Fréttablaðið - 14.04.2009, Síða 6

Fréttablaðið - 14.04.2009, Síða 6
6 14. apríl 2009 ÞRIÐJUDAGUR SMÁLÚÐA, LAXAFLÖK OG FULLT AF ÖÐRU GÓMSÆTU SELJUM EINNIG FISK Í MÖTUNEYTI ATH ERUM ALDREI FISKLAUSIR GLÆNÝ STÓRLÚÐA Dagskrá fundarins er 1. Sk‡rsla stjórnar. 2. Ger› grein fyrir ársreikningi. 3. Tryggingafræ›ileg úttekt. 4. Fjárfestingarstefna sjó›sins kynnt. 5. Samþykktir kynntar. 6. Önnur mál. Ársfundur 2009 Allir sjó›félagar, jafnt grei›andi sem lífeyrisflegar, eiga rétt til fundarsetu á ársfundinum. Sjó›félagar eru hvattir til a› mæta á fundinn. Stjórn Söfnunarsjó›s l ífeyrisréttinda Ársfundur Söfnunarsjó›s lífeyrisréttinda ver›ur haldinn a› Borgartúni 29, Reykjavík á 4. hæ›, þriðjudaginn 28. apríl 2009 og hefst kl. 17.00. Reykjavík 16. 03. 2009 STJÓRNMÁL Geir H. Haarde tók einn ákvörðun um að þiggja boð til Sjálfstæðisflokksins um háa fjár- styrki frá FL Group og Landsbank- anum seint á árinu 2006. Hann taldi nauðsynlegt að veita styrkj- unum viðtöku til að rétta fjárhag flokksins af. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins var Kjartani Gunnars- syni kunnugt um að flokknum stæðu ofurstyrkirnir til boða. Hann hefur ítrekað neitað því að hafa vitað af þeim. Heimildirnar herma að Kjart- an hafi ráðlagt Geir að afþakka styrkina, enda væru þeir allt of háir til að geta talist eðlilegir og úr takti við styrki sem flokkurinn hafði þegið. Geir hafði ráð Kjartans að engu og lét venjur flokksins víkja fyrir tækifæri til að greiða niður háar skuldir. Þegar þetta var hafði Geir verið formaður Sjálfstæðisflokksins í eitt ár og framkvæmdastjóraskipti stóðu fyrir dyrum; Andri Óttars- son var að taka við af Kjartani, sem gegnt hafði starfinu frá 1980. Haustið 2006 var fjárhagsstaða Sjálfstæðisflokksins mjög slæm. Flokkurinn hafði kostað miklu til í kosningabaráttu sveitarstjórnar- kosninganna fyrr á árinu, ekki síst í Reykjavík þar sem háum fjár- hæðum var varið til að afla flokkn- um fylgis sem gæti fleytt honum í meirihluta. Það tókst, Sjálfstæðisflokkur inn myndaði meirihluta með Fram- sókn, en eftir stóð flokkurinn skuldum vafinn. Til að rétta af fjárhaginn var ráðist í umfangsmikið átak haustið 2006. Þá hafði nefnd, sem fjallaði um fjármál stjórnmálaflokka og undirbjó frumvarp þar um, starf- að í rúmt ár. Fjáröflun sjálfstæðis- manna tók mið af því að ný lög, með miklum takmörkunum á öflun styrkja, vofðu yfir. Um það var almenn vitneskja meðal stjórn- málamanna og vitaskuld sér- staklega þeirra sem sátu í nefnd- inni. Guðlaugur Þór Þórðarson og Kjartan Gunnarsson voru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, auk Gunnars Ragnars, sem starfað hefur fyrir flokkinn um árabil. bjorn@frettabladid.is Kjartan lagði að Geir að afþakka styrkina Kjartan Gunnarsson vissi að Sjálfstæðisflokknum stæðu til boða háir fjárstyrkir undir árslok 2006. Hann ráðlagði Geir H. Haarde að hafna þeim, enda stríddu þeir gegn venjum flokksins. Geir mat þá nauðsynlega til að rétta fjárhaginn af. FORMAÐURINN OG FRAMKVÆMDASTJÓRARNIR Geir H. Haarde, Kjartan Gunnarsson og Andri Óttarsson. Kjartan ráðlagði formanninum að hafna háum styrkjum, enda stríddu þeir gegn venjum flokksins. TAÍLAND, AP Tveir menn létust og meira en hundrað særðust í tólf tíma átökum mótmælenda og her- manna í Bangkok, höfuðborg Taí- lands. Mótmælendur krefjast þess að Abhisit Vejjajiva forsætisráðherra láti af völdum. Mótmælendurnir eru flestir heitir stuðningsmenn Thaksins Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra, sem