Fréttablaðið - 09.04.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 09.04.2009, Blaðsíða 16
16 9. apríl 2009 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is Íslendingar hafa á liðnum árum leyft sér ýmislegan munað. Tökum landbúnaðinn. Halldór Kiljan Laxness, Gylfi Þ. Gíslason, Jónas Kristjánsson, Guðmundur Ólafsson og margir menn aðrir hafa hver fram af öðrum gagn- rýnt búverndarstefnu stjórn- valda og talið hana of dýra fyrir neytendur og skattgreiðendur. Alþingi hefur alla tíð daufheyrzt við þessari gagnrýni á tveim for- sendum. Önnur forsendan hvíldi á beinharðri og blákaldri pólitík: bændur höfðu meiri þingstyrk en neytendur, þótt neytendur séu margfalt fleiri en bændur. Hagur neytenda er dreifður í andstöðu- merkingu við þjappaðan hag bænda. Kjördæmaskipanin með ójöfnu vægi atkvæða eftir búsetu reið baggamuninn. Hin forsendan var hagræn og kom síðar til sög- unnar: menn hugsuðu margir sem svo, að eitt ríkasta land heims hlyti að geta leyft sér dýra búvernd innan um alla jeppana og annan lúxus. Þoturnar eru þagnaðar Nú er síðari forsendan brostin í bili. Jepparnir streyma þúsund um saman úr landi. Tugþúsundir heimila eiga varla fyrir skuldum ef þá það. Fjölmörg fyrirtæki berjast í bökkum. Að vísu munu framleiðsla og tekjur á mann hér heima varla dragast langt aftur úr nálægum löndum í kreppunni, ef hagspár Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins og innlendra stjórnvalda ganga eftir. Þær gera ráð fyrir tíu prósenta samdrætti landsfram- leiðslunnar hér í ár á móti þriggja prósenta samdrætti í Bandaríkj- unum og Evrópu og sex prósent- um í Japan. Þetta segir samt ekki alla söguna, því að hún þarf einnig að ná yfir eignir og skuld- ir heimila og fyrirtækja. Aukning erlendra skulda vegna gengis falls krónunnar og stórfelld rýrnun eigna heimila og fyrirtækja munu íþyngja Íslendingum næstu ár. Þjóðarauðurinn á bak við lands- framleiðsluna er nú minni að vöxt- um en hann var. Til að byggja auð- inn upp aftur, það er safna eignum og grynnka á skuldum, þarf þjóð- in að draga úr útgjöldum. Lífskjör almennings munu því rýrna bæði vegna tímabundins samdráttar í framleiðslu og tekjum og vegna þarfar innar fyrir að spara meira en áður til að bæta fyrir eigna- tjónið af völdum hrunsins. Margir hugðust nota uppsveifluna til að drýgja grunnlífeyri elliáranna. Sumir munu kjósa að bæta sér ekki upp eignamissinn og bera skaðann síðar. Aðrir munu byrja strax að reyna að bæta skaðann. Hér blasir við gamall vandi í nýrri mynd: lífeyririnn lætur undan til að jafna metin. Á fyrri tíð át verð- bólgan upp lífeyri landsmanna. Verðtrygging var þá leidd í lög, svo að lífeyrissjóðir gátu eflzt og venjulegt fólk átti þess kost að byggja upp viðbótar sparnað. Nú hefur viðbótarsparnaður almenn- ings rýrnað verulega og einnig grunnlífeyririnn. Mestu skiptir þó, að mannauðurinn er óskertur og einnig framleiðslutækin og ýmsar auðlindir til sjós og sveita. Heilagar kýr á háum hælum Búverndin hefur verið heilög kýr. Jafnvel Alþýðusambandið hefur ekki enn fengizt til að beita sér gegn búverndarstefnunni, þótt hún bitni harkalegast á þeim, sem lægst hafa launin. Heilögu kýrnar eru fleiri. Nú þarf að endurskoða þær fordómalaust í ljósi breyttra aðstæðna. Tökum ESB og evruna. Margir andstæðingar aðildar hafa sagt sem svo, að Íslendingar hafi líkt og Norðmenn efni á að standa utan ESB. Þessi forsenda sýnist nú brostin. Hrunið hefur bætt tveim nýjum röksemdum í safn þeirra, sem telja, að hag Íslands sé bezt borgið innan ESB. Í fyrsta lagi höfum við ekki lengur sömu ráð og áður á að hafna þeim hagsbótum, sem myndu fylgja inngöngu í ESB: lægra matar- verð, meiri samkeppni, lægri vextir. Heimilin í landinu verja um sjöttungi tekna sinna til matarkaupa, og þau þurfa nú á greiðum aðgangi að ódýrum mat að halda til að ná endum saman. Í annan stað þurfum við nú einnig að senda umheiminum skýr boð um, að við erum fús til að lúta þeim aga, sem fylgir fullri aðild að ESB: aga í