Fréttablaðið - 09.04.2009, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 09.04.2009, Blaðsíða 19
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 BRJÓSTAHALDARAR komu fram á sjónarsviðið í lok nítj- ándu aldar. Þeim var ætlað að leysa korselettin af hólmi og eru nú orðnir sjálfsagður klæðnaður kvenna í flestum hlutum heimsins. „Móðir mín prjónaði lopapeysuna á mig en bolurinn er frá hljómsveit- inni Reykjavík. Buxurnar eru hins vegar Birkis-buxur frá Bandaríkj- unum en þær eru svo ódýrar úti og mamma kaupir þær af og til á mig. Þær eru rosalega þægilegar með mörgum vösum,“ segir Berg- ur Thomas Anderson, bassaleikari hljómsveitarinnar Sudden Weather Change, og brosir. Bergur lýsir fatastíl sínum sem frekar afslöppuðum og skemmti- legum. „Ég er oftast í gallabux- um, hljómsveitarbol og skyrtu. Gaman er að styrkja vinaböndin við aðra í bransanum og kaupa af þeim hljómsveitarboli og annað slíkt. Þessa dagana er ég annars yfirleitt í lopapeysu, enda hentar hún við flestar íslenskar aðstæð- ur,“ segir hann og viðurkennir að hann hafi gaman af að finna sér ný föt. „Mér finnst gaman að grúska í Kolaportinu og á svoleiðis stöð- um þar sem finna má öðruvísi föt sem eru í raun einstök. Til dæmis skyrtur og peysur í sérstökum, gömlum sniðum og æpandi litum en líka föt í dempaðri jarðarlitum. Við í hljómsveitinni höfum allir gaman af sniðugum fatnaði,“ segir Bergur og bætir við: „Við erum allir á sömu nótunum í fleiri en einum skilningi þar sem við klæð- um okkur svipað og reynum jú að spila í takt. Við til dæmis girðum allir buxurnar ofan í sokkana en þá hefur maður góða yfirsýn yfir það sem er fyrir neðan mann.“ Sudden Weather Change spilar á tónleikum á Sódómu í kvöld ásamt hljómsveitunum Kimono og Bent Moustache frá Hollandi. „Þetta er á vegum Kimi Records og miðinn kostar einungis 800 krónur. Ef fólk greiðir hins vegar 1.500 krónur þá fær það líka plötu úr vörulista Kimi sem er frekar gott. Á morgun fljúgum við síðan til Ísafjarðar og spilum á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður. Ég kom frá Snæfells- nesi í fyrradag og skelli mér svo á Vestfirðina á morgun og á svona ferðum kemur lopapeysan sér vel,“ segir Bergur kátur. hrefna@frettabladid.is Oftast bara í lopanum Þægilegur fatnaður með smá skemmtilegheitum hentar hljómsveitargaurum vel og er Bergur Thomas Anderson, bassaleikari hljómsveitarinnar Sudden Weather Change, þar engin undantekning. Bergur Thomas klæðist þægilegum og á stundum skrautlegum fatnaði sem hentar vel þegar ferðast er um landið og spilað á rokktónleikum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SÚKKULAÐIVAX HAFRAVAX SÚKKULAÐISTRIMLAR F. ANDLIT OG LÍKAMA ATH. Súkkulaðivax hentar vel fyrir viðkvæma líkamshluta ÚTSÖLUSTAÐIR: Apótek og snyrtivöruverslanir Háreyðingavax sem hægt er að hita í örbylgjuofni og einnig vaxstrimlar                 !""# $% &!''(%#)*+ ,  -. /00-#0* ,  -. Meirapróf Upplýsingar og innritun í síma 5670300 NÝTT NÁMSKEIÐ HEFST 15. APRÍL Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.