Fréttablaðið - 14.04.2009, Side 4

Fréttablaðið - 14.04.2009, Side 4
4 14. apríl 2009 ÞRIÐJUDAGUR NÝJAR OG HANDHÆGARI UMBÚÐIRostur.is FÓLK Fjögur til fimm þúsund manns skemmtu sér á skíðum í Bláfjöllum í gær í blíðskapar- veðri. „Þetta var langbesti dagur- inn á páskunum og það er eigin- lega ekki hægt að lýsa þessu. Þetta var eins og best verður á kosið á skíðasvæðunum erlend- is,“ segir Einar Bjarnason starfs- maður í Bláfjöllum. „Þetta var eiginlega ótrúlegur dagur. Ekkert vesen – engin vandamál. Svona eiga dagarnir að vera.“ Einar segir að hitastigið í Blá- fjöllum hafi verið í kringum frostmark. „Ég á varla til orð til að lýsa því hvernig dagur- inn hefur verið. Sólin kom upp klukkan sjö og það voru allir orðnir „heltanaðir“, eins og ein- hver sagði,“ segir lyftukóngurinn Einar. - kh Fjölmenni í Bláfjöllum: Fimm þúsund á skíðum í gær Á SKÍÐUM Fjölmenni var á skíðum í Bláfjöllum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VEÐURSPÁ Alicante Bassel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 20° 23° 22° 14° 18° 26° 23° 17° 17° 22° 16° 18° 12° 28° 7° 21° 15° 11° Á MORGUN Hæg breytileg átt. FIMMTUDAGUR Hægviðri um allt land. 5 8 10 3 2 4 6 7 8 10 9 6 4 1 2 4 2 4 7 6 7 1 6 7 2 4 0 6 53 6 7 HÆGVIÐRI Í dag eru horfur á úrkomu í fl estum landshlutum en næstu daga verður hæðasvæði yfi r landinu þannig að vindur verður frem- ur hægur og horfur eru á ágætis veðri víðast hvar. Hlýjast verður sunnantil á landinu en hætta er á næturfrosti um allt land. Soffía Sveinsdóttir Veður- fréttamaður ORKUMÁL Þrír fulltrúar Orkuveitu Reykjavíkur fóru til Japan í mars til viðræðna við Mitsubishi um að fresta afhendingu á fimm véla- samstæðum sem nota á í gufu- aflsvirkjunum á Hengilssvæðinu. Skrifað var undir samning um kaupin við Mitsubishi og Balcke- Dürr fyrir tæpu ári og hljóðaði hann upp á tæpa fjórtán millj- arða íslenskra króna. Samningur- inn var kynntur sem sá stærsti í sögu Orkuveitunnar. Að því er fram kemur í tæplega ársgamalli tilkynningu Orkuveit- unnar um málið stóð til að sam- stæðurnar yrðu afhentar á árun- um 2010 og 2011. Ástæða þess að nú er óskað eftir frestun á því eru tafir á framkvæmdum við álverið í Helguvík, að sögn Jakobs Sigurð- ar Friðrikssonar, framkvæmda- stjóra hjá Orkuveitunni, sem var í hópnum sem fór til Japan. Óskað var eftir því að afhend- ing frestaðist um allt frá níu mán- uðum upp í tuttugu mánuði, segir Jakob. Samningaviðræður þess efnis standi enn yfir. Jakob segir að ekki sé óskað eftir breytingum á greiðsluáætlun- inni sem kveðið er á um í upphaf- lega samningnum. Gengisþróun hafi vissulega hækkað samnings- verðið í krónum talið, en á móti komi að Orkuveitan hafi tekjur í erlendum gjaldeyri. „Svo við erum ekki eins berskjölduð gagnvart gengisbreytingum eins og annars hefði verið,“ segir hann. - sh Orkuveitan reynir að fá stærsta samningi sögunnar breytt vegna Helguvíkur: Vilja túrbínurnar ekki strax HENGILSSVÆÐIÐ Vélasamstæðurnar fimm á að nota í gufuaflsvirkjanir á Hengilssvæðinu. MYND/RAFN HAFNFJÖRÐ SÓMALÍA, AP Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkjamenn ætli í samvinnu við önnur ríki til að stöðva starfsemi sjóræningja úti af austurströnd Afríku. Robert Gates, varnarmálaráðherra í ríkis- stjórn Obama, segir að baráttan gegn sjó- ræningjum verði forgangsmál stjórnarinnar næstu vikurnar. Leyniskyttur um borð í bandarísku herskipi skutu á sunnudag þrjá sómalska sjóræningja í lokuðum björgunarbát og björguðu þar með banda- rískum gísl, Richard Phill- ips skipstjóra, sem