fjármálum og pen- ingamálum og einnig á öðrum sviðum. Lausbeizluð hagstjórn í nafni óskoraðs fullveldis hefur ekki reynzt vel. Við hófum sjálf- stætt efnahagslíf fyrir röskum hundrað árum með íslenzka krónu, sem var þá jafnvirði danskrar krónu. Nú er gengið 22 íslenzkar krónur á móti einni danskri, og tókum við þó tvö núll aftan af gömlu krónunni, svo að gengið nú er í reyndinni 2200 íslenzkar á móti einni danskri. Það er ekki trúverðugt, hvorki innan lands né út á við, að standa nú í rústunum og strengja þess heit einu sinni enn, að héðan í frá ætlum við á eigin spýtur að halda gengi krónunnar stöðugu. Taflinu er lokið. Heilagar kýr Í DAG | Næstu skref ÞORVALDUR GYLFASON UMRÆÐA Guðlaugur Kr. Jörundsson skrifar um kosningar Við göngum til kosninga þann 25. apríl. Kjósendur eiga létt verk fyrir höndum. Valkostirnir hafa sjaldan eða aldrei verið jafn skýrir. Það verður kosið um gömlu lausnirnar eða nýjar lausnir. Það verður kosið um áframhaldandi veldi hagsmuna- samtakanna í Sjálfstæðisflokknum eða ný valdahlutföll með almannahagsmuni að leiðarljósi. Það verður kosið um íhalds- og einangrunarstefnu Sjálfstæðisflokksins eða jafnaðar- og alþjóðastefnu félagshyggjuflokkanna. Það verður kosið um hags- munamat LÍÚ og Bændasamtakanna gagnvart ESB eða um hagsmunamat almennings gagnvart ESB. Það verður kosið um hvaða flokkur skuli leiða félagshyggjustjórn til nauðsynlegra verka. Næsta ríkisstjórn verður að endurheimta fullveldi Íslands frá EES með því að ganga inn í ESB og gera okkur á ný að sjálfstæðri og fullvalda þjóð í samfélagi þjóðanna. Við getum ekki hætt á að vera lengur vinalaus og einangruð eyja. Sjálfstæðisflokkur- inn braut brýr að baki þjóðinni með viðhorfi sínu þegar varnarliðið var á förum. Alþjóðastefna Samfylkingarinnar er sú eina sem getur eflt samskipti okkar við útlönd. Við urðum velmegandi þjóð á samskipt- um við útlönd. Það er erlent fjárfestingar- fé sem skapar þjóðinni möguleika til auðsköpunar. Það er því mikilvægara en nokkuð annað að hér verði komið á stöð- ugum gjaldmiðli. Eini gjaldmiðillinn sem er nothæfur fyrir Ísland er evran, m.a. vegna okkar miklu viðskipta inn á evru- svæðið. Krónunni verður að koma í skjól sem fyrst inn í ERM II, fordyri evrunnar. Fyrsta skrefið er stefnumarkandi ákvörðun um aðildarviðræður. Það að taka stefnuna í átt að evr- unni mun veita okkur trúverðugleika á ný. Aðild að ESB er nauðsynleg til að verja okkur gegn frekari afglöpum íslenskra stjórnmálamanna við efna- hagsstjórn. Kjósendur geta nú sent frá sér skilaboð. Sjálf- stæðisflokknum er ekki treystandi fyrir stjórn landsins. Sjálfstæðisflokkurinn fær ekki lengur að halda okkur frá ESB til þess að halda eigin völdum yfir íslenskri þjóð. Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki lengur litið á sjálfan sig sem þjóðina og auð- lindir hennar sem eigin eign. Kjósandi góður, veldu frjálst sjálfstætt Ísland í samfélagi þjóðanna og veittu Samfylkingunni atkvæði þitt þann 25. apríl. Sjálfstæðisveldi eða lýðveldi GUÐLAUGUR KR. JÖRUNDSSON Gruggug sjónarmið Hér hafa ýmsir orðið til að tjá sig um efnahagsástandið. Hér var til dæmis gestur í þáttum og málþingum í vikunni John Perkins, sem frægastur er fyrir bók sem hann skrifaði og heitir „Confessions of an Economic Hit Man“. Hann er meðal viðmælenda í myndinni Draumalandinu sem frumsýnd var í vikunni. Perkins geldur varhug við Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) og telur hann handbendi afla sem ásælist náttúruauðlindir og vinni að því bak við tjöldin að hneppa landið í skuldafangelsi. Íslendingar sem starfað hafa fyrir AGS hafa hins vegar ekkert viljað kannast við slík gruggug sjónarmið hjá sjóðnum, en líkast til verður hver að gera upp við sig hver trúverðugastur er í því máli. Fjölbreytt skrif Til að glöggva sig á því kann að vera gagnlegt að kynna sér margvísleg önnur skrif Perkins, en fljótlegt er að galdra fram lista yfir bækur hans í netbókabúðum. Þar má finna titla á borð við „Shapeshifting: