Fréttablaðið - 09.04.2009, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 09.04.2009, Blaðsíða 22
2 föstudagur 9. apríl núna ✽ á harðaspretti augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Stefán Karlsson Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 ÞORBJÖRG MARINÓSDÓTTIR BLAÐAMAÐUR Ég ætla norður á Sauðárkrók með fjölskyldunni, elda humarsúpu, fara á skíði, snjósleða, skrifa og kíkja á djammið þar. Gott að hlaða batteríin í náttúrunni, borða góðan mat og kaupa sér sokka í Kaupfélaginu. Tala nú ekki um að kíkja á hestbak hjá Ragnheiði frænku. helgin MÍN FLOTT PAR Það geislaði af Joel Madden og Nicole Richie þegar þau mættu saman á My House í Los Angeles á dögunum í fjáröflunar- hanastél fyrir UNICEF. Parið á von á öðru barni sínu í ágúst, en saman eiga þau dótturina Harlow Winter Kate Madden, eins árs. É g sýndi lampann á Kjarvalsstöðum í fyrra, en þá var hann ekki alveg tilbúinn. Núna er ég búin að þróa hann yfir í söluvænlegt form,“ segir Kristín Birna Bjarnadóttir vöru- hönnuður um lampann Illuminant eða Ljós- gjafa sem var lokaverkefni hennar úr Lista- háskólanum í fyrravor. Lampinn gefur ævin- týralega birtu á óvenjulegan máta og hefur vakið mikla athygli og birst af honum myndir í hönnunartímaritinu Dezeen og á tæknisíðunni divice.com. „Hugmyndin kviknaði í kúrs þar sem við áttum að hanna rómantísk ljós og þá datt ég inn á þessi endurskinsefni sem ég nota í lampaskerminn. Þetta er sama efni og er á appelsínugulu keilunum sem eru notað- ar við alla vegavinnu, en þá lýsa bílarnir beint á efnið sem endurkastar birtunni. Yfirskrift- in á hönnuninni er „what goes around comes around“ því mér varð hugsað til þess hvern- ig fólk endurspeglast í hegðun sinni og gjörð- um og ég trúi því að maður uppskeri eins og maður sáir,“ útskýrir Kristín. Hún hannaði lampann þannig að díóðuljós á gólfinu lýsir upp undir skerminn og dreifir þannig birtunni. „Lampaskermurinn hangir neðan úr loftinu á girni og neðan úr honum hanga 2 mm lengjur úr sama endurskinsefni og skermurinn. Hægt er að skipta um lit á ljósinu á gólfinu með lit- uðum glerplötum sem eru settar ofan á það og eru til rauðar, fjólubláar, bláar og brúnar plötur,“ segir Kristín. Hún segir lampann ekki kominn í verslan- ir en draumurinn sé að koma honum í fram- leiðslu. Þangað til geta áhugasamir haft sam- band við Kristínu á kristinbirna.com. - ag Kristín Birna Bjarnadóttir vöruhönnuður: VEKUR ATHYGLI FYRIR HÖNNUN Á LAMPA Ævintýralegt Hægt er að breyta stemningunni með því að setja litaðar glerplötur ofan á ljósið á gólfinu sem lýsir upp undir skerminn. Í helli Mörgum þykir lampi Kristínar minna á marglyttu en þessi mynd var tekin í Maríuhelli í Heið- mörk af eiginmanni Kristínar, Karli Bergmanni Páls- syni. þetta HELST „Ég byrjaði að hlaupa reglulega árið 2003 og skellti mér þá í hlaupahópinn TKS,“ segir veðurfréttakonan Soffía Sveinsdóttir sem hefur meðal annars hlaupið nokkur tíu kílómetra hlaup og þrisvar sinnum hálft maraþon. Soffía ætlar að taka þátt í Lauga- vegsmaraþoninu í sumar sem eru einir 55 km en markmið hennar er að komast heil í mark. „Ég set stefnuna á að klára, það er afrek út af fyrir sig, en annars vonast ég til að vera um átta klukkutíma með hlaupið,“ segir hún og bætir við að svona langhlaupum fylgi mikil ánægja. „Það er frábær til- finning að ljúka áfanga og svo er félags- skapurinn í hlaupunum góður,“ segir Soffía og viðurkennir að langhlaup geti orðið að fíkn. „Löngu hlaupi fylg- ir mikil líkamleg og andleg vellíðan og ég mæli með hlaupi og hreyfingu fyrir alla. Þegar álagið er mikið er ekkert betra en að komast út að hlaupa til að hlaða batteríin því með hreyfingu end- urnærist maður og getur hreinsað hug- ann, hugsað og fundið lausnir á vanda- málum.“ -iáh Soffía Sveinsdóttir ætlar í Laugavegsmaraþonið: Hlaupandi veðurfréttakona Vinsæl Hönnun Kristínar Birnu hefur meðal annars sést í hönnunartímaritinu Dezeen og á tæknisíðunni divice.com. Listamessa á morgun „Við erum fjórar saman með sýn- inguna í Kling og Bang og ákváð- um í rauninni að nýta rýmið sem vinnustofu,“ segir listakonan Rakel McMahon um sýninguna Opið - til eru hræ. „Sýningin er í raun vinnu- ferli þar sem áhorfandinn fær að sjá hvernig myndlistarmað- urinn vinnur. Við vildum líka nýta rýmið til hins ítrasta og brjóta bilið milli listgreina svo við höfum haldið „open- mic“ og stuttmyndakvöld,“ útskýrir Rakel. „Á föstudaginn langa ætlum við að vera með opið frá 12 til mið- nættis og vera með uppgjörninga. Þá verður haldin listamessa þar sem listin verður tilbeðin en ekki Kristur,“ bætir hún við. Kimikvöld á Sódómu Eftir vel heppnað Kimikvöld á Sóm- dóma Reykjavík fyrir tveimur vikum hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn í kvöld. Fram koma hljóm- sveitirnar Kimono og Sudden Weather Change, The Bent Mous- tache frá Hollandi og Retro Stef- son. Kimono eru nú á fullu að vinna í nýju efni fyrir væntanlega plötu, en þeir gáfu síðast út plötu fyrir tveimur árum. Þeir leggja mikið upp úr tónleikaflutningi og heyrst hefur að þeir séu með heljarinnar „ljósashow“ til að gera upplifunina sem eftirminnilegasta. Öflug „Löngu hlaupi fylgir mikil líkamleg og andleg vellíðan,“ segir Soffía. Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.