Fréttablaðið - 09.04.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 09.04.2009, Blaðsíða 2
2 9. apríl 2009 FIMMTUDAGUR Fréttablaðið kemur næst út á laugardag og síðan ekki fyrr en á þriðjudag. Afgreiðsla blaðsins er lokuð þangað til á þriðjudag. Þjónustuver er opið frá 10 til 22 alla daga nema páskadag, en þá er lokað klukkan 18. Útgáfa Fréttablaðsins: Kemur næst út á laugardag íslenskur ríkisborgari www.okkarsjodir.is 70,8% þjóðarinnar vilja að lífeyrissjóðirnir hafi heimild til að byggja og reka húsnæði fyrir eldri borgara sem greitt hafa í sjóðina. Við viljum endurskoðun á lífeyrissjóðakerfinu strax. Yfir 19.000 manns hafa þegar skrifað undir, stefnum á 25.000. Lífeyrissjóðirnir eru okkar eign! Velferð aldraðra gengur fyrir! Jón Benjamín, býstu við að fólk kveiki á Álperunni? „Ég vona að fólk álasi mér ekki fyrir uppátækið, heldur verði þetta frekar til að upplýsa það fyrir kosningar.“ Peðið, leikfélag Grand Rokks, frumsýnir á föstudag verkið Álperan eftir Jón Benja- mín Einarsson trésmið. Þetta er áttunda verkið sem Jón semur fyrir leikfélagið. FJÁRMÁL Stjórnvöld, Samtök fjár- málafyrirtækja og skilanefnd SPRON hafa undirritað samkomu- lag sem tryggir greiðslujöfnun myntkörfulána af húsnæði, til sam- ræmis við sambærilegar aðgerðir vegna verðtryggðra lána. Mark- miðið er að lækka greiðslubyrði lántakenda án þess að skuldir verði afskrifaðar úr bankakerfinu eða að verulegur kostnaður falli á stjórn- völd. Gylfi Magnússon viðskiptaráð- herra segir lausnina koma í stað- inn fyrir skuldaafskriftir. „Þetta er svar við þeirri umræðu, til dæmis um 20 prósent niðurfellingarleið. Að mati ríkisstjórnarinnar er þetta ábyrg leið þar sem hún bæði kemur til móts við þarfir lántaka og hefur þann augljósa kost að hún stefnir ekki nýja íslenska fjármálakerfinu í hættu“, segir viðskiptaráðherra. „Ef við grípum til vanhugsaðra aðgerða eins og að afskrifa mikið af eignum þeirra, þá verð- ur endurreisn- in mjög enda- sleppt.“ Gylfi segir að afstaða ríkisstjórnar- innar um flata niðurfellingu á skuldum sé óbreytt, hún komi ekki til greina. Samkvæmt samkomulaginu skulu fjármálastofnanir bjóða þeim sem tóku myntkörfulán til húsnæð- iskaupa greiðslujöfnun sem tekur mið af þróun tekna og atvinnustigs í stað gengisþróunar gjaldmiðla. Þetta er sambærilegt úrræði og var kynnt í nóvember fyrir lántakendur verðtryggðra lána, og telja stjórn- völd að sanngirni sé gætt á milli lántakaenda eins og kostur er. Samkomulagið er háð samþykkt samkeppnisyfirvalda. Gylfi telur ekki ástæðu til að halda að Sam- keppniseftirlitið hafi eitthvað við samkomulagið að athuga enda tryggi leiðin neytendum lágmarks- réttindi án þess að útiloka að fjár- málafyrirtækin bjóði aðrar leiðir, þessari til viðbótar. „Það verður áfram samkeppni um viðskiptavini, óháð þessu samkomulagi, sem við auðvitað viljum.“ Samkomulagið snertir ekki á öðrum myntkörfulánum, eins og lánum vegna bifreiðakaupa. „Við horfum fyrst og fremst á íbúðalán. Það er forgangsatriði og algjör- lega óþolandi að fjölskylda óttist að hafa ekki þak yfir höfuðið. Við munum af öllum mætti tryggja að sem fæstir lendi í slíkum vandræð- um,“ segir Gylfi. Samkomulagið gildir til ársins 2012, en þá telur Gylfi að efnahags- lífið verði tekið að hjarna verulega við. Tilmæli ríkisstjórnarinnar um frystingu myntkörfulána falla úr gildi, við undirritun samkomu- lagsins. svavar@frettabladid.is Greiðslujöfnun lána í stað niðurfellingar Samkomulag