Fréttablaðið - 09.04.2009, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 09.04.2009, Blaðsíða 46
34 9. apríl 2009 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN LÁRÉTT 2. steintegund, 6. ólæti, 8. aur, 9. pili, 11. horfði, 12. gerviefni, 14. veldis, 16. skóli, 17. ennþá, 18. í viðbót, 20. átt, 21. tútta. LÓÐRÉTT 1. kast, 3. frá, 4. forviða, 5. knæpa, 7. reina, 10. mánuður, 13. gerast, 15. sníkjur, 16. skraf, 19. mun. LAUSN LÁRÉTT: 2. kalk, 6. at, 8. for, 9. rim, 11. sá, 12. plast, 14. ríkis, 16. ma, 17. enn, 18. auk, 20. na, 21. snuð. LÓÐRÉTT: 1. varp, 3. af, 4. lostinn, 5. krá, 7. tilraun, 10. maí, 13. ske, 15. snap, 16. mas, 19. ku. „Ég er búinn að ráða í annað aðal- hlutverkið í Grafarþögn. Ilmur Kristjánsdóttir verður konan sem sætir heimilisofbeldi í sögunni,“ segir Baltasar Kormákur. Baltasar er með mörg járn í eld- inum en nú er hafinn undirbún- ingur á Grafarþögn sem byggir á einni bestu bók Arnaldar Indriða- sonar. Fyrirhugað er að myndin fari í tökur í haust. Grafarþögn verður dýrasta íslenska myndin sem Baltasar hefur gert – tvöfalt umfangsmeiri en gengur og ger- ist á íslenskan mælikvarða. Kostn- aðaráætlun liggur ekki fyrir en þetta er að sögn Baltasars „lang- stærsta mynd sem ég hef gert hér á Íslandi. Þetta er stríðsáraperíóða sem þarf að smíða og við erum, ég og Atli Geir Grétarsson sem sér um leikmyndina, þegar byrjaðir að leita að tökustöðum“. Arnald- ur skrifar handrit í samvinnu við Baltasar og er sú vinna vel á veg komin en Baltasar hefur reyndar þann háttinn á að handritsskrif standa allt þar til búið er að ganga frá myndinni. Grafarþögn er líklega myrkasta bók Arnaldar. Hún gerist á tveim- ur tímaplönum en mannabein finn- ast í grunni nýbyggingar í Graf- arholti sem leiðir lögregluteymið Erlend, Elínborgu og Sigurð Óla á vit vægast sagt skuggalegrar fortíðar. Byggðin hefur þanist út þannig að Baltasar segir að færa verði leikmyndina til samræmis við það. Baltasar gerir ráð fyrir því að lögregluþríeykið verði í höndum hinna sömu og voru í hinni mjög svo vel heppnuðu Mýri: Ingvars E. Sigurðssonar, Ólafíu Hrann- ar Jónsdóttur og Björns Hlyns Haraldssonar. Að sama skapi má reikna með að Ágústa Eva Erlends- dóttir leiki dóttur Erlends. Ilmur leikur svo konuna sem sætir miklu heimilisofbeldi en Baltasar á eftir að finna hrottann úr fortíðinni. „Ég er að prófa í karlahlutverkið núna. Svo er ég að leita að fatlaðri stelpu sem getur leikið. Og strák líka. Já, nú stendur yfir leit í þessi hlutverk,“ segir Baltasar. „Ég er þakklát Balta að sjá í gegnum þessa kómíkkassa sem ég hef kannski verið sett í,“ segir Ilmur, sem er ein þekktasta gam- anleikkona þjóðarinnar. Þetta hlutverk er hins vegar myrkt og dramatískt. Ilmur trúir því að hún hafi hæfileikana í þetta. „Þetta er geðveikt hlutverk og ég hlakka til að takast á við það. Maður leitar í skuggahliðar sjálfs sín og annarra. Reynir að læra af því og setja sig svo í þessi spor. Ég ætla samt ekk- ert að fara að búa í bragga eða neitt svoleiðis,“ segir Ilmur aðspurð hvernig leikarar vinni hlutverk sem þetta. jakob@frettabladid.is BALTASAR KORMÁKUR: LEITAR ÓMENNIS OG FATLAÐRAR STELPU Ilmur Kristjáns í Grafarþögn ILMUR KRISTJÁNSDÓTTIR Leikur annað aðalhlutverkið í Grafarþögn, dramatískt hlut- verk konu sem sætir heimilisofbeldi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Ég fæ mér ristað brauð með osti eða sultu og Ab-mjólk. Stundum appelsínu, ef ég á hana til.