Techniques for Global and Personal Transfor- mation“, „The World Is As You Dream It: Teach- ings from the Amazon and Andes“ og „Psy- chonavigation: Techniques for Travel Beyond Time“. Sá síðastnefndi er forvitni- legastur, enda ekki á hvers manns færi að ferðast „út fyrir tímann“. Hjá Amazon.com fær bókin fína dóma hjá þeim sem hana hafa lesið, fjórar og hálfa stjörnu af fimm mögulegum. Umsagnir skiptast þó í tvö horn, ann- aðhvort eru menn mjög hrifnir (sér í lagi af tengingum við fræði seiðmanna indíána), meðan aðrir hafa orðið fyrir vonbrigðum; þeir sem á annað borð kunni hugleiðslu læri þarna ekkert nýtt. olikr@frettabladid.is Skipholti 50b • 105 Reykjavík S jálfstæðisflokknum ætlar að verða flest að óhamingju þessa dagana. Skoðanakannanir sýna hann næst minnstan fjórflokkanna og engin teikn eru á lofti um að fylgið sé að braggast. Þvert á móti reyndar. Samkvæmt glænýrri könn- un, sem var gerð fyrir Fréttablaðið og Stöð 2, er stuðningur við flokkinn heldur að dala. Var sú könnun gerð áður en tugmilljóna króna færslur FL Group og Landsbankans inn á reikninga í Valhöll komust í hámæli. Fast- lega má gera ráð fyrir að þær æfingar verði Sjálfstæðisflokknum hvorki til álits- né fylgisauka. Eitt vinsælasta umræðuefnið á yfirstandandi fermingaveislu- tímabili hefur verið ræða Davíðs Oddsonar á landsfundinum fyrir tæpum tveimur vikum. Þar kenndi foringinn fyrrverandi öllum öðrum en sér sjálfum og flokki sínum um vonda stöðu landsins. Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn fært þjóðinni nýtt umræðuefni fyrir þær fermingaveislur sem eftir eru, í sömu mund og uppistand Davíðs var orðið gamlar fréttir. Kosningaherráð flokksins hefur örugglega ekki reiknað með þessu á lokametrunum í baráttunni. Fortíðin ætlar sem sagt að reynast sjálfstæðismönnum fjötur um fót. Þeir losna ekki undan þeirri arfleið að nítján ára setu þeirra við stjórn landsins lauk með ósköpum í efnahagslífinu. Og ekki batnaði staðan eftir að kom í ljós að þeir þáðu þessa háu styrki frá tveimur af helstu þáverandi viðskiptablokkum landsins. Sérstaklega þegar haft er í huga að hrunið er ekki síst rakið til þess að stjórnvöld ákváðu að íþyngja viðskiptalífinu ekki um of með reglusetningum og eftirliti. En fortíðin er þó ekki eini vandinn sem Sjálfstæðisflokkurinn glímir við þessa dagana. Alvarlegur skortur á framtíðarsýn er ekki minna vandamál. Sjálfstæðisflokkurinn virðist ekki vita hvað hann vill, aðeins hvað hann vill ekki. Aðild að Evrópusambandinu er þar efst á blaði. Liggur þó fyrir að meðal allra félaga og hagsmunasam- taka, sem sögulega hafa myndað helst bakland Sjálfstæðisflokksins, er sú skoðun ríkjandi að Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Enda hafa ekki komið fram aðrar trúverðugar lausnir á jafnvægisleysi í efnahagsmálunum til lengri tíma. Eina undantekningin er LÍÚ. Þessi togstreita hlýtur að verða Sjálfstæðisflokknum erfið á næstu árum. Vissulega sýna kannanir að meirihluti þjóðarinnar er mótfallinn Evrópusambandsaðild þessa dagana. En út úr könnunum má líka lesa að yngra fólk er opnara fyrir Evrópu en það eldra. Í könnunum má einmitt sjá að Sjálfstæðisflokkurinn sækir sitt harða kjarnafylgi til þessara eldri kjósenda, sem eru hvað andsnúnastir Evrópusambandsaðild. U-beygju Bjarna Benediktssonar í Evrópumálunum, í kjölfar formannskjörsins, má auðvitað rekja beint til þessarar stöðu. Ungi maðurinn, sem átti að vera fulltrúi nýja tímans, er því kominn í þá nöturlegu stöðu að vera í forystu fyrir flokk sem virðist þrá gamla tímann mest af öllu. Ekki er síður skrýtið hlutskipti þess fólks sem vill að Ísland gangi í Evrópusambandið en ætlar að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í kosning- unum framundan. Þetta eru um fjórtán þúsund manns samkvæmt nýjustu könnunum. Hollustan ristir furðulega djúpt. Margþættur vandi Sjálfstæðisflokksins. Alvarlegur skortur á framtíðarsýn JÓN KALDAL SKRIFAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.