Morgunblaðið - 29.12.2007, Síða 34
34 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR MESSUR/KIRKJUSTARF
Breiðholtskirkja
FJÓRÐA Tómasarmessan á þessu
hausti verður sunnudagskvöldið
30. desember kl. 20. Er þetta í
fyrsta sinn sem slík messa er haldin
í desember og má því segja að hér
sé um fyrstu „jóla“ Tómasarmess-
una að ræða. Framkvæmdaaðilar
að þessu messuhaldi eru Breið-
holtskirkja, Kristilega skólahreyf-
ingin, Félag guðfræðinema og hóp-
ur presta og djákna.
Tómasarmessan einkennist af söng
og tónlist, áhersla er lögð á fyr-
irbænarþjónustu og sömuleiðis á
virka þátttöku leikmanna.
Laugarneskirkja
Í STAÐ guðsþjónustuhalds sunnu-
daginn 30. desember verða haldnir
sálmatónleikar kl. 20 þar sem söng-
konan Erna Blöndal flytur sína eft-
irlætissálma um huggun og von.
Erna kemur fram ásamt hljómsveit
sem skipuð verður Jóni Rafnssyni
sem leikur á bassa, Gunnari Gunn-
arssyni á píanó og Erni Arnarsyni
á gítar. Tónleikarnir bera yf-
irskriftina Sorgin og lífið, því Erna
velur til flutnings þá sálma sem
orðið hafa henni sjálfri til hugg-
unar og hreysti í sorg. Aðgangur
er ókeypis en fólki mun gefast
kostur á að taka þátt í kostnaði við
útgöngu.
Áramótaguðsþjónusta
kirkjustarfs eldri borg-
ara í Langholtskirkju
KIRKJUSTARF eldri borgara efnir
til áramótaguðsþjónustu í Lang-
holtskirkju fimmtudaginn 3. janúar
kl. 14. Prestur er sr. Jón Helgi Þór-
arinsson.
Kór félagstarfs eldri borgara á
Vesturgötu, Söngfuglar, syngur og
leiðir almennan söng. Kórstjóri er
Margrét Sigurðardóttir og org-
anisti Jón Stefánsson. Eftir guðs-
þjónustuna eru kaffiveitingar í boði
sóknarnefndar Langholtskirkju.
Allir eru velkomnir og takið með
ykkur gesti. Guðsþjónustan er sam-
starfsverkefni Ellimálaráðs
Reykjavíkurprófastsdæma og
Langholtssóknar.
Ensk jólamessa
og áramótin í
Hallgrímskirkju
ENSK jólamessa verður á morgun,
30. desember, kl. 14. Prestur verð-
ur sr. Bjarni Þór Bjarnason. Org-
AKRANESKIRKJA | Gamlársdagur. Aftan-
söngur kl. 18. Einleikur á trompet: Hólm-
steinn Valdimarsson. Nýársdagur. Hátíð-
arguðsþjónusta kl. 14. Sr. Björn Jónsson
messar.
ÁRBÆJARKIRKJA | Gamlársdagur. Guð-
þjónusta kl. 18, sr. Þór Hauksson þjónar
fyrir altari og prédikar. Kirkjukórinn leiðir
hátíðarsöng undir stjórn Krisztinar Kalló
Szklenar organista. Martial Nardeau leik-
ur á flautu. Nýársdagur. Guðsþjónusta
kl. 14, sr. Sigrún Óskarsdóttir þjónar fyr-
ir altari og prédikar. Kirkjukórinn leiðir
safnaðarsöng undir stjórn Krisztinar
Kalló Szklenar organista. Guðmundur
Hafsteinsson leikur á trompet.
ÁSKIRKJA | Gamlársdagur. Aftansöngur
kl. 18. Kór Áskirkju syngur, organisti
Magnús Ragnarsson, Hallveig Rúnars-
dóttir syngur einsöng.
ÁSTJARNARKIRKJA | Gamlársdagur. Aft-
ansöngur kl. 16. Hátíðartón sr. Bjarna
Þorsteinssonar. Prestur sr. Bára Friðriks-
dóttir, tónlistarstjóri Helga Þórdís Guð-
mundsdóttir. Einsöng flytur Áslaug Fjóla
Magnúsdóttir.
