Fréttablaðið - 14.04.2009, Side 20

Fréttablaðið - 14.04.2009, Side 20
18 14. apríl 2009 ÞRIÐJUDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Á þessum degi árið 1987 var Leifsstöð, flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli, vígð að við- stöddum um þrjú þúsund gestum. Tilgangur flugstöðvarinnar var að skilja að al- mannaflug og starfsemi varnarliðsins. Banda- ríkjamenn og Íslendingar skiptu með sér kostn- aði við verkið og greiddi Bandaríkjastjórn um tvo þriðju heildarkostnaðar sem var um þrír milljarð- ar króna. Rekstur flugstöðvarinnar var á hendi Flugmálastjórnar Keflavíkurflugvallar til ársins 1998 er ríkisstofnunin Flugstöð Leifs Eiríkssonar var sett á fót til að annast flugstöðvarreksturinn. Árið 1999 voru Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli og Flugstöð Leifs Eiríkssonar sameinaðar í eitt hlutafélag í eigu ríkisins. Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. var stofnað með lögum frá Alþingi í maí 2000 og tók við öllum rekstri flugstöðvarinnar, fasteign og skuld- bindingum 1. október sama ár. Félagið var gert að opinberu hlutafélagi árið 2007. Flugstöðin stækkaði um 16.000 fermetra þegar suðurbygging hennar var tekin í notkun 25. mars 2001. Framkvæmdir við stækkun og breytingar í norðurbyggingu flugstöðvarinnar hóf- ust í október 2005 og lauk vorið 2008. ÞETTA GERÐIST: 14. APRÍL 1987 Flugstöð Leifs Eiríkssonar er vígð Sandra Erlingsdóttir, gullsmiður, afró- drottning Íslands, hipphoppari og kenn- ari, fagnar þrjátíu ára afmæli í dag. Sú staðreynd að þrjátíu komi í stað- inn fyrir tuttugu og eitthvað fer ekkert fyrir brjóstið á Söndru, sem er ferskari en nokkru sinni. „Nei, nei, þetta er bara snilld; veistu ekki að „30‘s is the new 20‘s“,“ segir hún hlæjandi og vitnar í lag eftir tónlistarmanninn Jay-Z. „Það er bara rugl að vera tuttugu og eitthvað. Nú er ég komin á besta aldurinn og veit alla vega hvað ég vil.“ Söndru dugar ekkert vöffluboð á stór- afmælinu. Hún fékk því skemmtistað- inn Jacobsen í lið með sér til að flytja inn einn af sínum uppáhaldstónlistar- mönnum til að skemmta sér og öðrum næsta föstudagskvöld. Þetta er plötu- snúðurinn, taktasmiðurinn og mynd- listarmaðurinn Ge-ology. „Ég kynntist honum þegar ég bjó í Brooklyn fyrir nokkrum árum. Hann kom í afmæli til sambýliskonu minnar og við smullum saman. Í dag er hann einn af mínum bestu vinum. Mig hefur lengi lang- að til að fá hann hingað heim að spila. Ég hef nokkrum sinnum verið viðstödd gigg hjá honum og þau eru alltaf frá- bær, það myndast alltaf ótrúleg stemn- ing hjá honum. Hann er ótrúlega fær dj, fer með mann í ferðalag um marga tón- listarstíla, spilar meðal annars fönk, soul, hiphop, house og reggí.“ Ge-ology er þekktur í hiphopinu og hefur meðal annars gert takta við lög de la Soul, Mos Def, Talib Kweli og Jill Scott. Hann byrjaði ungur í bransanum og var meðal annars með Tupac Shakur í grúppunni Born Busy á unglingsárunum. Hann hefur gefið út eina sólóplötu, Ge- ology Plays Ge-ology. Partíið verður haldið á Jacobsen næsta föstudagskvöld, þann 17. apríl. Húsið opnar klukkan 22 og hvetur Sandra fólk til að mæta snemma, enda verði hitað upp á báðum hæðum. Á fyrstu hæðinni verða dj Intro og dj B- Ruff og í kjallaranum þeir Diddi Fel, Sesar A, Emmsjé Gauti og dj Kocoon. Dj Danni Deluxe tekur svo við og klárar kvöldið þegar Ge-ology hefur lokið sínu. Sandra ætlar að taka lífinu með ró í dag og undirbúa sig fyrir helgina. „Ge-ology kemur til landsins í dag svo ætli ég taki ekki bara á móti honum, fari kannski með hann á rúntinn; sýni honum Bláa lónið og svona.