Fréttablaðið - 14.04.2009, Page 2

Fréttablaðið - 14.04.2009, Page 2
2 14. apríl 2009 ÞRIÐJUDAGUR STJÓRNMÁL Þrjátíu milljóna króna styrkur FL Group til Sjálfstæðis- flokksins setur REI-málið í nýtt ljós og kallar á að Guðlaugur Þór Þórðarson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson geri hreint fyrir sínum dyrum. Þetta segir Svan dís Svavars dóttir, borgarfulltrúi og þingframbjóðandi Vinstri grænna. Guðlaugur ætlar að óska eftir úttekt Ríkisendurskoðunar á störf- um sínum fyrir Orkuveituna. Svandís segir tvennt hafa vakið sérstaka athygli í REI-málinu á sínum tíma að því er varðar FL Group. „Annars vegar það hvað samningnum var þrykkt í gegn- um stjórnina á miklum hraða. Við fengum aldrei neina skýringu á því en daginn eftir var þessi mikli hluthafafundur FL Group í Lond- on þar sem félagið þurfti að sýna fram á bjartari tíð í sínum rekstri. Það vakti strax ákveðnar grun- semdir því FL Group átti stóran hlut í Geysi Green Energy,“ segir Svandís. Enn fremur hafi stýri- hópur um málefni REI komist að því að FL Group hafi átt beinan þátt í samningsgerðinni á milli REI og Geysis Green og og það hafi þótt óeðlilegt. „Síðan þegar það kemur fram að FL Group hefur beinlínis afhent Sjálfstæðisflokknum gríðarlega fjármuni, fyrir orð Guðlaugs Þórs sem þá var stjórnarformaður Orkuveitunnar, hlýtur það að setja þetta allt saman í nýtt ljós,“ segir Svandís. Hún kallar eftir því að Guð- laugur Þór Þórðarson og Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson upplýsi um prófkjörsstyrki sína. „Fyrr náum við ekki heildarmyndinni í þessu máli. Við vitum að menn voru í mjög dýrum prófkjörum í aðdraganda þingkosninganna 2007 og í aðdraganda borgarstjórnar- kosninganna 2006,“ segir hún. Almenningur hljóti að vilja þær upplýsingar upp á borð. Guðlaugur Þór Þórðarson sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann sagðist ætla að óska eftir úttekt Ríkisendurskoðunar á störf- um sínum sem stjórnarformaður Orkuveitunnar. Í samtali við Fréttablaðið segir hann að fram hafi komið alvar legar aðdróttanir í hans garð og hann sé með þessu að ganga eins langt og hann mögulega getur til að gera hreint fyrir sínum dyrum. Spurður hvort til greina komi að opinbera það hverjir veittu honum styrk í prófkjöri hans fyrir kosn- ingarnar 2007 segir hann sjálfsagt að skoða það. „Það koma allir hlut- ir til greina í því en það er mjög mikilvægt að sambærilegar upp- lýsingar liggi fyrir hjá einstakl- ingum og stjórnmálaöflum,“ segir hann. Spurður hvort hann hafi þá þegið styrki frá FL Group eða Landsbankanum segist hann þurfa að skoða það betur. Aðrir hafi séð um fjáröflun fyrir hann og hann þekki ekki hverjir styrktu hann. „Ég hef reynt að halda mig sem lengst frá þessu,“ segir Guðlaug- ur. stigur@frettabladid.is Verjum velferð, sköpum störf Velferðarmál eru atvinnumál – stöndum vörð um störf í heilbrigðis- og menntakerfinu. Sköpum ný störf með mannaflafrekum framkvæmdum í viðhaldi og endurbótum. STJÓRNMÁL Guðbjartur Hannesson, forseti Alþingis, segir að sumarþing, að loknum kosningum, standi væntanlega í einhverjar vikur. Á því verði hægt að fjalla um og afgreiða mál sem hugsanlega dagi uppi nú. Í þeim efnum horfir hann fyrst og fremst til þingmannamála. Þingfundur hefst klukkan hálf tvö í dag og verður þá þráðurinn tekinn upp þar sem frá var horfið á