Fréttablaðið - 09.04.2009, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 09.04.2009, Blaðsíða 24
4 föstudagur 9. apríl Föstudagur leitaði til málsmetandi álitsgjafa í leitinni að besta sjón- varpsmanni landsins. Margir komust á blað en það var Logi Berg- mann Eiðsson sem fékk langflestu stigin sem besti sjónvarps- maður Íslands. Viðtal: Indiana Ása Hreinsdóttir Ljósmyndir af Loga: Stefán Karls- son Þ etta er frábært og g leður mitt l i t la hjarta,“ segir Logi Bergmann Eiðsson þegar honum eru til- kynnt úrslitin í valinu á besta sjón- varpsmanni landsins. Álitsgjöfum Föstudags þykir Logi standa sig frábærlega sem fréttalesari sem og spjallþáttastjórnandi Loga í beinni og segja hann trúverðugan fréttalesara og skemmtilega kæru- leysislegan spjallþáttakóng. „Ætli ég virki ekki kæruleysis- legur þar sem ég er kærulaus. Upp að vissu marki allavega. Svona þáttur eins og Logi í beinni þarf að vera léttur og skemmtilegur, á föstudagskvöldum má láta allt flakka og hafa gaman. Sérstak- lega núna þegar allt er farið til helvítis,“ segir hann og bætir við að maður verði að hafa gaman af því sem maður geri. „Það er um að gera að fíflast aðeins og reyna að vera fyndinn. Þótt það takist ekki alltaf,“ segir hann hlæjandi. Logi, sem hefur verið í sjónvarpi í átján ár, segist ekki eiga erfitt með að breyta um gír, úr fréttum yfir í léttmetið. „Einhvern tímann hafði ég áhyggjur af þessu en ég er búinn að vera það lengi í sjón- varpi að mér finnst ekkert erfitt að svissa um,“ segir hann kátur og bætir við að ef einhverjir eigi í vandræðum geti þeir athugað hvort hálsbindið sé á sínum stað. „Ég er þessi kæruleysislegi þegar ég er ekki með bindi en þegar ég er með bindi er ég að lesa fréttir,“ segir hann hlæjandi. Logi í beinni er farinn í sumar- frí en mun rata aftur á skjáinn í haust. „Áhorfstölur síðustu þátta hafa verið ótrúlegar svo ég vona að við séum að gera eitthvað rétt. Við komum aftur fersk í haust enda eigum við nóg inni ennþá.“ Spurð- ur hvort honum þyki skemmtilegt að sigra einhvern einn sjónvarps- mann fremur en annan nefn- ir hann Sigmar Guðmundsson í Kastljósinu. „Á milli okkar Simma hefur alltaf verið rígur. Það er bara skemmtilegt enda erum við góðir vinir. Ég er mjög kátur með þetta enda hef ég gaman að vinnunni og það sést kannski.“ 1. SÆTI LOGI BERGMANN „Stuðbolti, góður sem fréttamað- ur og þáttastjórnandi. Skapar auð- veldlega skemmtilegt og létt and- rúmsloft með húmorinn að leið- arljósi.“ „Skemmtilega vitlaus og klikk- aður á skemmtilegan máta.“ „Ótrúlega eðlilegur og afslapp- aður, fær fólk til að opna sig og kann að koma fólki á óvart með skemmtilegum innskotum í formi spurninga eða myndbrots. Frábær húmor.“ „Einn sá besti í dag. Algjör- lega á réttri hillu í spjallþættin- um sínum. Passlega kærulaus og léttur.“ „Spjallkallinn Logi. Þessi kæru- leysistækni hans svínvirkar og þættirnir hafa gengið vel upp.“ „Flottur. Hefur margar hliðar sem sjónvarpsmaður. Smellpass- ar í fréttirnar og fer svo úr frétta- gallanum og beint í settið á Loga í beinni. Þátturinn er algjör snilld.“ „Bara góður í Loga í beinni, svo skemmtilega gleyminn og klúð- urslegur eitthvað að þú getur ekki annað en farið í gott skap. Logi og tíkin Skotta eru skothelt par á föstudagskvöldum.“ 2.-3. SÆTI SÖLVI TRYGGVASON „Einn af fremstu sjónvarpsmönn- um okkar. Skýr, eldklár og mynd- arlegur. Góður fréttamaður og ávallt vel til fara. Gaman að sjá hann á SkjáEinum.“ „Var frábær í Íslandi í dag og hefur glætt SkjáEinn miklu lífi m e ð n ý j u m þáttum sínum þar.“ „Klárlega flottasti sjón- varpsmaður- inn. Nær að halda manni v i ð s k j á i n n allan þáttinn, kemur með beittar spurningar án þess að gagga á viðmælanda sinn. Síðan er bara svo gaman að horfa á hann.“ „Með húmor. Yfirvegaður og geðþekkur. Dettur ekki í þá gryfju líkt og margir aðrir myndarmenn að vera með folatakta og smjörva- bros.“ 2.-3. SÆTI ÞÓRA ARNÓRSDÓTTIR „Glæsi leg og eldklár. Kona sem vex stöðugt í starfi. Pottþétt fyrsta sæti!“ „Sú e ina í Kastljósi sem er alltaf fagleg og kurteis við við- mælendur sína. Hefur skemmtilegt prakkarablik í augum og kallar fram hjá manni vellíðan.“ „Kemur mér sífellt á óvart. Nýtur sín í Kastljósinu. Tungumálasnill- ingur, virkilega sjarmerandi. Flott kona sem vinnur á.“ „Afar viðkunnanleg og sjarmer- andi. Gáfurnar leka af henni og hún er laus við hroka.“ 4.-6. SÆTI EGILL HELGASON „Frábær sjón- varpsmaður. Ávallt gaman að horfa á þætt- ina hjá honum og vel staðið að þeim. Skeleggur og eldklár.“ „Hefur verið í s ínu besta formi í vetur, bæði í Kiljunni og Silfrinu.“ „Krútt með krullur, eins sjálf- sagður hlutur á sunnudögum og eggið og beikonið. Er hann sjálfur. Kveikir í manni áhuga á íslensk- um bókmenntum. Snillingur.“ 4.-6. SÆTI RAGNHILDUR STEINUNN „Alltaf gaman a ð h o r f a á skvísuna í sjón- varpinu, virk- ar alltaf mjög örugg.“ „Tekur sjálfa sig ekki of há- tíðlega og er alltaf tilbúin að stökkva út í djúpu laugina. Hefur náð góðum tökum á starfinu á stuttum tíma en ég mæli með henni einni sem stjórnanda svo einhverjar aukapersónur skemmi ekki fyrir henni.“ „Rosa flott stelpa sem lífsgleð- in geislar af. Falleg kona og nýtur sín vel á skjánum.“ 4.-6. SÆTI SIGMAR GUÐMUNDSSON „Frábær blanda af fréttaspyrli og dagskrárgerðarmanni. Grunnurinn SKEMMTILEGAST AÐ VINNA SI Vinsæll „Ætli ég virki ekki kæruleysislegur þar sem ég er kærulaus. Upp að vissu marki allavega,“ segir Logi. Á milli okkar Simma hefur alltaf verið rígur. Það er bara skemmtilegt enda erum við góðir vinir. Ég er mjög kátur með þetta enda hef ég gaman að vinnunni og það sést kannski.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.