BRAUTARHOLTSKIRKJA Kjalarnesi |
Gamlársdagur. Aftansöngur kl. 17.
Gunnar Kristjánsson sóknarprestur.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Sunnudagur. Tóm-
asarmessa kl. 20. Orð Guðs, fyrirbæn,
máltíð Drottins, fjölbreytt tónlist. Gaml-
ársdagur. Aftansöngur kl. 18. Prestur sr.
Gísli Jónasson. Félagar úr söngsveitinni
Fílharmóníu syngja. Organisti Julian Isa-
acs. Nýársdagur. Hátíðarmessa með alt-
arisgöngu kl. 14. Prestur sr. Bryndís
Malla Elídóttir. Félagar úr söngsveitinni
Fílharmóníu syngja. Organisti Julian Isa-
acs.
BESSASTAÐAKIRKJA | Gamlársdagur.
Hátíðarguðþjónusta kl. 17. Sr. Jóna
Hrönn Bolladóttir predikar og sr. Hans
Guðberg Alfreðsson þjónar fyrir altari.
Álftaneskórinn leiðir lofgjörðina undir
stjórn Bjarts Loga Guðnasonar.
BÚSTAÐAKIRKJA | Sunnudagur. Guðs-
þjónusta kl. 14. Einsöng syngur Anna
Jónsdóttir við undirleik Sigríðar Freyju
Ingimarsdóttur. Vígður verður bæna-
ljósastjaki eftir Gunnstein Gíslason sem
gefinn er í minningu Almut Alfonsson.
Organisti og kórstjóri: Renata Ivan,
prestur sr. Pálmi Matthíasson. Gaml-
ársdagur. Aftansöngur kl. 18. Einsöngur
Gréta Hergils og Guðmundur Haf-
steinsson leikur á trompet. Organisti og
kórstjóri: Renata Ivan, prestur sr. Pálmi
Matthíasson. Nýársdagur. Hátíðarguðs-
þjónusta kl. 14. Ræðumaður: Ólafur
Stephensen ritstjóri. Einsöngvari: Valdi-
mar Hilmarsson. Organisti og kórstjóri:
Renata Ivan, prestur sr. Pálmi Matthías-
son.
DIGRANESKIRKJA | Gamlárskvöld. Aft-
ansöngur kl. 18. Prestur sr. Gunnar Sig-
urjónsson. Organisti Kjartan Sig-
urjónsson. Kór Digraneskirkju.
Einsöngvari Þórunn Freyja Stefánsdóttir.
www digraneskirkja.is.
DÓMKIRKJAN | Sunnudagur. Kl. 11
messa, sr. Hjálmar Jónsson prédikar,
dómkórinn syngur, organisti er Marteinn
Friðriksson. Gamlársdagur. Kl. 18 aftan-
söngur, sr. Anna Sigríður Pálsdóttir pré-
dikar, sr. Hjálmar Jónsson þjónar fyrir
altari. Dómkórinn syngur, organisti er
Marteinn Friðriksson. Nýársdagur. Kl. 11
Hátíðarmessa. Biskup Íslands hr. Karl
Sigurbjörnsson prédikar, sr. Hjálmar
Jónsson og sr. Anna Sigríður Pálsdóttir
þjóna fyrir altari. Dómkórinn syngur, org-
anisti er Marteinn Friðriksson.
EGILSSTAÐAKIRKJA | Gamlársdagur.
Aftansöngur kl. 18. Prestur sr. Lára G.
Oddsdóttir, organisti Torvald Gjerde.
EYRARBAKKAKIRKJA | Nýársdagur. Há-
tíðarguðsþjónusta kl. 14.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA | Gaml-
ársdagur. Aftansöngur kl. 18. Prestur sr.
Guðmundur Karl Ágústsson, kór Fella- og
Hólakirkju syngur undir stjórn Guðnýjar
Einarsdóttur. Einsöngvarar María Guð-
jónsdóttir og Elfa Stefánsdóttir. Nýárs-
dagur. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.
Prestur sr. Svavar Stefánsson, kór Fella-
og Hólakirkju syngur undir stjórn Guð-
nýjar Einarsdóttur kantors kirkjunnar.
Einsöngvari er Svafa Þórhallsdóttir.
