Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.04.2009, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 14.04.2009, Qupperneq 16
16 14. apríl 2009 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Fátt nýtt í Draumalandinu Heimildarmyndin Draumalandið hefur hrist upp í áliðnaðinum á Íslandi, eins og sannast til dæmis á tveimur tölvupóstum sem Ólafur Teitur Guðna son, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan, sendi starfsmönnum álversins í Straumsvík á frumsýningardag og dag- inn eftir. „Fátt ef nokkuð nýtt kemur fram í myndinni Draumalandinu,“ eru upphafsorð annars. Ólafur Teitur gagnrýnir John Perkins, sem fram kemur í myndinni, fyrir „æði frumlegan málflutning“ og lætur fylgja með „nokkrar staðreyndir“, á þremur og hálfri blaðsíðu, sem eiga að hjálpa til við „að halda til haga því sem skiptir máli í þessari umræðu“. Konstrúktívar krísur Sigurður Kári Kristjánsson tók sér hlé frá páskaeggjaleit Sjálfstæðisflokksins við Ægisíðu á laugardag til að segja fréttamanni RÚV að risastyrkir FL Group og Landsbankans til flokksins væru úr öllu hófi. Birgir Ármannsson tjáði sig líka, sagði krísuna vissulega vonda, en að „svona vandamál“ sem upp kæmu gætu „bara verið til að styrkja okkur“. Þar er kannski komin skýringin á því að Birgir og Sigurður Kári sátu hjá þegar greidd voru atkvæði um frumvarp um hámarks- styrki til stjórnmálaflokka í desem- ber 2006. Lögin yrðu jú til þess að svona uppbyggjandi krísur heyrðu sögunni til. Heiðarleiki Flokksins Einar K. Guðfinnsson er annars á þeirri skoðun að tekið hafi verið heiðarlega á málinu í flokknum og af myndar- skap. „Í þessum efnum eins og öðrum ber okkur að virða sannleikann og hafa heiðarleika í hávegum, eins og alltaf. Það hefur verið og er aðalsmerki Sjálfstæðisflokksins og því merki höldum við hátt á lofti,“ skrifar hann á vef sinn. Heiðarleikinn er nú samt ekki meiri en svo að það þurfti fréttastofu Stöðvar 2 til að greina frá styrkjun- um himinháu. Og hvar var heiðarleikinn þegar tekið var við þeim til að byrja með? stigur@frettabladid.is ... í nýjum umbúðum Sama góða CONDIS bragðið ... Ég man ekki hver sagði mér söguna af manni í Vestur- bænum sem varð fórnarlamb rógbera, en mér fannst það fín dæmisaga, og finnst það enn. Rógur verður oft til í framhaldi af blaðri og tilgátum um fólk, sem breytist smám saman í stað- reyndir í meðförum viðmælenda. Stundum er rógur beinlínis sett- ur í umferð með þessum hætti til að koma höggi á einhvern. Engu skiptir þá hvort nokkur fótur er fyrir honum, nóg er að skapa tortryggni og efasemdir um við- komandi. Almannarómur sér um framhaldið. Rógberinn í sögunni var venju- legur og grandvar maður. Stað- hæft var við hann að Vestur- bæingurinn væri varasamur og dæmi nefnd því til staðfestingar sem honum þótti hin mesta sví- virða. Slíkt mætti gjarnan kom- ast í hámæli. Hann lagði metnað í að svo gæti orðið og fyrr en varði var þessi ósómi á hvers manns vörum, og Vesturbæingurinn ærulaus. Þegar rógberinn var upplýstur um að þetta hefði verið uppspuni frá rótum, varð honum verulega um. Hann gerði sér ferð heim til fórnarlambsins, sem bjó á annarri hæð. Gekk upp tröpp- urnar, sem voru utan á húsinu og barði á dyr. Þegar húsráðandi kom til dyra, sagðist rógberinn vera kominn til að biðjast fyrir- gefningar á þeim álitshnekki sem hann hefði þurft að þola fyrir sitt tilstilli. Hvort það væri nokkuð sem hann gæti gert til að bæta fyrir það. Húsráðandinn horfði hugsi á hann um stund. Bað hann svo að bíða andartak, fór inn til sín og kom að vörmu spori með dún- sæng, hristi úr henni innihaldið svo að fiðrið dreifðist um umhverfið og fauk svo í burtu. „Geturðu tínt upp fiðrið?