Fréttablaðið - 14.04.2009, Page 10

Fréttablaðið - 14.04.2009, Page 10
 14. apríl 2009 ÞRIÐJUDAGUR ntamálaráðu- nustu á Mön, SÖGUSLÓÐIR 2009 Unnið úr arfi num Þjóðmenningarhúsinu, 16. apríl kl. 13-17 Málþing Samtaka um sögutengda ferðaþjónustu (SSF) í samvinnu við Menntamálaráðuneytið og Útfl utningsráð Íslands. Fjallað verður um menningar- og söguferðaþjónustu á Mön, Gotlandi og á Íslandi og tækifæri til nýsköpunar á þeim vettvangi hérlendis. DAGSKRÁ 13.00 Ávarp. Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra. 13.10 Útfl utningsráð - ferðaþjónustuverkefni. Þorleifur Þór Jónsson, forstöðumaður nýrra markaða hjá Útfl utningsráði. 13.20 Söguslóðaferðir SSF og alþjóðleg samvinna. Rögnvaldur Guðmundsson, formaður SSF. 13.30 The Story of Mann - an expression of local, national and international value for heritage identity. Stephen Harrison MBE, menningarfulltrúi ríkisstjórnarinnar á Mön og fráfarandi framkvæmdastjóri Manx National Heritage. 14.10 Kaffi hlé 14.25 Gotland - The Viking Island. Dan Carlsson, aðstoðarprófessor í fornleifafaræði við Háskólann á Gotlandi. 14.55 Til fundar við Freysgoðann. Dagný Indriðadóttir, verkefnisstjóri Hrafnkelssöguslóðar. 15.15 ,,Skalt þú hafa voskufl ystan klæða og undir söluvoðarkyrtil mórendan.” Sýning félaga SSF á klæðaburði fólks á söguöld. 15.40 Kaffi og með því 16.10 Á að selja handritin? Vésteinn Ólason, fyrrverandi forstöðumaður Árnastofnunar. 16.30 Menningarmatseld handa börnum. Brynhildur Þórarinsdóttir, barnabókarithöfundur. 16.50 S amantekt. Skúli Björn Gunnarsson. Fundarstjóri. Einar Á.E. Sæmundsen. Málþingsgjald: 4.000 kr - kaffi veitingar innifaldar. Gjald fyrir nemendur og félaga í SSF: 2.000 kr Skráning: Kristín Sóley Björnsdóttir, ritari SSF ksb@akmus.is MENNTAMÁLARÁÐUNEYTI Fermingargjöf sem gefur Fermingarskeyti eða gjafabréf frá Hjálparstarfi kirkjunnar er gjöf sem heldur áfram að gefa. Fermingarbarnið fær skeytið eða bréfið í hendurnar en andvirðið rennur til jafnaldra fermingarbarnsins sem býr við fátækt. Sendu skeyti, það kostar 1.990 kr. Eða gefðu fermingargjafabréf að upphæð 5.000 kr. Þú færð skeytin og gjafabréfin á www.gjofsemgefur.is eða pantar þau á skrifstofunni okkar, 528 4400. Þú prentar út, sækir til okkar – eða við sendum fyrir þig. Einfalt og gleðilegt. Óskalistinn minn: Rúm Myndavél Svefnpoki iPod Vefmyndavél Handklæði Teppi Orðabók Hálsmen Svo væri gaman að fá pening og „Gjöf sem gefur“. Mig langar til að einhver sem er ekki eins heppinn og ég fái að njóta með mér. www.gjofsemgefur.is Við systkinin erum munaðarlaus. 1.990 kr. fermingarskeyti á Íslandi dugar fyrir 4 hænum. Þær gefa okkur fullt af eggjum. Eða við gætum fengið sparhlóðir. Þá færi ekki allur dagurinn í að leita að eldsneyti og við hefðum meiri tíma til að læra. 5.000 kr. gjafabréf á Íslandi myndi gefa okkur 2 geitur. Namm! Mjólk og kjöt, ekki lengur bara maísgrautur! Eða kannski reiðhjól. Þá kæmist ég á markað með uppskeruna okkar og við fengjum pening fyrir ýmsu sem okkur vantar. Óskalistinn minn: MOSKVA, AP Þremur lögreglu- mönnum í Moskvu hefur verið vikið frá störfum fyrir að keyra undir áhrifum áfengis á Rauða torginu. Að sögn lögregluyfirvalda í Moskvu óku lögreglumennirnir yfir torgið í sérútbúinni sport- bifreið á föstudagsmorgun. Í yfirlýsingu frá lögreglunni segir að mennirnir hafi verið reknir fyrir að hafa „vanvirt heiður lögreglunnar“. Það er ekki óalgengt að fólk aki undir áhrifum áfengis í Rússlandi, en samkvæmt opin- berum tölum er umferðaröryggi þar í landi talið eitt það minnsta í heimi. 