FÍLADELFÍA | Sunday: Bible study 12.30
in english. Almenn samkoma kl. 16.30.
Nýársfagnaður verður 31. des. kl. 13, í
umsjá Kirkju unga fólksins. 1. janúar kl.
16.30 verður nýárssamkoma, ræðum
Vörður Leví Traustason.
FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði | Gaml-
ársdagur. Aftansöngur kl. 18. Kór Frí-
kirkjunnar syngur undir stjórn Arnar Arn-
arsonar. Prestur: Sigríður Kristín
Helgadóttir.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Gamlársdagur.
Aftansöngur í kirkjunni kl. 18 í umsjá sr.
Ásu Bjarkar Ólafsdóttur. Að venju sjá
Anna Sigríður Helgadóttir og Carl Möller
um tónlistina. Sérstakir gestir verða alt-
söngkonan Jóhanna Halldórsdóttir
ásamt teorboleikara. Nanda María les
ritningarlestrana og stendur vaktina í
dyrunum. Kl. 14 er guðsþjónusta á
Grund, dvalar- og hjúkrunarheimilinu, í
umsjá sr. Hjartar Magna Jóhannssonar.
Tónlistina leiða Anna Sigríður Helgadóttir
og Carl Möller. Næsta guðsþjónusta í Frí-
kirkjunni verður sunnudaginn 13. janúar
kl. 14.
GLERÁRKIRKJA | Gamlársdagur. Aftan-
söngur kl. 18. Sr. Haukur Ágústsson pré-
dikar og sr. Gunnlaugur Garðarsson
þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Gler-
árkirkju syngja, organisti Valmar Välja-
ots. Nýársdagur. Hátíðarmessa kl. 14.
Sr. Gunnlaugur Garðarsson og Pétur
Björgvin Þorsteinsson djákni þjóna. Fé-
lagar úr Kór Glerárkirkju syngja, organisti
Hjörtur Steinbergsson.
GRAFARHOLTSSÓKN | Sunnudagur.
Messa í Þórðarsveig 3 kl. 11. Prestur sr.
Sigríður Guðmarsdóttir, Þorgeir Arason
guðfræðinemi prédikar, organisti Hrönn
Helgadóttir. Beðið fyrir nýju ári. Kirkjukór
Grafarholtssóknar syngur. Gaml-
ársdagur. Stutt helgistund í Þórðarsveig
3 kl. 18, beðið fyrir nýju ári. Prestur sr.
Sigríður Guðmarsdóttir.
GRAFARVOGSKIRKJA | Sunnudagur.
Jazz-messa kl. 11. Sr. Sigurjón Árni Eyj-
ólfsson prédikar og þjónar fyrir altari.
Kvartett Björns Thoroddsen leikur. Gaml-
ársdagur. Beðið eftir áramótunum,
barnastund kl. 15. Prestur sr. Bjarni Þór
Bjarnason. Gunnar Einar Steingrímsson
æskulýðsfulltrúi leikur á gítar. Aftan-
söngur kl. 18. Prestar sr. Vigfús Þór
Árnason, sr. Lena Rós Matthíasdóttir og
sr. Guðrún Karlsdóttir sem prédikar. Kór
Grafarvogskirkju syngur. Einsöngur: Mar-
grét Kristín Blöndal (Magga Stína). Org-
anisti: Hörður Bragason. Básúna: Einar
Jónsson. Fiðla: Hjörleifur Valsson. Gítar:
Kristinn H. Árnason. Kontrabassi: Birgir
Bragason. Nýársdagur. Hátíðarguðsþjón-
usta kl. 14. Prestur sr. Bjarni Þór Bjarna-
Orð dagsins:
Símeon og Anna.
(Lúk. 2)
✝ Sigþór Sig-urðsson fædd-
ist í Baldurshaga í
Vestmannaeyjum
8. nóvember 1924.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnun
Vestmannaeyja 19.
desember síðast-
liðinn. Hann var
sonur Sigurðar
Jónssonar, f.
18.11. 1901, d.
25.4. 1924, og
Sveinbjargar
Sveinsdóttur, f.
11.10. 1882, d. 24.1. 1976. Syst-
ir Sigþórs er Fanný, f. 24. jan-
úar 1913.
