Fréttablaðið - 09.04.2009, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 09.04.2009, Blaðsíða 41
FIMMTUDAGUR 9. apríl 2009 29 Sendu persónuleg skeyti með þinni eigin mynd Á hverjum degi taka eigendur stafrænna myndavéla ótalmargar ljósmyndir. En hva ð verður um þessar myndir? Hversu ma rgir prenta þær út, deila þeim á Netinu eða nota þær til þess að gleðja vini og ættingja í öðru en tölvupósti. Nú geta þeir sem taka my ndir notað myndirnar á skeyti og búið til varanleg verðmæti úr stafrænum skrám. Skrám sem annars búa við stöðuga hættu af diskhruni, veirusýkingum, mannlegum mistökum og úreldingu skjalasniða og brennanlegra diska. Rétti uppi hendi sá lesandi sem enn hefur aðgang að SCSI-drifum, ZIP-diskum o g JAZ-diskum. Persónulegu skeytin mun u vissulega aldrei koma í staðinn fyrir falleg albúm með útprentuðum myndum en skeyti með fallegri mynd á tvímælalaust erindi á ísskápinn og jafnvel innrammað upp á vegg. Ömmur, afar, gamlir frændur og aldraðar frænkur sem sjaldan heimsækja veraldar- vefinn eiga án efa eftir að gleðjast yfir fallegri mynd af fjölskyldumeðlimum og hnyttnum texta. Skarpir pennar geta leikið sér að því að blanda saman mynd og texta og skapað með því óvænt samhengi. Þar sem allt viðmótt persónulegu skeytanna er á Netinu er þægilegt að gera tilraunir með ólíkan texta eða jafnvel líma inn texta úr öðrum skjölum í öðrum forritum. „Byrði betri berat maður brautu að… “. Hver gæti t.d. ekki hugsað sér að líma inn nokkur vel valin kvæði úr Hávamálum í heillaóskaskeyti til fimmtugs frænda. Einnig má ímynda sér að listhneigðir skeytasend- endur notfæri sér þessa nýju tækni til að senda eigin myndskreytingar því það er vissulega jafn auðvelt að senda inn innskönnuð listaverk eða tölvuteikningar og ljósmyndir. Ný vara frá Póstinum gefur sendendum skeyta tækifæri á að nota myndasafnið á skemmtilegan og skapandi hátt. Íslandspóstur hefur ákveðið að fjölga stórlega hópi frímerkjahönnuða með því að bjóða frímerki sem viðskiptavinir geta skreytt með sínum eigin myndum. Myndirnar geta verið af viðskipta- vinunum sjálfum, börnum þeirra mökum, foreldrum, ömmum og öfum, frændum eða frænkum og jafnvel gæludýrum þeirra og bifreiðum. Hefðinni samkvæmt hafa frímerki verið gefin út í tilefni heimsmeist aramóta þjóðhátíða og annarra stóratb urða en með persónulegum frímerkjum póstsins eru frímerki nú gefin út í tilefni af endurfun- dasamkomum gru nnskóla- bekkja, sumarfagnaða og saumaklúbba, í tilef ni a f kórfeðalögum, brúðkaupum, stórfmælum að ógleymdum jólun um. Með nýjum hönnuðum er víst að áherslu r í frímerkjahönnun breytist og frímerki birtist með stöðum, hlutum og dýrum sem áður hafa ekki fengið sess á efra hægra horni umslaga ogpóstkorta. H V Í T A H Ú S IÐ / S Í A – 0 9 – 0 3 1 5 Kæri viðtak andi. Nú getur þ ú sent pers ónulegri og skemmtile gri skeyti s em þú getu r skreytt me ð þínum ei gin myndu m. Það er u pplagt að n ota stafræn u myndirnar til að gleð ja vini og va ndamenn m eð áþreifan lega góðri kveðju. Það eina se m þú þarft að gera er að fara á w ww.postur .is, velja m ynd, skrifa skem mtilegan te xta og Póst urinn afhen dir skeytið beint til við takanda. Kær kveðja , Pósturinn www.postur.is Meistaradeild Evrópu Liverpool - Chelsea 1-3 1-0 Fernando Torres (6.), 1-1 Branislav Ivanovic (39.), 1-2 Branislav Ivanovic (62.), 1-3 Didier Drogba (67.). Barcelona - Bayern München 4-0 1-0 Lionel Messi (9.), 2-0 Samuel Eto‘o (12.), 3-0 Lionel Messi (38.), 4-0 Thierry Henry (43.). Danska úrvalsdeildin SönderjyskE - FC Kaupmannahöfn 1-2 Sölvi Geir Ottesen