Fréttablaðið - 14.04.2009, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 14.04.2009, Blaðsíða 18
18 14. apríl 2009 ÞRIÐJUDAGUR ÓLÍNA ÞORVARÐARDÓTTIR UMRÆÐAN Lilja Mósesdóttir skrif- ar um efnahagsmál Alþjóðagjaldeyris-sjóðurinn (AGS) taldi opinbert eignarhald banka í löndum Suðaustur-Asíu í lok tíunda áratugarins vera mikilvæga ástæðu fyrir falli þeirra, þar sem ákvarðanir um lánveiting- ar voru ekki teknar út frá viðskipta- legum forsendum heldur hagsmun- um stjórnmálaflokka. AGS þrýsti því á að bankakerfi þessara landa kæmust í eigu einkaaðila og stýrð- ust af lögmálum markaðarins. Þessi stefna AGS var dýrkeypt þeim fáu löndum sem henni fylgdu. Ísland hefur afsannað að banka- kerfi í ríkiseigu geti af sér fjár- málakreppu og hrun bankanna afhjúpaði hversu fallvalt einkarek- ið bankakerfi er. Aldrei áður hefur heilt bankakerfi hrunið á 10 dögum og ástæða þess er einföld. Einka- aðilar eiga erfiðar en ríkið með að verjast árásum öflugra spákaup- manna. Þetta á sérstaklega við um bankakerfi, þar sem ríkir fákeppni sem birtist m.a. í víðtækum kross- eignatengslum. Traust almennings á banka- kerfi í einkaeigu hrundi við fall íslensku bankanna. Fara verð- ur hægt í að auka hlut einkaaðila í nýju bönkunum ef breytingin á ekki að leiða til útstreymis spari- fjár. Alþjóðlegt lánstraust nýja bankakerfis er lítið og því þarf sterkan kjölfestueiganda. Eignarhald ríkisins gefur stjórnvöldum kost á að grípa inn í starfsemina áður en til bankahruns kemur, en hagkerfi sem einu sinni hefur farið í gegnum fjármálakreppu er ekki ónæmt fyrir ann- arri kreppu. Ríkið verður að vera eignaraðili til að tryggja að hagsmunir fjármála- geirans og þeirra sem eiga hreyf- anlegt fjármagn eða miklar eignir séu ekki teknir fram yfir hagsmuni frumframleiðslugreinanna, launa- fólks og eignalítilla einstaklinga. Endur-einkavæðing íslenska bankakerfisins mun vekja upp hags- munatengsl útrásarinnar sem birt- ust m.a. í spilltum viðskiptaháttum eins og lánum til hluthafa. Gagnsær ríkisbanki undir lýðræðislegu eftir- liti gæti aldrei komist upp með aðra eins spillingu og einkavæddu bank- arnir innleiddu. Hluti bankakerfis- ins á að verða áfram í eigu ríkisins á sama tíma og stjórnvöld innleiða víðtæka löggjöf og öflugt eftir- litskerfi með starfsemi bankanna til að tryggja almannahagsmuni. Auk þess þarf að aðskilja almenna bankastarfsemi frá fjárfestingar- starfsemi til að koma í veg fyrir að almenningur þurfi aftur að taka á sig skuldbindingar vegna áhættu- fjárfestinga. Höfundur er hagfræðingur og skipar annað sæti á V-lista Reykjavíkurkjördæmis suður. Ríkið kjölfestufjár- festir í bankakerfinu Ógn við heilbrigða stjórnsýslu UMRÆÐAN Ólína Þorvarðar dóttir skrifar um eigna- og hagsmunatengsl í ís- lenskum stjórnmálum Nýlega voru settar leiðbeinandi regl- ur á Alþingi um fjár- mál þingmanna, líkt og tíðkast víða erlendis. Enginn vafi er á því að reglur af þessu tagi eru til mik- illa bóta, enda til þess fallnar að efla traust og gegnsæi stjórn- arathafna. Sú leið var valin að setja fremur leiðbeinandi reglur en löggjöf, en taka málið til end- urmats í ljósi reynslunnar eftir tiltekinn tíma. Það er þinginu og þeim sem stýrðu vinnunni til sóma að þetta skyldi til lykta leitt í ágætri sátt. Samkvæmt reglum þessum ber alþingismönnum að gefa upp tilteknar eignir sínar og gjafir umfram 50 þúsund krónur. Að þessu sinni var ekki stigið það skref að upplýsa um eignatengsl maka eða skuldir. Ekki er þó