Fréttablaðið - 09.04.2009, Page 34

Fréttablaðið - 09.04.2009, Page 34
22 9. apríl 2009 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is Barnastjarnan Dakota Fanning er orðin fimmtán ára og farin að leita sér að öðruvísi hlutverkum en áður. Það nýjasta er í spennumyndinni Push sem er komin á hvíta tjaldið. Flestar barnastjörnur ná aldrei að fylgja frægðinni eftir á fullorð- insárunum og falla smám saman í gleymskunnar dá. Gott dæmi er Macaulay Culkin, sem sló í gegn í Home Alone-myndunum en hefur ekki borið sitt barr síðan. Haley Joel Osment, strákurinn sem sá látna fólkið í The Sixth Sense og lék í Artificial Intelligence, er orð- inn 21 árs og hefur ekki sést í fjöl- mörg ár og ferill Shirley Temple fjaraði út undir lok fjórða áratug- arins eftir nokkur ár á toppnum. Nú er komið að Dakota Fanning að losa sig við þennan barnastjörnu- stimpil sem hefur verið svo mörg- um óþægur ljár í þúfu. Hún fæddist í Georgíu í Banda- ríkjunum árið 1994 og hóf leikferil sinn fimm ára í auglýsingageiran- um. Fyrsta alvöru hlutverkið var í læknaþáttunum ER og í framhald- inu fékk hún gestahlutverk í þátt- um á borð við CSI, The Practice, Spin City og Ally McBeal. Næst var komið að hennar stærsta hlutverki til þessa, sem dóttir Sean Penn í I Am Sam. Hún var tilnefnd til Screen Actors Guild- verðlaunanna sem besta leikkon- an í aukahlutverki og varð þar með yngsta manneskjan til að fá slíka tilnefningu, átta ára gömul. Fanning var orðin stjarna í Holly- wood og tilboðin streymdu til hennar. Næst fékk hún hlutverk Allie í spennuþáttaröðinni Taken sem Steven Spielberg framleiddi og fleiri bíómyndir fylgdu síðan í kjölfarið, þar á meðal Sweet Home Alabama og Uptown Girls. Fer- ill hennar hélt áfram að vaxa og næstu myndir hennar voru Man in Fire þar sem hún lék á móti Denzel Washington og Hide and Seek með Robert De Niro í aðal- hlutverki. Stórmyndin War of the Worlds í leikstjórn Spielbergs með stjörnunni Tom Cruise var síðan næst á dagskrá og sýndi Fanning þar enn og aftur hvað í hana er spunnið. Gaman verður að sjá hvernig Fanning reiðir af nú þegar full- orðinsárin nálgast. Næsta mynd hennar á eftir Push er framhaldið af hinni vinsælu Twilight, þar sem hún fær gott tækifæri til að sýna á sér nýjar hliðar, sem henni veit- ir ekki af. Sumar barnastjörnur hafa vissulega náð langt, saman- ber Jodie Foster, og Fanning gæti auðveldlega fylgt í fótspor hennar. Til þess þarf hún þó að sanna sig alveg upp á nýtt og sýna að hún er ekki lengur þessi litla, sæta stelpa sem öllum finnst svo mikið krútt, heldur fullvaxta leikkona sem ber að taka alvarlega. freyr@frettabladid.is Barnastjarnan fullorðnast hratt Mikil eftirvænting ríkir í Hollywood eftir ævintýra- myndinni Where the Wild Things Are. Hún er byggð á samnefndri skáldsögu Maur- ice Sendak og fjallar um Max, sem er sendur upp í herbergi eftir að hafa hegðað sér illa. Þar gleymir hann sér í eigin fantasíuheimi þar sem hann kynnist risavöxnum loðnum dýrum. Á meðal þeirra sem ljá dýrunum raddir sínar eru James Gandolfini úr Sopranos, Forest Whitaker, Catherine O´Hara og Paul Dano. Leikstjóri og handritshöf- undur myndarinnar er Spike Jonze, sem hefur áður sent frá sér hinar áhugaverðu en undarlegu Being John Mal- kovich og Adaptation. Einn- ig hefur hann leikstýrt fjölda tónlistarmyndbanda, meðal annars fyrir Björk og Beastie Boys. „Mig langaði til að taka söguþráðinn eins alvarlega og krakkar taka ímyndunarafl sitt. Ég vildi ekki búa til of mikla fantasíu,“ sagði Jonze í viðtali við Empire. „Í bók- inni eru persónurnar mjúkar og góðlegar en samt hættu- legar. Ég vildi halda í það sem gerði þær svona heill- andi í bókinni en samt láta þeim líða eins og þær ættu heima í þessu umhverfi og að þær hefðu andlit og augu sem hæfðu flóknu handritinu.“ Where the Wild Things Are er væntanleg í bíó vestanhafs 16. október. Risavaxin dýr í fantasíuheimi WHERE THE WILD THINGS ARE Þessi ævintýramynd sem margir bíða eftir með mikilli eftirvæntingu kemur í bíó vestanhafs 16. október. DAKOTA FANNING Barnastjarnan er orðin fimmtán ára gömul. Hún sló í gegn sem dóttir Sean Penn í myndinni I Am Sam. NORDICPHOTOS/GETTY Franklín og fjársjóðurinn Margir krakkar muna eftir skjald- bökunni Franklín sem skemmt hefur krökkum á sjónvarpsskjám landsins síðustu tólf ár. Nú er komin bíómynd um Franklín og ævintýri hans. Einkunn á Imdb.com: 5,4/10 Dragonball Evolution Ævintýra- og spennumynd byggð á japanskri teiknimyndasögu um hetjuna Goku, öflugan stríðsmann sem verndar jörðina frá þrjótum og svikahröppum sem vilja ráða yfir jörðinni og stjórna dularfull- um hlutum. Einkunn á Imdb.com: 3,1/10 I Love You Man Peter Klaven þarf að finna svara- mann fyrir brúðkaupið sitt að kröfu unnustunnar Zooey. Hann finn- ur Sydney Fife sem hann vingast samstundis við. En eftir því sem vinátta mannanna tveggja dýpkar fer að hrikta í stoðum sambandsins við Zooey. Aðalhlutverk: Paul Rudd og Jason Segel. Einkunn á Imdb.com: 8/10 Push Tveir ungir Bandaríkjamenn með sérstaka hæfileika reyna að hafa uppi á stúlku í Hong Kong áður en skuggaleg samtök ná í skottið á henni. Einkunn á Imdb.com: 6,5 af 10 Fjölbreyttar frumsýningar I LOVE YOU MAN > VORKENNIR UNGSTIRNUM Leikkonan Julia Roberts finnur til með þeim ungu stjörnum sem eru í sviðsljósi fjölmiðla allan sólarhring- inn. „Þetta er miklu erfiðara líf fyrir ungar leikkonur í Hollywood í dag. Ég er svo fegin að þurfa ekki að glíma við þetta,“ sagði Roberts. Dakota Fanning (I Am Sam) Haley Joel Osment (The Sixth Sense) Macaulay Culkin (Home Alone) Christian Bale (Empire of the Sun) Jodie Foster (Taxi Driver) Tatum O´Neal (Paper Moon) Ron Howard (The Andy Griffith Show) Judy Garland (The Wizard of Oz) Shirley Temple (The Little Princ- ess) Natalie Wood (Miracle on 34th Street) Mickey Rooney (Huckleberry Finn) FRÆGAR BARNASTJÖRNUR Sálin á faraldsfæti um páskana:

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.