Fréttablaðið - 09.04.2009, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 09.04.2009, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans BAKÞANKAR Ragnheiðar Tryggvadóttur Í dag er fimmtudagurinn 9. apríl, 99. dagur ársins. 6.17 13.29 20.43 5.56 13.14 20.34 Langþráð páskafrí byrjaði í dag, fyrstu frídagarnir síðan um jól. Undanfarnir þrír mánuðir hafa verið ansi langir og lítið uppörv- andi, enda landið á hausnum. Ekki nóg með að kreppan bæti utan á sig jafnt og þétt eins og snjóbolti sem rúllar stjórnlaus niður brekku, heldur hefur meira að segja veðr- ið verið leiðinlegt og hríðarbyljir og frost gert sitt til að draga mór- alinn niður. Ég er viss um að ef við byggjum einhvers staðar þar sem sólin skín allan daginn væri ekki nándar nærri eins nöturlegt að eiga við ástandið. MIKIÐ óskaplega er kreppan leið- inleg en ég velti mér nú samt upp úr henni gegndarlaust. Hún er orðin hluti af mér eins og ljótur fílapensill í eyra sem ég get ekki látið í friði og kroppa endalaust ofan af. Þetta gengur ekki lengur. EN nú eru páskarnir fram undan og nóg komið af voli. Það er frí. Þótt hinn séríslenski frasi „þetta reddast“ hafi kannski átt sinn hlut í að við stöndum í þeim sporum sem við stöndum í núna, ætla ég samt að láta kreppuna lönd og leið næstu fimm daga. Ég ætla að leyfa mér að láta eins og þetta reddist allt saman. Það er frí, allt lokað hvort sem er og hvorki hægt að stressa sig á einu né neinu. ÞAÐ getur nefnilega falist ákveð- ið frelsi í því þegar utanaðkomandi aðstæður, sem maður hefur ekki stjórn á sjálfur, taka völdin. Það skapast ákveðin fríhelgi eða tóma- rúm sem maður ber enga ábyrgð á og getur þá leyft sér að vera kæru- laus. Eins og þegar tölvukerfið hrynur í vinnunni og maður verð- ur bara að fara í kaffi með hinum meðan tölvugúrúarnir gera við. Eða þegar rafmagnið fer og ekk- ert er hægt að gera nema bíða eftir að það komi á aftur. Það á að njóta svona stolinna stunda. NÚ er frí, allt lokað, allar við- ræður liggja niðri, engin vafa- söm bankaviðskipti eiga sér stað í nokkra daga, ekkert að gerast á Alþingi, allir farnir heim og kreppusnjóboltinn stoppar rétt á meðan. Næstu fimm daga þurf- um við ekki einu sinni að kveikja á útvarpinu og komumst vel upp með að hlusta ekki á kosningaáróð- ur flokkanna. Við erum í fríi. Við eigum skilið þessa smá stund til að gleyma okkur og slappa aðeins af áður en við setjum undir okkur hausinn, og kroppum aftur ofan af fílapenslinum ljóta. Njótum friðhelgi Dúnúlpa með harðri skel Stærðir: Verð: 36.000,- Drífa ehf, Suðurhraun 12 C, 210 Garðabær, Sími 555 7400, Fax. 555 7401, icewear@icewear.is, www.icewear.is REYKJAVÍK: Handprjónasambandið, The Viking, The Viking, Islandia, Icefin, UTAN REYKJAVÍKUR: Bláa Lónið The Viking, Gullfosskaffi, Geysir Shops, íslensk hönnun h ö n n u n : w w w .s ki ss a .n e t ICEWEAR flíkur fást á eftirtöldum stöðum: Vatnsheldir saumar GÆSA- DÚNN 70/30

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.