Fréttablaðið - 09.04.2009, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 09.04.2009, Blaðsíða 26
6 föstudagur 9. apríl tíðin ✽ í páskafríi SÖNGVASEIÐUR María finnur sig ekki í klaustrinu og er því send í vist til ekkjumannsins Von Trapp til að gæta sjö hávaðasamra barna hans, þar sem hún vinnur hug þeirra með ást, hlýju og söng sínum. Ekki missa af einum þekktasta söngleik allra tíma í Borgarleikhúsinu. Á MÓTI SÓL Það er sama hvar á landinu þú verður um páskana, þú getur skvett úr klaufunum hvar sem er. Á móti sól gleður ballþyrsta Íslendinga á Selfossi, Húsa- vík, Egilsstöðum og Akureyri á páskatúr sínum um landið. Taktu til sparigallann og pússaðu dansskóna! ENGLAMYNDIN FYRIR OFAN RÚMIÐ MITT SEM ÉG KEYPTI Á MARKAÐI Í DANMÖRKU. STRÆTÓBAUKURINN Sparibaukur heimilisins kemur sér vel. HNÍFASAFN EIGINMANNSINS Hann vinnur skeptin öll í höndunum. 70S-SPEGILLINN MINN Einhver diskó- stemning yfir honum. BÓKIN OG SPILIN eiga heima á náttborðinu hjá mér og ósjaldan áður en ég fer að sofa dreg ég nokkur spil til að taka stöðuna á næstu dögum og vikum. INGIBJÖRG REYNISDÓTTIR leikkona ELDGAMLA KAFFIKANNAN hennar ömmu heitinnar úr Kjósinni. KAFFIVÉLIN var brúðargjöf. FARTÖLVAN KLUKKUSTRENGIRNIR sem litla systir mín saum- aði fyrir bæði börnin mín þegar þau fæddust. ORKUSTEINALAMPANN fékk ég í afmælisgjöf frá æskuvinkonum mínum árið 2006 og síðan þá hefur allt verið upp á við. Þrælvirkar. „Bókin kom í búðir á þriðjudaginn og þetta var bókstaflega fyrsta eintakið sem Hanna Birna fékk,“ segir Þórey Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri bókarinnar Reykjavík barnanna sem hún vann í samstarfi við mágkonu sína Lóu Auð- unsdóttur. „Við ákváðum að fara út í þetta því það eru til svona bækur í öllum borgum sem við höfum ferðast til. Hanna Birna segist fagna bókinni því hún er í samræmi við fjölskyldustefnu Reykja- víkurborgar og það er gaman að sjá hana verða að veru- leika því þetta er búin að vera mikil vinna í tvö ár,“ út- skýrir Þórey. „Reykjavík barnanna er aðallega fyrir fólk sem býr í borginni og vill fá nýjar hugmyndir um hvað er hægt að gera með börnunum sínum, en bókin er líka á ensku svo hún hentar einnig fyrir fólk sem er að koma hingað í helgarferðir,“ bætir hún við. Auk þess er öll þjónusta í Reykjavík sem viðkemur börnum kortlögð í bókinni, svo sem söfn, veitinga- staðir og ýmiss konar tómstundaiðja. - ag Þórey Vilhjálmsdóttir og Lóa Auðunsdóttir: Gáfu borgarstjóra bók Barnvæn Ragnheiður Ríkharðsdóttir dóttir Þóreyjar og Mía Pálína Gunnarsdóttir dóttir Lóu afhentu Hönnu Birnu borgarstjóra fyrsta eintakið af bókinni. Náið samstarf Þórey Vilhjálmsdóttir vann bókina í samstarfi við mágkonu sína, Lóu Auðunsdóttur. HVAR ER BEST AÐ FÁ SÉR MORGUNMAT? Hong Kong Football Club, morgunverðarhlaðborð sem segir sex! BESTA KAFFIÐ? Ég drekk ekki kaffi en sem morgundrykk- ur er mangó-smoothie á Mix bestur, og hollastur. FÍNT ÚT AÐ BORÐA? Zuma, því þar er besta sushi sem ég hef smakkað og Aqua upp á útsýnið og þjónustuna að gera. UPPÁHALDSVERSLUNIN? Nine West - skófíkill. Wanchai computer market er líka ómissandi. BEST VIÐ BORGINA? Fjölbreytileikinn. Hér er allt til alls, Hong Kong er stórborg með sveitasælu í 15 mínútna fjarlægð. Hér eru óteljandi möguleikar til útivistar, skemmt- ana, fólk frá öllum heimshornum og matar- úrval eftir því. BEST GEYMDA LEYNDARMÁLIÐ? Sjávarrétta- staðurinn í Clearwater Bay Country Park eftir göngu upp á Sharp Peak. HONG KONG Rebekka Kristín Garðarsdóttir, útgáfustjóri AsianInvestor BORGIN mín TOPP 10

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.