Fréttablaðið - 09.04.2009, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 09.04.2009, Blaðsíða 4
4 9. apríl 2009 FIMMTUDAGUR BETRA START MEÐ EXIDE-RAFGEYMUM 15% afsláttur Upplýsingar í síma 515 1100 Sendið pantanir á pontun@olis.is Eigum fyrirliggjandi mikið úrval rafgeyma frá Exide, ýmsar stærðir og gerðir fyrir bíla, báta og önnur tæki. Gæðafram- leiðsla sem reynst hefur afar vel við íslenskar aðstæður. ÍTALÍA, AP Eftirskjálftar héldu áfram að skelfa íbúa hamfara- svæðisins á Mið-Ítalíu, þar sem harður jarðskjálfti aðfaranótt mánudags varð að minnsta kosti 260 manns að bana. Tugþúsund- ir hírast í neyðartjöldum í svölu fjallavorlofti Abruzzo-héraðs, fólk sem annaðhvort hefur misst heim- ili sín eða þorir ekki að dvelja í húsi sínum af ótta við að það hrynji í næsta eftirskjálfta. Bene- dikt XVI páfi sagðist vilja heim- sækja fólkið eins fljótt og auðið er. Skrifstofa Páfagarðs upplýsti að páfi myndi fara á vettvang strax eftir páska; hann vildi ekki valda truflun á björgunarstarfi sem enn þá stendur yfir. Silvio Berlusconi, forsætisráð- herra Ítalíu, varðist gagnrýni í gær eftir að hann hafði látið svo ummælt að fólk sem hefur þurft að flýja heimili sín af völd- um hamfaranna ætti að reyna að njóta þess að gista í tjaldi eins og um tjaldútilegu væri að ræða, og það ætti að nota tækifærið og fara á ströndina. Að beiðni stjórnvalda hafa hótel á Adríahafsströndinni verið rýmd fyrir flóttafólkið. Berlusconi sagði sig hafa ætlað að hughreysta fólk með þessum orðum sínum; reyna að benda á björtu hliðarnar þegar tilveran virtist grimm. Ummælin lét hann falla í heimsókn í einar tjaldbúð- irnar á jarðskjálftasvæðinu. Frá því skjálftinn reið yfir hefur hann farið daglega í slíkar heimsóknir og flogið yfir svæðið í þyrlu til að glöggva sig frekar á ástandinu. Í viðbrögðum við gagnrýni á orð sín sagði hann: „Ég vil ekki að andrúmsloft svartsýni, nei- kvæðni, sjúkdóma og dauða“ hafi yfirhöndina meðal fólks sem hefur um sárt að binda eftir ham- farirnar. Hann upplýsti annars að nú væri staðfestur fjöldi látinna kominn í 260 og þar af væru 16 börn. Ekki hefði enn tekist að bera kennsl á níu lík. Fimmtán manna væri enn saknað. Leit héldi áfram. - aa Á VETTVANGI Silvio Berlusconi, með hjálm slökkviliðsmanns, kynnir sér stöðu björgunarstarfsins í L‘Aquila, héraðshöf- uðborg Abruzzo-héraðs. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Alls hafa 260 lík fundist við leit í rústum húsa á hamfarasvæðinu í Abruzzo-fjallahéraðinu á Mið-Ítalíu: Hughreystingarorð Berlusconis gagnrýnd VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 14° 18° 22° 18° 12° 18° 20° 20° 12° 12° 19° 14° 16° 26° 12° 19° 19° 9° FÖSTUDAGURINN LANGI 8-15 m/s hvassast SA og A til. LAUGARDAGUR 3-10 m/s hvassast austast. 6 6 6 8 8 1 3 32 -2 3 4 8 10 8 3 2 1 6 5 5 6 4 9 1 -2-4 2 5 -1 -4-4 PÁSKAVEÐRIÐ Almennt má segja að norðlægar áttir hafi undirtökin í veðrinu næstu daga. Það þýðir að búast má við vægu frosti á norður- helmingi landsins, en mildara veðri sunnan til. Í dag verður væta suðaustan til og stöku él á Vestfjörðum. Á morgun og hinn verða él nyrðra og eystra. Á páskadag verður úrkomulítið þó helst suðaustan til og á Vestfjörðum. