Fréttablaðið - 09.04.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.04.2009, Blaðsíða 8
8 9. apríl 2009 FIMMTUDAGUR PEKING, AP Hugo Chavez, forseti Venesúela, segir að tveggja daga opinber heimsókn hans til Peking í vikunni sé hluti af undirbúningi nýrrar heimsskipunar (e. new world order). Forsetinn, sem er eindreg- inn gagnrýnis- maður Banda- ríkjastjórnar, fundaði með Hu Jianto, forseta Kína og leið- toga kommún- istaflokksins, á miðvikudag. Chavez hélt því fram við frétta- menn að völd heimsins væru að snúast frá Bandaríkjunum og yfir til landa á borð við Íran, Japan og Kína. „Heimsveldi Bandaríkj- anna er hrunið,“ sagði Chavez. - kg Mjódd Hverafold Salavegur Glerártorg Grindavík Höfn Reykjanesbær Skírdagur 12 - 18 12 - 18 12 - 18 12 - 18 12 - 18 12 - 18 10 - 18 Föstud. langi Lokað Lokað Lokað Lokað Lokað Lokað Lokað Laugardagur 10 - 18 10 - 18 10 - 21 10 - 18 10 - 18 10 - 18 10 - 18 Páskadagur Lokað Lokað Lokað Lokað Lokað Lokað Lokað Annar í páskum 12 - 18 12 - 18 12 - 18 12 - 18 12 - 18 12 - 18 12 - 18 www.netto.is Mjódd - Salavegi - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær Opnunartími yfi r páska Opið í dag frá 12 - 18 SPARNAÐUR 1. Hvað eru aðildarríki Sam- einuðu þjóðanna mörg? 2. Hver tekur við embætti for- sætisráðherra Danmerkur? 3. Hver hefur tekið við þjálfun norska kvennaliðsins Levanger? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 34 SLYS Harður árekstur tveggja bíla varð við austari útkeyrsluna til móts við Hveragerði laust eftir klukkan 13.00 í gærdag. Ökumennirnir, sem voru einir í bílunum, voru báðir fluttir á sjúkrahús í Reykjavík. Báðir voru með meðvitund og ekki taldir alvarlega slasaðir. Lögreglan á Selfossi segir um að ræða fólksbíl og sendibíl sem rákust saman, en þeir komu úr gagnstæðum áttum. Tildrög slyssins lágu ekki fyrir í gær. Suðurlandsvegi var lokað í um eina og hálfa klukkustund vegna árekstursins. - kg Suðurlandsvegi lokað: Tveir bílar ultu eftir árekstur ÁREKSTUR Ökumenn bílanna voru fluttir á sjúkrahús í Reykjavík. MYND/VILHJÁLMUR ROE Forseti Venesúela: Boðar nýja heimsskipan CHAVEZ STJÓRNMÁL Aðild að Evrópusam- bandinu og upptaka evru er lykilat- riði í ábyrgri efnahagsstjórn, segir Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar. Samfylkingin kynnti í gær leiðir jafnaðarmanna í efnahags-, atvinnu- og velferðar- málum undir heitinu Skal gert. Fjöldi sérfræðinga aðstoðaði við samningu ritsins. Jóhanna og Dagur B. Eggerts- son varaformaður kynntu stefn- una í Norræna húsinu í gær. Dagur sagði staðsetninguna táknræna; það hefði sýnt sig að norræna mód- elið væri það sem gagnaðist fólki best. Flokkurinn hefur tekið saman tillögur um velferðarmál og kallar Velferðarbrú. Jóhanna segir fjóra meginþætti vera í velferðartillögunum. Með greiðslujöfnun verði greiðslu- byrði verðtryggðra lána 10 til 20 prósent lægri og greiðslubyrði gengistryggðra lána 40 til 50 pró- sent lægri. Vaxtabætur hækki um allt að 55 prósent og endurgreiðsla vaxta og verðbóta hækki um 2 millj- arða með þeirri breytingu. Þessi tvö mál lágu fyrir þinginu í gær. Að auki sagði Jóhanna að komið verði á fót möguleika á að frysta allar afborganir af lánum í þrjú ár og greiða bara vexti og verðbætur. Þá sé komið á fót greiðsluaðlögum þar sem skuldir séu afskrifaðar eða aðlagaðar greiðslugetu. Flokk- urinn vill skapa sex þúsund störf, þar af 2.000 í orkufrekum iðnaði. Bæði lögðu þau ríka áherslu á Evrópusambandsaðild. Taka eigi upp evruna og fá aðstoð frá seðla- banka Evrópu þar til hægt sé að skipta gjaldmiðlinum út. Dagur sagði Evrópumál ekki bara vera fyrir Evrópusinna, heldur alla þá sem vilja kröftugt atvinnulíf og undirstöðu fyrir velferð til fram- tíðar. Jóhanna sló út af borðinu hug- myndir um tvöfalda atkvæða- greiðslu og sagði ekki hægt að taka afstöðu fyrr en fyrir lægi hvaða samningar hefðu náðst. Jóhanna vill sækja um aðild að sambandinu fljótlega eftir kosningar. Jóhanna sagðist trúa því að hún og Stein- grímur J. Sigfússon gætu samið um þessi mál eins og önnur í stjórnar- samstarfinu undanfarið. Jóhanna vonar að Samfylkingin verði leiðandi í næstu ríkisstjórn í samstarfi við Vinstrihreyfinguna grænt framboð. kolbeinn@frettabladid.is Evrópusambandið undirstaða velferðar Samfylkingin vill bráðaaðgerðir í atvinnumálum og skapa forsendur fyrir af- námi gjaldeyrishafta. Taka eigi upp evru og fá stuðning seðlabanka Evrópu við krónuna fram að því. Hækka á vaxtabætur og auka möguleika á frystingu lána. STEFNAN KYNNT Formaður og varaformaður Samfylkingarinnar kynntu stefnu Samfylkingarinnar í efnahags-, atvinnu- og velferðarmálum í Norræna húsinu í gær. Staðurinn var táknrænn því norrænt velferðarsamfélag var boðorð dagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI MOSKVA, AP Hætt hefur verið við að breyta litnum á hinum rauðu stjörnum Sovéttímans sem prýða herflugvélar Rússlands. Rúss- neska þingið samþykkti í gær að hætta við breytinguna, en í desember var ákveðið að endur- mála stjörnurnar í fánalitum Rússlands; rauðum, hvítum og bláum. - kg Rússneskar herflugvélar: Stjörnurnar áfram rauðar VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.