“ spurði hann rólega. Eitrað vopn Atlaga að mannorði og trúverðug- leika annarra er ekki saklaus samkvæmisleikur. Fyrir þá árás verður ekki bætt. Þó að hið sanna komi í ljós og sé gert opin- bert, er skaðinn skeður, fræinu hefur verið sáð. Minni fólks er brigðult, og löngu seinna man það kannski aðeins að þessi maður var á sínum tíma tortryggður eða bendlaður við einhver leiðindi og ósóma. Leiðréttingin fær aldrei sama rými og ávirðingin og vekur mun minni áhuga. Þetta er því eitrað vopn í höndum þeirra sem vilja lama framgang keppi- nauta í viðskiptum eða pólitík. Hér á landi, sem annars staðar, finnast menn sem víla ekki fyrir sér að stýra framvindu mála með þessum hætti, og eru oft snillingar í að fela eigin spor. En ekki alltaf. Fólk eins og framangreindur róg- beri er gjarnan verkfæri slíkra snillinga án þess að vita af því. Þekkt er setning úr banda- rískum stjórnmálum: Látum þá /hann þræta fyrir það! – eða „Let them deny it!“ Þá er staðhæft að viðkomandi hafi misstigið sig eða brotið af sér. Um leið og hann fer í varnarstöðu er hann tortryggður. Þetta vita höfundar ávirðinganna. Varnarstaða er ekki góð staða. Miklar útskýr- ingar skapa tortryggni. Þeir sem halda ró sinni og styrk í svona áhlaupi koma frekar uppréttir frá því en hinir. Hver og einn getur sett sig í spor þess sem fyrirvara- laust er sakaður um atferli sem hann hefur ekki komið nálægt, og ábyrgð á atburðarás sem hann hefði ekki hugmyndaflug til að hanna. Vont er þegar pólitískir andstæðingar eiga í hlut, en verra þegar um samherja er að ræða. Aðgreiningin Kosningabarátta á yfirstandandi upplausnartímum er merkileg upplifun. Öðrum þræði eru allir að mæra sakleysi sitt og heiðar- leika og leita uppi sektarlömb til að taka á sig syndafargið, svo allir hinir verði frjálsir. Ekkert er eins og áður, en þó er flest kunnuglegt. Samstaða og sam- kennd þjóðarinnar í brimrótinu er ekki efst á blaði, heldur „við og hinir“-stefnan. Aðgreiningin. Við sem getum og kunnum og hinir sem sigla öllu í strand. Við sem stöndum vörð um lýðræðið og hinir sem vilja flokksræði. Hugsjónir hjá sumum, en utan- aðlærðir frasar hjá flestum. Á netinu og manna á milli er skítur og skætingur um pólitíska and- stæðinga, rétt eins og pólitískar fylkingar skiptist í góða fólkið og vonda fólkið. Sjálfsupphafningin er takmarkalaus. Höfum við tíma fyrir þennan leikaraskap í dag? Það verður forvitnilegt að fylgjast með kosningaþátttöku í ár. Nytsamir sakleysingjar UMRÆÐAN Ragnar Sverrisson skrifar um Evrópumál Um þessar mundir berjast þingmenn Sjálfstæðisflokksins fyrir því að ekki verði gengið til samningaviðræðna við ESB nema því aðeins að þjóðin hafi fyrirfram verið spurð hvort það skuli gert eða ekki. Sé hún því samþykk verði gengið til samninga og niðurstaðan borin undir í annarri þjóðaratkvæðagreiðslu. Þessi nýi áhugi sjálfstæðismanna, að spyrja þjóðina áður en vitað er hvað býðst, er fluttur af svo heilagri vandlætingu gagnvart þeim sem vilja láta síðari atkvæðagreiðsluna nægja, að þeir eru sakaðir um að vera á móti lýð- ræðinu og þar af leiðandi andvígir alþýðu manna. Síðan gráta sjálfstæðismenn krókódílatárum yfir skilningsleysi og andvaraleysi gagnvart almúganum. Þessi nýja ásjóna sjálfstæðismanna verður þó að skoðast í ljósi þeirra eigin sögu. Eins og kunn- ugt er beitti flokkurinn sér fyrir því á sínum tíma að Ísland gengi í NATO. Þá var þjóðin aldrei spurð; Alþingi afgreiddi málið. Sami flokkur vann vasklega að því að Ísland gengi til EFTA- samstarfsins og ekki var þjóðin spurð. Síðast en ekki síst vann hann ásamt fleiri flokkum að því að Alþingi afgreiddi, góðu heilli, EES-samninginn. Þá grét enginn í þeim góða flokki yfir því að þjóðin fengi ekki að tjá sig beint; þvert á móti lagðist hann gegn þvílíkum hug- myndum – Alþingi ætti að afgreiða slík mál, til þess væri það kosið. Þannig hefur saga Sjálfstæðisflokks- ins ekki einkennst af áhuga á að bera hin