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur SKOÐANAKÖNNUN Fylgi Sjálfstæð- isflokksins dalar talsvert sam- kvæmt nýrri skoðanakönn- un Fréttablaðsins. Flokkurinn mælist með 24,8 prósenta fylgi nú, en 29,1 prósents fylgi í könn- un sem gerð var fyrir tveimur vikum. Munurinn er 4,3 prósent. Yrðu niðurstöður þingkosninga í samræmi við könnunina næðu sextán frambjóðendur Sjálfstæð- isflokks kjöri, en flokkurinn er með 25 þingmenn í dag. Flokkur- inn var með 36,6 prósenta fylgi í síðustu kosningum, og mælist því langt undir kjörfylgi. Vinstri græn bæta við sig fylgi milli kannana. Flokkurinn mælist með 28,1 prósents fylgi nú, en 25,8 prósent sögðust styðja flokk- inn fyrir tveimur vikum. Kjör- fylgi flokksins var 14,3 prósent. VG fengi miðað við þetta nítján þingmenn kjörna, en er með níu í dag. Samfylkingin eykur fylgi sitt lítillega, og nýtur samkvæmt könnuninni fylgis 33,3 pró- senta landsmanna. Fyrir tveim- ur vikum mældist fylgi flokks- ins 31,7 prósent. Samfylkingin er talsvert yfir kjörfylgi, sem var 26,8 prósent. Flokkurinn fengi 22 þingmenn yrðu þetta niðurstöður kosninga en er með 18 í dag. Ríkisstjórnarflokkarnir eru samanlagt með 61,4 prósent fylgi og 41 þingmann af 63. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Samfylking- ar sem myndaður var eftir síð- ustu kosningar var með 63,4 pró- senta fylgi og 43 þingmenn. Framsóknarflokkurinn fengi 9,9 prósent atkvæða yrðu niðurstöð- ur kosninga í samræmi við könn- un Fréttablaðsins. Fyrir tveimur vikum mældist fylgi flokksins 7,5 prósent. Flokkurinn er enn undir kjörfylgi, sem var 11,7 prósent. Flokkurinn næði sex mönnum á þing yrðu þetta niðurstöður kosn- inga, en er með sjö í dag. Aðrir flokkar myndu ekki ná manni á þing. Frjálslyndi flokkurinn dalar enn, og mælist með fylgi eins pró- sents landsmanna. Borgarahreyf- ingin fengi 1,7 prósent atkvæða samkvæmt könnuninni og Lýð- ræðishreyfingin fengi eitt prósent atkvæða. Hringt var í 800 manns þriðjudag- inn 7. apríl, og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu. Spurt var; Hvaða lista mynd- ir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga nú? Þeir sem voru óákveðnir voru spurðir; Hvaða lista er líklegast að þú myndir kjósa? Þeir sem enn voru óákveðnir voru spurðir; Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokk- inn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 77,1 prósent afstöðu til spurn- ingarinnar. brjann@frettabladid.is GENGIÐ 08.04.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 205,3746 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 126,63 127,23 186,43 187,33 167,71 168,65 22,505 22,637 18,829 18,939 15,396 15,486 1,2661 1,2735 188,85 189,97 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR 40 35 30 25 20 15 10 5 % Fylgi stjórnmálaflokkanna Samkvæmt könnunum Fréttablaðsins frá kosningum 2007 til 7. apríl 2009. 8,0 36,6 26,8 14,3 11,7 7,3 36,0 40,2 32,6 14,2 5,9 19,2 22,1 12,3 21,7 26,9 33 12 . m aí 20 07 15 . m aí 20 07 29 . s ep t. 20 07 30 . j an . 