her lands- ins steypti af stóli haustið 2006 í kjölfar fjölmennra mótmæla gegn honum. Mótmæli hafa staðið yfir dögum saman, en í gær sauð upp úr. Her- inn segist hafa beitt púðurskotum og táragasi, en mótmælendur saka hermenn um að hafa notað alvöru byssukúlur. Mótmælendurnir tóku meðal annars nokkra strætisvagna traustataki og notuðu sem vegar- tálma. Tveir mannlausir vagnar, annar þeirra í ljósum logum, voru auk þess látnir renna í áttina að hópi hermanna. Loka þurfti fjölda verslana og veitingastaða, auk þess sem opin- ber hátíðarhöld vegna áramótanna voru felld niður. Þúsundir manna, sem komnir voru til Bangkok til að halda upp á áramótin, héldu þó striki sínu ótrauðir áfram og skemmtu sér úti á götum og inni á veitingastöðum borgarinnar. Abhisit forsætisráðherra tók við í vetur eftir að nokkrir forsætis- ráðherrar í röð höfðu hrökklast frá völdum vegna mótmæla. - gb Óeirðir brutust út eina ferðina enn í Taílandi: Tveir létust og tugir særðust ÁTÖK Í BANGKOK Átök brutust út á nokkrum stöðum í höfuðborg Taílands. Mótmælendur vilja hrekja stjórnina frá völdum. NORDICPHOTOS/AFP „Ég sat inná tuskulegum veitinga- stað og var að panta mér kokteil, bangkokteil, þegar molotovkokteill kom allt í einu fljúgandi inn um gluggann. Ekki alveg það sem ég var að biðja um,“ segir Sverrir Stormsker á bloggsíðu sinni. Hann er staddur í Bangkok og lenti í hringiðu átakanna í gær. Eftir að hann kom út á götu tók ekki betra við: „Ég sá nokkrar rútur sprengdar í loft upp og nokkra bíla og byggingar standa í frekar björtu báli. Herinn segist nota „blank shots“ eða púðurskot en það eru þá einu púðurskotin sem gera gat á hausinn á fólki,“ skrifar Sverrir. Sá nokkrar rútur sprengdar Hringdu í síma ef blaðið berst ekki STJÓRNMÁL Þorsteinn Metúsalem Jónsson, oft kenndur við Coke, og Steinþór Gunnarsson játuðu á laugardag að hafa haft milligöngu um að afla Sjálfstæðisflokknum styrkjanna tveggja frá FL Group og Landsbankanum. Þeir segja Guðlaug hafa haft samband við sig og tjáð þeim að staða flokksins væri mjög bág borin. Hann hafi hvatt þá til að leggja flokknum lið og afla fjár fyrir hann. Þorsteinn, sem þá var varaformaður stjórnar FL Group, aflaði þrjátíu milljóna frá FL Group og Steinþór, sem var yfirmaður verðbréfasviðs Landsbankans, aflaði 25 milljóna frá Landsbank- anum. Þeir segja aðkomu Guðlaugs ekki hafa verið aðra en að óska eftir liðsinni þeirra í málinu. Þeir hafi í kjölfarið leitað til fjölda fyrirtækja, með misjöfnum árangri, að því er segir í tilkynningu frá þeim. Það hafi síðan verið á forræði fyrirtækj- anna sjálfra að ákveða fjárhæðir styrkjanna. Sagt hefur verið frá því í fjölmiðlum að Sigurjón Þ. Árnason, annar bankastjóra Landsbankans, hafi einn tekið ákvörðun um styrkinn frá bankanum, og að Hannes Smárason, þáverandi forstjóri FL Group, hafi sömuleiðis tekið ákvörðun um styrk félagsins einsamall. Sagt var frá því fréttum Stöðvar 2 í gær að styrkur Landsbankans kunni að hafa verið ólög- mætur, í ljósi þess að veiting hans var ekki borin undir bankaráð eða hluthafafund. - sh Þorsteinn M. Jónsson og Steinþór Gunnarsson svöruðu kalli Guðlaugs Þórs: Tveir menn öfluðu styrkjanna ÞORSTEINN M. JÓNSSON GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON KJÖRKASSINN Ert þú sátt(ur) við viðtöku Sjálf- stæðisflokks á 55 milljónum frá tveimur fyrirtækjum? Já 16,3% Nei 83,7% SPURNING DAGSINS Í DAG Borðaðir þú fisk yfir páskana? Segðu skoðun þína á visir.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.