Sigþór kvæntist 6. nóvember
1949 Valgerði Kristínu Krist-
jánsdóttur, f. 9. júní 1930. For-
eldrar hennar voru Kristján
Einarsson, f. 20.11. 1893, d.
8.10. 1961, og Anna Jónsdóttir,
f. 14.4. 1907, d. 28.4. 1995.
Börn Sigþórs og Valgerðar eru:
1) Erla Fanný, gift Ynga Geir
Skarphéðinssyni, þau eiga fjög-
ur börn. 2) Anna Kristín, gift
fluttu þau að Sólhlíð 19.
Sigþór fór níu ára gamall í
sveit að Hólakoti, Austur-
Eyjafjöllum. Þar dvaldi hann til
fjórtán ára aldurs, en þá flutti
hann að Múlakoti í Fljótshlíð til
systur sinnar og bjó þar til
1950. Á þessum árum vann
hann m.a. hjá Vegagerðinni og
Landssímanum, en fór á vetr-
arvertíðir til Vestmannaeyja.
Eftir 1950 fór Sigþór á sjóinn
og stundaði hann í rúm fimmtíu
ár. Veturinn 1957-1958 tók
hann 200 tonna skipstjórn-
arréttindi . Sama ár og rétt-
indin voru í höfn keypti hann
sinn fyrsta og eina bát, Sævar
VE-19, ásamt þeim Sigfúsi Guð-
mundssyni og Áskeli Bjarna-
syni. Sigþór seldi Sævar VE ár-
ið 1980 og hafði þá átt bátinn
einn í nokkur ár. Eftir þetta
var Sigþór stýrimaður hjá öðr-
um, lengst af á Baldri VE. Sig-
þór átti langa starfsævi og
vann til sjötíu og þriggja ára
aldurs, síðustu ár starfsævi
sinnar vann hann hjá Fiskiðj-
unni hf.
Útför Sigþórs fer fram frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum
í dag og hefst athöfnin klukkan
14.
Einari Sigfússyni,
þau eiga einn son.
3) Sigurbjörg
(Didda), hún á tvö
börn með fyrrver-
andi eiginmanni
sínum, Guðjóni
Erni Vopnfjörð Að-
alsteinssyni. 4)
Sveinn Valþór,
kvæntur Baldvinu
Sverrisdóttur, þau
eiga fjögur börn. 5)
Einar, hann á fjög-
ur börn með fyrr-
verandi eiginkonu
sinni, Lóu Ósk Sigurðardóttur.
6) Eyrún Ingibjörg, gift
Tryggva Ársælssyni, þau eiga
fjögur börn. Þá eiga Sigþór og
Valgerður tuttugu barna-
barnabörn. Samtals eru því af-
komendur þeirra orðnir fjöru-
tíu og fimm.
Sigþór og Valgerður hófu
sinn búskap í Vestmannaeyjum
í byrjun árs 1950 og bjuggu þar
alla tíð síðan, fyrst á Reynifelli
við Vesturveg 15b, síðan á
Fjólugötu 3 til ársins 1998, þá
„Sæl elskan,“ þannig heilsaði
pabbi mér alltaf þegar ég hringdi
heim til Eyja til þess að heyra í
pabba og mömmu. Við systkinin
gerðum oft góðlátlegt grín að því
að pabba væri hálfilla við síma því
yfirleitt sagði hann „hún mamma
þín er hérna, bless elskan, blessi
þig,“ þar með var hann farinn úr
símanum. Það er óneitanlega
skrýtin tilfinning að eiga ekki eft-
ir að heyra rödd hans aftur.
Pabbi minn var ekki maður
margra orða, ég minnist hans sem
duglegs og iðins manns. Hann var
alltaf eitthvað að starfa, dytta að
innan húss sem utan því það
mátti ekki á nokkrum hlut sjá. Þá
var hann með eindæmum nýtinn
og engu mátti henda. Mér er
minnisstætt þegar mamma fékk
það loks í gegn að sett yrði park-
et á stofuna heima. Pabba fannst
þetta frekar mikill óþarfi þar sem
rauða, rósótta teppið var nær
óslitið. En mamma fékk sitt fram
og teppið fékk nýtt hlutverk í bíl-
skúrnum hans pabba.