miðvikudag, þegar Alþingi fór í páskaleyfi. Enn eru fjölmörg mál óafgreidd, bæði stjórnar- mál og þingmannamál. Ríkisstjórnin leggur ríka áherslu á að sex til átta mál verði samþykkt fyrir kosningar, auk stjórnarskrármálsins. Ekki hefur dregið úr andstöðu Sjálfstæðis- flokksins við það mál yfir páskahelgina. Guðbjartur segir að á fundum forsætisnefndar og þingflokksformanna í hádeginu í dag verði reynt að ná samkomulagi um þinglok. Sjálfur vill hann ljúka þingstörfunum í síðasta lagi á fimmtudag. Þing kemur jafnan saman nokkrum vikum eftir kosningar. Misjafnt er hve lengi það starfar. Eftir kosningarnar 2007 starfaði það í tvær vikur en eftir kosningarnar 2003 stóð þing aðeins í tvo daga. Árið 1995 starfaði sumarþing í einn mánuð. - bþs Forseti Alþingis segir afgreiðslu sumra mála geta beðið fram yfir kosningar: Stefnir í nokkurra vikna sumarþing KÁTT Á HJALLA Þingfundur hefst klukkan hálf tvö í dag. Athafnamaðurinn Gísli Þór Reynisson lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut aðfaranótt sunnudags eftir skamm- vinn veik- indi. Gísli var í hópi auðug- ustu manna Íslands og var aðal- eigandi Nordic Partners, fjárfestingarfélags sem starf- aði að stærstum hluta í Austur- Evrópu. Gísli átti meðal annars hótelið D´Angle terre í Kaup- mannahöfn. Gísli var 43 ára og skilur eftir sig eiginkonu og fjögur börn. Gísli Þ. Reynis- son látinn GÍSLI ÞÓR REYNISSON Birgir, hver er helsti styrkur íslenskra stjórnmálaflokka? „Það er erfitt að svara því. Það eru milljón hlutir sem koma upp í hugann!“ Mjög styttist til alþingiskosninga sem verða haldnar 25. apríl næstkomandi. Birgir Guðmundsson er stjórnmálafræð- ingur. SJÁVARÚTVEGUR Íslensk stjórn- völd hafa boðið fulltrúum ESB, Noregs og Færeyja til fundar einhvern næstu daga til að finna farsæla lausn á framtíðar- stjórnun makrílveiða. Í frétt frá sjávar útvegsráðuneytinu segir að Ísland sé í fullum rétti að nýta auðlind sem sé innan efnahags- lögsögu landsins og að halda öðru fram sé í þversögn við alþjóða- lög. Hins vegar fylgi þeim rétti að nýta sameiginlega auðlind sú skylda að ríki leiti eftir samvinnu við önnur strandríki. Frá því að stjórn makrílveiða hófst hafa íslensk stjórnvöld krafist viðurkenningar sem strandríki að makrílstofninum og þar með þátttöku í samninga- viðræðum strandríkja. Til þessa hefur ekki verið tekið undir þá kröfu og Íslandi verið haldið utan við samningaviðræður. - shá Deilur strandríkja um kvóta: Ísland býður til makrílfundar BANDARÍKIN, AP Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að aflétta ferða- takmörkunum til Kúbu. Banda- ríkjamenn geti nú ferðast þangað óhindrað. Enn fremur verða ekki framar neinar takmarkanir á peningagreiðsl- ur frá Banda- ríkjamönnum til ættingja sinna á Kúbu. Robert Gibbs, blaðafulltrúi Baracks Obama Bandaríkja- forseta, og Dan Restrepo, ráð- gjafi hans í málefnum rómönsku Ameríku, skýrðu frá þessu í gær. Bandaríkjastjórn hefur áratug- um saman bannað Bandaríkja- mönnum að ferðast til og eiga viðskipti við Kúbu. Ríkisstjórn Baracks Obama: Afléttir höml- um á Kúbu DAN RESTREPO PAKISTAN, AP Asif Ali Zardari, forseti Pakistans, undirritaði í gær lög sem heimila að íslömsku sharia-lögin verði hluti af gild- andi lögum í norðvesturhéruðum landsins, þar sem talibanar og aðrir strangtrúar hópar hafa mikil ítök. Herskáir múslimar hafa síðustu