Fréttablaðið - 09.04.2009, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 09.04.2009, Blaðsíða 6
6 9. apríl 2009 FIMMTUDAGUR EINSTAKT TÆKIFÆRI FYRIR 11 ÁRA BÖRN CISV hefur verið starfandi á Íslandi í tæp 30 ár og sent yfi r 1.000 þátttakendur út um allan heim. Örfá pláss eru laus í sumarbúðir fyirr 11 ára gömul börn til Kanada - British Colombia - 1 pláss fyrir stelpu Kórea - Seoul - 1 pláss fyrir stelpu Noregur - Trondheim - 1 pláss fyrir strák á Akureyri og nágrenni Mexikó - Mexikó City - 1 pláss fyrir stelpu Sumarbúðirnar eru í 4 vikur og í þeim eru 12 hópar frá jafnmörgum löndum. Hver hópur samanstendur af tveimur stelpum, tveim strákum og fararstjóra. Í sumarbúðunum er mikið um leiki, þau kynnast menningu og siðum ólíkra þjóða og svo er farið í vettvangsferðir á áhugaverðar slóðir í kringum búðirnar. Nánari upplýsingar má fi nna á heimasíðu félagsins www.cisv.org, á netfanginu cisv@cisv.is eða í síma 861 1122 (Ásta). ... í nýjum umbúðum Sama góða CONDIS bragðið ... Fischer í stjórnarforystu Jan Fischer, sem fram til þessa hefur verið forstjóri hagstofu Tékklands, hefur verið valinn til að fara fyrir bráðabirgðaríkisstjórn sem halda mun um stjórnartaumana fram að kosningum í október. Hann tekur við af Mirek Topolanek níunda maí næst- komandi. Stjórn Topolaneks tapaði vantraustsatkvæðagreiðslu á þingi fyrir skemmstu. TÉKKLAND Horfðir þú á eldhúsdagsumræð- urnar á Alþingi? Já 23,2% Nei 76,8% SPURNING DAGSINS Í DAG: Vilt þú að aflaheimildir verði innkallaðar og kvótakerfið lagt af? Segðu þína skoðun á visir.is STJÓRNMÁL Geir H. Haarde, fyrr- verandi forsætisráðherra og for- maður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa samþykkt að taka við 30 millj- óna króna styrk frá FL-Group og 25 milljóna króna styrk frá Lands- bankanum. Hann segist einn bera ábyrgð á þeirri ákvörðun. Sjálfstæðisflokkurinn þáði styrkina nokkrum dögum áður en lög um fjárreiður stjórnmálaflokk- anna tóku gildi en þar segir að framlög frá lögaðilum og einstakl- ingum megi að hámarki vera 300 þúsund krónur, en markmiðið með því er að draga úr hættu á hags- munaárekstrum og tryggja gagn- sæi í fjármálum stjórnmálaflokk- anna. Styrkirnir voru afrakstur söfnunarátaks til að rétta af fjár- reiður flokksins. Geir, sem var fyrsti flutnings- maður frumvarpsins sem tók gildi 1. janúar 2007, segist hafa samþykkt styrkinn frá FL-Group í þeirri trú að um væri að ræða styrk frá mörgum sem fyrirtæk- ið ætlaði að koma til skila. Geir skýrir ekki framlagið frá Lands- bankanum en ný forysta flokksins hefur ákveðið að báðir styrkirnir skuli endurgreiddir, eins og kemur fram í tilkynningu sem send var frá flokknum seint í gærdag. Þar segist formaðurinn Bjarni Benediktsson harma að Sjálfstæðisflokkurinn hafi veitt styrkjunum viðtöku. „Það stang- ast gróflega á við þau gildi sem ég vil að Sjálfstæðisflokkurinn starfi eftir“, segir hann. Hann hefur kallað eftir því að bókhald flokksins frá árinu 2006 verði opnað. Hann skorar á aðra stjórn- málaflokka að gera hið sama, í þeim tilgangi „að eyða öllum vafa um óeðlileg framlög í aðdraganda lagasetningarinnar um fjármál stjórnmálaflokka.“ Spurð um styrki sem veitt var viðtaka á tímabilinu frá samþykkt laganna fram að gildistöku þeirra, segir Drífa Snædal, framkvæmda- stýra Vinstri grænna, að flokkur- inn hafi tekið við einnar milljón króna styrk frá Samvinnutrygg- ingum á tímabilinu. Það hafi enn fremur verið eini styrkurinn sem flokkurinn tók við á árinu sem var hærri en hálf milljón. Þáverandi og núverandi fram- kvæmdastjóri Frjálslynda flokks- ins eru sammála um að afar ólík- legt sé að háir styrkir hafi verið veittir flokknum á tímabilinu. Heildarstyrkir til flokksins árið 2006 námu alls 3,6 milljónum. Ekki fengust upplýsingar um málið frá Samfylkingu og Fram- sóknarflokki þrátt fyrir umleitan- ir. svavar@frettabladid.is stigur@frettabladid.is Geir axlar ábyrgð á tugmilljóna styrkjum Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að endurgreiða styrki frá FL-Group og Landsbank- anum að upphæð 55 milljónir króna. Nýr formaður harmar að flokkur hans hafi tekið við fénu, sem var afrakstur söfnunarátaks flokksins. STJÓRNMÁL „Ef þetta er rétt er þetta með ólíkindum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra um þrjátíu milljóna styrk FL Group til Sjálfstæðisflokksins í desem- ber 2006. Styrkurinn var greiddur fjór- um dögum áður en lög tóku gildi á Alþingi sem takmörkuðu fjárstuðn- ing við stjórnmálaflokka við 300 þúsund krónur. Stjórnmálaflokk- arnir unnu