Pabbi hafði óskaplega gaman af
því að setjast undir stýri á bíl
okkar, setja tjald í skottið og fara
í stutt sumarfrí upp á land. Þá lá
leiðin alltaf á sömu slóðir, undir
Eyjafjöllin og upp í Fljótshlíð.
Farið var í sund í Seljavallalaug,
komið við að Skógum, Múlakoti
og þeginn kaffisopi á bæjum þar
sem foreldrar mínir þekktu til.
Ósköp fannst lítilli stúlku þessar
heimsóknir langar. Fanný systir
pabba býr á Selfossi og þar var
alltaf stoppað og þegnar góð-
gjörðir, enda alltaf verið mjög
kært á milli þeirra systkina og
okkur tekið fagnandi.
Pabbi var sjómaður alla tíð og
stoltur af sínu starfi, það var því
honum og fjölskyldunni mikill
heiður þegar hann var heiðraður
fyrir ævistarfið á Sjómannadag-
inn 2004. Ég minnist eldgossins
og sjóferðarinnar upp á land í ör-
yggið, fjölskyldan fór með Sævari
VE og pabbi stóð við stýrið. Ein-
hvern veginn var ég örugg, vit-
andi af honum í brúnni, þrátt fyr-
ir skelfilegt sjólag og mikla
sjóveiki. Vestmannaeyjar áttu
hug pabba allan og hvergi annars
staðar vildi hann vera og eftir
gosið kom aldrei til greina annað
en að fara aftur heim með fyrstu
skipum og koma hjólum lífsins í
Eyjum aftur í gang. Það var gott
að koma heim þrátt fyrir haust-
myrkur og svarta jörð.
Pabbi var ekki að flíka tilfinn-
ingum sýnum né færa þær í orð,
en ég skynjaði ávallt djúpa og
mikla væntumþykju. Því langar
mig að draga fram eina minningu,
fyrsta unglingaástin. Það stóð
fyrir dyrum brúðkaup eldri bróð-
ur míns, húsið var fullt af fólki og
nóg að gera. Enginn veitti því at-
hygli þótt örverpið á heimilinu
væri eitthvað niðurdregið, nema
þýðuflokksmaður sem hafði skýr-
ar skoðanir á mönnum og mál-
efnum og mikill fylgismaður
Gylfa Þ. og síðar þeirra Jóns
Baldvins og Jóhönnu og þá sér-
staklega hennar.
Með árunum breyttist Sigþór
og virtist eiga auðveldara með að
blanda geði og held ég að það hafi
létt honum lund. Fljótlega upp úr
1990 fóru þau hjónin að koma
reglubundið í Sælukot, sumarbú-
stað okkar Önnu austur við Laug-
arvatn þar sem hann undi sér vel
og þau bæði. Í áratugi rak hann
eigin útgerð í félagi við vin sinn
Sigfús og gekk sá rekstur lengst-
um vel. Sigþór hafði yndi af
harmonikumúsík og spilaði reynd-
ar sjálfur dável. Önnu er það í
æskuminni er foreldrar hennar
Sigþór og Valgerður spiluðu og
sungu í litla eldhúsinu á Reyni-
felli, hann á nikku en hún á gítar
og allir sungu. Það var þröngt um
fjölskylduna í þessu litla húsi en
það breyttist mjög þegar flutt var
í nýja húsið á Fjólugötu. Það var
stórt og gott, samkvæmt því
besta á þeim tíma.
Öll árin sem ég hef þekkt þau
hjón hef ég fundið hversu sterkar
taugar þau báru til æskustöðva
Sigþórs og þeirra slóða þar sem
þau hittust og felldu hugi saman.
Fljótshlíðin, Múlakot, Markar-
fljótsbrú og svæðið allt að Mýrdal
áttu ætíð sterkan sess í hugum
þeirra. Ekki hef ég kynnst meiri
og einlægari Vestmannaeyingi,
þar sló hjarta hans. Aldrei heyri
ég Eyjalagið góða „Heima“ án
þess að hugsa til þessara mætu
hjóna. Með Sigþóri er gengin
mikill sómamaður. Valgerður
mín, þér votta ég mína dýpstu
samúð og bið góðan Guð að
styrkja þig í sorginni. Fannýju
systur hans votta ég mína dýpstu
samúð, þau voru náin. Börnum
Sigþórs flyt ég innilegar samúð-
arkveðjur svo og öðrum ættingj-
um. Blessuð veri minning Sigþórs
Sigurðssonar.