“ holmfridur@frettabladid.is GULLSMIÐURINN OG DANSKENNARINN SANDRA ERLINGSDÓTTIR: ER ÞRÍTUG Í DAG Flutti inn uppáhalds dj-inn og heldur risapartí á Jacobsen SANDRA ERLINGSDÓTTIR AFMÆLISBARN „30‘s is the new 20‘s,“ segir gleðipinninn Sandra, sem lætur sig ekki muna um að flytja til landsins sinn uppáhalds listamann í tilefni af afmæli sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SIMONE DE BEAUVOIR LÉST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1986. „Maður fæðist ekki kona heldur verður kona.“ Beauvoir var franskur rithöf- undur og heimspekingur. Hún er þekktust fyrir fræðirit sitt Le Deuxième Sexe (Hitt kynið) frá 1949 en þar er að finna ítar lega athugun og greiningu á kúgun kvenna. Er ritið talið hafa lagt grunninn að sam- tímafemínisma. Hjartkær bróðir okkar, Ólafur Snæbjörn Bjarnason frá Blöndudalshólum, lést á Kristnesspítala 2. apríl. Útförin fer fram frá Glerárkirkju fimmtudaginn 16. apríl kl. 14. Ingibjörg Bjarnadóttir Elín Bjarnadóttir Jónas Bjarnason Kolfinna Bjarnadóttir. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Kjartan Sveinsson, Símaverkstjóri, frá Vík í Mýrdal, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn 6. apríl verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju þriðju- daginn 14. apríl kl. 13:00. Blóm og kransar eru afþakk- aðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á líknar- og hjálparstofnanir. Þórir Kjartansson Friðbjört Elísabet Jensdóttir Sveinn Kjartansson Hólmfríður Böðvarsdóttir Eyrún Kjartansdóttir Haukur Helgason Sigrún Kjartansdóttir Þorbjörn Jónsson börn, tengdabörn og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Ólafur Jens Pétursson Álfhólsvegi 68, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju miðvikudaginn 15. apríl kl. 13.00. Áslaug Gunnsteinsdóttir Gunnsteinn Ólafsson Eygló Ingadóttir Pétur Már Ólafsson Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir og barnabörn. MERKISATBURÐIR 1695 Hafís rekur inn á Faxaflóa í fyrsta sinn síðan 1615. Ísinn hafði rekið suður með Austurlandi og svo vestur með Suðurlandi. 1931 Alþingi er rofið og boðað til kosninga. Þingrofið veldur miklum deilum. 1962 Handritastofnun Íslands, sem síðar fékk nafnið Árnastofnun, er stofnuð með sérstökum lögum þegar hillir undir lausn handritamálsins. 1980 Fyrsta hljómplata Iron Maiden, Iron Maiden, kemur út í Bretlandi. 1992 Ráðhús Reykjavíkur er tekið í notkun, nákvæm- lega fjórum árum eftir fyrstu skóflustunguna. Byggingarkostnaður er á fjórða milljarð króna. Framkvæmdasýsla ríkis- ins hefur auglýst eftir til- boðum í byggingu Gesta- stofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Skriðuklaustri, en hún verð- ur fyrsta byggingin hér á landi sem verður byggð sam- kvæmt vottuðum vistvænum byggingarstöðlum. Útboðið er unnið samkvæmt nýsam- þykktri stefnu ríkisstjórnar- innar um vistvæn innkaup. Þær byggingar sem um ræðir eru gestastofa Vatna- jökulsþjóðgarðs á Skriðu- klaustri og þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi. Meðal mark- miða við hönnun bygging- anna er að takmarka neikvæð umhverfisáhrif, skapa heil- næman vinnustað, minnka rekstrarkostnað og stuðla að góðri ímynd. Stefnt er að því að byggingarnar verði vott- aðar sem vistvæn mannvirki samkvæmt vottunarkerfi BREEAM (British Build- ing Research Establishment Environmental Assessment Method) en það gerir ákveðn- ar kröfur til verktaka meðal annars varðandi verklag á vinnustað og innkaup á bygg- ingarefnum. Vistvæn inn- kaup fela í sér margs konar ávinning fyrir kaupendur, birgja og samfélagið, að því er fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu. Þar segir jafnframt að þau dragi úr umhverfisáhrifum og hvetji til nýsköpunar. Fyrsta umhverfisvottaða byggingin VISTVÆNT Meðal markmiða við hönnunina er að takmarka neikvæð umhverfisáhrif. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.