hafði verið í haldi sjóræningjanna um borð í bátnum dögum saman. Félagar ræningjanna brugðust ókvæða við frétt- unum og hóta hefndar- aðgerðum. „Héðan í frá verður það þannig að ef við tökum erlend skip og heima- lönd þeirra gera árásir á okkur, þá munum við drepa gíslana,“ segir Jamac Habeb, þrítugur sjóræn- ingi í bænum Eyl, sem er eitt af helstu athvörf- um sjóræningja í Sómalíu. Hann segir Banda- ríkjaher nú vera orðinn aðalóvin sómalskra sjóræningja. Sómalskir sjóræningjar hafa haft sig mjög í frammi síðustu mánuði út af ströndum lands- ins, bæði í Adenflóa og á Indlandshafi. Undan- farið ár hafa þeir ráðist á meira en hundrað skip og siglt mörgum þeirra til Sómalíu. Undan- farna viku hafa að minnsta kosti sjö skip orðið þeim að bráð. Sjóræningjarnir krefjast lausnargjalds fyrir skipin, áhöfn þeirra og farm. Mikil umferð skipa er á þessum slóðum og færist í vöxt að herskip sé fengin til fylgdar skipum sem sigla þar um. Sumir hernaðarsérfræðingar telja að björgun bandaríska skipstjórans verði varla til þess að sjóræningjar dragi úr umsvifum sínum. Þvert á móti megi óttast að harka fær- ist í vöxt. Sómalskir sjóræningjar hafa enn á þriðja hundrað erlendra gísla á valdi sínu. Ættingjar þeirra óttast að sjóræningjarnir muni nú hefna sín með því að taka einhverja þeirra af lífi. „Þeir sem hafa sloppið eru heppnir, en hvað um þá sem enn eru í haldi?“ spyr Vilma de Guzman, eiginkona filippseysks sjómanns sem hefur verið í haldi sómalskra sjóræningja síðan í nóvember ásamt 22 félögum sínum. gudsteinn@frettabladid.is Sjóræningjarnir í Sómalíu heita hefndaraðgerðum Bandarískir hermenn drápu þrjá sómalska sjóræningja þegar þeir náðu bandarískum skipstjóra úr haldi þeirra. Félagar þeirra heita hefndum og boða meiri hörku. Ættingjar annarra gísla óttast um líf þeirra. RICHARD PHILLIPS Bandaríski skip- stjórinn sem var í haldi sjóræningja. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÁHÖFNIN FAGNAR Áhöfn bandaríska flutningaskipsins Maersk Alabama fagnar því að skipstjóranum hafi verið bjargað úr gíslingu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BANDARÍKIN, AP Um helgina fengu dætur Baracks Obama Banda- ríkjaforseta hund, eins og hann hafði lofað þeim meðan kosninga- baráttan stóð sem hæst. Hundurinn fékk nafnið Bo, og er nefndur eftir ketti sem ætt- ingi þeirra á. Bo er portúgalskur vatnahundur, sem er harðgerð og kraftmikil hundategund sem þarfnast mikillar athygli og umönnunar. Í gær efndi forsetafjölskyldan til páskaeggjaleitar á grasflöt- inni fyrir utan Hvíta húsið, eins og tíðkast hefur á páskum í 130 ár. Þúsundir barna tóku þátt í skemmtuninni. - gb Hundur kominn í Hvíta húsið: Forsetahundur fékk nafnið Bo SJÓRÆNINGJAR NÚTÍMANS Sómalskir sjóræningjar um borð í franskri skútu í Adenflóa í síðustu viku. Franskir hermenn réðust skömmu síðar um borð í skútuna, felldu tvo sjóræningja og handtóku þrjá. Sjö gíslum var bjargað en einn lét lífið. NORDICPHOTOS/AFP Flugskeytatilraun fordæmd Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna for- dæmir flugskeytaskot Norður-Kóreu fyrr í mánuðinum og krefst þess að engar frekari tilraunir verði gerðar með flugskeyti. SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR GENGIÐ 08.04.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 205,3746 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 126,63 127,23 186,43 187,33 167,71 168,65 22,505 22,637 18,829 18,939 15,396 15,486 1,2661 1,2735 188,85 189,97 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.