saman að þeim lögum, og leiddu þau til þess að fjárfram- lög hins opinbera til flokkanna voru hækkuð. „Ég hafði satt best að segja ekki hugmyndaflug til að láta mér detta í hug að þá færu einhverjir flokkar þannig að, að þeir sæktu sér millj- ónatugi til fyrirtækja á laun rétt fyrir áramót og þægju svo eftir áramótin hækkaðan ríkisstyrk,“ segir Steingrímur. „Mér finnst þetta alveg ofboðs- legt, ég verð bara að segja það eins og er,“ segir hann. „Mér finnst þetta nánast svik við það sam- starf sem við áttum um að taka nú loksins til í þessu kerfi, koma þessum hlutum upp á yfirborðið og höggva á þessi óheilsusamlegu tengsl sem allir vissu að áður voru milli sérstaklega tiltekinna stjórn- málaflokka og atvinnulífsins. Mér finnst þetta eiginlega óverjandi í alla staði.“ Steingrímur segir að eðlileg- ast væri ef Sjálfstæðisflokkurinn endurgreiddi styrkinn og upplýsti um aðra sambærilega. Það ættu aðrir flokkar einnig að gera. - bþs, sh Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir styrk FL Group til Sjálfstæðisflokksins óverjandi í alla staði: Sjálfstæðismenn sviku hina flokkana STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Fjár- málaráðherra furðar sig á styrkjum til Sjálfstæðisflokksins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNMÁL Jóhanna Sigurðardótt- ir, formaður Samfylkingarinnar, mun beita sér fyrir því að leynd verði létt af fjárstyrkjum til Sam- fylkingarinnar, ríki einhver leynd yfir þeim. Svo geti verið að í ein- hverjum tilfellum hafi aðilar veitt styrki með leynd í huga, en leitað verði til þeirra og óskað eftir að leyndinni verði aflétt. „Ég tel að það eigi að birta slíka styrki og það eigi að vera gegn- sæi í því og Samfylkingin eigi að vera sjálfri sér samkvæm í því. En það má vera, og ég þarf að kanna það, að á því séu einhverjir ann- markar sem lúta að því að áður en lögin voru samþykkt hafi styrkirn- ir verið veittir undir því fororði að nöfn styrktaraðila yrðu ekki birt.“ Sé svo verði aðilar beðnir að aflétta trúnaði. Jóhanna segir 30 milljón króna styrk FL-group ótrúlega háan. „Þetta sýnir það hvað var mikil- vægt að fara út í það sem ég hef barist fyrir í 10 til 12 ár á þingi að hafa opið og gegnsætt bókhald hjá flokkunum. Sem betur fer komst það í gegn árið 2007 þannig að þetta ætti ekki að geta komið fyrir aftur. En þetta sýnir að það hefði fyrir löngu átt að vera búið að opna bókhald flokkanna.“ - kóp Jóhanna segir styrk FL-group til Sjálfstæðisflokksins ótrúlega háan: Vill létta leynd af styrkjum OPIÐ BÓKHALD Jóhanna mun beita sér fyrir því að leynd verði létt af styrkveit- endum Samfylkingarinnar, sé svo að einhverjir hafi óskað eftir leynd. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ég hafði satt best að segja ekki hugmyndaflug til að láta mér detta í hug að þá færu einhverjir flokkar þannig að, að þeir sæktu sér milljónatugi til fyrirtækja á laun. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON FJÁRMÁLARÁÐHERRA Þetta sýnir það hvað var mikilvægt að fara út í það sem ég hef barist fyrir í 10 til 12 ár á þingi að hafa opið og gegn- sætt bókhald hjá flokkunum JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR FORSÆTISRÁÐHERRA FRAMKVÆMDASTJÓRASKIPTI Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hafa vitað af styrknum. Andri Óttarsson framkvæmdastjóri varð ekki við beiðni Fréttablaðsins um viðtal. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /G VA KENÍA, AP Bandarísk áhöfn gáma- flutningaskips dönsku Maersk- útgerðarinnar yfirbugaði í gær sómalska sjóræningja sem áður höfðu náð skipinu á sitt vald, úti fyrir Horni Afríku, að sögn emb- ættismanns í bandaríska varnar- málaráðuneytinu. Ástandið mun þó enn eldfimt því sjóræningjarn- ir höfðu skipstjóra skipsins með sér frá borði sem gísl. Unnið var að lausn hans í gærkvöldi. - aa/óká Maersk-skip undan A-Afríku: Áhöfn yfirbug- aði sjóræningja SKIPIÐ Maersk Arun, systurskip Maersk Alabama, sem nú er aftur á valdi áhafn- arinnar eftir að sjóræningjar tóku það. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P Þjófur í gæsluvarðhald Héraðsdómur hefur úrskurðað þrítugan karlmann í þriggja vikna gæsluvarðhald. Maðurinn er grunaður um fjölda innbrota á höfuðborgar- svæðinu. Hann var handtekinn í gær- morgun grunaður um að hafa notað stolinn pallbíl til að brjóta sér leið inn í þrjár verslanir á höfuðborgar- svæðinu. Þá er hann grunaður um að koma við sögu í nokkrum fjölda annarra innbrota. LÖGREGLUMÁL KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.