skoraði mark SönderjyskE. Þýska úrvalsdeildin Magdeburg - Nordhorn 35-29 Gummersbach - Stralsunder 41-20 Róbert Gunnarsson skoraði fjögur mörk fyrir Gummersbach. Rhein-Neckar Löwen - Minden 28-20 Guðjón Valur Sigurðsson skoraði tíu mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen. Gylfi Gylfason skoraði tvö mörk fyrir Minden en Ingimundur Ingimundarson var ekki í leikmannahópi liðsins. Dormagen - Flensburg 26-20 Alexander Petersson var ekki í leikmannahópi Flensburg vegna meiðsla. Hamburg - Lemgo 32-24 Vignir Svavarsson skoraði eitt mark fyrir Lemgo en Logi Geirsson var ekki með vegna meiðsla. Lengjubikar karla Keflavík - Grindavík 1-3 0-1 Scott Ramsay (64.), 0-2 Gilles Ondo (67.), 0-3 Emil Símonars. (68.), 1-3 Sigurbergur Elíss. (83.). ÚRSLIT FÓTBOLTI Chelsea og Barcelona eru komin með annan fótinn í und- anúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir örugga sigra í fyrri leikjum liðanna í fjórðungsúrslitum keppn- innar í gær. Chelsea vann 3-1 sigur á Liver- pool á Anfield og er því í sterkri stöðu fyrir síðari leik liðanna sem fer fram í Lundúnum. Barcelona gerði sér lítið fyrir og hreinlega slátraði Bayern München á heima- velli sínum. Gestirnir voru heppnir að fá ekki mun fleiri mörk á sig. Þetta er fimmta árið í röð sem Liverpool og Chelsea mætast í Meistaradeildinni og er óhætt að segja að leikurinn í gær hafi verið einn af allra fjörugustu viðureign- um liðanna á þessum tíma. Heimamenn fengu draumabyrj- un er Fernando Torres kom þeim yfir eftir einungis fimm mínútna leik. Leikmenn Chelsea létu þó ekki heimamenn slá sig út af lag- inu og byrjuðu að sækja stíft. Didi- er Drogba fékk tvö dauðafæri en það var varnarmaðurinn Bran- islav Ivanovic sem reyndist hetja gestanna. Hann var í byrjunarliðinu í fjarveru Jose Bosingwa sem á við meiðsli að stríða og nýtti tæki- færi sitt til fulls. Hann skoraði tvö mörk, bæði með skalla eftir hornspyrnu og Drogba innsiglaði svo sigurinn eftir laglegan undir- búning þeirra Michael Ballack og Florent Malouda. Miklu munaði að Michael Ess- ien átti stórleik á miðjunni hjá Chelsea og hélt Steven Gerrard í skefjum eftir að Liverpool komst yfir í leiknum. John Terry, fyrir- liði Chelsea, fékk gult í leiknum og verður því í banni í næsta leik. „Við byrjuðum mjög vel í leikn- um en eftir að við skoruðum hætt- um við að spila vel og gáfum bolt- ann mikið frá okkur. Við töpuðum fyrir góðu liði sem spilaði vel. Við vorum ekki að spila samkvæmt okkar getu,“ sagði Rafael Benit- ez, stjóri Liverpool. „Þeir eru líka sterkir í loftinu og við fengum á okkur tvö slík mörk.“ Barcelona niðurlægði Bæjara á heimavelli sínum í gær með stór- glæsilegum fyrri hálfleik. Lion- el Messi skoraði tvívegis, Samuel Eto‘o og Thierry Henry einu sinni hvor. En mörkin hefðu getað verið miklu fleiri. Miðað við spilamennsku Þjóð- verjanna í gær þurfa Börsungar litlar áhyggjur að hafa af síðari viðureign liðanna í München. Pep Guardiola var vísað upp í stúku í gær af Howard Webb dóm- ara fyrir að mótmæla dómgæslu þess enska í fyrri hálfleik. eirikur@frettabladid.is HETJUNNI FAGNAÐ Branislav Ivanovic er hér fagnað af samherjum sínum hjá Chel- sea en hann skoraði tvívegis í 3-1 sigri liðsins gegn Liverpool í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Ivanovic kláraði Liverpool á Anfield Chelsea vann afar öflugan 3-1 útivallarsigur á Liverpool í fyrri leik liðanna í fjórðungsúrslitum Meistara- deildar Evrópu. Á sama tíma vann Barcelona 4-0 stórsigur á Bayern München á heimavelli sínum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.