33 þúsund manns létust í umferðarslysum í Rússlandi árið 2007 og er talið að áfengi hafi verið haft um hönd í helm- ingi tilvika. - kh Rússneskir lögreglumenn: Reknir fyrir að aka ölvaðir VEÐUR „Sumarið er því miður ekki komið. Við getum sagt að vorið hafi komið 1. apríl og nú þegar páskarnir eru liðnir fer að draga meira til tíðinda í þá átt að það minni á sumarið,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfrétta maður. Sólin skein glatt í höfuðborg- inni í gær og virtist einna helst sem sumarið væri gengið í garð. Fólk streymdi í sundlaugarnar, Nauthólsvík og jafnvel á golfvell- ina. Samt náði hitinn ekki nema um átta stigum í Reykjavík en tíu á Kjalarnesi. Sigurður veðurfréttamaður bendir á að heldur kaldara hafi verið á Norðurlandi síðustu daga og að kaldir dagar muni líklega gera vart við sig á næstunni um land allt. „Því miður er það stundum svo að bakslagið getur komið langt fram í maí. Það geta þó klárlega komið góðir dagar á milli,“ segir Sigurður sem býst jafnvel við nokkrum góðum sólbaðsdögum þangað til sumarið gengur form- lega í garð. „Það verður ábyggilega eitthvert brúnkuveður þar sem menn geta nuddast í sólinni. Fólk þarf meira að segja að fjárfesta í sólarvörn, það er ekki spurning,“ segir Sigurður en bætir þó við. „En ég geta lofað fólki því að það þarf ekki að nota vörnina daglega.“ Sólin skein glatt í gær og gladdi höfuðborgarbúa: Sumarið er því miður ekki komið Í SUNDI Það var líf og fjör í sundlaugum höfuðborgarsvæðisins í gær þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði. Hitinn fór í heil tíu stig á Kjalarnesi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STJÓRNMÁL Þegar rekstri bankanna hefur verið komið í eðlilegt horf á að semja um aðkomu kröfuhafa að þeim auk þess sem selja ber í þeim hluti þegar markaður með hluta- bréf hefur skapast. Ríkið á svo að halda eftir eignarhlut til að tryggja eftirlit með starfsemi bankanna og standa vörð um réttindi smærri hluthafa með aðild að stjórn þeirra. Þetta er stefna Framsóknar- flokksins í málefnum bank- anna. Í kosningastefnuskrá flokksins, sem ber yfirskrift- ina Fyrir okkur öll, segir að koma eigi höndum á óskatt- lagðar eignir íslenskra auð- manna erlendis og blása lífi í fjárfestingar á hlutabréfa- og fasteignamarkaði með aðgerð- um eins og afnámi stimpil- gjalda, breytingum á lána- reglum Íbúðalánasjóðs og skattaafslætti vegna hluta- bréfakaupa. Þá vill flokkurinn endur- reisa Þjóðhagsstofnun, efla eftirlitsstofnanir fjármálalífs- ins og efla menntun á öllum skólastigum. Framsóknarmenn vilja ráð- ast í sérstakt átak til að bæta samgöngur og fjarskipti, veita fyrirtækjum skattaafslátt vegna rannsókna- og þróunar- starfs og efla ferðaþjónustu. Nýta á náttúruauðlindir í anda sjálfbærrar þróunar og áfram á að nýta vatns- og jarðhita- orku og styðja rannsóknir á djúpborunum. Rík áhersla er lögð á að stjórnlagaþing semji nýja og nútímalega stjórnar- skrá, heimildir til þjóðar- atkvæðagreiðslu verði auknar og að aðskilnaður löggjafar- og framkvæmda- valds verði skerptur. Þá segir Framsóknar flokkurinn að stjórnvöldum beri að hlusta á gagnrýni, bera virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum og leita faglegra lausna, samvinnu og ráðgjafar – innlendrar og erlendrar – í álitamálum. Framsókn vill að mótuð verði velferðarstefna Íslands sem taki mið af fyrirsjáan- legum breytingum í aldurs- samsetningu þjóðarinnar og hafi að leiðarljósi að standa vörð um kjör þeirra sem minna mega sín á samdráttar tímum. Leita á betra jafn vægis milli vinnu og fjölskyldulífs, efna stoðkerfi heilbrigðiskerfisins, auka og bæta göngudeildar- þjónustu spítalanna og standa vörð um möguleika eldri borg- ara til að afla sér hóflegra tekna án þess að bætur skerð- ist. bjorn@frettabladid.is Framsókn vill að ríkið eigi í bönkunum Áframhaldandi ríkiseign á hluta úr bönkunum er eitt af stefnumálum Framsóknarflokksins. Koma á höndum á óskattlagðar eignir auðmanna erlendis og hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið. FORYSTAN Framsóknarflokkurinn vill meðal annars nýta náttúruauðlindir í anda sjálfbærrar þróunar, skerpa á aðskilnaði löggjafar- og framkvæmdavalds og veita skattaafslátt vegna hlutabréfakaupa. Á myndinni eru Birkir Jón Jónsson varaformaður, Siv Friðleifsdóttir þingflokksformaður, Sigmundur Davíð Gunn- laugsson formaður og Eygló Harðardóttir, ritari Framsóknarflokksins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.