“ Krummi Björgvinsson tónlistarmaður „Við verðum á frekar lélegu meðalhóteli, Cosmos heitir það og var byggt fyrir Ólympíuleikana 1980. Við höfum aldrei þurft að fara í lægsta klassa en nú er kreppa og allt það og menn verða að sníða sér stakk eftir vexti. Cosmos er samt ekki verra en hótel- ið í Úkraínu þar sem vatnið var brúnt,“ segir Jónatan Garðarsson, liðsstjóri íslenska Eurovision-hópsins. Hafi einhver gert sér þá mynd að keppni í þessari lagakeppni væri notalegt ferðalag til evrópskrar stórborgar þá skjátlast hinum sama hrapallega, því þetta er erfiðisvinna og verður síst auðveldari í Moskvu. Sökum tímamismunar hefjast undankeppnirnar klukkan tíu að kvöldi og standa til hálfeitt um nótt- ina. „Allt sem heitir evrópskur sjónvarpstími lýtur að lítilli sjoppu rétt fyrir utan London sem heitir Greenwich,“ segir Jónatan, sem er öllu vanur enda eldri en tvævetra þegar kemur að Eurovision. „Síðast var keppnin búin klukkan tólf og þá þurfti að skipu- leggja blaðamannafundi en sú vinna stóð til klukk- an sex eða sjö um morguninn,“ segir Jónatan, sem sér því fram á að ná tveggja til fjögurra tíma svefni á hverjum degi. „Ég hef annars náð að koma mér upp þeirri tækni að geta sofnað nánast hvar sem er í tíu mínútur og það heldur mér gangandi, þetta er svo- kallaður powernap eða ofurlúr,“ útskýrir Jónatan. Íslensku ferðalangarnir ættu að búa sig undir fremur sérkennilegan mat því venjuleg rússnesk matargerðarlist er ekki í neinum sérstökum gæða- flokki. „Sko, þú getur fengið besta mat í heimi í Moskvu en þá þarftu líka að borga ríflega fyrir. Mat- urinn þarna er alveg sér á parti, hann er kannski ekkert vondur en við Íslendingar erum ekki vanir honum. Það er þarna nýlendubúð rétt hjá og fólk getur því gripið með sér ávexti og annað slíkt.“ - fgg Lítill lúxus á Eurovision í ár NÆR VONANDI FJÖGURRA TÍMA SVEFNI Jónatan Garðarsson býst við að sofa lítið í Moskvu enda geri tímamismunurinn það að verkum að keppnin hefjist seint um kvöldið og ljúki um nóttina. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Árshátíð Þjóðleikhússins var haldin um helgina og þar var vitaskuld áberandi stórleikarinn Gunnar Eyjólfsson. Hinni öldnu kempu var þó nóg boðið þegar borð- félagar hans fóru að tala galgopalega um meinta eiturlyfja- neyslu innan stétt- arinnar, svo mjög að hann yfirgaf samkvæmið í fússi og taldi þetta ekki neitt til að hafa í flimt- ingum. Draumalandið var frumsýnt í Háskólabíói fyrir troðfullu húsi. Fullyrða má að ekki hefði farið vel um fólk á borð við Valgerði Sverrisdóttur, Geir Haarde, Friðrik Sophusson eða Halldór Ásgrímsson í sætum sínum – og væntanlega krossleggja bæði framsóknar- og sjálfstæðismenn fingur og vona að sem fæstir sjái myndina fyrir kosn- ingar. Einn var þó sá maður sem lét sér fátt um tilfinningarótið sem myndin kallaði fram en sá er Jakob Björnsson, fyrrverandi orkumála- stjóri. Hann var meðal viðmælenda í myndinni, mætti á frumsýninguna og gott betur: Í frumsýningarpartýið líka sem haldið var á B5. Auðunn Blöndal sjónvarps- stjarna ætlar að verja páskunum í Bandaríkjunum, nánar tiltekið í borg lastanna og spilavítanna, Atlantic City. Þetta er sannkölluð drauma-stráka-ferð en Auddi fer ásamt góðum hópi pókerfélaga sem gerðu garðinn frægan á póker- móti í Portúgal fyrir ekki svo löngu. Þeirra á meðal eru sjálfur landsliðs- fyrirliðinn Egill „Störe” Einarsson en þetta er hans fyrsta ferð til Bandaríkjanna. Annar góður sem fer er Ofur- Hugi Halldórsson sem gerði garðinn frægan í Strákunum með ýmsum atriðum sem sverja sig í ætt við Jackass-hópinn. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI „Þetta er hugmynd að lógói nýja turnsins sem á að byggja á svæð- inu þar sem Tvíburaturn- arnir stóðu,“ segir Oscar Bjarnason en New York Times birti í gær tillögur nokkurra grafískra hönn- uða, sem eru í sérstöku uppáhaldi hjá blaðinu, að vörumerki 1 World Trade Center. Þar til nýlega átti háhýsið, sem verður það hæsta í New York-borg, að heita Freedom Tower en fallið hefur verið frá þeirri nafngift. Nú þegar heitið er ljóst er næsta skref að hanna merki þess. „Þeir hjá blaðinu vilja hafa opna umræðu og koma henni almennilega á flug. Ég hef áður gert svona hönnunartillögur fyrir New York Times, þá fyrir merk- ingar á leigubíla borgarinnar árið 2007. Ég veit ekki almennilega hvernig þeir höfðu uppi á mér en mér skildist á hönnunarstjóra blaðsins að hann hefði upphaf- lega fundið síðuna mína á Netinu, skoðað verk mín þar, orðið hrif- inn og fylgst með síðan,“ segir Oscar. Um gríðarlegan heiður er að ræða fyrir hann enda New York Times eitt virtasta blað heims. Oscar vinn- ur sem grafísk- ur hönnuður hjá auglýsingastof- unni Fíton en sem dæmi um verk hans má nefna lógó N1, Nesti, VR, Iceland Express og flugfélagsins Sterling. „Þeir voru ánægðir með tillögu mína að leigu- bílamerkingunum í hittifyrra og eru að endurtaka leikinn.“ Í New York Times segir Oscar um hönn- un sína að hann hafi haft bygging- una sjálfa í fyrirrúmi. Hann telur bygginguna, eða þær teikningar sem fyrir liggja að henni, fallega, en útlit hennar hefur verið nokkuð umdeilt eins og búast mátti við. Í uppáhaldi hjá New York Times HEFUR ÁÐUR HANNAÐ HUGMYND FYRIR BLAÐIÐ Oscar Bjarnason var beðinn um að hanna hugmynd fyrir New York Times árið 2007 að leigubílamerkingum. Hönnunarstjóri blaðsins hafði séð verk hans. MYND/JÓNATAN GRÉTARSSON Einstakt tækifæri fyrir 14 ára unglinga CISV hefur verið starfandi á Íslandi í tæp 30 ár og sent yfi r 1.000 þátttakendur út um allan heim. Við vorum að fá aukaúthlutnun í unglingabúðir fyrir 14 ára í Kólombíu. Eigum laust pláss fyrir eina stelpu. Unglingabúðirnar eru í 3 vikur og í þeim eru 10 hópar frá jafnmörgum löndum. Hver hópur samanstendur af tveimur stelpum, tveim strákum og fararstjóra. Einnig höfum við fengið beiðni frá Þýskalandi um unglingaskipti fyrir 14 ára. Um er að ræða 6-8 manna hóp sem fer í tvær vikur til S-Þýskalands og dvelur inn á heimilum jafnaldra sinnar þar. Síðan dvelur allur hópurinn á Íslandi í tvær vikur. Íslenskur og þýskur fararstjóri sjá um skipulagningu ásamt foreldrum og börnum. Eigum ennþá laus pláss fyrir kyn. Nánari upplýsingar má fi nna á heimasíðu félagsins www.cisv.org á netfanginu cisv@cisv.is eða í síma 861 1122 (Ásta). VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8 1 Þau eru 192 talsins. 2 Lars Lökke Rasmussen. 3 Ágúst Þór Jóhannsson.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.