Fréttablaðið - 14.04.2009, Síða 37

Fréttablaðið - 14.04.2009, Síða 37
ÞRIÐJUDAGUR 14. apríl 2009 27 Fræðslufundur um jöklaferðir. Á morgun, miðvikudaginn 15. apríl kl. 20:00 í húsakynnum 66°Norður, Faxafeni 12 Allir velkomnir. Nánari upplýsingar á www.66north.is og www.fjallaleidsogumenn.is Íslenskir Fjallaleiðsögumenn og 66°Norður miðla af reynslu sinni og þekkingu á jöklaferðum. Farið verður yfir þann búnað sem er nauðsynlegur til þess að ferðast af öryggi um jökla landsins. Toppaðu með Kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur er með mörg járn í eldinum en hans stærsta verkefni til þessa – Víkingr – sem kost- ar að lágmarki 45 milljónir dollara, fer í tökur eftir ára- mót og er leikmyndavinna þegar hafin. Myndin verður að mestu tekin hér á landi. „Ég er stoltur að hafa getað komið með þetta verkefni til landsins. Held reyndar að ástandið sé ekki eins slæmt og margir vilja vera láta og neikvæðir straumar gegn okkur alls ekki þeir sem um er talað,“ segir Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri. „Ég hef ferð- ast mikið að undanförnu og finn það ekki.“ Baltasar var nýverið staddur í Búdapest þar sem kvikmynd hans Brúðguminn vann áhorfendaverð- laun á Titanic International Film Festival. Mikil aðsókn var á mynd- ina og hún hlaut langflest atkvæði áhorfenda. „Ekki var mikil reiði út í okkur þar í það minnsta. Samúð frekar en hitt. Ekki að maður sé að leita eftir henni. Flestir skilja ástandið.“ Þakklátur stjórnvöldum Víkingr, víkingamynd Baltasars, er komin á vinnslustig. Leikmynda- teiknarinn Karl Júlíusson var hér á landi nýverið en hann er búsett- ur úti í Noregi. True North hefur tekið að sér að annast verklega framkvæmd og þegar er hafin smíð leikmyndar. „Nú þegar nokk- urn veginn liggur fyrir 20 prósenta endurgreiðsla framleiðslukostn- aðar mynda sem teknar eru hér á landi er gert ráð fyrir að myndin verði að langmestum hluta tekin upp hér á landi. Maður á aldrei að staðhæfa neitt í kvikmyndabrans- anum, þar getur brugðið til beggja vona, en bara það að hefja undir- búning og byrja að smíða er gríðar- lega kostnaðarsamt. Og það þýðir að framleiðendum er full alvara. Ég bjóst við að þeir færu kannski með þetta hálfa leið en svo var ekki. Það má alveg hrósa Össuri Skarphéðinssyni iðnaðarráðherra en bæði ég og True North höfum fundað með honum vegna málsins. Ég er þakklátur stjórnvöldum en þetta er atvinnuskapandi,“ segir Baltasar. Fjöldi íslenskra leikara Framleiðandi myndarinnar er 26 Films og kostar myndin að lág- marki 45 milljónir dollara eða 6 milljarða í íslenskum krónum, en líklega verður hún stærri því fleiri stórir framleiðendur munu líklega koma að gerð hennar. Þegar er farið að huga að því að skipa í hlutverk. Baltasar segir að fjöldi íslenskra leikara komi við sögu. „Það kæmi ekki á óvart ef Ingvar [E. Sigurðsson] yrði þarna einhvers staðar,“ grínast Baltas- ar en Ingvar hefur verið í flestum mynda hans. „Já, og leikarar sem ég er hrifinn af. Svo eru þeir hjá Endeavor Talent Agency búnir að lesa handritið og eru mjög hrifnir. Þeir vilja setja peninga í þetta en á mála hjá þeim eru mjög margir þekktir leikarar,“ segir Baltasar. Að detta af hestbaki Upphaflega var stefnt að því að hefja tökur þegar í haust en sam- kvæmt handriti eru nokkrar árs- tíðir sem þurfa að vera til staðar í íslenskri náttúru. Baltasar er feg- inn því að fá meiri tíma til undir- búnings. Þegar hafa verið ráðnir sérfræðingar í bardagaatriðum, þeir hinir sömu og sáu um bar- dagaatriðin í Braveheart-mynd Mel Gibson, búningahönnuður verður Consalata Boyle sem fékk Óskars- verðlaun fyrir búninga sína í The Queen, förðunarmeistarinn er sá hinn sami og var í Apocalypto og þannig má lengi telja. „Og hestasér- fræðingurinn. Þeir eru örugglega margir Íslendingarnir sem vilja vera með í því að láta sig detta af hestbaki. Ég vildi helst vera í því fyrir utan að leikstýra myndinni,“ segir Baltasar. jakob@frettabladid.is VÍKINGR Í TÖKUR EFTIR ÁRAMÓT BALTASAR KORMÁKUR Nú lítur allt út fyrir að sex milljarða mynd hans Víkingr verði tekin að mestu leyti hér á landi og varpa margir öndinni léttar en um tíma leit út fyrir að myndin yrði tekin á Írlandi að mestu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Breska leikkonan Sienna Miller þótti ein allra „heitasta“ leik- konan í bransanum fyrir þremur árum. En nú er öldin önnur. Ekki er langt síðan enski leikstjór- inn Ridley Scott losaði sig við hana úr Hróa hattar-mynd sinni og réð Cate Blanchett í staðinn. Ástandið skánaði lítið þegar bandarískir gagnrýnendur skutu niður nýjustu mynd hennar, The Mysteries of Pittsburgh, þar sem hápunkturinn var sagður vera skeggið á Siennu. Og til að bæta gráu ofan á svart þá hefur nýleg könnun leitt það í ljós að Sienna þykir hafa minni kynþokka en sjálf Elísabet Breta- drottning. Ritstjóri FHM, sem stóð fyrir þessari könnun, segir að kannski hafi kreppan þessi áhrif á karlmenn en þeir kunni ekki að meta svona „góðærisgell- ur“ eins og Sienna sé. FHM tilkynn- ir þann 23. apríl hver hlýtur titil- inn kynþokka- fyllsta kona Bret- lands en Cheryl Cole þykir lík- legust til að hreppa það hnoss. Ferill Siennu Miller í molum Á NIÐURLEIÐ Hvorki gengur né rekur hjá Siennu Miller, nýjasta mynd- in hennar fær afleita dóma og hún þykir minna kynþokkafull en sjálf Breta- drottning.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.