stærri mál undir þjóðaratkvæði, þvert á móti. Minnisstæðast er auðvitað þegar þeir lyppuðust niður með fjölmiðlafrum- varpið umdeilda þegar sýnt var að það yrði borið undir þjóðina. Það mátti alls ekki gerast því þessi sama þjóð hafði ekki nægan skilning á hinum rétta málstað og því ekkert við hana að tala. En nú hefur flokkurinn sjálfan sig upp til skýj- anna í vandlætingu á því að aðeins verði einu sinni borin undir þjóðina hugsanleg aðild að ESB. Það skuli sko gert tvisvar og allt annað er andlýð- ræðislegt og hið versta mál. Þannig breytast við- horfin jafnan hjá þeim sem vandræðast stefnu- lausir í afstöðu til grundvallarmálefna og eru að hefja áralanga pólitíska eyðimerkurgöngu. Höfundur er kaupmaður á Akureyri. Eitt í dag og annað á morgun RAGNAR SVERRISSON JÓNÍNA MICHAELSDÓTTIR Í DAG | Kosningabarátta F ormaður Sjálfstæðisflokksins reynir nú að færa rök fyrir því að tugmilljóna króna fjárframlög Landsbankans og FL Group í árslok 2006 hafi verið útskýrð að fullu. Styrkirnir verði endurgreiddir, fyrrverandi formaður hafi strax gengist við ábyrgð sinni í málinu, núverandi framkvæmdastjóri tekið pokann sinn og tveir flokksmenn stað- fest að þeir hafi haft forgöngu um að afla fjárins. Að mati formannsins er málið með þessu úr sögunni, þetta „bull“ frá árinu 2006 svo notað séu orð oddvita lista flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra. Eftir standa þó margar spurningar, sem ört minnkandi hópur kjósenda Sjálfstæðisflokksins hlýtur að spyrja sig. Farið var í það stóra verkefni að afla flokknum tuga milljóna króna í því skyni að rétta við fjárhag hans eftir að lög um fjármál stjórnmálaflokka höfðu verið samþykkt, en þau juku fjárstuðning ríkisins við stjórnmálaflokka stórlega á sama tíma og sett var þak á fjárframlög lögaðila við 300 þúsund krónur. Innan flokksins var þannig tekin markviss ákvörðun um að nýta smuguna frá samþykkt laganna að gildistöku þeirra til skilvirkrar fjáröflunar. Þessi smuga virðist raunar hafa verið nýtt í fleiri flokkum, en þó á allt öðrum stærðarskala en hér um ræðir. Vissulega bar formaður Sjálfstæðisflokksins endanlega ábyrgð í málinu, eins og núverandi formaður hefur sagt. Það breytir því þó ekki að þeir voru fleiri sem vissu um gjörninginn en kusu að líta framhjá honum, þykjast ekki vita um hann eða láta sem þeim kæmi hann ekki við. Þeir bera einnig ábyrgð og verða að axla hana, einkum í þeim tilvikum sem um er að ræða einstaklinga sem enn gegna trúnaðarstörfum innan flokksins og/eða skipa sæti á þeim framboðslistum sem bornir eru fram í kosningunum sem standa fyrir dyrum eftir fáeina daga. Vitað var að markmið laganna var að koma í veg fyrir óeðli- leg tengsl fyrirtækja og stjórnmálamanna. Engu að síður var tekið við tugmilljóna fjárframlögum frá tveimur einstökum fyrirtækjum fáeinum dögum áður en lögin tóku gildi. Ráðamenn í Sjálfstæðisflokknum gættu þess vissulega að stórgjafir FL og Landsbankans væru löglegar en virðist hafa yfirsést að þær voru algerlega siðlausar. Ekki er óeðlilegt að spurningum sé velt upp um það hvað þessi fyrirtæki ætluðu sér að fá í staðinn fyrir gjafir sínar, eða hvaða greiða þau töldu sig vera að endurgjalda með þeim. Í það minnsta er það vart tilviljun að fjárframlög til eins stjórnmálaflokks nema margfaldri upphæð fjárframlaga til annarra flokka. Fjárframlög fyrirtækja til stjórnmálaflokka á árinu 2006 sýna í hnotskurn mikilvægi þess að lög um fjármál stjórnmálaflokka voru sett. Slík lög þurfti að setja til að koma í veg fyrir óeðlileg hagsmunatengsl. Kjósendur munu svo meta með atkvæðum sínum annan laugardag að hve miklu leyti þeir líta svo á að þetta „bull“ frá 2006 sé úr sögunni. Tugmilljóna fjárstyrkir til Sjálfstæðisflokksins: Æ sér gjöf til gjalda STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.