Einar Sigfússon.
Elsku afi. Á þessu ári náði ég
að kynnast þér meira þegar ég
var hjá þér og ömmu í sumar. Ég
man þegar þú sast alltaf í stóln-
um þínum og horfðir á fótboltann
á Sýn og hlóst þegar það var eitt-
hvað fyndið. Svo líka þegar þú
lást í rúminu þínu og hlustaðir á
útvarpið og hlóst þegar eitthvað
fyndið var sagt. Þú elskaðir að
keyra um í bílnum þínum og
skoða hestana og fuglana í daln-
um. Ég man þegar ég var lítil og
þú spilaðir á harmonikuna þína og
ég og Hafrún dönsuðum. Það var
alltaf til ís þegar við komum í
heimsókn, þú sást alltaf um það.
Afi, ég mun ávallt hugsa um þig
á hverjum degi.
Helga Kristín.
Sigþór Sigurðsson
pabbi. Hann tók mig afsíðis og
vildi vita hvað væri að, eftir að
hafa létt á mér, þá var pabbi
hugsi en sagði svo „Eyrún mín, ef
þessi piltur sér ekki hvað í þér
býr, þá er hann nú ekki þess virði
að þú fellir tár hans vegna.“ Þar
með var það afgreitt.
Það er skrítið að koma heim og
fá ekki hlýtt faðmlag frá pabba og
sting undan skeggi á kinn. Elsku
mamma, guð gefi þér styrk í sorg
þinni. Pabbi minn, þakka þér
samfylgdina, ég kveð þig með
orðunum sem þú kvaddir mig
ávallt með, Guð blessi þig.
Eyrún Ingibjörg.
Nú er hann genginn Vest-
mannaeyingurinn tryggi, Sigþór
Sigurðsson, 83 ára að aldri. Sig-
þór hitti ég fyrst á árunum 1967-
68. Aðdragandi þess var sá að ég
sem ungur maður fór á Mennta-
skólann á Laugarvatni og hitti
þar fyrir næstelstu dóttur Sig-
þórs, Önnu, sem var mætt til
náms. Ekki er að orðlengja það
frekar að við felldum hugi saman
og hefur það samband haldið vel
allt til þessa dags. Það var í fram-
haldi af þessu sem ég hélt til
Eyja haustið 1968 til fundar við
Sigþór og Valgerði enda ekki
seinna vænna, þar sem Anna var
komin á steypirinn og einkasonur
okkar, Sigþór, væntanlegur í
heiminn. Sem vænta mátti tók
Valgerður mér vel. Sigþór hitti ég
um kvöldið þegar hann kom af
sjónum. Það verður að segjast
eins og er að fámáll var hann og
lítt upprifinn yfir þessum pilti
sem mættur var til Eyja ofan frá
Selfossi og bar ábyrgð á óléttu
dóttur hans. Sveinbjörg móðir
Sigþórs, sem bjó á heimili þeirra
hjóna, tók mér hins vegar vel og
vissi á mér deili frá Selfossi þar
sem Fanný dóttir hennar bjó. En
tíminn leið og þegar Sigþóri varð
ljóst að mér var full alvara með
samband mitt við Önnu breyttist
viðmót hans. En við kynni mín af
Sigþóri varð mér fljótlega ljóst að
hann var ekki allra og oft erfitt
að nálgast hann í samræðum og
var á stundum eins og hann vildi
helst vera einn. Þegar Sigþór
hafði bragðað vín opnuðust ýmsar
dyr og þá kom í ljós maður með
sterkar pólitískar skoðanir, Al-
Að leiðarlokum vil ég, pabbi
minn, fá að kveðja þig hinstu
kveðju. Það geri ég með ást og
virðingu og með þakklæti fyrir
allar þær yndislegu stundir og
minningar sem ég á frá mínum
æskuárum.
Guð blessi þig um alla tíð.
Þín dóttir
Anna.
HINSTA KVEÐJA