óhugsandi að síðar verði slíkum ákvæðum bætt við – og satt að segja vona ég að svo verði. Fjölskyldutengsl stjórnmála- manna við félög og fyrirtæki sem þurfa á einhverju stigi máls að leita ásjár eða aðgerða stjórn- valda geta verið allt eins haml- andi fyrir heilbrigða stjórnsýslu og ef um væri að ræða persónu- leg eignatengsl. Þá er augljóst að skuldastaða stjórnmálamanna getur í vissum tilvikum valdið efasemdum um hæfi þeirra. Nokkrir stjórnmálamenn hafa að svo komnu birt upplýsingar um eignir og skuld- ir sínar – og er það vel. Aðrir hafa verið hik- andi, enda kann sumum að finnast full nærgöng- ult að opna fjárreiður sínar almenningi með þeim hætti. Bæði sjón- armið eru skiljanleg. En þess hefur líka orðið vart að menn bregðist reiðir við umræðu um meint hagsmunatengsl þeirra við félög og fyrirtæki. Enn aðrir hafa heitið því að gefa upp eignir sínar og skuldir og „taka allt upp á borðið“ án þess að af því hafi orðið. En reiði og vanefndir eru þó sennilega vitlausustu við- brögðin sem hugsast geta við áleitnum spurningum í því and- rúmslofti tortryggni og kvik- sagna sem nú ríkir í samfélagi okkar. Sé allt með felldu ætti enginn skaði að hljótast af því að gera grein fyrir tengslum sínum og eignastöðu. Þvert á móti er það eini raunhæfi mótleikurinn við vantrausti og gróusögum. Nú er gott eitt um það að segja að athafnamenn og fyr- irtækjaeigendur sitji á Alþingi. Fjölskyldutengsl inn í athafna- og viðskiptalíf eru að sjálfsögðu enginn glæpur. Stjórnmálamenn verða hvorki verri né betri sem manneskjur fyrir það að vera börn, tengdabörn, makar eða frændsystkini ráðandi stjórn- enda eða eigenda stórfyrirtækja. En þegar kemur að því að taka stjórnvaldsákvarðanir sem hafa afgerandi áhrif á afkomu og afdrif þessara sömu fyrirtækja, þá vandast málið. Hvernig bregst þá til dæmis ráðherrann við sem er tengdasonur, maki, systir eða sonur – svo tekin séu ímynduð dæmi? Það er ekki nóg að viðkom- andi sé heiðarlegur í hjarta og sinni. Hæfi hans eða hennar til ákvörðunar þyrfti að vera hafið yfir allan vafa. Þetta er vandinn sem við er að eiga. Íslenskt samfélag er svo lítið að tengsl stjórnmálamanna við fyrirtæki, fjármálastofnanir, félög og hagsmunasamtök eru raunveruleg ógn við heilbrigða stjórnsýslu og stjórnmál. Sú meinsemd hefur nú þegar grafið alvarlega undan trausti almenn- ings á íslenskum stjórnmála- mönnum og fjármálakerfi, eins og fjölmörg dæmi sanna. Við þessu er lítið annað að gera en að kjörnir fulltrúar upplýsi um hvaðeina sem valdið getur vanhæfi þeirra á síðari stigum. Leiðbeinandi reglur setja mönn- um engar skorður í því efni að upplýsa um fleira en reglurnar segja til um. Þær setja einfald- lega lágmarkið. Höfundur skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í NV- kjördæmi. Fjölskyldutengsl stjórnmála- manna við félög og fyrirtæki sem þurfa á einhverju stigi máls að leita ásjár eða aðgerða stjórnvalda geta verið allt eins hamlandi fyrir heilbrigða stjórnsýslu og ef um væri að ræða persónuleg eignatengsl. LILJA MÓSESDÓTTIR UMRÆÐAN Sigurjón Þórðarson skrifar um skuldir ríkisins Það getur verið nokk-uð snúið að átta sig á þeirri skuldasúpu sem íslenska þjóðin er lent ofan í undir stjórn Sjálfstæðis- flokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar. Erlendar skuldir þjóðarbúsins hafa sjöfaldast á síðustu fjórum árum. Upphæðin sem þjóðin hefur feng- ið að láni er gríðarlega há, 13 þús- und milljarðar íslenskra króna, en í heiminum eru liðlega