hefur náðst um greiðslujöfnun myntkörfulána. Leiðin kemur í stað afskrifta skulda, sem viðskiptaráðherra segir að hefði sett nýtt fjármála- kerfi í hættu. Leiðin er til viðbótar öðrum úrræðum sem lög leyfa. GYLFI MAGNÚSSON DÆMI A Dollari, pund, svissneskur franki, japanskt jen og evra. Upphafleg lánsupphæð 2005: 6.826.000 Höfuðstóll 28. febrúar: 12.358.000 Hækkun á höfuðstól: 81,0% Fyrsta greiðsla: 37.600 Greiðsla 1. feb. 2009: 59.200 Hækkun greiðslubyrði: 57,4% Greiðsla samkvæmt samkomulaginu: 48.000 Lækkun á greiðslubyrði: -18,9% DÆMI UM GREIÐSLUJÖFNUN LÁNA ■ Greiðslujöfnunin tryggir að skuldari veit ætíð hversu há næsta greiðsla lánsins er, ólíkt því sem gerist þegar miðað er við gengi á hverjum tíma. ■ Mismunur á því sem hefði átt að greiða og því sem í raun og veru er greitt færist aftan við lánstímann og leggst þannig við höfuðstól lánsins. ■ Greiðslan tekur breytingum í samræmi við greiðslujöfnunarvísitölu sem kynnt var í nóvemer 2008. Með þessum hætti birtast sveiflur á gengi ekki lengur beint í greiðslubyrði í hverjum mánuði, heldur í lengd lánstímans. DÆMI B Svissneskur franki og japanskt jen. Upphafleg lánsupphæð 2005: 6.826.000 Höfuðstóll 28. febrúar: 13.747.354 Hækkun á höfuðstól: 101,5% Fyrsta greiðsla: 31.182 Greiðsla 1. feb. 2009: 66.769 Hækkun greiðslubyrði: 114,1% Greiðsla samkvæmt samkomulaginu: 50.772 Lækkun á greiðslubyrði: -23,9% TÓMSTUNDIR „Við horfum björtum augum til sumarsins með þessar tölur fyrir framan okkur,“ segir Logi Sigurfinnsson, forstöðumaður Sundlaugarinnar í Laugardal. Alls heimsóttu 41.526 fleiri gestir laug- ina fyrstu þrjá mánuði ársins en sömu mánuði á síðasta ári, sem er um 33 prósenta aukning milli ára. Gestum fjölgaði í öllum sundlaugum Reykjavíkur á sama tíma. Langmest fjölgaði heimsóknum í Laugardalslaugina, enda stærsta laugin með rýmsta afgreiðslutím- ann. Tæpir 60.000 gestir heimsóttu laugina í mars á þessu ári, en gest- ir voru tæplega 51.000 í sama mán- uði í fyrra. Logi segist himinlifandi yfir þess- um aðsóknartölum. „Við erum mjög ánægð með þetta. Starfsfólkið finn- ur vel fyrir þessari fjölgun, því það er umferð í laugina allan dag- inn,“ segir Logi. Hann bætir við að gjaldskráin í laugarnar hafi ekkert hækkað á þessu ári. Sú ákvörðun gæti haft sitt að segja því fólk sæki í auknum mæli í ódýra afþreyingu. Hann segir starfsfólk laugarinn- ar verða vart við fjölgun innlendra sem og erlendra gesta. Tæplega 13.000 fleiri gestir sóttu Árbæjarlaug fyrstu þrjá mánuði ársins en á sama tíma í fyrra. Gest- um í Grafarvogslaug fjölgaði um rúmlega 11.000, rúmlega 9.000 fleiri heimsóttu Breiðholtslaug og ríflega 5.000 fleiri gestir lögðu leið sína í Sundhöllina. -kg Þriðjungsfjölgun gesta í sundlaugar það sem af er ári: Horfa björtum augum til sumarsins GOTT Í SUNDI Hressir krakkar skemmtu sér í Laugardalslauginni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN UPPLÝSINGATÆKNI Póst- og fjar- skiptastofnun (PFS) ítrekar mikil- vægi þess að nota viðurkenndar veiruvarnir í tölvur og að stýri- kerfi og önnur forrit séu alltaf með nýjustu uppfærslum. Í tilkynningu PFS kemur fram að undanfarið hafi borið á svoköll- uðum Trójuhestum sem fylgist með tölvunotkun. „Um er að ræða sérstakar tegundir sem dreifa sér í gegnum Veraldarvefinn og virðast miða að því að komast yfir viðkvæmar persónuupplýsingar,“ segir PFS og bendir á að veirur, njósnahugbúnaður, upplýsinga- stuldur og fjársvik á Netinu verði sífellt þróaðri. - óká Póst- og fjarskiptastofnun: Varar við Tróju- hestum netsins PÁSKAFRÍ Veðurspá páskahelg- arinnar lofar góðu fyrir þá sem hyggjast njóta útivistar. Ríkjandi verða hægar norðlægar áttir með smá snjókomu fyrir norðan og vestan. Smá snjókoma gæti verið á stöku stað. Skíðafólk ætti að fá kjörað- stæður. Páskaopnun er í Bláfjöll- um og víðs vegar fyrir norðan og vestan. Á páskadag klukkan. 