst þér ég alveg ágæt, alveg
þangað til nammið var búið, Þá
varstu vinur hans Jóa. Jói var sko
vinur þinn. Hann átti nefnilega flutn-
ingabíla, meira að segja marga. Enda
var það ósjaldan sem hurðinni í Fífu-
selinu var hrundið upp og inn kom
rauðhærður grallari, reif sig úr úti-
fötunum og kallaði hátt og skýrt:
„Hæ, er Jói heima? Getur hann leik-
ið?“ og ef Jói var á leið í vinnu sagði
hann: „Ókey, ég kem með.“ Mikið er-
um við oft búin að hlæja að því sem
þú sagðir. Þú varst eins og lítill
vinnumaður, upprennandi flutninga-
bílstjóri. En þeir dagar eru á enda
sem þú kemur til okkar í heimsókn,
og við hlæjum ekki oftar að öllum
gullmolunum sem þú sagðir, nú grát-
um við bara. Það er svo ótrúlegt að
hugsa til þess hvað sumarið og haust-
ið var fljótt að líða en síðan þetta
hörmulega slys varð virðist tíminn
standa í stað. Það hlýtur að hafa ver-
ið mikilvægt verkefni sem beið þín á
himnum fyrst þú varst kallaður
þangað svo fljótt, en við erum sann-
færð um að núna hleypur þú um allt
þarna uppi og skemmtir þeim sem
þar fyrir eru. Elsku hjartans engill-
inn okkar, við kveðjum þig nú í hinsta
sinn, kannski einhvern tímann fáum
við að vita hvers vegna og hvað það
var sem beið þín þarna uppi, en þang-
að til geymum við allar dýrmætu
minningarnar um þig í hjartanu okk-
ar. Elsku Kiddi okkar, megi Guð
senda allan sinn styrk til foreldra
þinna, systkina, fóstursystkina ömm-
um og öfum. Sofðu vært kæri vinur.
Þínir vinir,
Sigurbjörg og Jóhann.
Kristinn
Veigar Sigurðsson