tvö ár barist fyrir því að íslömsku sharía-lögin fái fullt gildi í héruð- unum. Harðir bardagar hafa iðu- lega brotist út milli hers landsins og hinna herskáu múslima. Pakistansstjórn gerði í febrúar samkomulag við talibana um frið í skiptum fyrir gildistöku íslömsku laganna. Zardari hefur þó dregið að undirrita lögin þangað til í gær. Pakistansstjórn vonast til þess að samkomulagið verði til þess að nú ríki friður í þessum héruðum. Hundruð manna hafa látið lífið í átökum þar síðustu mánuði. Mannréttindasamtök hafa gagn- rýnt þetta samkomulag fyrir að heimila mannréttindabrot í nafni íslamstrúar. Ráðamenn á Vestur- löndum hafa auk þess margir látið í ljós ótta um að afganskir talibanar og aðrir upp reisnarmenn hafi athvarf í norðvestur héruðunum og skipuleggi þar árásir yfir landa- mærin á erlenda setuliðið í Afgan- istan. - gb Forseti Pakistans undirritar lög til að friða talibana: Fellst á íslamska löggjöf ÞRÝST Á FORSETANN Þúsundir manna í Swat-héraði kröfðust þess á föstudag að Zardari forseti undirritaði lögin. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SAMGÖNGUR Umferð gekk vel yfir páskahelgina að sögn lögreglu um allt land. Umferðin dreifðist vel yfir páskahelgina og menn komust auðveldlega leiðar sinnar. Þá virðast ökumenn hafa virt hraðatakmarkanir úti á þjóð- vegum. Umferðin til Reykjavíkur í gær var hvað þéttust um kvöld- matarleytið að sögn lögreglu bæði í Borgarnesi og á Selfossi. Nokkur mál komu upp vegna ölvunar- og hraðaaksturs en ekki fleiri en gengur og gerist á venjulegri helgi. - shá Páskahelgin nær slysalaus: Umferðin gekk vel um helgina GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR Guðlaugur upplýsi um prófkjörsstyrki Tengsl REI-málsins og styrkja til Sjálfstæðisflokksins kalla á að fulltrúar flokks- ins upplýsi um prófkjörsstyrki, segir Svandís Svavarsdóttir. Kemur til greina, segir Guðlaugur Þór. Hann segist ekki vita hvort FL Group styrkti prófkjör hans. FRAKKLAND, AP Sextíu og fimm ára maður myrti tvo menn og særði þann þriðja alvarlega í bænum Douchy-les-Mines í Norður-Frakklandi síðdegis í gær. Maðurinn hóf skothríð út um glugga á húsi sínu og hæfði þrjá menn. Tilviljun ein virðist hafa ráðið því hverjir urðu fyrir skot- unum. Maðurinn var hinn rólegasti og gaf sig á vald lögreglu sem hafði umkringt húsið. Maðurinn hafði þó áður hótað því að fyrir- fara sér. - gb Byssumaður á sjötugsaldri: Myrti tvo menn GAF SIG FRAM Byssumaðurinn skaut á fólk af handahófi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Guðlaugur og Vilhjálmur geta ekki komist hjá því að upplýsa hverjir styrktu þá í prófkjörum úr því að óskað hefur verið eftir upplýsingunum. Þetta segir Birgir Guðmundsson stjórnmálafræðingur. „Það eru allir flokkar farnir að birta allt,“ segir hann. „Ef menn fara að segja nei núna eru þeir bara búnir. Þá vaknar spurningin um hvað menn hafa að fela.“ Birgir segir að jafnframt megi búast við að upplýsingar um prófkjörsstyrki annarra frambjóðenda líti dagsins ljós í kjölfarið ef grunsemdir vakna um óeðlileg tengsl. Birgir á von á því að upplýsingar um eldri styrki til stjórnmálaflokka en frá árinu 2006 eigi einnig eftir að koma upp á yfirborðið á næstunni, þótt sú vitneskja sé ekki eins knýjandi fyrir almenning. ÓHJÁKVÆMILEGT AÐ UPPLÝSA STYRKINA SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.