2 00 8 23 . f eb . 2 00 8 19 . a pr íl 20 08 21 . j ún í 2 00 8 25 . o kt . 2 00 8 22 . n óv . 2 00 8 22 . j an . 2 00 9 27 . f eb . 2 00 9 11 . m ar s 2 00 9 25 . m ar s 2 00 9 7. ap ríl 2 00 9 Ko sn in ga r 1,0 1,7 9,9 33,3 24,8 28,1 Ofurhlauprarinn Ágúst Kvaran lenti í níunda sæti í sínum aldursflokki í Sahara-maraþonhlaupinu en ekki því 19. eins og fram kom í blaðinu í gær. LEIÐRÉTTING Tekið skal fram að í dómsorði Hæstaréttar varðandi sumarbústað sem systrum hefur verið gert að rífa í Grímsnesi segir ekki að þær hafi byggt húsið vitandi að byggingaleyfi sem þær höfðu fengið yrði fellt úr gildi heldur sagði dómurinn einungis að þeim hefði mátt vera það ljóst. ÁRÉTTING Ríkisstjórnin með öruggan meirihluta Stuðningur við ríkisstjórnarflokkana eykst samkvæmt könnun Fréttablaðsins og er nú 61,4 prósent. Aðrir flokkar en fjórflokkarnir ná ekki manni á þing. Framsóknarflokkurinn bætir við sig fylgi. Frjálslyndir áfram í frjálsu falli. VIÐSKIPTI Páll Benediktsson, tals- maður skilanefndar Landsbankans, vísar því á bug að nefndin hafi hótað uppsögn fari stjórnarfrumvarp um slitameðferð fjármálafyrirtækja óbreytt í gegnum Alþingi líkt og greint var frá í Markaðnum í gær. Skilanefndirnar setja sig upp á móti svokölluðu sólarlagsákvæði í frumvarpinu en þar er gert ráð fyrir sex mánaða hámarksstarfs- tíma skilanefnda frá gildistöku laganna. Þá verði slitastjórnir settar yfir nefndirnar. Telur skilanefnd Landsbankans að hún missi við það umboð sitt til samn- inga um eignir gamla bankans og því farsælast að hún víki strax, verði frumvarpið að lögum. - jab Skilanefnd Landsbankans: Segist ekki hóta uppsögn DANMÖRK, AP Dönsk samtök sem berjast fyrir tjáningarfrelsi hafa nú látið prenta 1.000 eintök af þekktustu skopteikningunni af Múhameð spámanni, sem birtist í Jótlandspóstinum haustið 2005. Hver mynd er nú til sölu fyrir 1.400 danskar krónur, andvirði um 25.000 íslenskra. Frá þessu greindi í gær Lars Hedegaard, formaður samtak- anna. Um er að ræða teikningu sem sýnir skeggjaðan Múhameð með túrban í formi sprengju með logandi kveikiþræði. Hedegaard segir tilganginn með útgáfunni nú þann sama og fyrr; „við erum að nýta okkur tjáningarfrelsið.“ - aa Enn af Múhameðsteikningum: Skopmynd fjöl- földuð til sölu LÖGREGLUMÁL Lögreglumenn á Blönduósi fundu pakkningu sem innihélt 400 grömm af marijú- ana í bíl í fyrrakvöld. Er þetta með stærri fíkniefnamálum sem komið hafa upp á Blönduósi. Pakkningin fannst þegar bíll var stöðvaður við reglubundið eftirlit í bænum. Mennirnir tveir, sem í bílnum voru, þóttu grun- samlegir. Því var leitað í bílnum. Mennirnir, báðir á þrítugsaldri, voru handteknir og færðir á lög- reglustöð en sleppt eftir að annar þeirra hafði viðurkennt að eiga efnið. Ökumaðurinn er einnig tal- inn hafa ekið undir áhrifum. - sh Fíkniefnamál á Blönduósi: Fundu 400 grömm af grasi MARIJÚANA Marijúanapakkning fannst í bíl á Blönduósi. LANDSBANKINN Skilanefndir setja sig upp á móti hámarksstarfstíma nefnd- anna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.