sex milljarð- ar manna. Við höfum því fengið að láni upphæð sem svarar til þess að 2.000 krónur hafi runnið til okkar frá hverjum einasta einstaklingi á jörðinni. Eru þá allir taldir með. Súdanar, Færeyingar, Kínverjar, vinir okkar Bretar og allir hinir. Það er augljóst að þessir pening- ar komu ekki nema að litlu leyti til Íslands enda væru annars allar götur hér úr marmara og ljósa- staurar úr gulli. Ábyrgð þeirra sem veittu þessi lán er ekki minni en þeirra sem tóku þau. Íslenska þjóðin getur hvorki ábyrgst þessar skuldir né verið sett fram sem veð fyrir þeim. Þegar þjóð er komin í þá stöðu sem Ísland er komið í verða menn að staldra við, fara yfir stöð- una og leggja á það kalt mat hvað við getum greitt, hvað við eigum að greiða og hvernig við eigum að gera það. Ekki er hægt að ætlast til þess að þjóðin framkvæmi hluti sem eru óframkvæmanlegir og því blasir við að við verðum að gera skuldunaut- um okkar það ljóst af auðmýkt. Lunginn af íslenskum stjórnmála- mönnum sem nú bjóða sig fram til að leysa úr vanda þjóðarinnar virð- ist ekki gera sér nokkra grein fyrir þeim gríðarlega vanda sem blas- ir við þjóðinni við að stoppa í 150 milljarða gat sem orsakað er að mestum hluta af gríðarlegum vaxta- greiðslum og tekjusamdrætti ríkis- ins. Í eldhúsdagsumræðu kom fram ein tillaga frá Samfylkingunni, þ.e. að ganga í Evrópusambandið, en VG og Sjálfstæðisflokkur slógu um sig með frösum á borð við „við leysum þetta mál“ og „við förum í gegnum þetta saman“. Allur tekju- skattur einstaklinga og fyrirtækja er 120 millj- arðar og þótt hann sé tvö- faldaður dugir það ekki til að stoppa í fjárlagagatið. Frjálslyndi flokkurinn kom einn fram með beinar tillögur um að auka tekjur með aukningu þorskveiða um 100.000 tonn sem gæfi þjóðarbúinu tugi millj- arða í beinhörðum gjald- eyri. Frjálslyndi flokkurinn legg- ur sömuleiðis til lækkun vaxta og afnám verðtryggingar frá og með síðustu áramótum. Skattatillögur Samfylkingar og Vinstri grænna eru athyglisverð- ar, á hverja þær eiga að leggjast og hverju þær eiga að bjarga. Þrátt fyrir að skattar yrðu hækkaðir hér upp úr öllu valdi duga skattahækk- anir aldrei til þess að stoppa upp í nema pínulítinn hluta gatsins. Engin leið er að ná sköttum inn í ríkissjóð sem einhverju nemi nema hann lendi á millitekjufólki. Er það ekki einmitt fólkið sem átti að slá skjald- borg um? Þá vitum við hvernig það er gert – með aukinni skattheimtu. Eina leiðin til að komast út úr þess- ari stöðu er að framleiða sig út úr henni. Við skattleggjum okkur ekki út úr kreppunni og aðhaldssemi dugar heldur ekki til að loka 150 milljarða gati. Aukin skattheimta dregur þess utan mátt úr atvinnu- lífinu sem það má alls ekki við. Hér þarf að hvetja til aukinnar atvinnu- starfsemi og skapa henni skilyrði. Það gengur ekki að hér fari hundruð manns á atvinnuleysis- skrá á dag. Þessu verður ekki breytt nema með almennum aðgerð- um, stöðugleika í gjaldmiðlinum og miklu lægri vöxtum. Þetta vita allir og viðurkenna, en síðasta vaxta- lækkun sýnir svo ekki verður um villst að stjórnvöld eru hvorki að hugsa um hag heimila né fyrirtækja í landinu. Nær allar aðrar þjóðir eru komnar með stýrivexti upp á 0-2% en við erum enn með 15,5% stýri- vexti, væntanlega þá til þess að slá á þenslu! Höfundur er í öðru sæti á lista Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi. 2.000 krónur á hvert mannsbarn í heimi SIGURJÓN ÞÓRÐARSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.