Fréttablaðið - 14.04.2009, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 14.04.2009, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 14. apríl 2009 21 Sýrður rjómi er góðkunningi allra sem elda og ætti alltaf að vera til í ísskápnum því hann hentar vel í alla matargerð, hvort sem það er í sósur, bakstur, salöt, heita rétti, ídýfur eða súpur. Svo er hann líka góður með eftirréttinum. www.ms.is/gottimatinn þrír góðkunningjar – fyrir alla sem elda – Bakaður fiskur 600 g þorsk- eða ýsuflök 100 g blaðlaukur 1 stk. rauð paprika 200 g rækjur 180 g sýrður rjómi 200 g kotasæla með hvítlauk 2 dl söxuð fersk basilíka 100 g gratínostur salt nýmalaður svartur pipar með kotasælu og sýrðum rjóma Skerið fiskinn í bita og raðið í smurt eldfast mót, bætið í rækjunum, fíntskornum blaðlauk og papriku. Kryddið með salti og nýmöluðum svörtum pipar. Hrærið saman sýrða rjómanum, kotasælunni og basilíkunni. Hellið yfir fiskinn og stráið loks gratínostinum yfir. Bakið við 180 °C í u.þ.b. 20 mínútur. Vinir mínir elda rétti sem heita eftir mér nýja r umb úðir sýrð ur r jómi hefu r fen gið nýtt útli t Breska leikkonan Emma Wat- son hefur ákveðið að flytjast til Bandaríkjanna. Samkvæmt fregnum í breskum fjölmiðlum hefur henni verið veitt innganga í hinn virta Brown-háskóla á Rhode Island. Emma, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í Harry Potter- myndunum, tilkynnti fyrir skemmstu að hún ætlaði að hvíla sig á kvikmyndaleik til að ná sér í háskólagráðu. Hún sótti um inngöngu í fjölda skóla í Bretlandi og Bandaríkjun- um en hefur nú ákveðið að læra í Brown. Emma sest á skólabekk SEST Á SKÓLA- BEKK Emma Watson, sem leikur Hermione Granger í Harry Potter-mynd- unum, ætlar í háskólanám í Bandaríkjunum. Breska gamanleiksgoðsögnin Ricky Gervais undirbýr nú fyrstu kvikmyndina sína í leikstjórastóln- um ásamt félaga sínum og vini Stephen Merchant. Þetta tvíeyki á heiðurinn af bresku sjónvarps- þáttunum The Office sem fóru sigurför um heiminn á sínum tíma. Ricky hefur átt frem- ur auðvelt með að lokka til sín stórstjörnur eins og aðdáendur Extras ættu að þekkja og nú hefur verið tilkynnt að stórleikarinn Ralph Fiennes muni leika eitt aðalhlut- verkanna í myndinni. Myndin hefur fengið nafnið Cem- etery Junction og fjallar um hóp bankastarfsmanna í kringum áttunda áratug síðustu aldar. „Ég hitti Fiennes á kvikmynda- hátíðinni í Toronto og sagði við hann að ég hefði skrifað hlut- verk handa honum. Svo sendi ég honum hand- ritið og viti menn, hann sló til,“ segir Gervais. „Fiennes er ótrúlegur leikari sem á eftir að gefa myndinni meiri vigt og ég get bara ekki beðið eftir að byrja vinna með honum,“ bætir Gervais við. Áætlað er að tökur hefj- ist seinna á þessu ári. Gervais fær Ralph Fiennes GÓÐIR SAMAN Rickey Gervais ætlar að setjast í leikstjórastólinn og leikstýra mynd um banka- starfsmenn á áttunda áratug síðustu aldar. NÝ HLIÐ Ralph Fiennes hefur hingað til leikið furðufugla og þrjóta en ætlar að snúa sér að gamanleik með Gervais. Rapparinn Chris Brown er sagður hafa átt stefnumót við fyrr- verandi heitmey sína, Ericu Jackson. Brown komst í kastljós fjöl- miðlanna þegar hann lamdi þáverandi unn- ustu sína, poppstjörn- una Rihönnu, skömmu eftir Grammy-verð- launin. Brown hefur síðan þá ekki átt sjö dagana sæla því bandarískir fjölmiðlar hafa keppst um að níða af honum skóinn. Erica og Brown hafa áður rugl- að saman reytum. Þau voru saman fyrir nokkrum árum og heimildar- maður New York Daily News sagðist hafa heim- ildir fyrir því að þau hefðu byrjað saman á ný fyrir nokkrum vikum. Daily News bætti síðan um betur og sagði hið nýja par hafa sótt húðflúrstofu í Los Angeles. Talsmaður Brown brást hins vegar skjótt við og sendi frá sér mjög afdrátt- arlausa yfirlýsingu: „Hann fór á húðflúr- stofu með manni að nafni Dean frá upptökuverinu. Það var kona með í för sem var vinkona Dean. Það er ekkert rétt í þessari frétt. Chris þekkir ekki konuna né veit hvað hún heitir.“ Brown á stefnumóti Táningsstirnið Miley Cyrus átti mikilli velgengni að fagna um helgina enda sló myndin henn- ar, Hannah Montana: The Movie, rækilega í gegn og komst í efsta sætið yfir vinsæl- ustu bandarísku kvikmyndirnar. Til að lyfta sér aðeins upp í tilefni dagsins ákvað Miley að bjóða fyrrum kær- asta sínum, tón- listar- mann- inum Nick Jonas, út að borða. Jonas og Hannah eiga ýmis- legt sam- eiginlegt því þau eru bæði stjörnur á vegum Disney-fyrir- tækisins líkt og Britney og Justin voru á sínum tíma. Skötuhjúin sátu að snæðingi á veitingastaðnum Village Idiot og vöktu óskipta athygli nærstaddra og paparazzi-ljósmyndara. Hins vegar tókst Nick ekki betur upp en svo að þegar hann hugðist aka af stað á bíl sínum ásamt Miley keyrði hann utan í annað ökutæki og rispaði það töluvert. Cyrus og Nick hættu saman í fyrra en hún hefur síðan þá sést með fyrirsæt- unni Justin Gaston. Miley Cyrus á allra vörum Á TOPPNUM Miley Cyrus er á hátindi ferils síns um þessar mundir en myndin hennar, Hannah Montana: The Movie var vinsælust þar vestra um helgina. CHRIS BROWN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.