Fréttablaðið - 09.04.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 09.04.2009, Blaðsíða 12
12 9. apríl 2009 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 25 Velta: 84 milljónir OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6 219 +0,02% 642+0,22% MESTA HÆKKUN MAREL +3,90% MESTA LÆKKUN EIMSKIP -20,00% BAKKAVÖR -3,20% ÖSSUR -0,67% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,30 +0,00% ... Atlantic Airways 171,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 251,00 +0,00% ... Bakkavör 1,21 -3,20% ... Eik Banki 91,50 +0,00 ... Eimskipafélagið 0,80 -20,00% ... Føroya Banki 126,50 +0,00% ... Icelandair Group 5,00 +0,00% ... Marel Food Systems 42,60 +3,90% ... Össur 89,50 -0,67% Vextir svonefndra jöklabréfa eru ekki nema að litlu marki tengdir stýrivöxtum Seðlabankans, að mati seðlabankastjóra. Bankinn lækkaði stýrivexti í gær. Stýrivextir Seðlabankans voru lækkað- ir um 1,5 prósentustig, í 15,5 prósent, á aukavaxtaákvörðunardegi í gær. For- maður peningastefnunefndarinnar, Svein Harald Øygard, seðlabankastjóri kynnti ákvörðunina ásamt Arnóri Sig- hvatssyni aðstoðarseðlabankastjóra og Þórarni G. Péturssyni aðalhagfræð- ingi. Mat peningastefnunefndarinnar er að tæplega níu prósenta veiking á gengi krónunnar, sem orðið hafi frá síðustu vaxtaákvörðun, sé ekki til komin vegna vaxtaákvörðunarinnar. „Lækkun krón- unnar virðist mega rekja til tímabund- inna þátta, til dæmis tiltölulega mik- illa árstíðabundinna vaxtagreiðslna af krónuskuldabréfum og innstæðum í eigu erlendra aðila. Þótt afgangur hafi verið á vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd ríkir enn mikil óvissa um viðskiptajöfn- uðinn í heild. Að auki eru vísbendingar um að farið hafi verið í kringum gjald- eyrishöftin.“ Fram kom í máli seðlabankastjór- anna að áhrif stýrivaxta á vaxtagreiðsl- ur vegna jöklabréfa og þar með veikingu krónunnar hafi verið ofmetin. Þannig segir Svein Harald að vextir bréfanna séu ekki nema að litlum hluta tengdir stýrivöxtum. Arnór segir erfitt að meta áhrifin, enda ólíkir vextir á bréfunum. Minni vaxtagreiðslur verði hins vegar næstu tvo mánuði en verið hafi í mars. Nánari greiningu á áhrifum jöklabréfa verður svo að finna í þjóðhagsspá Seðla- bankans í maí. Arnór segir ákvarðanir peningastefnu- nefndar snúast um trúverðug skref og sýna þurfi bankanum dálitla þolinmæði. „Við endurmetum aðstæður eftir hverja vaxtaákvörðun og ef þróunin er með þeim hætti sem allt bendir til, að vaxta- ákvarðanirnar hafi ekki neikvæð áhrif, þá er það vegvísir að næstu ákvörðun,“ segir hann, en áréttar um leið að engu sé hægt að lofa þar um. „Þær ráðast af þróun efnahagsmála, stöðugleika geng- isins og að verðbólga haldi áfram að hjaðna. En það er rétt að eftir því sem verðbólga hjaðnar hraðar og gengið styrkist meira, þeim mun hraðar getum við lækkað vextina.“ Svein Harald leggur jafnframt áherslu á að horfa þurfi til fleiri þátta sem skýr- ist á næstu mánuðum. „Þeir snúa að endurskipulagningu fjármálakerfisins, áætlun um aðlögun ríkisútgjalda til miðl- ungslangs tíma og því að fá skýrari mynd af skuldastöðu ríkisins.“ Vaxtamunur milli krónunnar og helstu gjaldmiðla ætti, að sögn nefndarinnar, að gefa svigrúm til áframhaldandi hæg- fara slökunar peningalegs aðhalds. Þá sé verðbólguþrýstingur enn á undanhaldi, sem og væntingar fyrirtækja um verð- bólgu. Í máli Þórarins G. Péturssonar kom þó fram að alþjóðlega hafi horfur versnað. Þannig spái OECD 12 prósenta samdrætti í milliríkjaverslun á þessu ári, en meiri samdráttur hafi ekki áður verið mældur. olikr@frettabladid.is SEÐLABANKASTJÓRARNIR Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri og Svein Harald Øygard seðlabankastjóri við kynningu á vaxtaákvörðun peninganefndar Seðlabanka Íslands í gærmorgun. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Vextir jöklabréfa lítið tengdir stýrivöxtum EFNAHAGSMÁL Viðskiptaráð Íslands telur nægt svigrúm til frekari lækkunar stýri- vaxta. Í áliti ráðsins er bent á að verðbólga hafi hjaðnað skarpt, húsnæðisverð fari lækkandi, hagvísar bendi til mikils samdráttar, atvinnu- leysi aukist hratt og launa- þrýstingur sé lítill. „Eini óvissuþátturinn hvað varð- ar verðbólguþróun virðist því vera gengi krónunnar.“ Viðskiptaráð segir háum vöxtum væntanlega ætlað að draga úr hvata til að fara á svig við gjaldeyrishöftin. „Hér er þó um tvíeggja sverð að ræða enda leiða hærri stýrivextir til auk- inna vaxtagreiðslna úr landi og þar með aukins þrýstings á gengi krónunnar.“ Í ljósi þess að gjald- eyrishöft eigi ekki að vera hér varanleg lausn segir Viðskiptaráð að stjórnvöld ættu, í samvinnu við Seðlabankann, að leggja á það þunga áherslu að móta trúverðuga áætlun um hvernig sköpuð verði skilyrði til að aflétta höftunum. - óká Svigrúm er til meiri lækkunar stýrivaxta FINNUR ODDSSON Finnur er framkvæmdastjóri Við- skiptaráðs Íslands. Þú vilt vita hvar þú stendur. Hvernig landið liggur. Vöxtur treystir undirstöður þínar, tryggir þér góða yfirsýn á fjármálin og færir þér hagstæð kjör. Kynntu þér málið á www.kaupthing.is eða í síma 444 7000. ÍS L E N S K A S IA .I S K A U 4 55 13 0 3/ 09 Þú vilt góða yfirsýn. Þess vegna er Vöxtur fyrir þig. Vöxtur er Vildarþjónusta Kaupþings ÍS L E N S K A S IA .I S K A U 4 55 13 0 4/ 09

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.