13 verður páskamessa í Bláfjöllum í umsjón sr. Pálma Matthíassonar. Í Oddskarði er auglýst páskafjör frá fimmtudegi til mánudags svo eitthvað sé nefnt. - shá Allir á skíði um páskana: Veður hagstætt til útivistar BLÁFJÖLL Þúsundir manna geta ekki beðið eftir því að komast á skíði um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VIÐSKIPTI Bandaríski álrisinn Alcoa, sem meðal annars rekur álverið á Reyð- arfirði, tapaði 497 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 63 mil ljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórð- ungi ársins. Fyrirtækið skil- aði uppgjörinu í fyrrakvöld en það er líkt og fyrri ár það fyrsta í uppgjörstíðinni vestan hafs sem skilar sér í hús. Þetta er annar fjórðungurinn í röð sem Alcoa skilar tapi en það hefur ekki gerst í fjórtán ár. Alþjóðakreppan skýrir tapið að nær öllu leyti en mjög hefur dreg- ið úr eftirspurn eftir áli víða um heim. Það hefur skilað sér í því að álverð hafði ekki verið lægra um áraraðir um síðustu aldamót. Á sama tíma í fyrra hagnaðist álrisinn um 303 milljónir dala. Alcoa hefur unnið að hagræð- ingu innan fyrirtækisins, meðal annars lækkað laun, dregið úr rekstrarkostnaði og selt eignir. Þar á meðal er eignahlutur í ál- og námafyrirtækinu Rio Tinto. Bloomberg hefur eftir Klaus Kleinfeld, forstjóri Alcoa, í gær, að stefnt sé að því að hagræðing- araðgerðir skili fyrirtækinu 400 milljónum dala á ári. - jab ÁLVER ALCOA-FJARÐAÁLS Alcoa hefur gripið til aðgerða í sparnaðarskyni, svo sem launalækkunar og sölu eigna. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR KLAUS KLEINFELD Taprekstur sem ekki hefur sést í 14 ár hjá Alcoa og nær yfir tvo ársfjórðunga: Alcoa tapar hálfum milljarði dala MENNING Snjókarlinn á Ráðhús- torginu á Akureyri fékk andlits- lyftingu í vikunni, en hlýindi und- anfarinna daga fóru illa í hann. Stúlkur í 4. flokki Þórs í fótbolta flikkuðu upp á kallinn, með aðstoð foreldra og starfsmanna bæjarins. Nú stendur yfir páskaævintýri á Akureyri og fjölbreytt dagskrá í boði. Á morgun verður keppni í samhliða svigi í Gilinu og hefst hún klukkan 19.30. Á laugardaginn verða listaverk unnin úr stórum ísklumpum í Gilinu undir stjórn Hallgríms Sigurðssonar og kollega hans frá Friðriki V. Herlegheitin hefjast klukkan 14. - kóp Snjókarl fær andlitslyftingu: Páskaævintýri á Akureyri SNJÓKARLINN Ekki vantar snjókarlinn á Ráðhústorginu svarta pípuhattinn sem ku vera nauðsynlegur slíkum fírum. ALÞINGI Þingfundi var slitið í síð- asta skipti fyrir páska í gær- kvöldi en þá stóðu enn yfir umræður um stjórnskipunarlög. Ljóst er að málið verður tekið upp að nýju eftir páska, en átta þing- menn Sjálfstæðisflokks voru enn á mælendaskrá þegar þingi var slitið um kvöldmatarleytið. Ástæða þess að fundi var slit- ið á þessum tiltekna tíma er að borgarafundur í Suðvesturkjör- dæmi var að hefjast, en þinghaldi hefur verið frestað undanfarna daga vegna kostningaútsendingar Rúv. - shá Alþingismenn í páskafrí: Koma saman að loknu fríi SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.