Fréttablaðið - 09.04.2009, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 09.04.2009, Blaðsíða 28
föstudagur FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS FRÁBÆR FÖSTUDAGUR Guðrún Tara Sveinsdóttir fyrirsæta 5 9. APRÍL 2009 „Sveppi er fæddur 05.08.77 sem er 37 sem gerir útkomuna 10 sem er jafnt og einn. Lífstalan hans er einn en það er frekar sjaldgæft að skemmti- kraftar séu með þá lífstölu. Sveppi er undantekningin sem sannar regluna og hann getur ekkert að þessu gert, hann var bara svo ofur skemmtilegur þegar hann fannst og var settur í þetta hlut- verk. Sveppi er með meiri hæfileika en aðrir ef það telst hæfileiki að vera einlægur og það er mjög trúlegt að hann sé ekk- ert að leika heldur er hann bara þessi ótrúlega skemmti- legi karakter sem allir elska. Ásarnir eru hins vegar dálítið eins og tré, þeir vilja helst ekki flytja úr hverfinu, taka mikla ábyrgð á öllu í kringum sig og það er sjaldgæft að þeir hafi farið á eitthvað brjálað gelgjuskeið. Yfirleitt eru þeir á beinni braut enda leiðtogar og góðar fyrirmyndir. Sannar- lega er hægt að segja að Sverrir sé góð fyrirmynd því hann er ekkert að spá í hvað aðrir eru að hugsa heldur fram- kvæmir allt sem honum dettur í hug. Ef allir hugsuðu svona væri lífið helmingi meira spennandi. Sveppi er á mjög spennandi ári í ár og þarf nauðsynlega að njóta mikils skilnings frá frúnni vegna þess að fram undan er mikil vinna og tækifærin eiga eftir að hrann- ast upp þótt ekki sé hægt að segja að þau hafi legið í leynum. Þetta ár gæti orðið dálítið torvelt ef hann skipuleggur sig ekki en Sveppi er á ári frjósemi og ástar og allt sem yfir hann gengur á þessu ári á bara eftir að herða hann og gera hann sterk- ari fyrir framtíðina. Ég sé ekki betur en að hann eigi eftir að blómstra vel, að ei- lífu, amen. www.klingenberg.is KLINGENBERG SPÁIR Sverrir Þór Sverrisson sjónvarpsmaður Mér finnst morgunmaturinn skemmtilegasta máltíð dags- ins, smoothie, ávextir, hrökk- brauð með einhverju gourmet- áleggi og svo kaffi og sígó, alveg ómissandi. Einn góðan göngutúr alla daga með hundana mína þrjá, en þar sem ég er stödd í París þessa stundina verður að duga að njóta borgarlandslagsins. Matarboð fyrir nánustu vini. Vín, ostar, salat, pönnusteikt grænmeti, tilraunakenndur eftirréttur og hressleikinn í hámarki til að ljúka vikunni með stæl. 2Morgunsturta og bursta tennurnar í sturtunni. 1 3 4 Skella sér á kaffihús og fá sér skrautlegan kokteil á „happy hour“, teikna kannski eina mynd eða punkta eitthvað spenn- andi í vasabókina. Klikkaður í Cocoa Puffs! ÍS L E N S K A S IA .I S / N A T 3 77 14 05 /2 00 7

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.